Morgunblaðið - 31.12.1930, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Litla vörubílastöðin.
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðskiftavinum sínum
Á. Einarsson & Funk.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Jón Hjartarson & Co.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Bifreiðastöð Kristins og Gunnars.
GLEÐILEGS NÝÁRS
og góðs komandi árs, óskar öllum
Bókaverslun tsafoldar.
GLEÐILEGT NÝÁR!
m Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
m
Málarinn.
%
GLEÐILEGS NÝÁRS
óska jeg öllum.
Einar Eyjólfsson.
SjómannakveSjur.
FB. 30. des.
Gleðilegt nýjár. Þökkum hið
liðna.
Skipshöfnin á Tryggva gamla.
Oskum vandamönnum og vinum
gleðilegs nýjárs. Þökkum liðna
tíma. Kveðjur.
Skipshöfnin á Júpíter.
Erum á leið til Englands. Yellíð-
an. Óskum vinum og œttingjum
gleðilegs nýjárs. Þökkum hið liðna.
Kærar kveðjur.
Skipverjar á Venusi.
Óskum ættingjum og vinum
gieðilegs nýjárs. Þökkum hið liðna.
Vellíðan. Kærar kveðjur.
Skipshöfnin á Arinbirni hersi.
Gleðilegs nýjárs óskum við ætt-
ijigjum og vinum. — Góð líðan.
Kveðjur.
Skipshöfnin á Ólafi.
Bestu nýjársóskir til vina og
vandamanna. Þökkum liðið ár.
Skipverjar á Sindra.
Óskum ættingjum og vinum
"'leðilegs nýjárs. Þökkum hið
liðna. Kveðjur.
Skipshöfnin á Kára Sölmundarsyni
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegs nýjárs. Þökkum hið liðna.
Vellíðan allra. Kærar kveðjur.
Þorgeir skorargeir.
Innilegustu nýjársóskir til vina
og vandamanna með þökk fyrir
liðna árið. Vellíðan allra.
Skipverjar á Walpole.
29. des. FB.
Bestu nýársóskir til vina og
vandamanna. Erum á útleið.
Skipverjar á Maí.
Óskum ættingjum og vinum
gleðilegs nýárs. Þökk fyrir liðna
árið. Vellíðan. Kærar kveðjur.
Skipverjar á Surprise.
Kvennaguiiið.
En í 1 essu efni skjátlaðist mjer.
Ganymedes var þrálátur að eðlis-
fari og sýndi hann nú þess fullan
vott. Þegar honum var sagt að
ekkert hefði spurst til markgreif-
ans af Bardelys í Lavédan, gerði
hinn trúlyndi uppáhalds þjónn
minn heyrinkunnugt að hann
ætlaði að dveljast í höllinni, uns
jeg kæmi, þar sem ferð minni var
heitið til Lavédan.
— Mjer datt fyrst í hug, sagði
Lavédan, þegar hann seinna skýrði
mjer frá samtali þessu, að skipa
honum tafarlaust að hafa sig á
burt. En við nánari umhugsun og
með tilliti til veldis þess og þeirra
hylli, sem húsbóndi hans — þessi
viðbjóðslegi konungssinni Barde-
lys— nýtur hjá konunginum,
ákvað jeg að skjóta skjólshúsi yfir
þetta þremilsins fylgdarlið hans.
Brytinn hans — þunglamalegur
og ósvífinn náungi — heldur því
fram, að Bardelys hafi skilið við
þá nálægt Mirepoix í gærkvöldi
og ætlað sjer að halda áfram
hingað einn síns liðs. Að hann hafi
riðið í Garonne fljótið og druknað
væri meiri heppni en að menn geti
gert sjer vonir um. að svo reynist
rjett að vera.
Jeg hafði fulla ástæðu til að
óska sjálfum mjer til hamingju
með að hafa tekið þá ákvörðun
að halda áfram að ganga undir
nafninu Lesperon, að minsta kosti
fanst mjer svo er jeg varð var
við þann kala, er var í rödd hans,
er hann nefndi nafn mitt. En jeg
varð stórum undrandi yfir þessu
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðskiftavinum sínum
H.f. Hreinn.
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðskiftavinum sínum
Vöruhúsið.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Kaffilindin, Laugaveg 11.
háttalagi hans, með hliðsjón af
vináttu hans við föður minn, er
altaf hefði verið góð. Á hverju
skyldi hann byggja kala sinn til
sonarins? Var það staða mín við
hirðina, er ein var orsök þess
að aðalsmaður þessi leit á mig
sem óvin.
—- Þjer þekkið Bardelys þenna?
spurði jeg til þess að fá hann til
að leysa frá skjóðunni.
— Jeg þekki föður hans, svar-
aði hann hastarlega. Hann var
bæði stórlátur og göfugur aðals-
maður.
— Og sonurinn, spurði jeg dauf-
lega, er hann sneyddur báðum
þessum dygðum?
— Jeg hefi aldrei heyrt getið
um dygðir hans, en lesti hans
kannast allir við. Hann er spila-
fífl, eyðsluseggur og sællífismað-
ur. Sagt er að hann sje einn af
vildarmönnum konungsins, og að
hann hafi hlotið viðurnefnið „hinn
veglyndi“, vegna óhófssemi sinn-
ar. Hann hló kaldranalega. Sann-
arlega er hann samboðinn hús-
bónda eins og Lúðvíki rjettláta,
sem þjónn hans.
■— Greifi, sagði jeg og það var
ebki laust við samúð í rödd minni,
því, að þegar öllu er á botninn
hvolft, varð jeg þó að verja sjálf-
an mig, — jeg sver yður, að þjer
gerið á hluta hans. Hann er eyðslu-
samur, en látum það gott heita
því að hann er ríkur. Hann er
ef til vill frjálshyggjumaður, en
hann er ungur enn þá, og minnist
þess, að hann er alinn upp mitt
á milli frjálshyggjumanna. Hann
er spilafífl, ójá, en hann spilar
óhrekjanlega altaf heiðarlega. Þjer
skuluð trúa mjer, herra minn, jeg
er talsvert kunnugur Marcel de
Bardelys og lestir hans eru hvorki
jafnmargir nje slæmir og menn
hafa alment -gert sjer í hug-
arlund. Jeg álít þvert á móti, að
segja megi um hann það sama
og þjer sögðuð um föður hans
fyrir stundarfjórðungi síðan: að
hann sje göfugur og stórlátur að-
alsmaður.
— Og málið með hertogafrúna
af Bourgogne, hvað segið þjer um
það grómtekna og svívirðilega
mál, spurði Lavédan með svip
þess, er heldur að spumingum
hans verði ekki svarað.
— Hamingjan góða! hrópaði
| jeg. Getur heimurinn þá aldrei
| gleymt þessari smávægilcgu ó-
1 gætni. Ungæðisleg ljettuð, er vafa-
laust alt of mikið hefir verið gert
] úr utan takmarka hirðarinnar.
j Greifinn sat og horfði lengi
undrandi á mig.
—*• Lesperon, sagði hann loks-
ins. Það lítur út fyrir, að þjer
metið Bardelýs þenna mikils. Þjer
eruð fyrir hann ágæt stoð og góð-
ur formælandi. En þjer getið ekki
talað mig af sannfæringu minni.
Hann hristi höfuðið hátíðlega. —
Enda þótt jeg skoðaði hann ekki
þannig, sem jeg hefi lýst honum
fyrir yður, heldur þvert á móti,
sem hreinustu fyrirmjmd að dygð-
um, mundi þó þetta, að hann kæmi
hingað, vera eitt nóg til að æsa
reiði mína.
— En hvernig stendur á því, hr.
greifi?
— Af því að jeg veit hvert er-
indi hans er hingað, til Lavédan.
Hann kemur hingað til þess að
biðja dóttur minnar.
Þó að hann jafnvel hefði snar-
að sprengju í rúmið til mín, hefði
hann ekki getað komið meir flatt
upp á mig.
— Yður furðar á þessu — eða
hvað ? spurði hann og hló kald-
ranalega. En þjer getið verið
viss um, að jeg fer hjer með
rjett mál. Það er ekki lengra
síðan en mánuður, að greifinn af
Chatellerault, annar af vildar-
mönnum konungsins kom hingað
í heimsókn. Hann kom hingað ó-
boðinn og gaf upp þá ástæðu, að
hann væri á skemtiferðalagi um
sveitina. Kunningsskapur okkar
var minni en svo, að orð sjeu á
I