Morgunblaðið - 28.09.1930, Side 11

Morgunblaðið - 28.09.1930, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Lítill ágéði. Fljót skfl. Haastvörnrnar komnar Stórkostlegar birgðir af nýjum vörum teknar upp daglega í EDINBOBB. Vefnaðarvðrndeilðin: Káputau, Kápuskinn, Kjólaefni, úr ull og silki, Georgette og Blúndur, Jumpers og Golftreyjur, Silki í svuntur, Slifsi, Beysu- fatasilki .Stórkostlegt úrval af Gardínu- taui, Vetrarsjöl, Regnhlífar, Dívanteppi, Gólfdúkar m. m. fl. GlarvðraAeildin: Plettvörur (Franska liljan og Luisegerð- in), Matskeiðar, Gafflar 1.70, Desertskeið- ar, Gafflar 1.50, Teskeiðar 0.60, Ávaxta- skeiðar 2.10, Kökugafflar, Viðmetis- gafflar 1.30, Borðhnífar riðfríir 0.80, Al- pakka skeiðar, Gafflar 0.65, Teskeiðar 0.35, Alum. pottar 1.25, Könnur og Katlar, Emal. pottar 1.35, Kaffikönnur og katlar, Pappauppþvottabalar, Steikarpönnur 1.25 Kjötkvarnir, Þvottabalar 2.45, Vatnsföt- ur 1.80, Bollabakkar 0.75 og 1.80. Skóla- töskur 1.75, Fiskhnífapör í skrautkössum 26.80, Ostaheflar, Niðursuðuglös, Matar- stell, Kaffistell, Þvottastell 9.75, Bollapör 0.65, Liquerstell, Vínglös, Vatnsglös, Skál- ar í ótal litum. Kínverska leirtauið, Bolla- pör 0.75, Diskar 0.60. Kökuföt 1.15, Te- stell 15.70, Vasar og ótal m. fl. EDINBORG iinkaskrllstdla-herra herðergl. Leðursófi, 2 lenistólar, eikarekrifborð, runt borð, stóll með íeður -sæti, eikarakápur með 28 skúffum, selst fyrir 1200 krónur. Einnig' stór peningaskápur. Vikt ca. 1 tonn. A. OBENHAUPT, Stiðurgötu 3. Hðalfundur Fasteignalánafieiags íslands vfi'ður halclinn á skrifstofu fjelagsins, Ilafnarstræti 5 í Reykjavík, föstudaginn 31. október n. k. kl. ð e. h. öágskrá samkvæmt fjelagslögunum. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á skrifstofu fjelagsins Jþrjá síðustu dagana fyrir fundinn. STJÓRNIN. 4500000,00 X 1,20 = 5400000 ísl. kr. Gengistap ríkissjóðs á höfuðstóli þessa láns verður þá kr.: 1305000,00 eða reyndar dá lítið meira, því að danska krón- an kostar nú lítið eitt meira en kr.: 1,20 ísl. Eins og tekið er fram, voru afföll á láni þessu 405000 kr. Vegna þessara affalla, hækka raunverulegir vextir af láninu og verða 6,36%, ef reiknað er með sama gengi á danskri og íslenskri krónu, eins og var, þegar lánið var tekið. En nú hefir gengið breytst oss í óhag síðan, og þegar ríkissjóður þarf að borga 6,36 danska aura í vöxtu af hverri danskri krónu, þá er það sama og við verðum að borga rúmlega 7,63 aura ís- lenska, ef reiknað er með gengi 1 kr. 20 fyrir danska krónu. — Þetta er sama og lán þetta sje með rúmlega 714 % vöxtum. Hið framangreinda sýnir, að þetta lán er óhagstæðara en enska lápið, og munar það rniklu. Þetta er alveg eðlileg afleiðing af gengisbreytingun- um. Gengi íslenskrar krónu hef- ir stórhækkað gagnvart sterl- ingspundi síðan enska lánið var tekið, en stórlækkað gagnvart danskri krónu síðan danska lán ið var tekið. Enginn má skilja orð mín svo, að jeg vilji áfella þá stjóra, sem tók lánið 1919. Það lán var tekið með bestu kjörum, sem hægt var að fá , en fyrir rás viðburðanna verður niðurstaðan sú, sem að framan er sagt. — Þetta er nauðsynlegt að gera sjer ljóst, ef dæma á með rjett- sýni um, hve dýrt enska lánið er í hlutfalli við önnur lán vor. Sama árið og enska lánið var tekið (1921) tóku danskir kaup staðir með aðstoð ríkisins lán í Am'eríku, að upphæð 34 milj. kr. Þetta lán hafa þeir nú al- veg nýlega eildurg'reitt með nýju láni. Nýja lánið hafa þeir fengið með 5% vöxtum, en vext irnir af láninu fi*á 1921 voi'u 8%. Þetta sýnir mismuninn á peningamarkaði heimsins nú og þá, og það sýnir einnig, að vjer sættum ekki verri kjörum á enska láninu en alment var 1921. Danska ríkið sjálft tók þá einnig lán i Ameríku, og veit ieg ekki betur, en að vext.irnir 'f því hafi verið um 8%. Þá kem jeg að því atriðinu, hvort tolltekjur ríkissjóðs sjeu veðsettar fyrir enska láninu. Ef um veðsetning á að geta verið að ræða, þá leiðir þar af, að reglum íslenskra laga um \eð, verður að vera fullnægt, því að íslensk lög ein geta kom- ð hjer til framkvæmda. Sam- kvæmt íslenskum lögum er til þrennskonar veð, lögveð, dóm- veð (rjettarveð) og samnings- veð. Lögveð og dómveð er úti- ’okað hjer, með því að heimild cr engin í lögum og engin dóms athöfn, ^em veðið geti bygst á. Hjer gæti því einungis verið um samningsveð að ræða. Samnings veð eru ýmist handveð eða sjálfsvörsluveð. — Handveð er hjer útilokað, því að siíkt veð vérður að afhendast veðhafa til varðveislu eða umboðsmann' hans. Eini möguleikinn, sem eft- ir er, er því sá, að tolltekjum- ar sjeu að sjálfsvörsluveði. — Sjálfsvörsluveð er tvennskon- ar, sjálfsvörsluveð í fasteign og sjálfsvörsluveð í lausafje. M,eð því að tolltekjurnar eru ekki fasteign, eins og allir vita, get- ur aðeins verið um sjálfsvörslu- veð í lausafje að ræða. Til þess að sjálfsvörsluveð í lausafje stofnist, þarf þinglýs- ing á næsta manntals- eða bæj- arþingi, eftir að veðbrjefið er gefið út og þinglestur síðar er með öllu þýðingarlaus. Nú hef- ir engin þinglýsing farið fsíim, eins og kunnugt er, og því geta tolltekjurnar ekki verið veð- settar. Með þessu er sýnt og sannað, að engin veðsetning getur hafa átt sjer stað á tolltekjunum, og ætti það eitt út af fyrir sig að vera nægilegt til að hrekja frá- sögn stjórnarblaðanna í þessu efni. — Önnur óbein sönnun er og í þessu máli. Þegar veð er sett, má veð- setjandinn ekki rýra hið veð- setta nema með samþykki veð- hafa. Nú hefir það, hvað eftir annað, komið fyrir síðan 1921, að tollalöggjöfin hefir verið breytt þannig, að tolltekjur hafa minkað. Hefði þingið litið svo á, að tolltekjurnar væru veðsettar, mundi það ekki hafa leyft sjer slíkt án samþykkis lánardrotna, en slíks samþykkis hefir aldrei verið leitað og eng- inn talið þess þurfa. Með þessu hafa þeir, sem hæst gala un, veðsetningu, sýnt það í verkinu. að þeir trúa ekki sínum eig- in orðum. Veðsetningarkenning stjóra- arblaðanna er bygð á því, að í skuldabrjefinu fyrír láninu er tekið fram, að tolltekjurn- ar sjeu bundnar til hagsmuna fyrir lánveitendur. Það band, sem hjer er um að ræða, er ekki veðsetning, heldur það, að vjer lofum að veðsetja ekki tolltekj- urnar öðrum. Þetta er algeng aðferð í hinum enska fjármála- heimi, en óalgeng hjer, og því ekki nema eðlilegt, að ýmsum komi þetta undarlega fyrir. í enska fjármálaheiminum er það algengt, að lán er veitt með því skilyrði, að sá, sem það fær, lofar að láta ekki aðra fá veð i eignum sínum. Þetta er auð- vitað gert til þess að tryggja lánveitanda, en það er sannar- lega ekki sama og veðsetning. ■Jörð manns eða hús er vissu- lega ekki veðbundið, þótt eig- andinn hafi lofað einhverjum lánardrotna sinna að veðsetja hana ekki. Aftur á móti er þetta band á eigandanum, en það cr gersamlega þýðingar- laust, ef hann ætlar sjer ekki að veðsetja jörðina eða húsið. Eins er um þetta. Et' ekki er til- gangurinn að veðsetja tekjur ríkissjóðs öðrum, þá er þetta band einskis vert fyrir oss. Það er vitaskuld, að tolltekjurnar eru að tryggingu fyrir enska' láninu, því að allar. eignir hvers manns, fjelags eða ríkis, sem tekur lán, eru að tryggingu fyr- ir greiðslu þess, en það er ekk: sama og veðsetning eins og flestir munu skilja. En þá mætti spyrja, hvort lónveitendurnir ensku muni ekki vera þeirrar skoðunar, að ieir hafi veð í tolltekjunum, og hvort þeir hafa ekki veitt lánið í því trausti, að þeir fengju veð. Þar til er því að svara, að um þetta atriði getur enginn vafi verið, því að lánveitendum var þegar í byrjun tjáð, að veðsetning tollteknanna kæmi ekki til mála. Um þetta eru til skjallegar sannanir frá Sveini Björnssyni sendiherra, sem gerði lánssamninginn fyrir vora hönd. Þessar sannanir eru í vörslum núverandi stjóraar, og hefði mátt ætla, að hún kynti sjer þær, áður en hún, á þeim tímum, sem hún sjálf er að leita áns erlendis, ber það blákalt fram, þvert ofan í skjöl, sem hún sjálf hefir í fórum sínum, að tolltekjurnar sjeu veðsettar. Jeg benti stjórninni á það á bingi í vetur, að þessar sannan- ir væru í hennar vörslum, en engu að síður heldur hún og 3löð hennar fram, að um veð- setning sje að ræða. Það þýð- ir ekkert fyrir stjórnina að jræta fyrir, að þessi sönnunar- gögn sjeu til, því að jeg hefi í 'iöndum afrit af þeim, sem jeg var svo forsjáll að taka fyrir meira en 8 árum. Málavextir eru því þeir, að um enga veðsetningu getur ver- ið að ræða eftir íslenskum lög- um, sem ein geta komið hjer til álita, og lánveitendum var það ljóst frá byrjun, að þeir áttu ekkert veð að fá, en ís- lenska stjórnin, sú er nú situr, reynir að telja öllum trú um, að um veðsetningu sje að ræða, um leið og hún leitar eftir stærra útlendu láni, en nokkru sinni hefir verið tekið hjer á andi. Og svo kórónar hún eða jlöð hennar þessa aðferð með því, að halda fram, að aðrir sjeu að spilla lánstrausti vbrú erlendis. Til þess tíma, er enska lán- ið var tekið 1921, hafði ríkis- sjóður hvergi tekið lán utan Danmerkur. Af þessu leiddi, að ríkissjóðurinn íslenski var alveg óþektur þá sem lántakandi í liinum enska heimi. íslenska þjóðin er ekki fjölmennari en svo, að samsvarar íbúatölu borg ar, sem kölluð mundi smáborg í Englandi. Það er því ekki að undra, þótt vjer mættum nokkru meiri tortryggni þetta fyrsta skifti, en þær þjóðir, sem áður voru vel þektar á peningamark- aði heimsins. Það var mikils virði fyrir oss að komast inn á hinn volduga, enska markað, ef vjer kunnum með að fara. Isinn var brotinn með enska láninu, og síðan hefir oft verið notuð sú vök, sem þá var höggv- in. — Því hefir verið haldið fram,» að íslendingar gæti ekkert lán íengið með sæmilegum kjörum á heimsmarkaðinum meðan enska lánið standi ógreitt, vegna þess hve óhagstætt það sje. Reynslan hefir sýnt, að þetta er ekki rjett, því að síðan enska lánið var tekið, hafa mörg lán verið tekin erlendis með sæmilegum kjörum, og er síðast að minnast þess, að nú- ■ crandi ríkisstjórn tók fyrir ári /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.