Morgunblaðið - 27.07.1930, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
51!íil
„Brninn"
Karla-, Kven- og Barna-
reiðhjól.
„Matalor“ kven og barna-
reiðhjól.
V. C. kven-reiðhjól.
Þessar tegundir eru Islands
bestu og ódýrustu reiðhjól
eftir gæðum.
Allir varahlutir
til reiðhjóla.
Reiðhjólauerksfæðið
„Orninnn".
Sími 1161.
Nú eru hinar marg eftir-
spuröu 7 Hk: vjelar
loks komnar.
C. PROPPE.
Hinn hransti nar i
Tiðskiftin.
Besta ráðlð
til viðhalds
heilsnnui er
dagieg notk-
nn af
Reynið einn pakka strax i dag.*
/VlirÚÍAM
ALL-BRAN
Ready-to-eat
A/m maktrt of
KELLOGG'S
CORN FLAKES
______ Soldbjt/IGrocen—«»/*•
//•<* •»</ Oraoa Paakafr
Soussa
•rn bMtn •gypskn Oiftriltazaat.
20 sL pakki
á kr. 1.25.
Sportföt.
Sportpeysur.
Sportsokkar.
'-íýkomið mikið og gott úrval.
Verslnninni Vík.
Laugaveg 52. — Sími 1485.
isarð að annast blómgaðan jurta
garð“.
Hverjum þeim sem austur í
Fljótshlíð fer, og að Múlakoti,
mun ógleymanlegt að koma þar.
Brattar f jallshlíðarnar með blik
andi fossum rísa upp rjett fyrir
ofan bæinn. Bærinn sjálfur
hverfur næstum milli fjallsins
og trjágarðsins, en við túnfót-
inn heyir Þverá sitt langa, lát-
lausa stríð og brýtur grænt og
gróið land dag frá degi.
Ríki lífs og dauða, gróandi
og eyðingar mætast þar.
Landið, sem óbrotið er ennþá
biður guðlegan og mannlegan
mátt um grið fyrir viltum nátt-
úruöflum.
Guðbjörg í Múlakoti hefir
reist sjer minnisvarða, er leiígi
mun standa, öldum og óbornum
til aðdáunar og áminningar. —
Enginn hefir glætt meira trúna
á trjáræktina íslensku en hún.
Hvert trje, hvert blóm í garð-
inum hennar talar sínu hljóða
máli um mjúkar móðurhendur,
sem hlúðu að, græddu og gáfu
líf. —
Allir íslendingar, bæði fjær
og nær, munu óska Guðbjörgu
til hamingju með afmælisdag-
inn og þess að hún megi enn
lengi lifa.
Sigurjón Guðjónsson.
frá Vatnsdal.
Kr ossan ess ver kiallið
og afleiðiugar þess.
Það væri vissulega þess vert,
að skipuð yrði nefnd óvilhallra
manna til þess að rannsaka ná-
kvæmlega alt það tjón, sem út-
gerðarmenn, sjómenn og verka-
menn hafa biðið vegna hins
heimskulega og tilefnislausa
verkfa.lls í Krossanesi. Og það
er í raun og veru alveg sjálf-
sagt, að slík rannsókn sje látin
fram fara, því að atvinnuvegir
landsmanna eru í yfirvofandi
hættu, ef það á að þolast bóta-
laust, að ábyrgðarlausir ofbeldis
menn fái óátalið og án minsta
tilefnis, að stofna til verkfalls
og baka þar með þúsundum sjó-
manna og verkamanna tjón, er
nemur tugum þúsunda á dag.
— Sjálft Krossanesverkfallið
stóð yfir í 18 daga; það hófst 7.
júlí, en samningar voru undir-
skrifaðir hjá sáttasemjara að
kvöldi 19. júlí. En þar sem verk
smiðjan átti þá mikið óunnið að
undirbúningi undir síldartöku
og sá undirbúningur tók 7 daga,
má segja að verkfallið hafi stað
ið yfir í fulla 20 daga.
Verkfallinu var fyrirvara-
laust skelt á í byrjun síldveiði-
tímans. Síldarverksmiðja ríkis-
ins var þá ekki tilbúin og vitan-
legt var, að verksmiðjur þær,
s«m fyrir voru á Siglufirði, gátu
ekki tekið nema lítið brot af
þeirri síld, sem barst að. Það
var því Ijóst í upphafi, að stöðv-
un verksmiðjunnar í Krossanesi
hlaut að hafa í för með sjer
stórkostlegt tjón fyrir útgerðar-
menn og sjómenn.
Þess var heldur ekki langt að
bíða, að þetta sannaðist átakan-
lega. Verksmiðjurnar á Siglu-
firði notuðu sjer hið mikla fram
boð síldarinnar til þess aðlækka
verðið stórkostlega. Verkfalls-
dagana lækkaði verð bræðslu-
síldar um 60%. Bátar neyddust
til að selja fyrir hvaða verð sem
var, því annars varð síldin þeim
ónýt. Nokkrir bátar urðu að
moka veiðinni í sjóinn, því eng-
inn vildi kaupa. Bolsabroddarn
ir sáu fyrir því, að verksmiðj-
urnar á Siglufirði keyptu ekki
meira en það sem þær gátu
brætt jafnharðan; þeir tilkyntu
verksmiðjustjórunum brjeflega,
að í ráði væri að stöðva einnig
alla vinnu þar. Skyldi það hafa
verið umhyggjan fyrir sjómönn-
um og verkamönnum, sem knúði
broddana til þess að gefa þessa
tilkynningu?
Útgerðarmönnum var þegar
Ijóst, að voði var framundan, ef
ekkert yrði gert. Þeir sendu því
atvinnumálaráðherra símskeyti
og báðu hann að skerast í leik-
inn. Rjett þykir, að skeyti þessi
komi fyrir almenningssjónir, því
þau gefa glögga mynd af fram-
ferði bolsabroddanna í verkfall-
inu og lýsa sinnuleysi stjórnar-
innar í þessu máli sem svo mjög
varðaði heill sjómannastjettar-
innar. Símskeytin voru svohljóð-
andi:
Akureyri, 12 júlí 1930.
Atvinnumálaráðuneytið í Rvík.
Vegna þess stórtjóns sem síld
veiðaútgerðin, jafnt útgerðar-
menn og sjómenn hafa biðið
og hljóta að bíða ef framhald
verður á vinnustöðvuninni í
Krossanesi, viljum vjer undir-
ritaðir útgerðarmenn og umboðs
menn þeirra hjer með skora á
háttvirt ráðuneyti að gera hið
ítrasta til að koma á sættum
sem allra fyrst. Þar sem tjón
útgerðarmanna og sjómanna við
framhald vinnustöðvunarinnar
nemur tugum þúsunda á hverj-
um degi, er bráð úilausn nauð-
synleg á þessu máli.
Fyrir hönd Útgerðarmannafje
lags Akureyrar.
Ingvar Guðjónsson
Guðm. Pjetursson.
Fyrir hönd útgerðarmanna 14
sunnlenskra síldveiðiskipa
Sveinn Benediktsson.
Ennfremur hafði atvinnumála
ráðuneytinu borist svohljóðandi
skeyti frá sömu aðilum, dags.
12. júlí:
Vegna hins alveg óeðlilega
framboðs, sem nú er á bræðslu-
síld á Siglufirði sökum vinnu-
stöðvunarinnar í Krossanesi,
hafa verksmiðjueigendurnir þar,
S. Goos og dr. Paul beitt að-
stöðu sinni til að þrýsta verð-
inu niður um 30 hjá sumum
og öðrum um ca. 60% frá því
verði, sem síldarverksmiðja rík-
isins hefir áætlað og Sólbakka-
verksmiðjan á Grundarfirði hef
ir greitt, þá skorum við hjer
með á ríkisstjómina að grípa
tafarlaust til þess sem neyðar-
ráðstöfunar, að gefa út bráða-
birgðalög um lágmarksverð á
Engin vandræði með eftirmatinn
“MYLunf
Niðursoðnir ávextir
handa vandfýsnu fólki.
Þtíssir ávextir eru lesnir af trjánum þegar þeir
standa í fullum blóma og soðnir niður í tæru syk-
ur sýrópi. Aðeins gómsætustu úrvals ávextir eru
seldir undir nafninu „My Lady“, „My Lady“ á-
vextir eru alla daga ágætir og einmitt hinn rjetti
hlutur á rjettum tíma í gesta boðum og á glað-
værnm fundum góðra vina.
22 ljúffengar tegundir: Aldinsalat,
Loganber, Brómber, Ferskjur, Per-
ur, Apríkósur, Stikilber, Dverg-
plómur, Jarðarber, Victoriuplómur,
Purpuraplómur, Gullplómur, Him-
ber, Drottniugarber, Kirsiber, An-
anasteningar, Sneiddar Ferskjur,
Ananas í neilu lagi, Grape Fruit,
Sneitt Havia Ananas, Ribsber o. fl.
ANGUS WATSON & CO., LIMITED,
London and Newcastle upon Tyne, England,
X. MLP. 86-168.
bræðslusíld þetta ár, og leggjum
við til, að það verði ákveðið 4
aura pr. kíló bræðslusíldar.
Fyrir hönd Útgerðarmannafje
lags Akureyrar.
Ingvar Guðjónsson.
Guðm. Pjetursson.
Fyrir hönd útgerðarmanna 14
sunnlenskra síldveiðiskipa
Sveinn Be-nediktsson.
Á þessu stigi málsins er ekki
unt að segja neitt ákveðið um
það, hvað mikið tjón útgerðar-
menn og sjómenn hafa biðið
vegna verkfallsins í Krossanesi.
Til þess að þetta verði gert, þarf
ítarleg rannsókn fram að fara.
En óhætt er að fullyrða, að hið
beina tjón nemur ekki undir
150—200 þús. krónum.
Þegar Alþýðublaðið var að
segja frá sátt þeirri, sem gerð
var hjá sáttasemjara í þessu
máli, gat blaðið þess, að eitt
ákvæðið í sáttinni hafi verið um
það, að sakir allar í sambandi
við verkfallið skyldu niður falla.
í þessu felst óbein játning bolsa
broddanna fyrir því, að þeir
hafi til saka unnið með atferli
sínu í Krossanesi. En þó að
framkvæmdastjóri Krossanes-
verksmiðju afsali sjer öllum
rjetti til skaðabóta, var verkfall
þetta þess eðlis, að íslenska
stjórnin getur ekki látið það af-
skiftalaust. Því þess ber að
gæta, að fleiri voru aðilar í
þessu máli en ei^endur verk-
smiðjunnar í Krossanesi. Islensk
ir útgerðarmenn og sjómenn
voru þarna aðilar og það var
rjettur þeirra, sem var frekleg-
ast fyrir borð borinn.
Þess vegna er það skylda ís-
lensku stjórnarinnar, að Iáta
tafarlaust fram fara rannsókn
á því tjóni, sem útgerðarmenn
og sjómenn hafa biðið vegna
verkfallsins. Bregðist stjórnin
þessari skyldu, er bersýnilegt,
að það eru bolsabroddarnir sem
banna henni að gæta rjettar sjó
mannanna íslensku.
EGGERT CLAESSEN
hæstaxj ettarmálaflutnlngsmaður.
Skrifstofa: Hafnarstræti 5.
Sími 871. ViCtalstími 10—12 t &
Leynöarðómar
Parísarborgar
II. bindi (7 hefti) fæst
nú í Bókaversíunum
Maxim Gorki
orðinn þreyttur á bolsum?
Kristileg samkoma á Njáls-
götu 1 kl. 8 í kvöld. Allir vel-
komnir.
Frá Riga er nýlega símað til
sænska blaðsins „Göteborga
Handels og Sjöfartstidning“ ad
fregn frá Moskva hermi það, að
Maxim Gorki muni verða einn,
af hinum svonefndu „nevoz-
vrastsjenez“ (þ. e. a. s. einn af
þeim, sem ekki kemur heim
aftur). Hann hefir nú dvalið er-
lendis um hríð, lofaði að koma
heim til Rússlands í vor, en.
hann hefir ekki horfið heim
ennþá og ganga ýmsar sögur
um það hvernig á standi.
Rússneska stjórnin hefir ekki
blátt áfram skipað Gorki að
koma heim, en hún hefir gefið
honum í skyn að hann verði að
koma. Gorki hefir farið undan í
flæmingi og er því búist við því
að stjórnin sendi honum bráttN
alvarlegar áskoranir um að
koma heim. Rússneska stjórnin
er þó ekki á einu máli um það
hvernig hún eigi að fara að-
Sumir halda því fram, að Gorki
muni þverskallast og aldrei
koma heim og verða þannig
einn af hinum glötuðu sonum
Rússlands. Þessir menn halda
því fram, að þáð verði að fara
að Gorki með góðu, ef hann eigi
að fást til þess að snúa heim til
Rússlands aftur.