Morgunblaðið - 23.03.1930, Síða 6

Morgunblaðið - 23.03.1930, Síða 6
6 i k I f f> „Brúarfoss" fer hjeðan 27. mars til Leith og Kaupmannahafnar. „Selfoss“ fer hjeðan um miðja vikuna tfl Grimsby og Hamborgar. „Msgnhild11 fer hjeðan um næstu mán- aðamót til Aberdeen, og ef tfl vill til Hull, þaðan til Kaupmannahafnar. Fer svo frá Kaupmanna- hofn 26. apríl um Leith til Suðurlandsins. M.s. Dc*anning Alexandrine fer þriðjudaginn 25. þessa mánaðar klukkan 6 síðdegis til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið tii baka. Farþegar sæki farseðla á morgun. Fylgibrjef yfir vörur komi Vikae; 16. — 22. mars. Um helgina var veður stilt um land alt, og fram á þriðjudag. En á miðvikudaginn skall á norðan- garður með 8—12° frosti og ofsa- veðri, er lijelst fram á föstudag. A laugardag var veður hægara, en norðan átt um alt land, með snjókomu á Norður og Austur- landi. Á Vestur- og Suðurlandi snjóaði ekkí teljandi þessa viku. En á Norður- og Austurlandi hefir verið talsverð fannkoma. (Annars er rjett að geta þess hjer, að Veðurstofan á oft mjög erfitt með að vita hvernig fann- komu er varið, vegna þess hve frásagnir um hana og um snjóalög eru ógreinilegar frá veðurathug- anastöðunum). Afli er hinn sami og að undan- fömu, þegar á sjó gefur, uppgripa- afli fyrir sunnan land. „Hannes ráðherra“ kom t. d. inn hlaðinn fiski eftir sex daga veiðar. Sagði skipstjóri sömu fiskgnægð alla leið frá Reykjanesi og austur að Vest- mannaeyjum. í óveðrinu í vikunni munu tog- ararnir velfle'stir, eða allir, hafa verið fyrir sunnan land, og hefir ekki frjest að þeim hafi hlekst neitt á. Fiskur sá, sem veiðist nú, er venju fremur smár, en dável feit- ur. — Mgbl. hefir spurt Kr. Bergs- son Fiskifjelagsforseta að því hvort nokkrar aldursrannsóknir á fiski færi hjer fram í ár og hvað hann nei við. En hann sagði að Fiskifjelagið væri nú í samningum við magister Ama Friðriksson að hann tæki þær rannsóknir að sjer. Þegar glöggra breytinga gætir á því sviði vakna menn mjög til um- hugsunar um, hve vísindalegar rannsóknir eru nauðsynlegar. Síð- an Árni lauk magisterprófi í haust, hefir hann Kaft atvinnu í Dan- mörku. á morgun. Q. Ziansen Préfsmíði. Verkun á þessa árs afla, er nú komin á talsvert skrið. Hafa menn þegar selt nokkuð af fiski þessa árs, og mun verðið hafa verið 123—128 kr. skpd. af stórfiski % verkuðum. En vegna þess hve mik- ið hefir borist á land, mun verðið hafa nokkra tilhneigingu til lækk- unar. Afli Norðmanna mun og hafa farið ört vaxandi upp á síð- kastið, þó hann sje eigi orðinn eins mikill í ár og hann var um sama leyti í fyrra. En bót er það aftur á móti, að gengi pesetans hefir hækkað ört þessa viku. Er pesetinn nú í 60 aurum íslenskum, en var kominn niður í 53 aura. Samkv. skeyti frá fiskifulltrúa fslands á Spáni, Helga Guðmundssyni, telja fjár- málamenn horfur á, að gengið muni etm fara hækkandi. En með- an á sveiflunum stendur er eðli- legt að fiskverslunin verði með tregara móti. Þeir sem ætla að láta húsasmíða- nemendur sína gera prófsmíði í vor, geri svo vel og sendi umsókn- ir þar um til prófnefndar ásamt námsvottorði fyrir 30. þ. m. Fyrir hönd prófnefndar. flnnur 6. Thorlacius. Frá sviði landbúnaðarins eru frjettirnar fremur dapurlegar um þessar mundir. Veturinn hefir ver- ið víða um sveitir, etnkum norðan og’ austanlands, með aftrigðum gjafafrekur. Og þó heybirgðir hafi yfirleitt veráð með meira móti í haust, þá má búast við, að sum- staðar hafi verið treyst helst til rnikið á hið Ijetta og ódrjúga út- hey. Ef seint kynni að vora — ís kæmi t. d. að íandinu — má búast við tilfinnanlegum heyskorti. Það væri því mjög æskilegt að gerð yrði gangskör að því að athuga hve' kaupstaðir út um land eru birgir af kjarnfóðri, og hve hent- ugt það er til uppbótar á heyjum. Nokkrir hafísjhkar sem sjest hafa frá Norðurlandi, minna á, að betra væri að aðgerðir í þeim efnum biðu ekki um of, ef svo reyndist, að bæta þyrfti við birgðimar. En meðan vágesturinn græn- lenski vofir yfir, hafa bændur við aðra erfiðleika að stríða, er gerir þeim þröngt fýrir dyrum, þar sem er sósíalisminn og vinnufólkseklan. Nýlega var blaðinu skrifað frá Norðurlandi, að nú væru sósíalistaforkólfarnir þar orðnir svo uppvöðslusamir, að þeir skrif úðu þessum fáu hræðum, sem eft- ir eru í vinnu hjá bændum, og skipuðu þeir vinnufólkinu að ráða sig ekki í sveitum, nema sósíal- istar hjeraðsins legðu sitt sam- þykki á. Þeir þykjast vinna hjer með hagsmuni vinnufólksins fyr- ir augum — er þeir gera tilraun til að flæma það burt úr sveit- unum. Bamavinafjelagið Sumargjöf hefir sótt um að fá land til bygg- ingar barnahælis eða dagheimil- is, í útjaðri bæjarins, og er von um, að það mál nái fram að ganga bráðlega. Fjelagið er ungt og lítt efnum búið til þess að gera. Ef vel tekst með happdrætti þess, sem nú stendur yfir, og fjár söfnun fyrsta sumardag, má von- ast eftir, að fjelagið eigi í vor um 30 þús. kr. En til er í vörslum bæjar- stjórnar og annara fjelaga en Sumargjafar allmikið fje, sem ætlað er til þess að koma upp húsnæði og starfrækja stofnanir, er að því miða að vernda hinn uppvaxandi kynstofn bæjarins frá andlegum og líkamlegum kvillum. Væri óskandi ef takast mætti að sameina fjeð, sem hand- bært er, í þessu skyni, og krafta þá, sem að þessu vinna, svo upp gætu risið sem fyrst öflugar og vandaðar stofnanir, er ynnu að bættu uppeldi barna hjer í höfuð- staðnum. Þeir, sem að þessu starfa, munu finna það betur og betur með ári hverju, að þeir hafa með höndum eitthvert hið stærsta og vandamesta velferðar- mál þjóðarinnar. Dálítið skylt barnauppeldismál inu er skemtigarðsmál Reykja- víkur. Var um það mál rætt nokk uð á síðasta bæjarstjórnarfundi, þó engin væri þar ákvörðun tek- in. — Þegar velja á stað handa bæj- arbúum til útiveru í nágrenni bæjarins, er áreiðanlega um mjög fáa staði að ræða. Eins og veðráttu hjer er hagað, verður þar að vera skjól fyrir norðan- átt. Bjartviðri er hjer sem kunn- ugt er aðallega þegar norðan- átt er hjer ríkjandi, og þá daga því jafnaðarlegast mest not fyr- ir hressingar- og skemtistað und ir beru lofti. Sennilega verður staðurinn valinn fyrir sunnan og vestan Öskjuhlíð, þar sem nefnt er „Beneventum". Með litlum til- kostnaði mætti gera þann stað vistlegri en nú er fyrir allmargt fólk. Þar rísa klappir upp úr grashvömmum, og er skjólgott í hvömmum þessum. Yrði vitan- Iega að sjá um, að landið fengi að halda þar sínum svip óbreytt- um. Jafnframt yrði að sjá fyrir '’itugum og góðum vegi þang- að suður eftir. Lokið var við 3. umræðu f jár- laganna í neðri deild á föstu- dagskvöld — að öðru leyti en því, að eldhúsumræður voru eft ir — byrjuðu á laugardag. Tekjuhalli sá — um 300 þús. kr. —, sem kominn var á fjár- lögin eftir 2. umr., var nú „lag- aður“ með því að tekjuáætlun- in var hækkuð um 450 þús. kr. Er þó eigi sýnilegt, að neitt hafi komið í ljós þessa daga, sem geri framtíðarhorfurnar um fjár hag ríkissjóðs glæsilegri en áð- ur. Hækkun tekjuáætlunarinnar geta menn þvi eigi skoðað sem annað en felubragð þingsins til þess að fela hina ríkjandi og sí'- vaxandi fjárbruðlunartilhneig- ingu þingmeirihlutans. — Rödd fjármálaráðh. í þingbyrjun, þar sem hann brýndi það fyrir þingmönnum, að gera áætlunina um tekjurnar ekki óvarlegri, en ’hún var frá hans hendi, spenna ekki bogann hærra, er sem vein í ílustrái í aðsúgi flokksbræðra hans utan um ríkissjóðsjötuna. Mjög er það ábeúandi, hve dauflega bæjarbúar hugsa um allan undirbúning til Alþingis- hátíðarinnar. Á síðasta bæjár- stjórnarfundi hreyfði borgar- stjóri því máli, að ef bæjarstjórn in ætlaði yfirleitt að hafa nokk- urn viðbúnað eða afskifti af há- tíðahöldunum og fundum þeim, sem hjer verða haldnir í sam- bandi við þau, þá væri tími til þess kominn, að kosin yrði nefnd til að annast undirbúning í því efni. Bæjarfulltrúarnir tóku dauf- lega í þetta. Einn þeirra er tók til máls og viðurkendi, að bæjar- búar þyrftu að sjá um ýmiskon- ar undirbúning, tók það sjerstak- lega fram, að það vekti ekki sjerstaklega fyrir sjer, að efnt yrði til neinna veisluhalda. Á undanförnum árum mun það sjaldan hafa komið fyrir, að erlendur söngflokkur eða knattspymumenn hafi komið til Reykjavíkur, án þess að bæjar- stjórn hafi gert þeim einhvers- konar veislufagnað. Það væri því nokkuð hlálegt, ef bæjar- stjórnin teldi það lítilfjörlegri heimsókn, er hópur fulltrúa frá þingum nágrannaþjóðanna kem- ur hingað, í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis. Yrði slíkt tóm- læti æði áhrifamikil auglýsing um íslenska gestrisni — eða hitt þó heldur. Lárus Jónsson settur læknir í Hornafirði hefir orðið fyrir leið- inlegu óhappi. Frá því var sagt hjer í blaðinu nýlega) að hann hefði látið álit uppi um heilsu- far Jónasar Jónssonar. Samkv. beiðni hans var þess getið hjer Hirschsprungs vindlar ern bestlr. R0THSCHILDS Exepcionales Cassilða Doupuets Fiona Rencurrel Favoritas DY’íona Panch Yrurac-Ðat O iginal-Dat Dmitas eru nöfnin á vindlunum, sem þjer skul- uð ætið biðja um Reykið einnngis góða vindla. ' Blðndahls sælgæti: Brjóstsykur. Súkkulaði-Karamellur. wmm>vnv*mjTumrr*meuKurx*,.H.-——— — Rjóma Karamellur. Konfekt. Átsúkkulaði. Menth >I-Karamellur. Lakkrispillur. Hóstapillur. Krem-stangir. Cokus-stangir. Alft eigiu framleiðsla. Hapis m. S. Blðoðahi 1.1. Vonarstræti 4B. Sími 2358. Hlnnið A. S. I.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.