Morgunblaðið - 29.12.1929, Side 8

Morgunblaðið - 29.12.1929, Side 8
8 MORGUNBL.AÐIÐ -«B5SS9H9=5BSn»^ Þreytt áðnr en dagsverbið byrjar. Þreyta og óánægja áður en erfiði dagsins byrjar, stafar oftast af of þungri fæðu. Borðið „Kellogs" AII-Bran þá mun yður borgið og dag- urinn verða yður ánægjulegur. ALL-BRAN Ready-to-eat Alao makera of KELLOGG’S CORN FLAKES Sold by all Grocers—in tho Rod and Green Package. ___________________920 ss5sasBEsassassss(<)'- Golftreylur jfeáiiiitfiiK ðf® ®e fjttlbreytt árval nýkomið í Manchester. nm listir, e'inkum ef þeir eiga að segja eins og þeir meina. Jeg var á gangi á götunni um daginn, þegar kunningi minn, sem gengur upp í leiklist seint og snemma, mætti mjer og stansaði mig. Hann horfði á mig um stund er. mælti síðan liátíðlega, eins og hann væri að tala af leiksviði: — Þú e'rt maðurinn! — Jeg, nei, alls ekki, svara jeg og ætla að stinga af se'm fljótast, því að hann hefir alla tíma verið að troða upp á mig „jobbi“, sem mjer hundleiðist. Nei, það varð nú ekkert af því að hann slepti mjer. — Nei, góði. Nú ætla je'g ekki að biðja þig um annað en að skrifa- nokkur orð um okkur. Hjerna eru aðgöngumiðar að „premíernum“, og skrifaðu svo hreinsltilnislega, hvað þjer finst um okkur. — Hreinskilnislega.........? Það runnu á mig tvær grímur, og það sem meira var — nú rifjaðist upp fyrir mjer be'tur en nokkru sinni áður, hve óendanlega mikið leik- sýningarnar þeirra fjelaga höfðu farið í taugarnar á mjer. Endirinn varð auðvitað sá, að jeg fjell fyrir freistingunni. Jeg e">' líka fæddur undir óheillastjörnu og jeg er vanur að skeila skuldinni á hana, þegar jeg geri skyssur. Jeg býst við, að allir menn, sem kunna ritreglur Freysteins, og hafa að öðru leyti óbrjálaða skyn- semi, hefðu getað samið álíka krítík, en jeg er líka jafnviss um, að enginn hefði fengist til þess, nema jeg. Það vildi nefnilega svo vel eða illa til, að í leikfjelaginu voru skyldmenni og vinir allra í bæjarbiia, — jeg einn átti þar hvorki frænda nje vin, annan e'n þann, sem hafði beðið mig að semja krítíkina, og hann fór — eins og jeg sagði áður — í taug- arnar á mjer. Jeg sagði hrein- skilnislega meiningu mína, og leifði ekki af. Jeg gleymdi engum, hve'r fjekk sína pillu, og jafnvel sufflörinn, sem hvíslaði svo hátt, að það heyrðist um allan salinn, fjekk stimplað á passann sinn. Jeg hefi ekki verið myrtur enn þá, en það væri jeg án efa, ef hægt. væri að drepa fólk með augnaráði. En á nóttunni heyri jeg hvískur og tal fyrir utan glugg ann, meðan jeg ligg bullsveittur á koddanum og þori mig ekki að hreyfa. Jeg ímynda mjer, að svona hvísl hafi heyrst fyrir utan glugga frönsku aðalsmannanna, áður en stjórnarbyltingin braust út. Og ef lík mitt finst einhvern daginn í skurði inni í Sogamýri, þá er óhætt að fullyrða, að jeg hafi fallið fyrir hinum grimmu örlögum allra listdómenda. Quasimodo. Hátííahöldin í Stokkhólmi í tilefni af útbýting Nóbels- verðlaunaæna. Nóbelshátíðin í Stokkhólmi var haltþin 10. des. s. 1., að viðstöddu mörgu stórmenni. Af konungsfjöl- skyldunni sænsku voru konungur- inn og drotningin viðstödd, og auk þeirra Ingiríður prinse'ssa og prins- arnir Karl, Eugen og Sigvard. — Margir ráðherranna voru einnig viðstaddir, Nóbelsnefndin, menn, sem áður höfðu þegið verðlaun og þeir, sem áttu að taka við þeim við þetta tækifæri. Athöfnin var afarhátíðleg og tók nokkurn tíma. Konungurinn, drotningin og formaður Nóbels- nefndarinnar skiftust á að afhe'nda vcrðlannin. í hvert skifti, sem vísindamanni eða rithöfundi voru afhent verðlaunin, ljek orkester stutt lag, en allir viðstaddir klöpp- uðu lof í lófa. Athöfnin var hin hátíðlegasta', og lauk henni með því, að leikinn var sænski þjóð- söngurinn, „Du gamla, du fria“. Dagbók. I.O. O.F. 3 = 11112308 E. K. HJjfc framh. 9. III. f | Veðrið. Lægð yfir suð-austan- verðu íslandi og fremur hæg NA átt um alt land að heita má. Þó mun eUn þá vera allhvast á NA úti fyrir Vestfjörðum og snjókoma er víða á NV og N-landi. Vestan. við Skotland er djúp lægð sem hreyfist norðaustur eft- ir og fer vaxandi. Mun hún valda S- og SV-hvassviðri á N-sjónum og á hafinu milli Færeyja og Noregs. Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi. IJirkomulaust og ljett skýjað. H j ukitunarkonustaða og staða sem hjúkrunarkona og húsmóðir eru lausar 1. febr. og 1. maí n.á. á spítalanum að Laugarnesi Umsóknir sendist spítalalækni fyr- ir 15. janúar. A. C. Höyer, bóndi í Hve*radölum hefir beðið Mbl. að geta þess út af umtali dagblaðanna hjer í bæn- um um svissneska ferðamanninn, er hjá honum dvaldi um hríð, að hann hafði aðeins stuttan tíma dvalið hjá sjer. Hafi hann fyrst verið nokkra daga að Kolviðar- hóli, síðan um þrjár vikur á gisti- Iiúsi á Eyrarbakka, en aðeins örfáa daga í Hveradölum. Kveður hann manninn hafa sagst vera e'fnafræð- ing og þóttist hann hafa það fyrir stefni að rannsaka ýmislegt um íslenska jarðfræði. Sjómannastofan. — Samkoma í kvöld kl. 6 í Varðarhúsinu. Jó- hannes Sigurðsson talar. — Allir velkomnir. Frá höfninni. Sa'Itskip, Blair- liolm, kom í gær með farm til H. Benediktsson og Co. — Þýskur togari kom í gær til að fá sjer vatn, kol og vistir. — Olíuskip British Pluck fór í gær. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin Elísabet Bjarnadóttir og Jón Guð- mundsson, Bræðraborgarstíg 20. Jólagleði Mentaskólans. Lúðra- sveitin leikur fyrir framan Menta- skólann kl. 8y2—9, og er ætlast til að ge'Stirnir komi á þeim tíma. Leikfjelagið sýnir jólaleik sinn, „Flónið“ í kvöld í þriðja sinn. Börn úr Dýravinafjelaginu og efri bekkjum Barnaskólans, sem enn ekki hafa vitjað aðgöngumiða sinna að jólafagnaði fjelagsins, er haldinn verður í fimleikasal skól- ans á mánudag 30. des. kl. 5, geta vitjað þeirra í leikfimissalnum frá kl. 1 á mánudag. Trúlofun sína opinbeTrrðu um jólin ungfrú Jóhanna Zoega og Sigurður Einarsson verslunar- maður. Lesbók fylgir ekki blaðinu í dag, heldur kemur hún nreð blað- inu á gamlársdag. Línuskip selt. Fiskveiðahlutafje- lag, sem nýlega var stofnað í Dýra- firði og nefnist h.f. Barðinn, hefir keypt línuveiðagufuskipið ,Nonni‘ sem Ásgeir Pjetursson útgerðar- maður á Akureyri átti. Fjölda margar konur, sem Þór- unn Björnsdóttir Ijósmóðir hefir verið hjá, ætla að halda henni samsæti annað kvöld í K. R. hús- inu. Þar verða í dag afhentir síð- ustu aðgöngumiðar að því samSEéti og því áríðandi að konur, sem ætla að taka þátt í því, sendi eftir þeim fyrir kvöldið. Stúkan Æskan nr. 1. Gæsluinað- ur hefir beðíð þess getið að fund- ur ve'rði enginn í dag. Þegnskylduvinna. Á þing- og hjeraðsmálafundi V.-ísafjarðar- sýslu, sem haldinn var 10.—11. desember, var i einu hljóði sam- þykt að mælast til þess við Al- þingi að það skipi sem fyrst milli- þinganefnd, er leiti álits sveita og bæjarstjórna um það, hvort rjett muni vera að lögleiða þegnskyldu- vinnu og um tilhögun vinnunnar. Er þá ætlast til að ne'fndin vinni úr tillögum þessum, og að Alþingi semji — ef tiltækilegt þykir —- frumvarp til laga um málið, og verði það borið undir þjóðarat- kvæði. Kristilegar samkomur á Njáls- gotu 1 í kvöld kl. 8. Á gamlárs- kvöld kl. 9 e. m. og nýársdag kl. 8 e. m. Allir velkomnir. Baldur fór í gær á ísfiskveiðar. Hjónaefni. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrii Hukla Valdimarsdóttir, Njálsgötu 15, og Guðmundur Runólfsson, Bergstaðast.ræti 60. Uan jólin opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Kristinsdóttir Vigfússóhar framkvæmdastjóra í Hafnarfirði og Ketill Gíslason kaupmaður í Hafnarfirði. Ennfremur Þórunn Kristinsdótt- ir Kristjánssonar og Jón Magnús- son Jónssonar bæjarfógeta í Hafn- arfirði. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Anna Jakobs- dóttir, Ve'sturbrú 20, Hafnarfirði, og Engiljón Sigurjónsson loft- skeytamaður. Hin dásamiega Tatol-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: Áramótamessur. í fríkirkjunni í Hafnarfirði (kviildsöngur) á gamlárskvöld kl. 7 síðd. (síra Ól. Ólafsson) og á nýársdag kl. 2 e. h. (síra Ól. Ólafs- son). Misprentun. í niðurlagi greinar minnar i gær um Einar Magnússon hafði misprentast: samvinna um æfilangt skeið, átti að vera æði langt. Kr. D. Náttúrufræðisfjelagið. Samkoma næstk. mánudag kl. 8y2 e. m. á Landsbókasafninu. Dansleik liáskólastúdenta, sem venja er að halda 6. janúar, verður frestað fram yfir miðjan janúar- mánuð. Ráðherrar veikir. Borgbjerg kenslumálaráðherra liggur í sjúkra húsi. Var hann skorjnn upp við blöðruveiki. Krag innanríkisráð- herra liggur líka í sjúkrahúsi. Var liann skorinn upp við ámusótt. — Báðir eru þeir á batavegi. (Sendi- herrafi-jf'tt). Misskilningur var það, sem sagt var í blaðinu í gær, að pilturinn frá Laugarvatnsskóla muni hafa ætlað að fara yfir Ingólfsfjall, held ur hefir hann ætlað sjer að fara yfir fjallgarðinn, sem liggur þar fyrir norðan. Eru þar ýmsar leið- ir, en illfærar og vandrataðar og gljúfur víða. Bifreiðatryggingar. Ráðuneytið hefir viðurkent vátryggingarfje- lögin Danske Lloyd og Baltiea til að hafa á hendi bifreiðatrygging- ar. Er bifreiðaeigendum gefinn fre'stur til 1. febrúar til að full- nægja skilyrðum reglugerðar um skyldutryggingu bifreiða. Forvaxtalækkun í Noregi. Frá Ósló er símað: Noregsbanki hefir lækkað forvexti frá fimm og hálfri niður í fimm prósent. Fyrir skömmu var haldinn knatt spyrnukappleikur í Neapel milli knattspyrauflokks þaðan og knatt- spyrnufl kks frá Torino. Var æs- ing mikil í áhorfendum. En þegar fáeinar sekúndur voru eftir af tím anum, skoruðu Neapels-menn mark Stukku þá allir á fætur og æptu og ve.ifuðu. En mest voru fagnaðar^ lætin í einum manni. Hann öskr- aði svo hátt, „Viva Napoli“, að hann yfirgnæfði alla aðra. En alt í einu hætti hann að kalla, reif af sjer kápuna og hneig örendur til jarðar. Hann hafði dáið af geðs- hiæringu og gleði. i. Bmnjélfsson S Kvaran. Aðalumboðsmenn Hvannbnrgsbræður. Spikfeitt hangiljöt, hveiti og alt til bökunar, nýir ávektir allsk., vindlar við hvers manns hæfi, spil, kerti og margt fleira, sem ekki e*r hægt að telja upp nú. Lægst verð. Versl. Bjöminsi. Siatesman er stúra orðið kr. 1.25 borðið. Mnnið A. S. (. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.