Morgunblaðið - 27.07.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ )) ÍNfelTOM IÖLSEINI (d! Fyrirliggjandi: Bindigarn á 14 lbs. Seglgarn 6/6 do. 2/6. Skógarn 2/32. Saumgarn. Ennfremur Pappírspokar frá 1/16 kg. til 10 kg. Frá LANDSSÍMANUM. Nýlega hafa verið opnaðar þessar landssímastöðvar: (allar 3. fl.) Ánastaðir, Sauðdalsá, Illugastaðir, Tjörn, Hindisvík og Ósar, all- ar á *Vatnsnesi. Reykholt í Reykholtsdal. Fosshóll, Fremstafell, Halldórsstaðir, Ystafell, Garðshorn og Þóroddsstaðir, allar í Köldukinn. Svínhólar í LóTni. Reykjavík, 26. júlí 1930. Gísli J. Ólafssai. Blötorbðtar. Við getum ennþá' selt 2—3 báta til afgreiðslu í desember og janúar næstkomandi. Talið við okkur sem fyrst. Eggert Krlstjánssea & Co. . Sími 1317 (3 línur). 22.91 IMU 22.90 kosta gáðir Ferðagrammofonar hjá K. Einarsson & Bjfirnsson Baukastræti 11. Ltstverslnnln í Kirkjustræti 4 í Reykjavík er til sölu. — Menn semji við Eggert Claessen hrm. (sími 871) fyrir 31. þ. m. Listsyningin Kirkjustræti 12, opln daglega kl. II-1. lanassvnlngin 1930. Mnuír ár Rerkjarík verða afhentir á morgnn og þriðjndag i Hentashálannm. Ofsóknarbrjálæði dómsmálaráðherra. Práfastinnm f BjarnanesL vikið frá embættl fyrirraralanst. Klukkan 6 síðdegis síðastlið- inn föstudag (25. júlí) barst prófastinum í Bjarnanesi, síra Ólafi Stephensen svohljóðandi símskeyti frá dómsmálaráð- herranum: ,,Með því að fyrir liggja full- ar sannanir fyrir því, að þjer hafið sent 25. júlí fyrra árs 6 manna flokk inn á túnjaðar, er annar maður hafði í löglegri byggingu, sbr. hæstarjettardóm 22. jan. 1930 og látið fólk þetta slá túnið, sem væri jörðin í yðar ábúð og þar með tekið lífsviður- væri frá hinum fátæka bónda, en slíkt framferði getur ekki samrýmst stöðu yðar sem prests og prófasts í kirkju landsins, enda hefir helmingur sóknar- barna yðar í skjali til stjórnar- ráðsins lýst megnri vanþóknun á framferði yðar nefndan dag, þá er yður hjermeð vikið frá embætti frá deginum í dag að telja. Síra Jón Pjetursson, Kálfafellsstað tekur við embætt inu fyrst um sinn. Dómsmálaráðherra." Mönnum er enn í fersku minni ódæðisverk það, sem dómsmálaráðherrannframdi 30. apríl s.I., er hann vjek dr. Helga Tómassyni fyrirvaralaust frá Kleppi og án þess að minstu sakir væru tilgreindar. Atferli þetta mæltist hvarvetna svo illa fyrir, að menn töldu óhugsandi að samskonar gerræði ætti eftir að endurtaka sig. En sjón er sögu ríkari. Nú hefir þessi sami ráðherra vikið prófastinum í Bjarnanesi frá embætti fyrirvaralaust. — Sem ástæðu fyrir gerræði sínu, reyn- ir ráðherrann að bera fram deilu þá, sem reis í fyrra milli prófastsins og Bjarna nokkurs Bjamasonar bónda á Brekku. Brekka þessi er hjáleiga frá prestsetrinu Bjarnanesi. Bjami þessi hafði part af hjáleigunni í ábúð, en vildi fá alla jörðina keypta undan prestssetrinu. — Prófastur vildi ekki sleppa hjá- leigunni undan prestssetrinu; en þar sem Bjami er trygt hjú Jónasar frá Hriflu í stjómmál- um, fekk hann dómsmálaráð- herrann í lið með sjer tií þess að hremma hjáleiguna undan staðnum. Með afsali, dags. 22. maí f. á. seldi dómsmálaráðh. tjeðum Bjarna alla Brekku frá fardög- um 1929. En þessi sala var ský- laust brot á lögum frá 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða, en þau lög mæla svo fyrir, að að eins megi selja ábúanda.Prófast ur og ábúandi hins hluta Brekku, sem er bóndinn á prest- setrinu, mótmæltu sölu þessari sem lögleysu og höfðu að engu. Þá er Karl fógeti sendur austur og látinn.taka hjáleiguna með fógetavaldi undan staðnum. Mál þetta fór svo til Hæsta- rjettar og lyktaði þar svo, með dómi 22. jan. s.l., að úrskurður Karls fógeta, að því er snerti jarðarpart þann, sem ábúandi staðarins hafði í' byggingu, var talinn lögleysa og markleysa; en Bjarni fekk að halda jarð- arparti þeim, er hann hafði í byggingu. Dómsmálaráðherra mun ekki hafa getað felt sig við þessa niðurstöðu, því að dómur Hæsta- rjettar sýnir það, að sala hjá- leigunnar er markleysa. Hefir ráðherrann því hugsað til hefnda. Og nú er hefndin fram komin. Prófastinum er vikið fyrirvaralaust frá embætti! Þetta Bjarnanesmál er eftir- tektarvert. Prófasturinn á staðn um er að verja eign þess opin- bera fyrir ágangi nágranna síns. I flestum tilfellum mundi kirkjumálaráðh. telja skyldu sína, að hjálpa prófasti í slíkri vörn. En núverandi kirkjumála- ráðh. fer alveg öfugt að. Hann gengur í lið með ágangsmann- inum og fremur lögbrot á pró- fasti. Þegar svo prófastur leit- ar til dómstólanna til þess að ná rjetti sínum, rýkur kirkju- málaráðherra upp til handa og fóta og víkur prófasti fyrirvara- laust frá embætti. Slík eru laun prófasts, eftir 30 ára dyggi- legt prestsstarf. Þannig er rjettlætið í voru landi undir stjórn Jójnasar frá Hriflu og ,,nátthúfunnar“ frá Laufási. Þrjár fyrirspnrnir til ritstjóra Tímans. Mbl. hefir verið beðið að koma eftirfarandi spurningum til ritstj. Tímans, með ósk um það, að hann svari þeim íblaði sínu. Spurningarnar eru þann- ig, að óþarfi er fyrir ritstjór- ann að eyða miklu af hinu „dýrmæta" rúmi í blaðinu fyr- ir svöriii. En spurningarnár eru svo hljóðandi: 1. Hvar í heiminum hafa samvinnumenn tengt fjelags- skap sinn við starfsemi póli- tískra flokka? 2. Hvar hefir það komið fyr- ir, að dómsmálaráðherra hafi verið sektaður fyrir meiðyrði? 3. I hvaða málum hefir Sjálfstæðisflokkurinn eða áhrifa menn innan flokksins sýnt fram faramálum landbúnaðarins and úð? Er þess vænst að ritstjórinn svari spumingum þessum í öðru hvoru af næstu tveim blöðum sem út koma af Tímanum. — Verði hann ekki við þessari bón, mun verða álitið svo, sem hann af einhverjum ástæðum vilji ekki svara þeim. Þorsteinn Kristjánsson. Það vildi svo einkennilega til, að Íslandsglíman var háð í 20. skifti á Alþingishátíðinni. Það vildi einnig svo til, að keppend- ur voru svo margir, að það varð að tvískifta glímunni. Var fyrri lotan glímd hjer í Reykjavík, en hin síðari á Þingvöllum. Hef ir Morgunblaðið áður sagt frá úrslitum glímunnar, hver hlaut Grettisbeltið, drykkjarhorn há- tíðarnefndar og nafnbótina „glímukóngur Islands". En við þetta tækifæri — eins og nokkur undanfarin ár — var einnig keppt um aðra nafnbót: „fegurðarglímukóngur Islands". Fylgir henni hið fagra Stefnu- horn, sem Steinn Emilsson gaf, og auk þess fylgdi nú sjerstakur bikar, sem I. S. I. gaf. Hornið er farandgripur en bikarinn átti að vinnast til fullrar eignar, til minningar um 20 Islandsglím- una, sem háð var á 1000 ára hátíð Alþingis. Það er miklu auðveldara að dæma um byltur heldur en um hitt hver glímir best. Og að þessu sinni var það þeim mun torveldara sem glímt var í tvennu lagi. Fór því svo, að ekki gat dómur fallið um fegurðar- glímuna á Þingvöllum, og ekki fyr en dómendur höfðu borið saman skrár sínar og einkunnir hjer í Reykjavík. En þá kom það fljótt í Ijós, að einn maður bar langt af öðrum. Það var Þorsteinn Kristjánsson, einn af glímumönnum Ármanns, sem fóru til Þýskalands í fyrra. Fegurðarglímuverðlaunin, (Stefnuhornið og bikarinn) af- henti svo glímustjórinn á Þing- völlum, Guðm. Kr. Guðmunds- son, formanni Ármanns suður á íþróttavelli að aflokinni hinni rniklu íþróttasýningu Ármanns þar, en formaður Ármanns af- henti gripina síðar sigurvegar- anum. Það leikur ekki á tveim tung- um að Þorsteinn Kristjáneson er vel að gripunum kominnogþeirri nafnbót að kallast fegurðar- glímukóngur Islands (eða besti glímumaður Islands, því að það hugtak felst í nafninu). Hann hefir alt það til brunns að bera, er sannan glímumann má prýða, snerpu, skjótleik, bragðfimi, fjölbrögð og drengskap. —■—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.