Morgunblaðið - 27.07.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Nýkomið feikna úrval af allskonar GlervSrnm svo sem Ávaxtaskálar frá 1.50 Vatnsflöskur frá 1.00 Ávaxtadiskar frá 0.25 Vatnsglös frá 0.30 Smjörkúpur frá 1.00 Tertuföt frá 1.50 Ostakúpur frá 3.00 Bátar frá 3.50 Citronpressarar frá .... 0.50 Öskubikarar frá 0.60 Toiletsett frá 6.50 Saltkör frá 0.20 Ilmvatnssprautur frá . . 3.00 Bai'nakrukkur frá 0.50 og m. m. fl. Údýrast i bænnm. Geir Gígja kennari. Munið að þetta erbesta og eftir geeðum ódýrasta súkkulaðið. Verslunin Ingvar Ólafsson. Laugaveg 38. Sími 15. Sími 15. Efnalaug Reykjavfkur. Laugaveg 34 — Sími 1300. — Símnefni; Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! Þegar þjer kanpið dðsamjðlk þá munið að biðja nm BtHELRND því þá fáið þjer það besta. I. Brvníólfsson & Kvaran. Meðal farþega á Gullfossi, sem kom hingað í gær, var Geir Gí'gja kennari, kona hans og tvö börn. Hafa þau dvalið er- lendis um eins árs skeið. Geir Gígja er einn af áhuga- sömustu æskulýðskennurum þessa lands. Hann braust í því í fyrra, af mjög litlum efnum, að sigla til útlanda til þess að full- numa sig í náttúrufræði og nátt úrufræðiskenslu og eins í smíða- kenslu. Til þess varð hann að taka upp heimili sitt hjer og fara utan með konu og börn og ala önn fyrir þeim ytra jafn- framt því sem hann stundaði námið. Hvort tveggja fórst hon- um prýðilega úr hendi og er enginn efi á því, að æskulýður Reykjavíkur nýtur í framtíð- inni góðs af þeirri þekkingu, sem hann hefir aflað sjer í þess- ari utanför. Eins og mönnum er kunnugt er Geir Gígja afbragðs íþrótta- maður, sjerstaklega í hlaupum. Þrátt fyrir mikið og erfitt starf ytra gaf hann sjer þó tíma til þess að iðka íþróttir, og tók þátt í boðhlaupum, víðavangs- hlaupum og .kapphlaupum, bæði í Danmörku og Övíþjóð og var jafnan meðal hinna fremstu. A þessu ári hefir hann sett þrjú íslensk met í hlaupum — fyrst í 1000 metra hlaupi og svo bætti hann það met seinna. Þá tók hann einnig met í 800 metra hlaupi. Gamla metið í því hlaupi, 2 mí'n. 2.4 sek. átti hann sjálfur, en nú bætti hann það og lækkaði niður í 2 mín. 1.1 sek. Myndin af Geir Gígju, sem hjer fylgir, var tekin í fyrra. Er hún sýnishorn þess, hvað maðurinn hefir unnið sjer til frægðar í íþróttum. Hitt verður varla metið að verðleikum hvejm áhuga og ósjerplægni hann sýn ir í því starfi, sem hann hefir gert að æfistarfi sínu. Frá Finnlandi. Hinn 1. júlí var aukaþing sett í Helsingfors. Það var kallað saman samkvæmt kröfum Lapp- ómanna, til þess að ræða um ráðstafanir gegn undirróðri kom múnista. Vihtoria Kosola er aðalleið- togi Lappómanna. — Hann er bóndi í Lappóhjeraðinu. — Á stríðsárunum hjálpaði hann mörgum Finnum til að flýja til Þýskalands. Þeir gengu þar í lið með Þjóðverjum á móti Rússum. Að lokum tók rússneska lög- reglan Kosola fastan. Hann sat svo í fangelsi í Rússlandi þang- að til byltingin í Rússlandi hófst árið 1917 og keisarinn var rek- inn frá völdum. Kosola fór þá heim til Finnlands og tók seinna þátt í borgarastríðinu í Finn- landi. Hann er maður einbeitt- ur mjög og framtakssamur. — Sænskir frjettaritarár segja, að hann líkist Mussolini í mörgu — og sumir kalli hann Koso- lini. Irílanda kaffið er drýgst Menn hafa verið í töluverðum vafa um stefnu Lappómanna. Lappóhreyfingin er orðin til f hjeraðinu Lappó. Ósvífin og ögrandi framkoma kommúnista hefir vakið þessa hreyfingu. — Kommúnistar vinna að byltingu í Finnlandi og stefna að því að leggja Finnland aftur undir Rússa. Þar að auki hefir bænd- Svinhufvud. unum í Lappó ofboðið guðlast kommúnista. Lappóbændurnir eru mjög trúhneigðir. Það er því mjög skiljanlegt, að bænd- urnir í Lappó hafa hafið bar- áttu á móti kommúnistum. Tak- mark Lappómanna er fyrst og fremst að útrýma „kommún- ismanum“ úr Finnlandi. Yfirgnæfandi meiri hluti finsku þjóðarinnar hefir mestu skömm á öllu atferli kommún- ista. En mörgum and-kommún- istum stendur þó stuggur af Lappóhreyfingunni. — Blöð sænskumælandi Finna og marg- ir með þeim álíta, að þarna sje ekki aðeins um hreyfingu á mpti kommúnistum að ræða. Lappó- hreyfingin sje einnig einræðis- hreyfing og finsk þjóðernis- hreyfing'. Lappómenn stefni að því að draga úr valdi þingsins, eða öllu fremur að takmarka þjóðræðið í landinu. Og þeir þerjist á móti sænskri tungu og sænskri menningu í Finn- landi. 88,7% íbúanna í Finn- landi eru finskumælandi, 11% sænskumælandi. Hörð menning- arbarátta hefir iengi staðið milli finskumælandi og sænskumæl- andi manna í Finnlandi. Blöð allra stjórnmálaflokka í Svíþjóð óttast, að aðstaða sænskumæl- andi Finna verði erfið, ef Lappó menn fá stjórnartaumana í sín- ar hendur.Lappóhreyfingin get- ur því haft mikil áhrif á afstöðu Finna til Norðurlanda. Margir sænskumælandi Finn- ar virðast þó styðja Lappóhreyf- inguna. Er það vottur þess, hve mjög menn eru í efa um eðli þessarar hreyfingar og takmark hennar. Paast.kivi ríkisráð. Bankastjóri við ríkisbankapn í Helsingfors er talinn eitthvert álitlegaSta forsætisráðherraefn- ið í Finnlandi. Paasikivi var stjórnarforseti 1918 og for- maður friðarnefndarinnar í Dor- pat 1920. 1 júnímánuði frjettist hvað eftir annað um skærur milli kommúnista og Lappómanna. Kommúnistar voru uppivöðslu- samir og framkoma þeirra ögr- andi. Þáverandi stjórn, bænda- stjórn Kallios, var veik minni— hlutastjórn og skifti sjer lítið af framkomu kommúnista. Og svo byrjuðu Lappómenn að hefna sín sjálfir á kommúnist- um. Þeir eyðilögðu prentsmiðjur kommúnista, rændu foringjum þeirra og fluttu þá til Rúss- lands. Þessi framkoma Lappó- manna var náttúrlega ólögleg, „nauðsyn brýtur lög“„ sögðu Lappómenn, Síðan hafa Lappómenn fært sig upp á skaftið. Þeir hafa fengið fjölda manna í lið með sjer í öllum hjeruðum landsins — menn af öllum stjettum, þó einkum bændur. Vald Lappó- manna hefir aukist stórkostlega á örstuttum tíma. Ef til vill er vilji þeirr^ æðsta vald í Finn- landi nú sem stendur. — Þeir neyddu stjórn Kallios til þess að láta loka prentsmiðjum kom- múnista, kalla saman aukaþing og leggja fyrir það víðtækar ráðstafanir gegn starfsemi kom- múnista. Tekst Lappómönnum nú einnig að beygja vilja þings- ins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.