Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 2
2 MHTjr, T'! N BT,Ar.i Vt Nafnið sannar gædin. HÚSMÆÐUR notið eingöngu Every Day dósamjólkina. Hún er bragðbest og drýgst. Fæst í öllttm stærri matvöruverslunum. Heildsölubirgðir hjá 0. lohnsoa & Haabei. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«••••••• Kartöflnr. Ivenfimlelkaflo^ksr LL (Úrval) Hópmynd af flokknum. Koma með E.s. Goðafoss 23. þ. m. Aðeins litið eitt óselt. Eggirt Kristjánsson & Go. Allir sem úr bæniun fara ættu að hafa Maltöl Framnrskarandi næringarmikið og styrkjandi. — Nanðsynlegt jafnl fyrir sjnklinga sem hransta. 18 ára reynsla. 0 Ein af fimleikaæfingum flokksins. Kvenfimleikaflokkur K. R. fór nýlega til Vestur- og Norð- urlandsins og hjelt þar sýning- ar við ágætan orðstír. Flokkurinn hafði fremur stutt an undirbúningstíma íil æfinga en ungu stúlkurnar æfðu sig svo kappsamlega, að sýning þeirra vakti á ferðalaginu óskifta at- hygli og ánægju. I dag sýnir flokkurinn á há- tíðarmóti, sem haldið er rjett 'yrir utan Keflavík, en annað kvöld kl. 9 hefir flokkurinn sýningu í Iðnó, og gefst þá þæj- arbúum tækifæri til að sjá sýn ingu flokksins með eigin aug- um, og mun áreiðanlega verða húsfyllir. „Með lögum skal land bygg5a“. NRP. 18. júní FB. Frakkneskur ferðamánnaflokk- ur leggur af stað í dag á veiðiskip inu Isbjörnen, frá Tromsi) áleiðis til Spitzbergen. Frá Svalbarða verður farið til Áustur-Grænlands (í skeytinu ,,lands Eiríks rauða“),' þar sem ferðamennirnir verða íjórar vikur. — Höýgaard> og Mehren, sem ætla á skíðum yfir Grænlandsjökla, síma frá Godhavn, að þeir hafi átt við nokkra erfið- leika að stríða, tvisvar orðið að snúa við og mist þrjá huhda, en nú sjeu betri horfur á, að ferða- lag þeirra gangi betur. Á ríkisráðsfundi í gær voru teknar ákvarðanir viðvíkjandi dómaskipan í Austur-Grænlandi. Mál sem fyrir kunna að koma á því svæði, sem heigað hefir ver- ið Nóregi, eiga að heyra undir bæjarrjettinn í Tromsö eða lög- mannsrjettinn þar, m. ö. o. sama fyrirkomulag verður í gildi, að því er Austur-Grænland snertir, og Spitzbergen og Jan Mayen. Vandræðin í Þýskalandi. Blöðin skylduð að birta stjórnartilkynningar. Berlín 18. júlí. United Press. FB. Briining og Curtius lögðu af Stað til Parísar í inorgun. —- Hinden- l)urg hefir útgefið neyðarráðstaf- analög, sem kveða svo á, að iivaða blaði sem er í landinu sje skylt að prenta tilkynningar frá ríkisstjórn inni, ef hfin krefst þess. Ríkis- stjórnin getur krafist rúms fyrir tilkynningar sína-r á hvaða síðu hlutaðeigandi blaðs sem er, og ráð ; ið með hvaða letri tilkynningarn- ar eru prentaðar. Blöð sem þver- skallast við að hiýða. fyrirætlunum stjórnarinnar í þessu efni, verða gerð upptæk. Bremen: Bræðurnir Kard og Heinz Lahusen, forstjórar Norð- urþýska ullarfjelagsins, sem va-rð gjaldþrota og átti mikinn þátt í erfiðleikum og lokum 'Darmstádter bankans, hafa verið handteknir og ákærðir fyrir svik. Pjetnr Á. Jónsson. Söngskemtun í Gamla Bíó, 17. þ. m. Það er að sumu leyti óþarft verk að skrifa um söng Pjeturs Jónssonar, er flestir eða jafn- vel allir bæjarbúar nauðþekkja af kynningu margra ára, þó að sú kynning hafi reyndar aldrei verið nema í molum, af því að vjer höfum ekki getað skapað honum aðstöðu til þess að njóta sín fullkomlega hjer. Er það að vísu raunalegt, eigi síst er í hlut á maður, sem telja verð- ur brautryðjanda á sínu sviði raeðal vor, að Ara Johnsen ó- gieymdum, — söngvari, sem 'fir notið fylsta trausts og á- lits meðal stórþjóðar, er stend- ;■ framar flestum öðrum í ýms- um greinum, jafnvel einkum og sjer í lagi um margt það, er að tóniist lýtur. Afreka sinna á hinum útlenda vettvangi ætti Pjetur að njóta hjer en ekki gjalda, og þá hvað helst, er hann ber skarðan hlut frá borði vegna atburða, sem hafa ekki aðeins komið hart niður á hon- um, heldur og hundruðum, ef ekki þúsundum, dugandi stjett- arbræðra hans í Þýskalandi. — Hefði því aðsókn að söngskemt- un hans hjer í fyrrakvöld vel mátt meiri vera, þótt viðtökurn ar væri að öðru leyti góðar. Pjetur var nú, eins og menn þekkja hann frá undanförnum 'árum. Nýrra hliða á list hans mun tæplega að vænta, og er það eðlilegt. Hann getur verið all-misjafnlega fyrirkallaður, en svipurinn á söng hans er ætíð sjálfum sjer líkur. — 1 ,,Hirðingjaljóðum“ eftir Joh. Brahms mun hafa þurft á meiri hugkvæmni og tilbreytni í efn- ismeðíerð að halda, til þess að þau gætu skilist til fulls og vak- ið sjerstaka athygli. Og sjálf- sagt var helst til þunglamalegt og kröftuglega tekið á óperettu söngum Fr. Lehars úr ,,Land des Láchelns“. Þá hefði og söngurinn mátt vera nokkru 'gri og hjartnæmari í lagi eft- ir Wilh. Kienzl, „Selig sind die Verfolgung leiden“. Því verður tæplega neitað, að fallegt piano hefði komið sjer vel, hjer og hvar, eigi síst í fyrgreindu lagi. En þess er, ef til vill, ekki að vænta af manni, sem hefir ver- ið atkvæðamikill WagnersöngVr ari í Þýskalandi um mörg ár. Wagnersöngvarar munu flestir með því marki brendir, að syngja mikinn. Aríurnar eftir Puccini og Leoncavallo voru í sínum gömlu skorðum, sungnar með mikilli raddprýði víðast og geysimiklum krafti. Á söng- skránni var nýtt lag, ,,Island“, eftir Árna Thorstéinsson, er virtist til þess fallið að ná al- mennings hylli. Þetta lag, og reyndar mörg önnur, varð Pjet ur að endurtaka. Yfirleitt var söngskemtun þessi með öllum ummerkjum fyrri konserta hans — blómum, framköllunum o. þ. frv. Páll ísólfsson fór með undir- leikinn. Sigf. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.