Morgunblaðið - 27.01.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1931, Blaðsíða 5
2»rið;judagimv 27. jan. 1931. --V Verzl u nar mannaf jelag Reykjavíkur 1891 27 janúar 1931. Björn Jónsson ritstjóri. AðalfruinkvöSull fjelagsstofnunarinn- ■ai*. Naut fjelagið um margra ára skei'ð hans miklu hæfileika sem fyrirlesara og ræðumanns, auk stuðnings hans sem ritstjóra. I dag er Verslunarmannafje- lag Reykjavíkur 40 ára. Þ. 27. jan. 1891 komu 33 menn saman í „Hermes“ í Hafnarstræti, og samþyktu lög fyrir þetta fyrsta almenna fjelag verslunarmanna hjer í Reykjavík. Fyrir 40 árum. Sá, sem þetta ritar, hefir, af eðlilegum ástæðum, eigi bein persónuleg kynni af því, hvern- ig Reykjavík var fyrir 40 árum, hvernig viðskiftalífið var og bæj arlífið. En þeir, sem þá voru starfandi í bæjarfjelagi þessu, munu hafa gaman af því, að renna huganum til baka til þess tíma, og gera samanburð á bæn- um, eins og hann var þá, og eins og hann er nú. Nú getur mann furðað á því, að hjer skyldi eigi hafa verið neitt verslunarmannaf jelag, fyr en 1891. Að verslunarstjett bæj- arins skuli hafa starfað ár eftir ar, án fjelagssamtaka, an þess að finna til þess, að hjer væri um sjerstaka stjett að ræða, er þyrfti á samhug og samstarfi að halda. En lítum á. Hvernig var um- horfs hjer í verslun Reykjavík- ur fram að þessum tíma? Hverr.- fo* var versluninni fyrir komið? Var ekki aðalverslunin í hönd- um hinna erlendu selstöðukaup- manna, meðan hjer var engin Iteningastofnun — enginn banki — svo að segja engir sjálfbjarg- ar útvegir fyrir innlenda menn að koma sjálfstæðum verslunar- rekstri á fót? En svo kom Landsbankinn 1886. Viðskiftalífið fór a* verða ofurlítið örara. Framleiðsla og verslun landsmanna fór að auk- ast. Innlendir menn tóku upp samkeppnina við þá, sem hingað komu til verslunarfanga um bjargræðistímann, og hurfu aft- ur til útlanda með haustinu — eins og farfuglarnir. Að vísu voi*u verslanirnar hjer starfandi allan ársins hring. En lagið á verslunarfyrirkomulag- inu, hið gamla selstöðuverslun- arlág, þar sem erlendir menn höguðu verslun sinni eins og þeir ættu við ósjálfbjarga þjóð, far- kostslausa eyjarskeggja, sem urðu að taka því, er að þeim var rjett; þetta verslunarlag varð úrelt, sem betur fór, og eðlilegt var, er lifnaði yfir viðskiftunum — og innlendir menn, hjer bú- settir, starfandi allan ársins hring, sem þektu þarfir og kröf- m almennings, stóðu að ýmsu eyti betur að vígi í samkepn- inni, en hinir, sem voru hálf- ókunnugir, og aldrei hjer nema með annan fótinn. Þegar íslensk verslunarstjett fór að finna til sín, finna og skilja tilverurjett sinn, finna, að sjer óx og hlaut að vaxa ás- megin í framtíðinni, vaknaði meðvitundin um þörfina fyrir fjelagssamtök. En lítið hefir svigrúm verið fyrir hina uppvaxandi reykvísku verslunarstjett fyrir 40 árum. Nokkrar tölur. Verslunarmagn landsmanna var 4—5 miljónir innflutningur á ári og útflutningur álíka, en þó árin 1880—1890 var útflutning- urinn 600.000 og alt að 900.000 kr. m i n n i en innflutningur- inn. Fólkstala í Reykjavík um ára- mót 1890—91 var 3711. Þá fór fram manntal og var tilgreint um atvinnuvegi. Um helmingur bæjarbúa lifði á útgerð, 489 á daglaunavinnu, 331 á verslun, 569 á iðnaði og af þeim 141 á trjesmíði. 1 embættismanna- flokknum voru 228. f hverjum Hokki er talinn heimilisfaðirinn og alt hans skuldalið. (ísafold, des. 1890). Útsvör í Reykjavík 1891 voru samtals kr. 20.502, og höfðu 115 menn yfir 30 króna útsvar. En hæstu útsvör höfðu Fischers- verslun 550 kr., Brydesverslun, Thomsensverslun og Pjetur Pjet ursson biskup kr. 500. Samgöngurnar. Um mánaðamótin okt.—nóv. 1890 fór póstskipið Thyra hjeð- an, síðustu ferð sína það ár, og til útlanda, var 15 dögum á eftir áætlun, en póstskipið Laura kom hingað í janúarlok 1891 *-Póst- skip komu hjer engili,:í þessu þriggja mánaða tímabili, en fjár tökuskip Slimmons og Zöllners komu hingað eftir að Tyra fór, og kolaskip til Brydeverslunar í desember, eftir 5 vikna hrakn- inga, hafði snúið aftur til sama lands, og varð að fá alvcg nýja skipshöfn til þess að ganga á skipið, og koma því leiðar sinn- ar hingað til fslands. Þetta voru samgöngurnar við útlönd í þá daga. Einn vagn var til hjer í Revkja vík til almenningsnota, Lauga- vagninn, og er löng grein í ísa- fold um þennan merkilega grip, „sem bæjarmenn vilja ekki — eða tíma ekki að nota, eins og til er ætlast, að flytja þvottinn í Laugarnar, „með því að skræl- ingjasiðurinn gamli, að láta Th. Thorsteinsson kaupm. Fyrsti fomiaSur f jelagsins og einn af helstu mönnum fjelagsstofnunarinnar. Formaður þess í tvö ár og sat einnig mörg ár í stjórn þass sem meðstjórn- and'i. Yar bæði fyrr og síðar einn af mestu áhugamönnum fjelagsins. Ludvig Hansen verslunarstj. Var kjörinn í fyrstu stjórn fjelagsins og átti þar sæti í fjöldamörg ár. Yar hann alla tíð einn af fremstu mönnum f jelagsins. Ditlev Thomsen konsúll. Kjörinn í fyrstu stjórn fjelagsins. Var formaður þess í 2 ár og mjög á- hugasamur fjelagi meðan hann dvaldi hjer á landi. Er sá eini sem er á lífi úr fyrstu stjórninni. Kjörinn heiðursfje- lagi 1923. ltvenfólk ganga með klyfjar á baki af þvottum og þvottaáhöld- um, milli höfuðstaðarins og laug anna, var of rótgróinn til þess, að hann hyrfi alt í einu. Það var hokkuð forneskjuleg sjón, að mæta heilli lest af vinnukonum, álútum undir laugapokaklyfj- um, á þjóðveginum milli Reykja- víkur og Elliðaánna“. Svo segir í ísafold 1890, og er þessu bætt við: „Þetta gæti verið neðan- málsgrein úr samgöngusögu landsins, ritaðri einhverntíma á 20. öldinni. Hún er sönn, það sem hún nær. En það er á valdi bæjarmanna hjer í Reykjavík, hvernig framhaldið verður, hvort þar segir frá „sótt og dauða“ þess arar nýju „innrjettingu“. Greinarhöfundur getur þess ennfremur, að nú sje hægt að komast með.þessa nýmóðins ,.inn- rjettingu" — vagninn — alla leið upp í Svínahraun, og mælir með því, að bæjarbúar leigi hann til sunnudagaferða. Annars er hann auðsjáanlega hræddur um, að landsmenn yfirleitt, og bæjarbú- ar sjer í lagi, hafi ekki sinnu á því, að notfæra sjer vagna, klyf ja hestar og klyfjað kvenfólk verði enn um skeið að slíta akvegunum í nágrenni Reykjavíkur. Nú má segja, að farið sje nokk- uð út fyrir verslunarsögu Reykja- víkur. En þó ekki alls kostar. Því vel sýnir þetta éina atriði, hví- lík kyrstaða ríkti hjer fyrir 40 ár- um, og hve vel menn undu alda- gömlum silakeppshætti. Telefon-fjelag var stofnað, er setti „rafurmagnsmálþráðinn“ milli Rvíkur og Hafnarfjarðar. Er fjelagið hafði starfrækt „raf- urmagnsmálþráðinn“ í mánuð, höfðu verið send 400 ,,skeyti“, og tekjurnar verið 80 krónur, auk 190 króna ársafgjöldum, þar eð 19 manns höfðu greitt 10 kr. árgjald. — Þetta voru símavið- skiftin. — Mentunarf jelag verslunar- manna. En í allri jiessari deyfð og öll- um þessum drunga og aðgerða- leysi, vaknar hreyfing í þá átt, að koma upp kvöldskóla fyrir verslunarmenn. Þ. 11. mars 1890, var stofnað „Mentunarf jelag verslunarmanna í Reykjavík“. — Var fjölmennur stofnfundur haldinn á Hótel Reykjavík. Er sagt frá því í Isa- fald þann 12. mars, að fjelagið hafi verið stofnað. Óefað hefir Björn Jónsson rit- stjóri verið hvatamaður að þess- um fjelagsskap. - Nokkru áður hafði hann ritað hvatningagrein í blað sitt. Kvöldskóli sá, sem hjer um ræð ir, tók til starfa þ. 1. okt. 1890. Var honum skift í 2 deildir, og voru lærisveinar 24, 9 kennarar, er skiftu með sjer kenslu, alls 2 stundir á dag rúmhelga daga ma laugardaga. Nú þótti vera sjeð að nokkru fyrir undirbúningsmentun hinn- ar uppvaxandi verslunarstjett- ar. Eftir var að koma samtökum á meðal hinna starfandi verslun- armanna. Björn Kristjánsson alþm. Einn af stofnendum f jelagsins, og var kjörinn heiðursfjelagi þess 1923. Hefir hann bæði fyrr og síðar flutt í fjelag- inu fyrirlestra um hin mikilvægustu mál verslunarstjettarinnar og önnur þjóðmál. Stofnun Verslunarmanna- f jelagsins. Víkur nú sögunni til þess, seln fyr var frá horfið, er kallaður var saman fundur, í „Hermes“ 1 Hafnarstræti, þ. 27. jan. 1891. Á þeim fundi hafa mætt 33 versl unarmenn. Þar var og Björn Jónsson ritstjóri. Þeir B. J. og Th. Thordteinsson munu hafa verið aðalhvatamenn að fjelags- stofnuninni. — Frummælandi á fundi þessum var Th. Thorsteins son kaupmaður. Hann skýrði frá 7í, að allmargir verslunarmenn hefðu hinn 12. s. m. komið sjer saman um, að reyna að koma á. fót fjelagi, er sjerstaklega hefði það fyrir markmið, að efla ein- ingu og samheldni meðal versl- unarstjettarinnar hjer á landi. I undirbúningsnefnd voru þeir kosnir Th. Thorsteinsson, D. Thomsen, Matth. Jóhannesson, Þorl. Ó. Johnson og Jóhs. Han- sen. — Nefnd þessi hafði samið lagafrumvarp, er hún lagði fyrir fundinn. í frumvarpi þessu var ekki til- greint hvað fjelagið skyldiheita. í 2. grein er svo fyrir mælt, að tilgangur fjelagsins sje, að út- vega samkomustað fyrir verst- unarmenn, að efla samheldni og viðkynningu meðal verslunar- manna með iðulegum samkom- um, jafnframt að gæta hags- muna fjelagsins, einkanlega með því að útvega dugandi og verðug- um verslunarmönnum stöðu hjá góðum húsbændum. Fjelagsmenn geti þeir orðið, sem voru 18 ára að aldri, og sefti gegna eða gegnt hefðu verslunar- störfum. Fjelagsgjöld ákveðin kr. 1.50 fyrir ársfjórðung, eða 100 kr. æfitillag. Fimm manna stjórn stýri fje- ’aginu. Er í lögunum nákvæmlega tilgreint vald óg starfssvið stjórn arinnar, og eru lögin yfirleitt ít- arleg í 30 greinum. Við fjelags- slit áttu eignir fjelagsins að renna í„Styrktar- og sjúkrasjóð verslunarmanna“. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.