Morgunblaðið - 07.10.1930, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 7. okt. 1930.
6
1.101, stærsta loftlar Breta, terst
09 46 menn bíða bana,
þar á meðal lofíferðaráðherra Ðreta,
Thompson, en 8 komust lífs af.
------' i ing£ m
Loftfarið fjell til jarðar aðfaranótt sunnudags, við Atlone í Frakklandi, nokkuru
norðan við París, og brann til kaldra kola.
Ósamkynjá*tilgátur um hvað olli slysinu.
Ferðinni var heitið frá Englandi til Indlands. Hafði loftfarið lagt af stað frá
London á laugardagskvöld.
Loftfarið R 101 í skála sínum.
London, UP. 5. okt. FB.
Stærsta loftskip Breta, ,.R 101“,
sem smíðað var til þess, að vera í
Iangferðum milli Englands, Iud-
lands og Ástralíu, lagði af stað frá
London klukkan 7,36 á laugardags-
kvöld, áleiðis til Karachi á Ind-
landi.
í loftfarinu voru 5 yfirforingj-
ar og auk þeirra 37 manna skips-
liöfn. Farþegar voru 11. Þar á
meðal Thompson lávarður, flug-
málaráðherra Breta, og flugmála-
stjóri, Sir Sefton Brancker.
Lofffarið átti hvergi að hafa
viðdvöl á leiðinni, nema í Egypta-
landi. Var búist við, að ferðin til
Lidlands tæki 6 daga,
Loftfarið kemst ekki lengra en
spölkorn inn yfir Frakkland. Við
þorpið Atlone sjest til þess að-
faranótt sunnudags. Þar flýgur
það lágt, fellur til jarðar og
brennur. Fjörutíu og sex menn
farast í eldinum, en átta komast
lífs af — skaðbrendir,
Ósamkynja fregnir hafa borist
um aðdragandann að slysinu, get-
gátur og fullyrðingar, sem eigi
er liægt að samræma á þe.ssu stigi
málsins.
Ein fregnin segir, að -sprenging
hafi orðið í loftfarinu, mcðan það
var á flugi, en önnur fregn hermir,
að loftfarið hafi snögglega lækk-
að á fluginu, rekist á hæð eina
og við áreksturinn hafi orðið
sprenging, og liafi logana frá mót-
orunum lagt aftur eftir loftfarinu
svo það lxafi alt staðið á svip-
stundu í björtu báli.
I
4
Frásögn sjónarvotta.
Enskur maður að nafni, George
Darling frá Leeds var á ferð í bif-
reið skamt frá, þar sem loftfarið j
fjell niður. Mælt er. að hann liafi
verið fyrstur aðkomumaður þang-
að. Hann kvaðst hafa komið auga
á loftfarið rjett í því bili, að það
nam við jörð. En um leið og það
rakst. á hæðina við Atlone, kvikn-
aði í því, og stóð það á svipstundu
í ljósum loga.
Þrír menn stukku út xir loft-
farinu í þessum svifum. Voru það
þeir vjelfræðingarnir Leack og
Bell og maður að nafni Binks.
F.vrst í stað æddu þeir um sem
óðir væri vegna sársauka af
hrunasárum. En er þeir höfðu átt-
að sig, bjuggust þeir til að vaða
inn í hið brennandi loftfar. Segist
Darling liafa reynt að aftra þeim,
en ekki getað það. En er til kom,
urðu þeir að snúa aftur, því það
hefði verið bráður bani vís. að
vaða inn í bálið.
Er eldhafið rjenaði nokkuð,
áræddum við að fara inn í hið
hálfbrunna loftfar, og inn í fyrsta
farrými. Það var tiltölulega lítið
brunnið, og var lítt af sjer geng-
ið. — Klukka var þar til dæmis
óskemd, og gekk enn, eins og
ekkert hefði skorist. Hitinn var
þó þarna svo mikill, að við urðum
brátt að hverfa aftur.
Nú varð önnur sprenging í loft-
farinu.
Á öðru farrými var alt brotið
og breut, og verður því ekki með
orðum lýst, sem þar bar fyrir augu
vor. Hvað eftir annað reyndum við
að koma farþegunum þar til bjarg-
ar, uns það loksins tókst að kom-
ast þangað. En þá voru þar allir
látnir; höfðu svo að segja brunnið
fyrir augum vorum. Voru líkin
liroðalega útleikin í hálfbrendri
káetunni..
♦
Því voru mótorarnir stöðvaðir?
Leach heldur því fram, að yfir-
maður loftfarsins hafi gefið þá
skipun rjett áður en slysið bar
að, að stöðva skyldi alla mótorana.
Var þeim vjelamönnum þá ljóst,
að eitthvað var að. En áður en
þeir gátu áttað sig, hafði loftfarið
rekist á hæðina og stóð þegar í
björtu báli.
Þeir búast við, að einhverjir af
yfirforingjunum hafi verið komn-
ir inn á annað farrými til þess
að verða þar farþegum til aðstoð-
ar, áður en þeir ljetu líf sitt.
Leach heldur því fram, að loft-
farið Iiafi alf í einu lækkað flugið,
en er gerð var tilraun til að
hækka flugið aftur, þá hafi loft-
farið þverbrotnað um miðju.
)
Leach segir frá, hvað þeim
varð til lífs.
Við erum sammála um það, segir
Leach, að sprenging varð engin,
fyrri en loftfarið lenti á hæðinni.
N'egna þess hvað veður var hvast,
lagði logann frá mótorunum óð-
fluga aftur eftir loftfarinu. Varð
það okkur til lífs, að vatnsgeymir,
sem vár rjett lijá okkur, sprakk.
Urðum við hold 'otir í svip, og
stukkum því næst lit úr loftfarinu.
Við Vurum allir í sv fni, nema einn
maður er stóð og rakaði sig.
Leach heldur því fram, að lík-
lega verði aldrei sagt með vissu,
hvernig slys þetta vildi til.
Harðvlðarhirðlr
(origonpine) með birkiviðarspjöldum frá „Donartiiren
Werk“ er nýjasta, fallegasta og besta hurðagerðin.
„Donartiiren“-hurðir gisna ekki, og fleiri kostir
fram yfir aðrar hurðir, eru auðsæir, hvort heldur á að
tpála þær, bæsa eða „lakkera”. — Karmar, listar og
góðar skrár, ásamt öllu tilheyrandi, fæst með hurðun-
um eftir óskum.
DONAR-TUREN-WERK G. m. B. H.
Aðalumboðsmaður
Jón Loftsson,
Austurstrœti 14.
Sími 1291.
Raivlrklar.
Sameiginlegan fund, til að kjósa prófdómara fyrir Rafvirkja
og Rafvjelavirkja, halda fjelög Rafvirkjameistara og Rafvirkja
í Reykjavík, miðvikudaginn 8. þ. m., kl. 8 e. m„ í stofu R. V. R.
Öllum, er vinna að rafmagnsiðn í Reykjavík, er hjer með
boðið á fundinn.
Iðnráðsfulltrúinn.
Jeg undirritaður hefi opnað
1. fl. saumastofu í BankasM 10.
(Áður skrifstofur Jóh. Ólafsfeonar og Co. — Inngangur frá
Ingólfsstræti).
Kápur og kjólar saumaðir eftir nýjustu tísku — alls konar
viðgerðir og pressun — fljótt og vel af hendi leyst.
Á saumastofu minni vinna einungis vandvirkar og þaulæfðar
stúlkur, sem hafa unnið hjá þektum klæðskerameisturum erlend-
is, til dæmis N. N. Morsgaard — Sigurði Halldórssyni o. fl.
Árni Jóhannsson,
(dömuklæðskeri).
Alþmgiskátiðin í myndnm
Ágætar stereoskop-myndir frá Alþingishátíðinni:
25 myndir ásamt stereoskopi fyrir 15 krónur.
fást í
Bókaversliin Siyiúsar Eymnnóssonar.
Bókf ærsla.
Tveir geta enn komist að, gefi þeir sig fram fyrir 10. þ. m.
JÓN SIVERTSEN.
skeið
í viðskiftareikningi, sem öllu verslunarfólki er nauðsynlegur. —
Umsóknir fyrir næstu helgi.
JÓN SIVERTSEN.
SaltkJOt.
Eins og undanfarin haust fáum við mikið af saltkjöti úv
nokkrum bestu sauðfjárhjeruðum landsins. Kjötjð seljum við
bæði í heilum og hálfum tunnum.
Sendið okkur pantanir sem fyrst.
Eggert Kristjánsson & Go.
Símar 1317 — 1400 og 1413.