Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 19. júlí 1931. 5 3Ylot\ittnbI«í>tí> Kjdrdsmamálið. Hverjir eru þar heilir. Dómur þjóðarinnar Kunnugt er það, að kjördæma- skipunarmálið var gert að höf- uðástæðu þíngrofsins. Eðlilegt framhald af því var það, að at- kvæði manna við kosningarnar fjellu aðallega eftir vilja þeirra í þessu máli. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins eru því að þessu sinni kosnir til þess fyrst og fremst að gæta rjettar þjóðarinnar í þessu máli, auðvitað að óbreyttum ágreiningi þeirra í öðrum málum. Ef því þingmenn þessara flokka ekki neyta þeirrar aðstöðu og þess rjettar, sem þingmannaumboðið veitir þeim, til þess að rjetta hlut kjósenda sinna í kjördæmamálinu, þá svíkja þeir kjósendur sína og hafa fyrirgert rjettindum til að fara með umíboð þeirra á þingi- Nú niunu einliverjir spyrja: i Hvaða gagn geta þingmenn þess- ara flokka unnið kjördæmamálinu á þingi, þar sem þéir eru í greini- legum minni hluta? Þessu er auðsvarað. Það er skoðun lýðstjórnarsinna, að í insta eðli sínu sje enginn maður á móti auknum mannrjett indum og persónufrelsi sjer til handa. En sá, sem er með per- sónufrelsi sjer til handa, hlýtur einnig að verða með því til handa öðrum, þegar er hann skilur það, að rjettur beggja er af sömu rót runninn, og að persónufrelsi ann- ara er ekki skerðing á hans eigin frelsi, heldur óbeinn og mikils- verður stuðningur við það. Sigur þessa máls er því alveg viss. — Spurningin er einungis um það, hve lamgan tíma það telmr að koma þjóðinni allri í skilning um þetta, og þeir menn, sem þjóðin hefir kosið til þess að binda enda á þann órjett, sem fjöldi fslendinga býr við í þessu máli, eru skyldir til að neyta aðstöðu sinnar . til þess, að órjettinum verði sem fyrst af ljett. Ef þeir nú ekki hafa afl til þess að leysa málið með breyt.ingu á gildandi lögum, þá var þeim þó veitt ágæt aðstaða til þess að vekja á málinu þann skilning, sem afturhaldið á Alþingi ekki getur staðist. Sökum hins snögglega þingrofs gafst mjög lítill frestur til þess að koma kjósendum í skilning um það, hve sjálfsagt mannrjett- indamál kjördæmamálið er. Þröngsýnir einangrunarmenn og treggáfað fólk er auðvitað seinna að átta sig á svona máli, heldur en greindir menn, sem daglega hlýða á rökræður um þjóðmál frá ýmsu sjónarmiði. Það er nú þessi grýtti jarð- vegur, sem þingmenn Sjálfstæðis- manna og Sósíalista voru kosnir til að gróðursetja í skilning og rjettsýni, fyrst sú mörk reyndist svo víðlend, að ekki var unt að leysa málið nú þegar með lögum. Ef nú þingmenn beggja þessara flokka væru einlægij- í málinu, áttu þeir að bera það fram þegar í þingbyrjun, en tryggja sjer áð- ur, að það kæmist sem allra lengst áleiðis í þinginu og vekti sem mestar umræðar bæði innan þings og utan. Flokkarnir áttu kost á að tryggja málinu meiri hluta í Efri deild, koma því gegnum all- Framsókn 23 þingmenn = 55 °/0. Sjálfstæðis- flokkur 17171 atkv. = 45%. Sjálfstæðis- flokkur 164-3== 19 þm. = Framsókn == 13840 atkv. m = 36°/o- Sjálfstæðis- flokkur 15 þingmenn = 36%. = Framsókn ^13 -f- 2 = 15 þm. Alþýðu- flokkur 6198 arkv. = 16%. Kommún- istar 1165 atkv. = 3%. Við kjörborðið. Sjálfstæðis- flokkur 1431 atkv. Alþýðu- flokkur 4 þingmenn = 9%. Alþýðu- flokkur 2066 atkv. Framsókn 659Batkv. Á Alþingi. Alþýðu- flokkur 6 -þ 1 = 7 þm. Kommún- istar 1 þm. Kjósendafjöldi Flokkaskiftingin á Alþingi, Ðokkanna á hvern kjðrdæma- ef hún væri í samræmi við kjörinn þingmann. >dóm þjóðarinnar-. ar umræður þar og að minsta kosti eina umræðu í N.d. Jafnhliða hefði orðið afarmikig um málið rætt utan þings í blöðum og á mann- fundurn, málinu til mikils gagns. Jafnvel er óvíst að stjómarliðið hefði þorað að ganga. af málinu dauðu í N.d., er stjórnarandstæð- ingar í Efri deild gátu tekið öll .stj órnarfrumvörp í gislingu. _ Þessa aðstöðu notuðu ekki þing- menn sósialista, og sátu þeir hjá við kosningu til E.d. Er það væg- ast sagt t-ortryggilegt. Sjálfstæð- ismenn og sósialistar þurftu enga jsamvinnu að hafa í E.d. í neinu öðru máli, þótt þeir gerðu þá tryggingarráðstöfun í því eina máli, sem þeir voru sammála um við kosningarnar og aðallega var kosið um, að þeir tryggðu sjer sam eiginlega samþyktarvald í því. Sósialistar hefðu og engu tapað í N.d. þó þeir hefðu fórnað öðrum manni t.il Efri deddar, því í N.d. sitja þeir hjá öllum kosningum. Alþýðublaðið, sem að sönnu að- allega er skrifað af hálfvitlausum mönnum, en þó er gefíð iit af Al- þýðuflokknum og á hans ábyrgð, hefir síðan um kosningar sífelt verig að skæla sig framan í Sjálf stæðismenn og rjetta að þeim tungu. Yill r'oðhænsn þetta endi- lega skammast út, af kjördæma- málinu. Það er náttúrlega ekkert merki- legt við það, að Alþbl. lætur æri- lega, en þegar það, í stað þess að gelta framan í fjandmenn kjör- dæmamálsins, ærist gegn Sjálf- ^tæðismönnum, höfuðfylgismönn- um málsins, þá var ekki laust við, að ýmsum þætti það tor- tryggilegt. Það skal sagt hjer bert, að margir forkólfar Alþýðuflokks ins eru grnnaðir um sviksamlegan ásetning í kjördæmamálinu. Sá grunur vaknaði við gjamm Alþýðu blaðsins og styrktist við það, er þingmenn flokksins gerðu ekkert. til að líftryggja málið í þinginu. Og því skal við bætt, að menn, bæði úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum vænta þess, að þegar Sjálfstæðismenn bera mál þetta fram í þinginu, muni þing- menn sósialista finna eitthvert ágreiningsatriði og nota að yfir- varpi fíl þess að svíkjast frá því. Úr þessu verður reynslan að skera. En þótt það sje alveg víst, að sumir af forystumönnum sós- ialista eru einlægir í þessu máli, þá er hitt ekki síður víst, að meðal þeirra, sem flokkurinn nú hefir sent inn á þing, eru menn, sem beita munu allri nasagáfu sinni til þess að koma sjer í hagsmuna- aðstöðu hjá stjórninni. Og stað- reynd er það, að þingmenn flokks- ins hafa þegar veitt stjórninni þann hlutleysis stuðning í þessu máli, sem líklegt er að tefji fram- gang þess iim árabil. Sigrid Undset kemur hingað með „Nova“. NRP. 18. júlí FB. Frá Færeyjum er símað, að eimskipið Nova hafi kent grunns fyrir sunnan Þórshöfn í Færeyj- um í gær. Skipið komst á flot aftur af eigin ramleik eftir hálfa klukkustund. — A meðal farþega er skáldkonan Sigrid Undset á leið til íslauds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.