Morgunblaðið - 28.09.1930, Page 6

Morgunblaðið - 28.09.1930, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Dýsku bingkosningarnar. Á miðri neðri myndinni sjes t foringi fascistanna, Hitler, er vann glæsilegasta sigurinn í kos ningunum. Efst til vinstri er for- ingi Social-demokrata, Hermann Miiller. Næstur honum er formað- ur nýja ríkisflokksins, Höpker-A sehoff og yst til hægri er ríkis- kanslirinn Briining, foringi mið jiokksins. 1 neðra vinstra horni er Tha.1ma.nn foringi kommunista og í neðra hægra horni Hugen- berg, foringi þýskra þjóðernissin na. Þann 14. sept. síðastliðinn, voru 575 þingfulltrúar kosnir til ríkis- dagsins í Þýskalandi. Fyrir síð- asta kjörtímabil, voru þingfull- trúarnir 491 og stafar aukningin í ár af hinni óvenjulega miklu þátttöku kjósenda í kosningunum nú. En fulltrúatalan í ríkisdeginum er háð þátttöku kjósenda. Var þátttakan óvenjulega mikil að þessu sinni — um 35 milj. móti íæpum 30 milj. við siðustu kosn- ingar — og hefir þingfulltrúunum því fjölgað að þessum mun. Úrslit kosninganna voru þau, að hægri-byltingasinnaðir (fascistar) hlutu 107 þingsæti, hægri-flokk- arnir 67, miðflokkarnir 162, vinstri burður í evrópískri þingræðissögu, sem hvergi á sinn líka. Menn spyrja ósjálfrátt hver orsökin sje til þessa óvenjulega framgangs Hitlers, sem er foringi flokksins og flokksmanna hans. Kreppan í atvinnulífinu í Þýska- Jandi og deyfðin, sem undanfarið hefir loðað við þýska þingið ollu því, að kosningabaráttan í ár var óvenjulega liörð. Og Hitler, fyrr- um húsmálari og iiðsmaður í þýska hernum, hefir stungið upp á að greiða úr þessum örðugleikum á auðveldan og handhægan máta. Gyðingarnir og Versalasamning- arnir eru undirrót eymdarinnar í Þýskalandi, segir hann. Þess vegna von Seckt. dr. Goebbel, foringi fascista. flokkarnir 163 og vinstri-byltinga- sinnaðir (kommúnistar) 76 þing- -sæti Við kosningu þessa hefir mest borið á sigri byltingaflokk- anna, bæði kommúnista og fas- cista. Þó er stórkostlegastur og eft- irtektarverðastur hinn glæsilegi sig ur fascistaflokksins. Nemur aukn- ing hans 665% frá því sem var frá fyrri kosningum, eða 95 þingsæt- um. Er hann nú annar stærsti flokkur í þinginu, sósíaldemokrat- arnir eru enuþá starsti flokkur- inn. Er sigur fascistaflokksins við- er um að gera að útrýma öllu „semitakyfts", er eyðileggur hinn h.rausta, kjarnþýska þjóðarlíkama. Vjer þolum ekki stjórn Gyðinga í blaðamensku, bankastjórn, iðn- aði nje stjórnmálum. Ennfremur: uppsögn Versala- samningsins og samþyktarinnir í Haag um skaðabótaafborganirnar, endurvinning (með friði eða valdi, er undir kringumstæðunum kom- ið), alls þess þýska lands, er óvin- irnir hreptu 1918. Krafa um að Elsass og Lothringen verði gerð að hlutlausu ríki. Náið samband við England, ítalíu, Austurríki og Ungverjaland. Þannig hljóðar utanríkismála- stefna flokksins. í innanríkismálum: afnám. þing- ræðisins, viðreisn einveldisins og myndun stjettaþings, er hafi ráð- gjafarvald. 1 þjóðfjelagsmálum róttækar endurbætur, einnig í verslunarmálum. Ennfremur: barátta móti Marx ismanum (Gyðinga-uppfinning!), stjettabaráttunni og alheimsstefn- unni. — Þetta er stefnuskrá fas- cista í Þýskalandi í öllum höfuð- atriðum. Stjórn flokksins er öll í höndum Adolfs Hitler, „des grosses Adolf“, Þýskalands „Schmussolini“. En Ilitler ljet ekki velja sig á þing, liann lítur svo á sem hann geti reynst flokknum lijálplegri utan- þings og hefir þess vegna dr. Göb- bel verið kjörinn formaður flokks- ins í þinginu. Eru skoðanir mjög skiftar um stjórnmálahæfileika Hitlers og er hann ýmist kallaður verður upp á teningnum um flokk þýskra þjóðemissinna. Hann gekk þrískiftur til kosninganna undir stjórn Hugenbergs Westarp og Schiele og fengu þeir samanlagt tæplega jafn mörg atkv. og flokk- urinn hafði haft áður. Harðast kom ósigurinn niður á liægfara milliflokkunum og þó frekast á þýska þjóðfl. og nýja rík isflokknum (áður demokratar). — Þannig hefir hinn gamli flokkur Stresemanns (þýski þjóðfl.) mink- að um 50%, ræður hann nú yfir aðeins 26 þingsætum móti 52 áður. Um afleiðingar kosninganna fyr- ir núverandi stjórn Þýskalands er erfitt að dæma. Briiningsstjórnin, sem stoð hefir i sambandinu milli miðflokksins, demokratanna (nýja ríkisflokkn- um) þjóðflokknum (Stresemanns- flokknum) og nokkrum fleiri smá- flokknum, getur ekki með aðstoð þessara smáflokka náð meirihluta- valdi í þinginu. Og hvað verður þá ? Fyrir hendi eru tveir möguleik- Franklin-leiðansurinn. Bækistöðvar leiðangursmanna fundnar eftir 83 ár. Árið 1845 gerðu Englendingar út tvö skip, sem áttu að reyna að finna siglingaleið norðan við Ame- •íku. Hjetu skipin „Erebus“ og „Terror“ og var foringi leiðang- ursins Sir John Franklin. Hafði hann áður getið sjer mikla frægð Briining, ríkiskanslari heldur k osningaræðu, sem er útvarpað. „lítilfjörlegur lýðsnápur, er sje fífl djarfur á við Mussolini en skorti algerlega snilligáfu fyrirmyndar sinnar“, eða hafinn upp til skýj- anna, settur jafnfætis Mussolini og tekinn fram yfir hann. Á því leikur enginn vafi að neyðin, atvinnuleysið, ótrúin á þingræðinu, hin sviknu loforð soci- aldemokratanna bg hin stutta reynsla er Þ.jóðverjar hafa í erfið- leikum lýðsstjórnarinnar — að alt þetta hefir ekki aðeins skapað skil- yrði fyrir hinum mikla sigri fas- cistanna, heldur einnig fyrir fram- gangi kommúnista. Kommúnistarnir þýsku unnu 22 þingsæti í þessum kosningum og eiga nú 76 menn á þingi. Eru þeir þannig orðnir þriðji stærsti flokk- urinn í þinginu. Þeir, aðhyllast Moskvastefnuna og byltinguna og eru því hættulegir innanlandsfriðn um í Þýskalandi og ógna með að bolsivisera vinnustjett Mið-Evrópu Kommúnistar hafa aukið við fylgi sitt á kostnað socialdemo- ikratanna. En þeir hafa aftur, þrátt fyrir ameríska kosningabaráttu, er háð var með öllum tækjum, flug- vjelum kvikmyndum, gjallarhorn- um og flokkum af bílum, mist 36 þingsæti; eru þeir þó ennþá stærsti flokkurinn í þinginu, hafa 146 þingmenn. Af kaþólska miðflokkn- um voru kosnir 69 þingmenn móti 73 við kosningamar áður. Stendur hanu því næstum í stað. Hið sama ar til þess að mynda þingstjórn: annaðhvort hin svokallaða stóra samsteypa, að socialdemokratar og hinir hægfara milliflokkar ásamt þýska þjóðflokknum gangi í sam- þand, eða liægrisamsteypa, með þambandi miðflokksins þýska þjóð- ernisflokksins og fáscista. Hvað snertir fyrri mögulegleik- ann, sem mun valda því að eigi verði breytt út . f friðarstefnu Stresemanns og að Weimarstjórn- skipunin muni haldast við líði, þá er hann og einasti möguleikinn fyr ir tilveru þjóðveldisins á lýðræðis- grundvelli þeim er það nú hvílir á. Hinsvegar má telja það fullvíst að fái fascistar að ráða, verði núverandi stjórnskipulagi kollvarp að og tekin andhverf stefna í utan- ríkismálum við Locarnostefnuna. Hverjar afleiðingar það mun hafa, ekki einasta fyrir Þýskaland, held- (ur einnig fyrir alla Evrópu, skal ekki dæmt um hjer. Verkföll bönnuð. Báðar deildir þingsins í Suður- Astralíu hafa samþykt lög, sem banna verkföll og fyrirskipa ráð- stafanir um það, að kæfa niðúr verkföll. Sir John Franklin. fyrir rannsóknarferðir um nyrstu hjeruð Amenku. Á skipunum voru 130 menn, alt einvalalið. Hval- ! veiðaskip sá til skipanna 26. júlí ‘ 1845 hjá Lancastersundi, og síðan j hafa þau ekki sjest. Eftir tvö ár voru menn orðnir f hræddir um leiðangursmenn og É voru þá gerðir út leiðangrar að* leita þeirra, og fengust þá nokk-S turu veginn glöggvar fregnir uml afdrif þeirra — aðallega hjá Eski- móum. Það vitnaðist, að veturinn 1845—46 höfðu skipin legið hjá Beechey-eynni, sigldu síðan um- hverfis Cornwallisey og þaðan suður um Peel-sund. Þar festust skipin í ís 1846, skamt frá Kongs Vilhjálms-landi. — Árið 1847 dó Franklin og í aprílmánuði 1848 yfirgáfu allir mennirnir skipin. — ÍVoru þá ekki nema 105 eftir. — Hinir voru dánir. Komust þeir ti Vilhjálms-lands og hjeldu þar suður á bóginn og ætluðu að ná Bock River. En þar fórust þeir allir. „Þeir duttu dauðir niður á göngunni," sagði gömul Eski- móakona. Urðu afdrif þessa leið- angurs einhver hin sorglegustu af mörgum sorgarsögum, sem gerst jiafa á heimskautssvæðinu. Fyrir skömmu flugu tveir ame- ,rískir flugmenn til Vilhjálmslands. jHeitir annar majór Bruwash og hinn Gilbert. Á eynni fundu þeir bækistöðvar Franklin-leiðangurs- ins, og samkvæmt skýrslum, sem flugmennirnir hafa gefið, hafa allir leiðangursmenn dáið úr ,hungri. Þeir fundu fjölda margar grafir, sem voru í rjettum röðum og sýna þáð að fyrst í stað hafa mennirnir verið grafnir jafnharð- an og þeir dóu. En seinast hefir verið svo dregið af hinum eftir- lifandi, að þeir hafa ekki getað jarðað fjelaga. sína. Á það bentu margar beinagrindur, sem lágu ofan jarðar. í kofarústum fundust lítt skemdar flíkur úr bjarnarfeld- um..— Þeir flugmennirnir fundu líka leifar skipanna. Hefir skipið rekið í land á eynni, eða ísinn öllu heldur lyft þeim upp á land. Þykir fundur þessi hinn merki- legasti, þótt eigi sje jafnmikið um hann talað og fundinn á Hvíteyju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.