Morgunblaðið - 28.09.1930, Síða 15

Morgunblaðið - 28.09.1930, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ 15 nmieikaaiílngar i^í húsi fie- Jþróttafjelags Reykjavíkur hefjast 1. októbeí lagsins við Túngötu, og verða sem hjer segir: 1. flokkur karla: Mánudaga kl. 7y2. Miðvikudaga Kl. 8Yo. Föstudaga kl. iy2. 2. flokkur karla: Fimtudaga kl. 9. Föstudaga kl. 9. 3. flokkur drengir (13—15 ára): Fimtudaga kl. 9. Sunnudaga kl. 2. 4. flokkur drengir (10—13 ára): Miðyikudaga kl. 6. Laugardaga kl. 6. 5. flokkur drengir (undir 10 ára): Þriðjudaga kl. 5. Laugardaga kl. 5. 6. flokkur Old' Boys: Mánudaga kl. 6. Fimtudaga kl. 6 1. flokkur kvenna: Mánudaga kl. 8y2. Miðvikudaga kl. 7%. Föstudaga kl. 8y2. 2. flokkur kvenna: Þriðjudaga kl. 8. Fimtudaga kl. 8. 3. fl. telpur (12—15 ára) (B. J.): Þriðjudaga kl. 6. Föstudaga kl. 6. 4. fl. telpur (12—15 ára) (A. H.): Fimtudaga kl. 7. Sunnudaga kl. 3. 5. fl. telpur (10—12 ára) (A. H.): Miðvikudaga kl. 5. Sunnudaga kl. 4. C. fl. telpur (undir 10 ára) (A. H.): Mánudaga kl. 5. Fimtudaga kl. 5. Glímuæfingar eftir nánara samtali við Aðalstein Hallsson. Skilmingar kennir Björn Jakobsson. Nýir og gamlir fjelagar gefi sig fram við kennarana, Björn Jakobsson og Aðalstein Hallsson eða einhvern úr stjórninni STJÓRN 1. R. Dansskðli ástn Norðmann, -- sfmi 1601 og Sig. Gnðmnndssonar, - sfmi 1278. Byrjum danskensln mánndaginn 6. okt. í Iðno kl. 4—5 fyrir satábSrn frá 4—9 ára, frá kl. 6—7 fyrir eldribðrn, frá kl. 7'/*—8V* fyrir byrjendur, frá kl. 9—11 fyrir lenyra komna. Nýtísku dansar frá London. Einkatímar ( dans iyrir 1 oy fleiri saman. Fyrlrliggjandft: Sardínur í olíu og tomat. Fiskabollur 1/1 og 1/2. Ansjósur. Kaviar. Gaffalbitar. Eggert Krftstjánsson & Co. Símar 1317 — 1400 og 1413. Þökkum hjartanlega auóstjnda uinsemd og virðingu á 25 ára hjúskaparafmœU okkar. Sigurlaug og Eggert Theodorsson Dagbók. I.O. O.F. 3 = 1129298 = FI. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Fyrir sunnan ísland liggur stórt háþrýstisvæði, sem veldur hlýjum SV-V-lægum vindum um alt land —11—14 stig; alt að 16 stig á Austfjörðum. — Á SA-landi og Austfjörðum er þurt veður, en nokkur úrkoma í öðrum landshlut- um, og á NV-landi hefir rignt mik- ið í dag. Um norðurlielming lands- ins er allhvasst og einnig úti fyrir N- og V-landi. í Jan Mayen og Scoresbysund er norðlæg átt og hitinn um eða undir frostmarki. Eru takmörk hlýja og kalda lofts- ins því skamt fyrir norðan Island, og ef þau færðust lítið eitt suður á bóginn, mundi kólna snögglega á N-landi. Næstu dægur er þó útlit fyrir, að SV-áttin haldist með hlý- indum um land alt. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Dálítil rigning öðru hvoru. Silfurbrúðkaup eiga 30. þ. m. Anna Jónsdóttir og Bjarni Einars- son, Austurhverfi 9 í Hafnarfirði. Karlakór Iðnskólans. Æfing kl. iy2 í dag í Iðnskólanum. . Fertugsafmæli á í dag frú Sig- rún Árnadóttir, Móum á Kjalar- nesi, og einnig 20 ára hjúskapar- afmæli. Trúlofun. 20. þ. m. Súsanna María Árnadóttir og Haraldur Sigurðsson, stud. med. Glímufjelagið Ármann heldur hlutaveltu eina mikla í K. R.-hús- inu klukkan fjögur í dag. Verður þar um marga agæta drætti. að ræða, svo sem 8 vetra gæðing, sauðkind, körfustól, teborð, silfur- kaffistell, 2 víðvarpstæki, farseðla til Isafjarðar og Akureyrar o. m. m. fl. — St. Verðandi heldur fjölbreytta hlutaveltu í Goodtemplarahúsinu í dag. — ísland er væntanlegt til Vest- mannaeyja kl. 11 f. h. í dag. Kem- ur hiugað seint í kvöld. Fimleikaæfingar í. R. byrja núna um mánaðamótin, samkvæmt auglýsingu í blaðinu í dag. Verð- ur æfendum skift niður í 12 flokka (6 flokkar karla og drengja og 6 flokkar stúlkna og telpna). Auk .þess verður íslensk glíma kend í vetur og ennfremur skilmingar. Athygli skal vakin á auglýsingu í blaðinu í dag, frá Guðlaugi Rósen kranzs, um sænskukenslu. Guðlaug ur hefir stundað þjóðfjelagsfræði og hagfræðinám í Stoklchólmi í nærfelt fimm ár. Hann er mjög vel að sjer í sænsku og hefir hin bestu meðmæli í því efni frá Sví- þjóð. M. a. frá Gunnari Lejström málfræðingi í Gtokkhólmi, sem gaf út sænsku lestrarbókina hjer fyrir tveim árum ásamt Pjetri Guð- mundssviii. — Hjer hefir verið erfitt að fá tíma í sænskuy>g ættu Reykvíkingar því ekki að sleppa þessu góða tækifæri að nema hið ,,málmi skærra mál“. Skipaferðir. Selfoss fór í nótt kl. 12 áleiðis til Hull og Hamborgar, um Austfirði. Brúarfoss fer hjeð- an annað kvöld vestur og norður um land til London. Gullfoss fór frá* Leitli í gær áleiðis hingað. Goðafoss er á leiðinni frá Huil 1il Reykjavíkur. Lagarfoss var á Skagaströnd í fyrradag. Dettifoss fór í gær frá Kaupmannahöfn t.il Hamborgar og fer þaðan 30. þ. m. um Hull og Leith til Rvíkur. Eyravörð nýja barnaskólans hef ir skólanefnd ráðið Lúther Ilró- bjartsson verkstjóra. Flensborg-arskólinn. Síra Svem- björn Högnason hefir verið settur skólastjóri og kennarar Lárus Bjarnason og síra Þorvaldur Ja- kobsson. Togararnir. Snorri goði kom af veiðum í gær eftir mjög stutta veiðiför, með 300—400 körfur ís- fiskjar. Nýja Bíó. 1 kvöld verður fyrsta sýning á sænsku myndinni „Talið í tónum“ _ (Ság det i Tonar). Er þetta fyrsta talmynd er Svíar hafa tekið, en eins og kunnugt er standa þeir fremst allra Norðurlandaþjóða um kvikmyndagerð. Myndin segií frá stúdentalífi í Stokkhólmi og eru í henni ýmsir kunnir stúdenta- söngvar. Aðallilutverkin leika Há- kon Westergren og Elisabeth Frish Gamla Bíó sýnir einnig nýja mynd í kvöld. Heitir hún „Ástar- söngur heiðingjans“ (The Pagan Love Song). Söngurinn ,The Pagan Love Song“ er lóngu orðinn fræg- ur um allan heim. AðalhlutVerkin ieika Ramon Novarro og Dorotliy Janis. Myndin gerist á suðurhafs- eyjum. Aðalfund heldur Islandsdeild Guðspekifjelagsins í dag og á morgun í húsi sínu við Ing- ólfsstræti. Fundurinn hefst í dag klukkan 2 e. m. Hjúskapur. 1 gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þor- biörg Jónsdóttif frá ísafirði og Lúðvík Vilhjálmsson skipstjóri á Gylfa. Heimili þeirra er í Mið stræti 8. Kristileg samkoma á Njáls- götu 1 í kvöld kl. 8. Allir vel- kompir. Innbrot. Borgarstjóri hefir búið í sumar í efri veiðimanna- húsunum við Elliðaár. Hann flutti þaðan fyrir nokkru, en átti þar eftir ýmislegt af far- angri. I fyrrad. fór frú þorgar- ^stjórans þangað uppeftir, ásamt fleirum, til þess að sækja far- angurinn. Þegar þau óku eftir veginum, sem liggur heim að veiðimannahúsunum, veittu þau því eftirtekt, að maður hljóp frá húsunum suður í holtið. — Þegar komið var þar að, sást að maður þessi hafði gerst heimakominn þarna. — Hann hafði brotist inn í íbúðarhúsið og setst þar að; búið um sig þar í rúmi og hagrætt um sig svo sem kostur var á. Matvæli voru geymd þarna, niðursuða í dós- um, kex, saltfiskur og fleira, einnig drykkjarföng. Þetta gerði maðurinn sjer að góðu, sauð saltfiskinn, opnaði niðursuðu- dósirnar; en ekki hafði honum geðjast að „svínasyltunni"; snerti hana varla, en borðaði sviðin með góðri lyst. Hita hefir hann haft nægan, því þar var rafmagnsofn og straumur á, þegar að var komið. Gúmmískó hafði hann skilið eftir, en tekið skó af borgarstjóra í staðinn; einnig hafði hann skilið- eftir stormjakka. — Lögreglunni var gert aðvai*t um innbrotið, og fann hún brátt manninn. Kom þá í ljós, að þetta var einn af sjúklingum Lárusar Jónssonar a Nýja-Kleppi. Hann mun hafa dvalið 3 daga í veiðimannahús- mum. Gasið. Eftir því, sem Mbl. hefir verið skýrt frá, á gasið nú >ð vera komið í gott lag aftur. Gasstöðin hafði verið að reyna ný kol, sem ekki reyndust góð ryrir stöðina, og mun það hafa verið orsök þess, að ólag var á gasinu undanfarna daga. Fennarar við nýja barnaskól- ann. Skólanefnd hefir nú gért tillögur um 25 fasta kennara v-ið nýja barnaskólann, og verða þær sendar kenslumálastjórn- inni. Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri er nú orðinn heill heilsu, eftir uppskurðinn, sem á honum var gerður. Hann er líka byrj- aður á „opnu brjefunum“ í Tím anum. Væri vel við eigandi, að Jónas skrifaði nú læknunum eitt „opið brjef“, því verið gæti, að álit hans á læknastjettinni yrði þá nokkuð á annan veg, en stundum áður. Isfisksalan. Markaðurinn hef- ir verið hækkandi í Englandi síðastliðna viku. Þann 24. seldi t. d. Skúli fógeti fyrir 1527 sterlingspund. Afli hefir verið góður á Hal- anum, en nær eingöngu upsi- Gyllir var á leiðinni í gær með 170 föt lifrar, eftir rúmlega viku útivist. Flestir togarar, sem á veiðum eru, veiða í ís. Fisksalan. Mjög lítið var selt af fiski vikuna sem leið; verð- ið mun vera svipað og áður. Tveir þurkdagar komu í vik- unni og lagaðist þá talsvert; þó er enn mikið óþurkað af fiski. — Þurkhúsin alment tekin til starfa. Talið er að fiskútflutn- ingurinn verði svipaður í sept- ember eins og hann var í fyrra á sama tíma. Nýjar bækur. Þorst. M. Jóns- son bóksali á Akureyri er mik- ilvirkur í bókaútgófu. Á haust- markaðinn hefir hann nú sent Kvæðasafn Davíðs Stefánsson- ar í tveimur bindum, seinna bindið af sögu Snæbjarnar í Hergilsey, 1. hefti II. bindis af Ferðaminningum Sveinbjarnar Egilson, og ákáldsögu eftir Jónas Rafnar, sem heitir St^k- steinar. Sjómannastofan. Samkoma í kvöld kl. 6. Allir velkomnir. Færeysk samkoma verður í kvöld kl. 9 í sjómannastofunni. Hjúskapur. í dag verða gefin saman austur í Vík í Mýrdal, ungfrú Sigríður Loftsdóttir, kaupmanns og Sigurjón Pjeturs son gjaldkeri. Guðmundur Pálsson steinsmið ur, Bergstaðarstræti 38 er 80 ára í dag. Er hann mjög ern eftir aldri. -------dmt”—------ Nýr ríkiserfingi í Belgíu. Hinn 7. þ. m. lagðist Ástríður. drotningarefni Belga á-sæng. Var þá mikill ,.spenningnr“ í fólki út af því, hvort. hún mundi eignast son eða dóttur. Nú stóð fólkið í stórhópum mn allar götur í Bryssel og beið þess hvað verða vildi. — Vissu allir, að eignaðist drotning- arefni dóttur, þá mundi skotið 51 fallbyssuskoti til heiðurs við hana, en ef það yrði sonur, þá áttu skotin að vera 102. Svo byrjuðu fallbyssurnar að þruma. Fólkið stóð og taldi skotin með eftir- væntingu -— og þegar 52. skotið kom, ætlaði alt um koll að keyra af gleðilátum. Menn hoppuðu og dönsuðu, föðmuðust, hlógu og grjetu af fögnuði. Því að nú var von um það, að konungsættin í Belgíu rnundi ekki deyja út — en það eru erfðalög þar, að dóttir getur ekki erft konungstign, eins og ýmsum öðrum löndum. — Drengurinn var skírður Albert í höfnðið á afa sínum. Atbert koti- ungi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.