Morgunblaðið - 23.03.1930, Síða 10

Morgunblaðið - 23.03.1930, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ rjettnefndur skuldakóngur, þá hlýtur það að vera af því að hann rjeði yfir skuldunum — borgaði þær að miklu. En ef „skuldakóngur" á að þýða þetta — og það eitt getur verið rjett —, hvað vill þá hæstv. forsætisráðherra kalla þá, sem auka skuldirnar eins og núv. stjórn? Jeg finn ekki neitt betra nafn á þeim en að kalla þá „skuldaþræla", — ef halda á líkingunni. Hagur ríkíssjóðs á dýrtíðar- árunum. Skráin hjer að framan sýnir, að þegar jeg tók við fjármála- ráðherrastarfinu eftir áramót- in 1919—1920, voru ríkisskuld- irnar 16,1 milj. kr., en þegar ýeg fór frá rjett eftir áramót- in 1921—-1922, voru þær 16,4 milj. Meiri var ekki skulda- aukningin þessi ár, þótt það væru mestu dýrtíðarárin, sem yfir okkur hafa komið. Laun embættismanna voru t. d. þá nærri tvöfalt hærri en nú vegna dýrtíðaruppbótarinnar. — Hver mundi nú trúa því, að þessi væri niðurstaða umræddra ára, sem eingöngu hefði Iesið blað hæstv. forsætisráðherra? Þessar tölur verða ekki rengdar, þær eru teknar eftir landsreijmingunum. Jeg man eftir, að jeg hafði einu sinni með mjer landsreikning- ana f stjórnmálafundaferð, og las að gefnu tilefni upp þær töl- ur úr þeim, sem máli skiftu, og bauð andstæðingunum að sjá, hvort ekki væri rjett frá skýrt. Þeir kærðu sig ekki um það, en fjöldi manna kom til mín eftir fundinn og sögðust aldrei skyldu trúa Tímanum oftar. En þetta var dálítill útúrdúr frá skuldaaukningunum, sem jeg aftur mun snúa mjer að. „Falskar skýrslur“. Auðvitað dettur mjer ekki í hug að halda því fram, að þau lán, sem tekin hafa verið og tak- ast eiga, sjeu eyðslueyrir, en þau hvíla á ríkissjóði um vaxta- greiðslu að meira eða minna leyti á næstu árum, og fyrir því verður að gera. Jeg man eftir, að hæstv. for- sætisráðherra sagði í deilunum við mig út af „fjáraukalögunum miklu", að jeg hefði gefið þing- inu 1922 falska skýrslu um gjöldin 1921, af því að þegar landsreikningurinn fyrir 1921 kom, þá sýndi hann hærri upp- hæð, en jeg hafði gefið upp. Nú kom það fyrir þennan ráðh. í fyrra, að hann átti að gefa þinginu skýrslu um gjöld árs- ins 1928 og þegar landsreikn- ingurinn 1928 kom, þá sýndi hann gjöld nærri i/2 milj. kr. hærri en ráðh. sagði þinginu. Hann hefir þá eftir sínum eig- in orðum gefið þinginu falsaða skýrslu. En það stóð eins á um okkur. Báðir gáfum við skýrslu, sem bundin var því skilorði, að frekari gjöld kæmu, og báðir erum við því jafn sekir eða jafn saklausir. Mjer er óneitanlega dálítil ánægja í að húðstrýkja þennan hæstv. ráðh. með hans eigin vendi. Það er altaf skemti- legt að taka vopn mótstöðu- mannanna og vinna á þeim sjálf um með þeim. Og það er nú svona um hæstv. forsætisráðh., að hann hafði vopnin mjög á lofti í ritstjórnartíð sinni, en nú eru flest eða öll þessi vopn komin í hendur andstæðing- anna, því að svo að segja hvar- vetna hefir hann sem ráðherra snúist gegn því, sem hann áður jelt fram, og það er meinleys' og hlífð okkar andstæðinganna að þakka, að hann hefir stund- arfrið. Sem dæmi má nefna, að meðan hann var ókrossaður, vildi hann leggja skatt á heið- ursmerki, en nú, þegar hann er orðinn einhver mesti krossberi landsins, nefnir hann þetta ekk: á nafn, að hann fjandskapaðist móti öllum sendimönnum erlend is, en flýtir sjer þó að skipa mann í slíkt sæti, sem losnaði í hans stjórnartíð, að hann ávít- aði Jón sál. Magnússon harð- lega fyrir að taka 4000 kr. í risnufje, en tekur sjálfur 8000 kr„ að hann taldi fyrv. stjórn hafa gleymt tekjufrv., ef þau komu ekki fram í þingbyrjun, en nú kemur tekjufrv. fram, þegar langt er liðið af þingi, að hann taldi óheimilt að áætla með tekjuauka í fjárlagafrv., sem bygðist á væntanlegum nýjum lögum frá þinginu, en þó er þetta gert í frv. því, sem hjer liggur fyrir, o. fl., o. fl. Brask forsætisráðherra með ríkisfje. Jeg veit, að hæstv. forsætis- ráðherra hefir látið lána kaup- manni einum hjer í bænum 300 þúsund krónur, meira en mil- jónar-fjórðung, úr sjóði Bruna- bótafjelags Islands, til þess að reisa stórhýsi til verslunar hjer í bænum. Þetta þykir mjer á- kaflega undarleg ráðstöfun og raunar óverjandi. Fjöldi hrepps fjelaga og sýslufjelaga þarfn- ast mjög lánsfjár gegn ágætum tryggingum til mjög nauðsyn- legra framfarafyrirtækja, og mjer finst, að það hefði verið stórum mun rjettmætara, að lána þetta fje til þeirra hluta, en til verslunarstórhýsis hjer í bænum, fyrst Brunabótafjelag- ið hafði safnað svo miklum sjóði að það gat lánað þetta. Mjer finst sem sje, að hjer í Reykja- vík sje nóg af verslunarhúsum og hið opinbera þurfi því ekki að hjálpa til að byggja stór- hallir í þessum tilgangi. Fjöldi nauðsynjafyrirtækja úti um land verður að bíða sökum þess, að ekki er unt að fá lán til þeirra. Þessi stóra fjárhæð hefði getað bætt úr þeirri nauðsyn á mörgum stöðum, en hæstvirtri stjórn hefir þótt rjettara að láta hana koma þannig niður, og tel jeg það mjög ámælisvert. Eftir skrifum hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) undanfarið, mundu fáir á- líta, að hann væri svo mikill vinur kaupmannanna í Reykja- vík, að hann steingleymdi þörf- unum úti um landið fyrir hags- munum eins kaupmannS hjer í bæ. En það kemur fram hjer sem víðar, að orð hans og at- hafnir eru sitt hvað, ekki skyld- ari en suðrið norðrinu, eða hvít- ur litur svörtum. Hvanneyrarf jósið. Næst vil jeg víkja nokkrum orðum að fjós- og hlöðubygg- ingu á Hvanneyri, sem hefir kostað um 130 þús. kr. Margir ■nunu álíta, að þtssi bygging sje nokkuð dý’. Jeg ætla að sieppa því, að hæstv. ráðh. (Tr. Þ.) hefir hjer að mestu leyv. byggt yfir griui skclastjórans á Hvanneyri, sen er mágur hans, en jeg vil snúa mjer að því at- iði, hvaða heimild hæstv. for- sætisráðh. (Tr. Þ.) hafi haft til þess að leggja fram þennan gíf- urlega byggingarkostnað. Jeg mundi ekki eftir, að hæstvirt stjórn hefði hjá þinginu fengið samþykki til þess að nota þessa stóru upphæð í þessu skyni, og tók mjer fyrir hendur að at- huga þetta nánar. Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að í fjárl. fyrir áríð 1929 voru veittar 9 þús. kr. til aðgerðar fjósi á Hvanneyri, en enga aðra heim- ild hefi jeg fundið fyrir þessari 130 þús. kr. greiðslú. Af þess- um fjósbyggingarkóstnaði voru tm 80 þús. kr. greiddar á ár inu 1928 en 50 þús. kr. á ár- inu 1929. Nú var það svo, að á þinginu 1929 lágu fyrir fjár- aukalög fyrir árið 1928, og verð jeg að láta í ljós mikla undrun mína yfir, að hæstv. ráðherra skyldi ekki telja sjer skylt að fá samþykki fyrir þessari miklu greiðslu. Hann stendur í þeim sporum á þinginu í fyrra, að hann hefir greitt 80,000 kr. án þess að hafa. neina fjárveitingu ,frá þinginu, og hann er 'í' þeim sporum, að hann veit, að, hann heldur áfram að borga í stór- um stíl, en samt leitar hann alls ekki heimildar þingsins. Með þessu hefir hann sýnt fjárveit- ingavaldi þingsins hina megn- ustu fyrirlitningu. Hann borgar 16—17 sinnum hærri upphæð en veitt var og hirðir þó ekki um að fá samþykki þingsins, þótt tækifæri væri til. Svona að- ferð verður þingið að átelja. — Hæstv. forsætisráðh. hefir hvað eftir annað sagt, að hann muni ekki greiða umfram fjárveit- ingu, en svona eru efndirnar á því. Nú spyr jeg hann og krefst svars: Er allur þessi fjóskostn- aður nú greiddur eða er von á meiru? Jeg tel mig hafa fulla ástæðu til að spyrja, því að mjer er kunnugt um, að nýlega voru greiddar 10000 krónur til fjóssins. Jeg vil vita, hvort á- framhald á að verða á greiðsl- um í þessu skyni, svo að mað- ur geti átt von á kannske í alt 200,000 kr. kostnaði við þessar byggingar. Jeg vil einnig spyrja, hvern- »g hagað hafi verið þessari bygg ingu, sjerstaklega hvort um á- kvæðísvinnu hafi verið að ræða eða ekki. Það sem jeg hjer hefi sagt, sýnir það, að hæstv. ráðh. telur rjett að leggja fram úr ríkis- sjóði heimildarlaust á 2. hundr- að þúsund kr. til þess að byggja yfir gripi einstaks manns, því að ríkissjóður á ekki nema til- tölulega fáar af kúnum á Hvanneyri. En þegar 8—10 hreppar úti á landi fara fram á styrk til raforkuveitu hjá sjer, þá gerir hæstv. forsætis- ráðherra það að flokksmáli að neita um þenna styrk. Hann veit þó, að fátt eða ekkert verður betra gert fyrir þessar sveitir en hjálpa þeim til þessa, — hann þykist vera vinur sveit anna, er breytnin er samt svona. Frh. Fjárlðgiu. Þegar lokið var 2. umr. fjár- laganna í Neðri deild, nam tekju- hallinn um 308 þús. króna. Til þess að jafna þenna tekjuhalla tók fjár- veitinganefnd það ráð, að hækka tekjuáætlunina við 3, umræðu. — — Hækkunartillögur ne'fndarinnar námu 450 þús. kr. Að vísu hafði f j ármálaráðherra oft lýst því yfir, að ekki mætti hækka tekjuáætlun frumvarpsins. En nefndin skeytti ekki aðvörun ráðherrans og hækk- aði áætlunina um nærri y2 miljón. Þriðja umræða fjárlaganna hef- ir nú staðið yfir í þrjá daga. Milli 80 og 90 breytingatillögur lágu fyrir og fóru nálega allar fram á liækkim á útgjöldunum. Á föstu- dagskvöld fór fram atkvæða- greiðsla um þessar brtt., og skal hjer getið þeirra helstu, ér sam- þyktar voru: Frá fjáarveititnganefnd. Hjúkrun’arfjel. Líkn 4000 (úr 3500); aðstoðarverkfræðingur vita- málastjóra 6500 (úr 5700) ; skrif- stofukostnaður vitamálastjóra 6200 (úr 5000) ; barnaskólar utan 'kaupstaða 40 þús. (úr 20 þús.); til byggingasjóða kaupstaða og kauptúua 33 þús.; húsaleigukostn- aður .Veðurstofunnar 4000 (úr 3500); Dýraverndunarfjel. íslands 1000; láxastigi í Lagarfoss % kostnaðar 3300; vatnsrenslismæl- ingar 2000 (úr 1000); Þorvaldur Pálsson læknir 300. Frá ýmsum. Unnur Vilhjálmsdóttir, sjúkra- styrkur 1000; Lúðvíg Guðmunds- son,'sjiíkr'astyrkur 2000; til Flug- fjelags íslands (frá samgöngumála n.) : til flugferða 20 þús., til flug- vjelakaupa. 50 þús.; öldubrjóturinn j Bolungarvík 7500; til Jens Jó- hannessonar læknis, til sjerfræði- náms í háls-, nef- og e'yrnasjúk- dómum 1200; til Gunnars Bjarna- sonar, til þess að ljúka námi í vjelaverkfræði 1000; til blindra manna, til þess að nema körfu- gerð o. fl. 2400; til Unnar Jóns- dóttur íþróttakennara, utanfarar- styrkur 1500; til Helga Tryggva- sonar hraðritunarkennara '(utanfar arstyrkur) 1500; Skáksamband ís- lands 1500; til síra Árna Þórarins- sonar, til ritstarfa 600; til útgáfu 20 arka af Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar 1500; til Maríu Mark- an (sönglistarnám) 1500; til Þórð- a’’ Kristleifssonar (söngkenslunám) . 1200; til Halldórs Kiljan Laxness, ritstörf 2000; til Magnúsa.r Ásgeirs sonar til Ijóðaþýðinga 1500; Upp- lýsingaskrifstofa stúdentaráðsins 1200; til þess að kaupa Grænlands- bókasafn Einars Benediktssonar 5000; Bandalag skáta 500 - til mæl- nga og rannsókna á vatnasvæði ÞveTár og Markarfljóts 10 þús.; til mælinga og rannsókna á vatna- svæði Hornafjarðarfljóts og Hólms ár 4000; greiða skal Eiði Kvaran 1500 kr. af styrk til berklasjúk- linga; til þess að fullgera veg milli Sandgerðis og Stafness 8000; síra Þórður Ólafsson 555 (úr 370); til' | I. fiokks píanó I verð frá 1480 íslensV* 1 ar krónnr. 1. flokks 1 orgel frá 325 íslensk- | ar krónnr. Bestn borgnnarskil- málar. Hljóðfærahúsið. Ath. Notuð hljóðfæri tekin í skiftum. ■■■■■■ i nýju fallegn nrvali komin heim. Branns-VersKmi. Kristínar Jónsdóttur (ekkja) 300; Stefán skáld frá Hvítadal 2000 (úr 1000) ; til Guðrúnar Magnús- dóttur ljósmóður 200; til Susie Briem 800 (úr 300). Ábyrgðarheimildir o. fl. Stjórninni er heimilt að ábyrgj- ast eftirtöld lán; 40 þús. kr. húsa- kaupalán fyrir kvennaskóla Rvík- ur alt að 60 þús. kr. rafmagns- stöðvarlán fyrir Súðavíkurhrepp, 90 þús. kr. skipakaupalán fyrir samvinnufjelag Eskfirðinga, 620 þús. kr. lán til raforkuveitu Siglu- fjarðar. Ileimilt var að veita eftirgjöf á viðlagasjóðsláni Ostagerðarf jelags Önfirðinga, 9141 kr., einnig að veita Halldóri Arnórssyni nmbúða- smið eftirgjÖf á viðlagasjóðsláni 5500 kr. — Feldar tillögur. Margar breytingartillögur voru feldar og skal hjer getið um nokkr ar:: Til raforkuveitu Skagfirðinga 50 þús. kr. (öll stjómarfylkingin var á móti); til elliheimilisins Grundar í Rvk, V25 kostn. 25 þ. ltr. (allir sósíalLstar greiddu atkvæði á móti) ‘, til Stórstúku Islands 12 þús. (úr 8000). Sósíalistar ‘og tveir Tímamenn fluttu tillögu um að fella burt styrkinn tií Eimskipafjelags fs- lands, sem er á 22. gr. fjárlaga; tillaga þeirra fór fram á, að kaupa hlutabrjef í Eimskip fyrir þessa upphæð, en það var. vitanlega sama og að svifta fjelagið styrknum. Till. var feld, en 11 þingmenn fengust með henni og meðal þeirra var forsætisráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.