Morgunblaðið - 02.11.1930, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1930, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐlf) mrm’emmmmmmstemm ;ÁJírv«*ssfemT Ýmis afskorin blóm. Kaktusar o. fl. teg. af pottaplöntum. Hellu- Bundi 6, sími 230. 100 tímar í þýsku eftir Bibe, cskast til kaups. A. S. f. vfear á. Ilmvatn og sápa í mjög skrautlegum umbúðum Hentugt til tækifæfisgjafa. Hjnkrnnardeildina Austurstræti 16. Símar 60 og 1060. Lifnr og hjSrtn. Klein, Bildursgðtu 14. Sími 73. Reckitts Þvottablámi Giörir* I i n i d f a nn hvitt fólkið vegalaust, tójí það þann kostinn, að koma ‘hingað með Lagarfossi í veg fyrir Novu. Gerðist það í sama mund, að Lagarfoss rendi hjer að bryggju og Ægiv kom til Vopnafjarðar til að sækja Esjufarþegana. (Austfirðingur, 25. okt.). ,Kvennagullið‘ heitir ný saga eftir Rafael Sabatini, sem byrj- ar að koma út í blaðinu í dag Sagan er framúrskarandi skemti leg og er mönnum ráðlagt að rfylgjast með frá byrjun. Grímumaðurinn í Hafnarfirði Hans hefir nú ekki orðið vart í meira en vikutíma. Talið er víst að hjer hafi að verki verið ó- þokkastrákar, og hafi þeir fund- ið upp á þessu til að hræða fólk Vonandi hafa þeir skammas; sín svo fyrif athæfi sitt, að þeir finni þann kost vænstan að sýna sig ekki framar. Veðráttan í júlí. Veðráttu- skýrsla Hagstpfúnnar um júlí- mánuð ér nýkomin. Hiti var þá 0.4° yfir meðallag á öllu land- inu. Sjávarhitinn var 0.6° yfir meðallag. Úrkoma var í meðal lagi ; mest var hún á Suðaustur landi, á Teigarhorni, 64% um- fram meðallag, en minst á Norð- urlandi vestanverðu. Norðaust an átt var víðást venju fremur tíð, en sunnan og vestan átt sjaldgæf. Sólskin var í Reykja- vík 205 stundir, eða 36.7% af því sólskini, sem verið gæti. Túnasíáttur byrjaði frá 28. júní til 10. júlí; að meðaltali 5. júlí. Engjasláttnr byrjaði frá 1. júlí til 6. ágúst; að meðaltali 23. júlí. V/tar og sjómerki. Á Hafnar- ey við Flatey á Breiðafirði hafa vörðurnar verið málaðar, sú efri hvít með lárjettri rauðri rönd, en neðri varðan hvít, með lóð- rjettri rauðri rönd. — 1 báðar vörðurnar verða sett hvít ljós. þegar skipa er von að nætur- lagi, eða beðið hefir verið um þag. — í Ölafsvík á Snæfells- nesi hafa vörðurnar verið mál- aðar. Að næturlagi þegar skipa er von, eða beðið hefir ver<ð um það, verða setx ljós í vörðurnar við Helgastaði, en rautt Ijós stöku yþrðuna aurtur á bökkun um. K. F. U. M. Sunnudagaskól inn kl. 10 árd. Y.-D. fundur kl 1 e. h. (drengir 10—14 ára; á gæt skemtun). V.-D. fundur k 2 (drengir 7—10 ára). U.-D fundur kl. 8(4- Allir piltar, 14 18 ára, velkomnir. Kristinn Pjetursson opnar í dag listsýningu á Laugaveg 1 Sýnir hann þar höggmyndir málverk, raderingar og teikn- ingar. Sýningin verður opin í 8 daga. Gunnar Gunnarsson hefir rit að skáldsögu um Jón Arason, og er hún nýkomin út. Ritdómur um bókina hefir birst í Politiken eftir Chr. Rimestad. Síra Páll Stephensen, fyrrum prestur í Holti í Önundarfirði gegnir til bráðabirgða prests^ störfum í Holti undir Eyjafjöll um, vegna veikinda síra Jakobs Ó. Lárussonar. Kaupfjelag er í ráði að stofna í Árnessýslu og hefir nokkur undirbúningur verið haf inn í hreppunum að stofnun slíks fjelagsskapar. Stofnfundur verður haldinn áður en langt líður. Póstmálanefndin hefir setið hjer á rökstólum undanfarið. Mun hún vera að gera áætlun u m póstflutning með strand ferðaskipum á helstu hafnir og >aðan út um sveitirnar. Jarðarför Páls V. Bjarnason ar sýslumanns fer fram frá dóm kirkjunni n. k. miðvikudag. öræfingar hafa ekki ennþá komið frá sjer kjötinu og öðr- um sláturafurðum í haust. Verður reynt að fá bát frá Hornafirði, ef leiði gefur. Síra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík talar við guðsþjón ustuna á Elliheimilinu í dag kl. 4. Allir velkomnir. Skautasvell er nú allgott á tjörninni. Silfurbrúðkaup eiga á morg- un Ingeborg og P. L. Mogensen lyfsali. Talsverðan snjó hefir sett niður austur í Rangárvallasýslu, en þó eigi svo, að ferðir bíla hafi hindrast. Málverkasýning Jóns Engil- berts í Goodtemplarahúsinu er opin í dag kl. 11—7. Þetta er eina málverkasýningin, sem nú gefst kostur á að sjá hjer í bæn- um. André-myndirnar. Lítil von er um það, að hægt verði að framkalla myndir á filmum þeim, sem fundust í far angri Andrée og fjelaga hans. Vatn hefir komist inn í hylkin, enda stendur á þeim að myndirnar skuli framkalla í síðasta lagi í febrúar 1898, svo það væri hrein tilviljun, ef eitthvað yrði á filmum þessum að græða. Járnbrautargöng undir Njörfasund (Gibraltar). Komið hefir til orða að grafa göng undir Njörfasund, svo að hægt verði að koma á járn- brautarsamgöngum milli Spán- ar og Marokko. Hafa verið rannsökuð jarðlögin sem grafa sarf gegnum, og er komið á daginn, að þau eru hentug fyr- ir göngin. Er gert ráð fyrir, að göngin kosti um 10 miljónir sterlingspunda. Óhagræði er það mikið, er til kemur, að járnbrautarteinar á Spáni eru með styttra millibili en í Frakklandi, svo vagnar comast ekki rakleitt norðan úr Miðevrópu t. d. og Englandi, ^egar Ermarsundsgöngin eru komin til sögunnar og suður til Afríku. Landsins lægsta verð. Ferðagrammófónar á 22.50 Karlmannsúr góð frá 5.00 Spil stór frá 0.40 Spilapeningar lausir 0.06 Myndarammar frá 0.50 Matskeiðar- og gafflar alp. O.öO Ttskeiðar alp. 0.35 Matskeiðar og gafflar plett 1.50 Tskeiðar plett 0.45 Borðhnífar ryðfríir frá 0.75 Stálskautar frá 9.50 Vatnsglös frá 0.35 Barnadiskar m. myndum 0.50 Dömutöskur frá 5.00 Dúkur, Bílar frá 0.25 Matar-, Þvotta-, Kaffi- stell frá 0,75 2ja turna plett allskonar af 6- gerðum, alt ódýrast hjá K. Bankastræti 11. Veirar- Frakkar, Hanskar, Húfnr, Treflar. Mikið og smekklegt úrval nykomið heím. Verð við allra hæfi. Vðruhúsið. Nokkra góða kúrbassa vantar mig — frí kensla. Ben. Eifar, Langav. 19. Hvennagullið. Eftir Rafael Sabatíni. — Hver fjandinn, hvíslaði La Fosse í eyrað á mjer og við orð 1) -i nti og undrtmarglampann í aug- uraf hans, varð mjer litið við í F.oti mínu. Dyrnar höfðn opnast og á þrep- fJritdittum stóS greifinn af Chat- eí! erault í, allri sinni risavöxnu mynd. — Einn af þjónum mín- oei, í rauðum og gulum eiti- kennisbiíningi, en það eru. litirnir í aðálsmerki mínu, stóð fyrir fram- iu hann og tók á.móti hatti hans og skikkju. með auðmjúkri hreyf- ingö. Skyndileg þögn hafði færst yfir í, nnkvæmið', þar sem nafn þessa miins fram til þessa hafði verið é állra mnnni; ]d jóðnað var háðið og spottið, sem fyrir augnabliki síðttii hafði leikið um þettnan mann og eh-egið dár að bónOrðsför hans iM Langitedoe —för sem hann var nýkominn heim úr, simdurmarinn af smán ósigursins. (jrímulaus undrunin skein út úr iMi jjitum okkar, með því aö við lí '*nm allir lieyrt þess getið, að fyrsta hryggbrot hans liefði næstnm riðið honum að fullu og enginn okkar hafði búist við því, að sjá Chatellerault fyrst um sinn taka þátt í svona fjelagsskap, öai sem gleðin — af því gortaði jeg að minsta kosti — rjeði ríkj- um. Nokkur augnablik stóð greif- inr. eins og spj-rjandi á þrepskild- inum, á meðan við gapandi af undrun, teygðum álkurnar til þess áð vii’ða hann fyrir okkur — eins og hann hefði á þessu augnabliki fallið niður af himnum. En kæfð- ui' hláturinn í La Fosse, sem altaf var jafn skeytingarlaus, vakti mig úr leiðslúnni; jeg reiddist, þetta var hámark svívirðingarinn- ar og jeg varð fyrir alla muni að koma í veg fyrir afleiðingar henn- ar. Jeg stökk á fætur með svo snöggri hreyfingu, að stóllinn minn hentist langt fram á gljá- fægt parketgólfið. í nokkrum skrefum var jeg kominn við hlið- ,ina á greifanum og rjetti út hend- iiuj tií þess að bjóða hann vél- komilin. Hann tók í hönd míná, en þó á svo kyrlátan hátt, að að eins mátti skilja það á þann eina veg, hann væri mjög sorg- mæddur, og einhverstaðar úr djúp- um hins risavaxna líkama hatís heyrðist koma ofurlítið veikt and- varp. — Það kemur yður á óvart að sjá mig hjer, herra markgreifi! sagði hann, og- var að heyra sem hann vildi með þessu afsaka að Jiann hefði komið hingað — já yfirleitt að hann væri til. Þessi göfugi greifi af Chateller- ault var annars frá náttúrunnar ‘Iiendi; jafn stoltur og drambsamur og' sjálfur skrattinn — og til þeírrar all-kunnu veru, voru hinir vansælu þjónar hans vanir að líkja honum, þareð þeir þóttust kenna — að því er sagt var — ýmiss áþekk einkenni á hinu skolbrúna andliti hans. Hann Iiafði alist upp í því umhverfi, sem hlaðið hafði undir Iiroka þann, er hann annars frá* náttúrunnar hendi hafði í rík- ur mæli og hylli konungsins — sem við báðir keptum um -— hafði enn frekar skarað eldi að þeim stórmenskudraumum, sem hann 61 í hjegómlegri sál sinni. Var það þá nokknð undarlegt, að hin 6- venju auðmjúka rödd hans olli mjer heilabrota, þar sem að mímx áliti, jafnvel ekki mishepnuð bón- orðsför gat verið nægileg átylla til þess að koma svona fram, þegar um mann, sem hann var að ræða. — Jeg bjóst ekki viS, að hjer væru svona margir gestir, sagði hann, og það, sem á eftir kom, brá ljósi ýfir ástæðuna fyrir því að hann var svo daufur í dálkinn. „Hr. markgreifi, lians hátign kon- ungurinn hefir synjað að taka á móti mjer, og þegar sólin er horf- in, erum við, þessar litlu stjörnur á himni hirðarinnar, neýddir til ess að leita á náðir mánans í eirri von, að finna þar dálítið ljós og svölun.“ Og nxx hneigði liann sig djúpt fyrir mjer. ' — Með þessu eigið þjer við, að jeg ríki á nóttunni, tók jeg til máls og liló. Líkingin er skemtileg, en ekki beinlínis nákvæm, þar sem tunglið er kalt og gleðisnautt, eix mig mxmuð þjer ávalt sjá heitan og innilegan. Og þess hefði jeg óskað hr. greifi, að ástæðan fyrir hinni ágætu heimsókn yðar, væri önnur en misþokki hans hátignar konungsins.“ — Það er ekki að ástæðúlausu að yðxxr hefir verið gefið viður- nefnið „hinn veglýndi“, svaraði hann um leið og hann hneigði sig að nýju, og án þess að hafa skilið sneiðina, er fólst í þessum góm- sætu orðxlm mínum. Jeg hló og batt enda á alla þessa gullhamra með því að Ieiða hann til borðsins. — Ganymedes, sjáðu um sæti handa greifanum. Gilles, Antoine, gangið greifanum af Chatellerault um beina. Basil, komdu með vín lianda hinxxm tigna gesti. Flýtiö ykkur nxx! Þjónar íriínir lögðust nú allir á eitt xxm að gera Iionum til þæg- iuda; þeir voru á þönunx í kring um hann, suðandi og óþreytandi, eins og býflxxgur ki'ingum rós. — Hvort lierrann víldi ekki bragða á .,,Kapun a la casserolle“, eða á þessum ágæta páfugli? Eða hvort fleskið freistaði hans ekki? Hjer- væri einnig salat, sem kokkur mai’kgreifans Iiefði Iært að mat- reiða í ítalíu, og ennfremur vai- lijer franskur rjettur, er sjálfur- Quélon hefði fxxndið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.