Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1930næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.10.1930, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1930, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ I. Brynjólfsson & Kvaran. Kaupið aðeins Vaek niðursuðuglös, því að þau hafa reynst tryggust til geymslu á öllum mat. Akra orðlð ð smiðrlfkinu sem bier borðið. Nýkomið: Vínber, Appelsínur, Perur, Tomatar Epli, Sítrónur. Versi. Foss. Laugaveg 12. Sími 2031. I fyrir hendi til góðs búskapar og menningar í sveitum. Það er mikið rætt, ritað og aðhafst í skólamál- unum nú á tímum, en það heyrist eiginlega ekki neitt um lcjarna nálsins: Menningarstefnu skól- anna. Það er lögð áhersla á, að þeir sjeu á haganlegum stöðúm, til hitunar með laugum — sem er út af fyrir sig gott — að þeir sjeu reisulega bygðir. eigi vegleg mál- verlt o. s. frv. Bn meginþættir skólalífsins eru bóknám og skemt- anir. Nxi er það viðurkent að mann gildi nemanda eftir skólaveruna hefir ekki vaxið vegna skemtana eða bóknáms eingöngu um námstím- ann, heldur vex það við að nem- andinn hafi styrkt vilja siun til dáða og fengið þekkingu á verð- mætum þeim, sem helst mega lijálpa honum til að verða góður borgari í þjóðfjelaginu. Á minum æskuárum var jeg nemandi við lýð liáskóla í Noregi. Skóla-aginn var strangur. Burtrekstrarsök var látin gilda fyrir minsta brot á reglum skólans, nema sá brotlegi auðmýkti sig og bæði fyrirgefningar í viður- vist allra kennara og nemenda skól ans. Þeir sem það gerðu fengu fulla uppreisn, en þeir sem fóru og ekki gátu lítillækkað sig, töp- uðu áliti. Þungamiðja skólans var þessi: Þú átt að vera góður maður, þú átt að elska landið þitt, þú átt að lielga því krafta þína og vinna að því, sem helst hentar fyrir land og lýð, þú átt að rækta, Verklegt nám var við skólann og bókleg fræðsla um landbúnað. Til þess að Iiafa áhrif á hugsunarhátt netir- enda, var mjög tíðkað að segja æfi sögur bestu manna. Alþýðlegir fræðimenn komu þar oft og fluttu erindi við skólann. Stemningin við skólann var oft svo rík, að stúlk- urnar grjetu og við karlmennirnir bryntum músum. Nemendur stigu á stokk og strengdu heit um margs konar dáðverk, er þeir skyldu vinna. „Maður horfðu þjer næril. Þessi áhrif er kjarni skólSmálanna. Hitt er til engra bóta að þyrla þar upp t. d. guðspekishugarórum, þar sem blindur leiðir blindan eða öðru því um líku. Jeg hefi margoft heimsótt stærri sveitaskóla lijer og flutt við þá erindi, en ekki getað fundið að þar væri ríkjandi sá ákveðni þjóðernisandi, sem jeg áð- ur gat um að gag[ntekið hefði nem- endurna við skólann í Noregi. Eigi skólar þessir að ala upp góða ís- lendinga, verða þeir fyrst og fremst að glæða ást nemendanna á landi og þjóð. Hann lýsir mismunandi að- ferðum ungra manna á þessa leið: Jgg þekti mann sem xmgur rjeðst liáseti á togara. Eftir átta ára starf við þetta átti hann 20 þús- undir í reiðum peningum. Þá gerð- ist hann atvinurekandi og gifti sig. Með þessari upphæð hefði hann vel getað reist sjer snoturt nýbýli í sveit. Þessi piltur átti samverka- mann sem hafði sömu aðstöðu til að græða sínar 20 þúsundir, en hafði látið þær fara jafnóðum og hann reitti þær inn. Varð því að biðja um lán fyrir mat að borða, er hann var vinnulaus um tíma, eftir þessa átta ára góðu atvinnu. Jafnvel þótt aðstaðan fyrir unga menn sje hvergi eins góð til að græða peninga á vinnu sinni eins og að vera fastamaður á togara, eru tækifærin til þess hjer á landi mikil og við alla vinnu. Bræður þeirra hafa gerst „baslarar“ á sljettunum í Canada, gerst þar ein- setumenn, unnið látlaust til að geta búið sig undir að geta mynd- að heimili á nýbýlinu. Sveitamenn lijer heima hafa aldrei fórnað sjer fyrir þessa fögru hugsjón neitt líkt því sem þessir bræður þeirra liafa gert. Lausamönnunum — það er einhleypir menn — er innanhand- ar að afla sjer fjár til undirstöðu búskapar, ef þá langar til að verða bændur, eignast trú á landið og hafa huga á að verða nýtir borgar- ar í þjóðfjelaginu. „Viljinn dregur Iiálft hlass‘!. Mannskrafturinn fær Brúnn hestur hvarf úr Selásgirðingunni við El- liðaárnar nú um mánaðamótin. — Mark biti fr. h., biti a. v. Þeir, sem kynni að verða varið við áð- urnefndan hest, eru vinsamlega beðnir að gera aðvart í síma 1420. G. Helgason, Hafnarstræti 19. Það sem eftir er af vetrarkápum, selst mjög ódýrt. Og sokka fáið þjer hvergi betri en í TísknMðin, Grundarstíg 2. áorkað ótrúlegum klutum, þegar einbeittur vilji stendur á bak við fi amkvæmdirnar. Höf. skýrir frá starfsemi fje- lagsins Landnám, og hve nauð- synlegt það er, að fjelagsskap- ur þessi aukist og eflist, og bendir að endingu á, hvað næst liggi fyrir að gera í nýbýlamál- inu. Bókinni fylgja nokkrirupp- drættir af smábýlum eftir Jó- hann Kristjánsson. Þeir, sem sinna ræktunar- og nýbýlamálinu, ættu að lesa þessa bók Jóns. Saöunah. — Elsku mamma, jeg verð að vera hugrökk. Jeg veit hvað þú átt erfitt með að segja mjer þetta. Jeg finn, að jeg get ekki gifst Ronald, nema jeg segi lionum sannleikann, og Iáti hann svo á- kveða sig. Ástin er eigingjörn, en mjer fanst það glæpur að giftast heiðvirðum manni og hafa þetta yfir höfði sjer. — Mamma, jeg get ekki tafið lengur í bili. Ronnie er altaf að bíða eftir mjer, og er orðinn hissa á, hvað jeg hefi verið lengi. Við skulum ekki láta á neinu bera, svo að Ronnie gruni ekki neitt. Sadunah þrýsti hönd dóttur sinn ar. Augu hennar voru full af tár- um. — Jeg held, að jeg sjái ráð — sagði Editha í óþvinguðum rómi. jeg get ekki sagt lionum það sjálf; jeg mundi skammast mín fyrir það. Jeg fer hjeðan spemma á morgun, og þegar jeg er farin hittirðu Ronnie og segir honum frá öllu saman. — Viltu gera þetta fyrir mig, mamma ? Sadunah þrýsti hönd dóttur sinnar, en gat ekki talað vegna geðshræringar. — Og ef Ronnie er góður og tryggur, sem jeg er viss um að hann er, og ef hann elskar mig eins mikið og jeg elska hann, þá mun hann ekki svíkja mig, þrátt fyrir þessar illu fregnir. Editlia lagði höfuðið í ltjöltu móður sinnar. í nokkrar mínútur ljet hún yfirbugast og fór að gráta. En hún herti sig upp eftir nokkur augnablik, þerraði tárin og reis á fætur.. — Jeg verð að fara út til Ronnie; annare fer hann að verða hræddur um að eitthvað óhapp hafi hent mig. — Jeg ætla að hátta snemma i kvöld. Komdu samt inn í svefn- herbergið mitt og talaðu við mig. En jeg skal verða dugleg stúlka, mamma, kvöldið var leiðinlegt. Þau voru fjörgur saman inni í setustofu Sadunah : mæðgurnar, Sandown og Laroche. Sadunah reyndi að halda uppi samræðum, en þær urðu mjög slitróttar. Editha gekk snemma til hvílu. Laroche og Sandown gengu um gólf í reykingasalnum. Laroehe mundi hafa getað lagt þenna grunlausa keppinaut sinn í gegn, þar sem hann sat andspænis hon- um, ef hann hefði verið viss um, að morðið kæmist ekki upp. — En liann var mjög stimamjúkur við hann. Á morgun átti þessi unga hetja að víkja, en hann að koma í staðinn. Sadunah sat inni í dagstofu sinni í þungum hugsunum. Eftir skamma stund gekk hún upp í svefnherbergi sitt. Með samtali gat hún sagt Ronnie alla málavöxtu, en af kurteisisástæðum varð hún að skrifa Wansford lávarði og láta hann vita af því, að trúlof- uninni hefði verið slitið. Það varð dálítið erfitt að skrifa þetta brjef, því að þótt öi’ugt væri að Ronnie Ijóstraði engu upp, þá var öðru máli að gegna um föður hans, sem var mjög málugur. Hún skrifaði brjefið og setti á það frímerki og stakk því síðan í vasa sinn. Það lá ekki á að setja það í póst, fyr en hún hafði talað við Ronnie. Sadunali byrjaði að hugsa mál sitt á ný. Skrifarinn hafði borið hærri hlut í viðskiftum þeirra deg- inum áður, en nú hugsaði hún ný ráð. Hún ætlaði að sigra. 1 gær hafði hún látið yfirbug- ast. En nú hafði hún eignast nýja hugmynd. Hún var Sadunah, sem skyldi ryðja öllum hindrunum ur vegi sínum. Hún hafði boðið Lar- oche líf sitt til þess að bjarga dótt- ur sinni. Hann hafði neitað boðinu. Nú skyldi hann taka afleiðingunum af þeirri neitun. Hún gekk niður í reykingastofuna. Sandown og Lar- oche voru í þann veginn að kveðjast. Sonssa tni btitu agTpikii Oifsritlwmas, 20 st. pakki á kr. 1.25. Bíðjið Uffl: Einn Þðr (Þórs-pilsner) og finnið Mnii ágæta ölkeim. Hiðursuðuglös,, allar stærðir, góð og ódýr. Versinn Vald. Ponlsen Sími 24. Klapparatíg 29. Gardínnstengnr úr trje og messing, hringir, húnar og klemmur, best og ódýrast. Láðvig Storr, Sími 333. Stálspeglar eru bestu vasaspeglarnir. Fást í fallegum hulstrum í Hjúkrunardeilöin Austurstræti 16. Súnar 60 og 1060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 231. tölublað (07.10.1930)
https://timarit.is/issue/102157

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

231. tölublað (07.10.1930)

Aðgerðir: