Morgunblaðið - 05.05.1931, Side 5

Morgunblaðið - 05.05.1931, Side 5
Þriðjudaginn 5. maí 1931. |ílor£uitWuí)tí> Huað átti að fela? Þingrof stjómarinnar mælist hvarvetna mjög illa fyrir. Þjóðin hefir skilið, að með gerræði þessu hefir stjómin traðkað þingræðinu á hinn herfilegasta hátt. Hún laumast bak við þingið og það einmitt á þeirri stundu, þegar hún átti að verja sínar eigin gerðir. Hún flýr á náðir fjarlægs konungs og fær hann til að undirskriía boðskap um upplausn Alþingis, þvert ofan í skýlaus fyrirmæli stjórnarskrár landsins. Bn ekki er nóg með það að Alþingi sje gabbað. Þjóðin er einn ig göbbuð á hiim lúalegasta hátt. Tilkynt er í víðvarpinu í nokkra daga, að nú sje að vænta tíðinda frá Alþingi, því að vantrauststil- laga sje fram komin. Þjóðinni er tjáð, að umiæðum um þessa tillögu verði víðvarpað. Akveðinn er sá tími þegar umræður skulu hefjast og tilhögun allri lýst nákvæmlega. Þjóðin er við því búin að hlusta. í sveitum fer fólk óraleiðir og þyrpist á þá bæi, þar sem við- t&ki eru .011 þjóðin hlustar. Bn þegar sú stund kemur, er umræður skulu hefjast, heyra víðvarpshlust- endur ekki neitt. Þar ríkir dauða- þögn. Hvað veldur? spyrja menn. Engin skýring kemur. Eftir stund- arfjórðung kemur skýringin: — Stjórnin neitar að verja gerðir sín- ar á Alþingi. Hún flýr til konungs og fær hann til að leysa upp þing- ið. — H. ' Þetta þingrof er sennilega eins dæmi í sögu þingræðisins. Það hef- ir aldrei komið fyrir í þingræðis- landi, að stjórn neitaði þingi að ræða vantaraust. Erlend blöð, sem rætt hafa atburð þenna eru og öll sammála um ,að þessi framkoma stjórnarinnar sje einsdæmi. Hitt sje algengt í þingræðislöndum, að stjórn rjúfi þing að afloknum um- ræðum um vantraust. En stjórnin lætur sjer ekki nægja, að traðka þannig á ger- ræðisfullan hátt viðurkendum þing ræðisreglum, heldur fremur hún með atferli sínu tvímælalaust stjórnarskrárbrot. HI. Með framferði sínu hefir stjóm- in bakað ríkissjóði og alþjóð stór- kostlegt fjártjón. Þingið í vetur hafði kostað ríkissjóð um 150 þús. krónur. Þessu fje ér öllu á glæ kaStað. Vegna þingrofsins verður að stefna Alþingi saman aftur á miðju sumri, því að stjórnin rauf þingið áður en fjárlög voru af- greidd. Þetta suinarþing getur ekki kostað ríkissjóð minna en 100—150 þús. krónur. Nú má ganga út frá því sem gefnu, að á þessu sumarþingi verði samþykt breyting á stjórnarskránni. Afleið- ingin af því verðuf sú, að rjúfa verður Alþingi aftur þegar að loknu aukaþinginu í sumar og stofna til nýrra kosninga. Stjórnin hefir því með glapræði sínu ekki aðeins eyðilagt alt starf þingsins í vetur, heldur orðið þess valdandi, að hjer verður að halda dýrt sum- arþing, um hábjargræðistímann, og þar á ofan bætast nýjar kosn- iugar á hausti komanda. Gerræðí stjórnarinnar kostar því ríkissjóð mörg hundruð þúsundir króna í beinum útgjöldum, og bakar auk þess þjóðinni stórra óþæginda og isostnaðar, með sumarþingi og nýj- um kosningum. iV- .. . | En hvað veldur því að stjornm vitandi vits og gersamlega að ó- þörfu fer að baka ríkissjóði stór- íeldra útgjalda, aðeins til að koma sjer undan umræðum um van- traust ? Sýnilegt er, að stjórnin heíir orð ið aivarlega hrædd. Hún treystir sjer ekki að verja verk sín á Al- þingi í ákeyrn alþjóðar. Hún veit, að vantraustið verður samþykt, en þorir ekki að taka afleiðingunum. Hún þorir ekki að yfirgefa stjórn- arhreiðrið og láta andstæðingana setjast þar að. Hvað liggur bak við þenna mikla ótta stjórnarinnar í Þegar athugað er hvernig kom- ið er fjárhag ríkissjóðs, verður mönnum ljóst í hverju þessi hræðsla liggur. Stjórnin veit sig seka um sviksamlega meðferð á fje almennings. Þetta varð að fela fram yfir kosningar. Til þess að skýra nánar fyrir mönnum þenna ótta stjórnarinnar nægir að benda á fáeinar tölur. Eramsóknarstjórnin fekk góð- æri þrjú (1928, 1929 og 1930) svo miklar tekjur í ríkissjóð, að með- altal þeirra náði tekjuhæstu árum, sem komið hafa. Tekjumar voru þessi ár áætlaðar 33.2 milj. króna, en urðu 47,8 milj. kr.; meðal tekj- ur á ári urðu 15.’9i milj.; en tekjur umfram áætlun námu 14.6 milj. kr. Þar sem góðærin færðu þannig ríkissjóði 14,6 milj. kr. tekjur um- fram áætlun fjárlaga, er ekki nema eðlilegt að þjóðin hafi vænst þess, að hvalreki þessi hefði orðið til að minka verulega skuldir ríkis sjóðs. Ekki síður gátu menn búist við þessu, þar sem því var beinlín- is lofað af Tímamönnum fyrir kosningarnar 1927, að stefna bæri að skuldlausum ríkisbúskap. En hver hefir útkoman orðið Hún er sú, að stjórnin ekki aðeins eyðir og sóar öllu því, sem inn kemur í ríkissjóðinn á góðærunum, heldur bætár hún þar á ofan stór- feldri skuldasúpu. Nemur þessi nýi skuldabaggi um 15y2 milj. kr. Þetta er myndin af fjárkagsaf- komu ríkissjóðs eftir mestu góð- ærin, sem yfir landið hafa komið. Er það meiri hrygðarmynd en nokkurn Islending hatfði órað fyr- ir. — V. Vaíalaust hefir stjóminni vetrið það fullkomlega ljóst, að ómögu- legt var að komast hjá því við umræður um vantraust, að gera Alþingi og þjóðinni greán fyrir hvernig á því stæði, að sóað hefir verið á þrem árum 14.6 milj- króna tekjum umfram áætþujl fjárlaga og í ofanálag 15% milj. króna lánsfje. Þetta eru samtals um 30 milj. króna. Öllu þessu fje hefir stjórnin eytt, og er ríkissjóður nú kominn svo gersamlega í þrot, að ekki er eyrir afgangs til verklegra framkvæmda í landinu. Það var einmitt óttinn við þessa yfirheyrslu sem því olli, að stjórn in flúði á náðir fjarlægs konungs og fekk hann í lið með sjer til að traðka þingræðinu og brjóta stjórn aiskrá landsins. Það var sektarvit- und stjórnarinnar sjálfrar, sem knúði liana til að fremja ódæðis- verkið. Hún óttaðist þungan áfell- isdóm þjóðarinnar, því að hún vissi sig seka um glæpsamlega meðferð á fje almennings. Þetta átti að fela, og þess vegna mátti ekki yfirgefa stjórnarhreiðrið. Brjef úr sveit irá bónda. Jeg hefi sjeð í ísafold og Verði itgerðarupphaf um skuldabúskap bænda, eftir Guðmund Hannesson prófessor. Jeg les jafnan með at- . hygli alt sem sá fluggáfaði maður ritar og græði ávalt á hugsunum hans meira eða minna, ýmist fróð- leik eða ánægju. •Prófessorinn getur þess, að allir bændur, sem hann þekkir og efn- ast hafa, hafi verið skuldhræddir menn. Jeg hefi sömu sögu að segja. Allir bændur í sýslunni, sem jeg á heima í, þeir sem komist hafa í álnir, hafa grætt fje með því móti, að þeir hafa forðast lántökur eins og heitan eld. Þeir hafa haft þá aðferð, sem felst í orðum gamals manns, sem er fallinn frá fyrir löngu. Hann var spurður um, á livern hátt hann hefði grætt f je og hann svaraði. „Jeg ljet kind græða kind“. Þetta minnir á gamla orð- takið sem t. d. kemur fyrir í Harð- arsögu: „Ok urðu brátt tvau höf- uð á hverju kykvendi“ í hjörð bónda. Jeg er svo kunnugur í sýsl- unni, sem jeg bý í, að jeg get full- yrt, að hver einasti bóndi í henni, sem efnast hefir, hefir grætt á þenna hátt: að láta kind græða kind. Þeir hafa allir byrjað með litil efni, en smám saman fært sig upp á skaftið, forðast fólkshald, nema sem allra minst, unnið öllum stundum og sparað alt, sem hægt var að vera án. Efnaðasti bóndi í minni ’sveit á um 30.000 kr. eignir. Hann neitaði sjer um ofn í bað- stofuna, þangað til bömin hans voru komin upp. Um það bil bygði hann steinhús. Jeg held, að hann hafi aldrei átt reiðhest. Þessu líkt hafa hinir hagað sjer. Sveitafólk, sem lifað hefir þessu lífi, hefir þó ekki búið við kulda, það hefir unnið sjer t.il hita innan bæjar sem utan, tætt utan á sig fatnað t. d. Aftur þekki jeg þá menn í bændastjett sem alla æfi hafa svamlað í skulda feninu. Þeir hafa keypt og selt fjenað, gert áætlanir, ætlað að græða á umsýslu, en aldrei eign ast neitt. Þeirra líf gengur þann ig, að þeir eru lausir við heimili sitt, á sífeldu ferðalagi, við að „velta skuldum“, og þegar þeir eru heima, fá þeir sig ekki til að vinna. Alt gengur hjá þeim á trje fótum, sem svo er kallað. Þeir eru ósparir á tíma og hirða ekki um þá smámuni, sem aðra bændur gera sjálfbjarga. í minni sýslu er nú svo stætt hjá bændum, að þorri þeirra er svo kaffærður í skuldunum, að þeir eiga ekki afgangs, eða þá lítið. Það er satt, að nú lifa bænd- ur betra lífi til hnífs og skeiðar en fyrrum, t. d. á ísárunum eftir 1880. Og þó er ógleðilegt líf, að sjá ekki fram úr skuldabasli. Sum- ir una þessu lífi vel. En margir illa, þó að þeir beri sig karlmann- lega. Sannast að segja er fjölda Vörubilar. Hvers vegna verða VOLVO-vörubílarnir ódýrastir? Vegna þess að þeir eru endingarbestir. Hvers vegna eruVOLVOvörubílarnir endingarbestir? Vegna þess að þeir eru búnir til í Svíþjóð, úr sænsku stáli, en allir vita að sænskt stál og sænsk vjelaiðja tekur öllu Öðru fram að gæðum. Varahlutir fyrirliggjandi. Halidór Eiríksson. Reykjavík. Sími 175. Timbtitpvei'siun P.W.Jacobsen & Sön. Stofntsd 1824, Simnefnit GranfuE’u - Carl-Luncsyade, Kötenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmiða. — Einnig heila skipsfanna frá Svíþjóð. Hefi verslað vi|5 ísland í 80 ár. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • II er gaman að líta á þvottana Jeg Þvæ skemdalaust og á helmingi styttri tíma með RINSO u segir húsmóðirin „Lökin og koddaverin eru hvít eins og mjöll, hvergi stoppað eða bætt. Það er Rinso að þakka! Rinso heldur þvottunum hvítum, enginn harður núningur, engin bleikja, ek- kert sem slítur göt a >vottana, bara gott, hreint sápusudd, sem naer út öllum óhreinindum. Jeg gæti ekki hugsað mér að vera án Rinso.“ Er a'ðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki - UCV£R BROTHIR9 UMITEO PORT 9UNLIOLT, IN5LANH W-R 24-047* |Pappír, ritfðng, Bókaverslun isafoldar. HII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.