Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1931, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Nesti í ferðalög, svo sem sæl- gæti allskonar og tóbaksvörur, er best ag kaupa í Tóbaksbúsinu, Austurstræti 17. NB. Vindlarnir þaðan eru alment viðurkendir þeif bestu fáanlegu. Ef leið ykkar liggur um Hafn- arfjörð, þá munið að kaffi og mat- stofan „Drífandi'* Strandgötu 4 selur bestan og ódýrastan mat og drykk. Heitur matur alla daga. Fljót afgreiðsla. Virðingarfylst. Jón Guðmundsson frá Stykkis- hólmi. Fjögur herbergi og eldhús í stóru nýtísku húsi við Laugaveg til leigu frá 1. ágúst til eins eða fleiri ára, mánaðarleiga krónur 250,00, dálítil fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt „Ábyggilegur' ‘, leggist inn á A. S. í. fyrir 22. þ. m. 2 íbúðir með 2—3 herbergjum ög eldhúsi, ásamt öllum nýtísku þægindum, helst vestan til í bæn- um, óskast til leigu 1. okt. Tilboð auðkent: „2 íbúðir“, óskast sent á afgr. blaðsins fyrir 20. þ. m. vitsbamdlð heldur fund mánudaginn 20 þ.m. kl. 8 síðd. á vanal. stað,. Fjöimennið. Stjoinin. Eiitt lítið herbergi með miðstöðv- arhita, óskast til leigu frá 15. september. Upplýsingar í síma 2293. Gullannbandsúr hefir tapast að kvöldi 17. júlí. Skilist gegn fund- arlaunum á Vesturgötu 31. Rykfrakki tapaðist af bíl á leið frá Reykjavík að Rauðavatni. Óskast skiiað á Grettisgötu 11. Sudraaga feaspir Hsildverslan Garðars Gísiasonar. SððÍH fer hjeðan í hringferð aust- ur um land, miðvikudaginn 22. þessa mánaðar. Vörur afhendist á mánu- dag. M.b. SKaftfellingur hleður til Öræfa 0£ Skaftár- óss, mánudaginn 20. þ. m. Vörur til Víkur verða teknar er rúm leyfir. Athygli skal vakin á því, að þetta verður sennilega síðasta ferð á sumrinu til Skaftáróss. Skipaútgerð Ríkisins. Hótel Valhöll, Þingvölíum. Nokkur herbergi til leigu fyrir sumargesti. Verð frá kr. 6.50, fæði þar í innifalið. endafundum og hefðu sömu áhuga málin á Alþingi eins og við kosn- ingar! Þá er ekki annað hægt en minn- ast á atferli Afturhaldsstjórnar- innar jiegar fjárlögin voru lögð fram. Forsætisráðherrann, sem líka er fjármálaráðherra, bar fram frum- varpið án þess að láta því fylgja nokkra skýrslu eða skýringar. Og þó að gengið væri á hann varð- ist hann allra frjetta, en sló öllu á dreif og sagði, að það væri fjarskalega gaman, að andstæðing- arnir væri altaf að hiðja sig um skýrslur, eins og þeir tryði eng- um eins vel.' Þetta mun vera algert einsdæmi í veröldinni. Fjárlagafrumvarp er borið fram á þingi og þa-ð á sjer- staklega viðsjálum tímum, þegar fjársukk stjórnarinnar og erfitt árferði hjálpast að því, að koma öllu á knje. Sjaldan munu menn liafa beðið með meiri eftirvænting eftir skýrslu um hag landsins, fregnum um það, hvaða útkoma væri á fyrri helming ársins og hvers myndi mega vænta, en ein- mitt nú. En afturhaldið afneitar ekki eðli sínu. Alt í leyni. Aldrei ganga aug- liti til anglitis fram fyrir örðng- ieikana. Aldrei bjóða iit öllum kröftum til opinnar og drengilegr- ar orustu við viðfangsefnin. Nei, heldur pukra, hylja syndirnar sem lengst, berja í brestina. — Alt í skúmaskotum. Ekki má láta svo mikið uppi sem það, hvort stjórnin hafi þurft að bjarga sjer áfram með bráðabirgðarláni eða hvort verulegir örðugieikar hafi verið um greiðslur. Engin skýrsla um ]>að, hve mikið af útgjöldum síð- asta árs (1930) hafi verið ókomið til reiknings þegar fyrri fjármála- ráðherra, gaf sína skýrslu í febrúar Nei, ekkert má segja. Afturhaldsstjórnin þarf allt að fela. M. J. Vecrið (laug&rdag kl. og NA-átt og bjartviðri lanu, kaldi eða st.kaidi á on aimars víðast gola. Hiti yfir- leitt 10—12 st., á sumum stöðui-i 13—15 st. Loftþrýsting er Jægst meðfram vesturströnd Noregs og saður yfir Norðursjóinn, en hsíst fyrir suðvestan og norðvestan ís- iand. Utlit fyrir N-átt um alt land á morgun. Veðurútlit í vík sunnudag: N- kaldi. Ljettskýjað. Skoðun bifreiða. Á morgun er síðasti dagur er menn eiga að koma með bifreiðar sínar til skoð unar. t Síra Sveinbjöm fer úr hemp- unni. í prjedikun sinni við þing- setningu sagði síra Sveinbjörn Högnason, að hatur og kærleiks- leysi mætti ekki ráða athöfnum manna. Vafalaust geta flestir ó- spiltir menn tekig nndir þessi orð. Þrem dögum eftir að síra- Svein- björn flutti þessi orð í dómkirk.j- unni kemur hann fram á ritvelli Tíman.s. Hann skrifar þar grein, er hann nefnir „Svar til M. J.“. í greininni segist hann verá að iýsa Sjálfstæðisfiokknum, sem ná- lega helmingur kjósenda landsins fyllir og þ. á m. meiri hluti sýsi- unga prestsins. Lýsing síra Svein- bjamar er á þessa leið: „Það er flokkurinn, sem reyndi að æsa þjóð sína til upp- reisnar og hermdarverka. Það er fJ okkúrinn, sem reynt hefir und- anfarin ár, að verja hverja óhæfn, jafnvel glæpsamlegt framferði í fari manna sinna. Það er flokkur- inn, sem vill láta yfirga.ngs- og fjárplógsmenn þjóðfjelagsins hafa að öllu frjálsar hendur til að arð- ræna og okra. á meðbræðrum sín- um“. — Þannig hljóðar boðíkap- ur síra Sveinbjarnar, þegar liann er kominn í dálka Tímans. Það er víst ekki hatrið og kærleiksleysið, sem hjer hefir stýrt penna guðs- mannsins? Magnús Jónsson gat þess í „Brjefi af þingi“, að prje- dilkum síra Sveinbjarnar þtegsetn ingardaginn sýndi, hve erfitt er að samrýma það tvent að vera prestur og fylgja ósvífnum stjórn málamönnum. Tímaprjedikun síra Sveinbjarnar sýnir að honum geng ur a. m. k. erfiðlega að sameina þetta tvent. Tvö skemtiskip koma hingað í þessari viku. „Viceroy of India“, sem hjerna var fyrir skemstu, kem ur á miðvikudaginn öðru sinni og á iaugardaginn kemur skip, sem heitir „R,esolute“. i Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Sunnudagaskóli kl. 2 síðd., Hjálpræðissamkoma kl. 8%. Frú stabskapteinn Jóhannesson stjórn- ar og fleiri foringjar aðstoða. All- ir velkomnir. ÚtvarpiS (sunnudag) : Ki. 10 Messa í dómkirkjunni (síra Frið- rik Hallgrímsson). Kl. 19.30 Yeð- urfregnir. Kl. 20.15 Grammófón- hijómleikar. Kl. 20.35 Erindi (síra Sígurður Einarsson). Kl. 20.55 Ó- ákveðið. Kl. 21 Veðurspár og frjettir. Kl. 21.25 Dansmúsík. Útvarpið (mánudag): Kl. 19.30 V eðurfregnir. Kl. 20.30 Hljóm- R'kar. Kl. 20.45 Erindi (Vilhj. Þ. Gíslason ,magister). Kl. 21 Veð- urspá' og frjettir. Kl. 21.25 Giammófónhljómleikar. Pjetuir Sigurðsson flytur erindi um bindindi í kvöld kl. 8% í Va-rðarhúsinu. Vonast er eftir því, að bindindisvinir sæki fyrirlestur-» inn vel og að andstæðingarnir láti einnig sjá sig. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Lei'fur Sigfússon tannlæknir úr Vestmannaeyjum er staddur hjer í bænum; fer hann til útlanda' með Dettifossi á mánudag áleiðis til T,f?'rísar bar sem hann tekur þátt í 8. eibjóðaþinsri tannlækna. — ^emtímis er hann boðinn á fund Miðstiórna.” franskra útgerðar- manna í virðmgarskyni fyrir Uamkomn hans gagnvart veikum frönskum siómönnum sem til Veátmannaeyja hafa komið að und 'införnu. FHngnrinn r Hafnarfirði heldur útiskemtun í dag á Hamarskots- túni og hefst hún kl. 2. Ágóðan- nm af þessari skemtun verður var ið til þeSs að koma heilsutæpum bömum í hressingarhæli. Fringflug verður í dag og hefst kl. 2.' ' Bifreiðabók iþriðja útgáfa end- urbætt) eftir Ásgeir Þorsteinsson. er nvkomin. Er þetta ómissandi handbók fyrir hvern þann sem bif reið á. eða st.ýrir hifreið. Mönnum' er þetta ljóst, því að fyrri útgáf-1 urna,r tvær eru uppseldar. 1 þess- ari bók er alt hið sama og í fyrri útsráfuiium, en mörgu nýju hætt við, bar á meðal allar vegalengd- ir, sem bifreiðar geta fariS frá Revkjavík og Borgarnesi, öll hif- reiða.stæði í Reykjavík, umferða- regiur og takmörkun umferðar í síðastl. vor Reykjavík og lögreglumerki, skrá Brtieguffinii i HafaarUrði heldur skemtun á Hamarskotstúninu í dag, og hefst hún klukkan 2 síðdegis. Til skemtunar verður: Ræðuhöld, Upplestur og Leikfimis- sýning. Lúðrasveit leiLur við og við allan daginn. Dans á palli. Veitingar á staðnum. &!Sdér laknir Stefánsson gegnir læknisstörfum fyrir mig í fjarveru minni viku tíma- Þ. J. Thorodasen. 17). N- um alt A-landi, um alla bensínsala á landinu og hvar þeir eru og skrá um alla eig endur bifreiða og bifbjóla. í Reykjavík. Frjettir útvarpsins. Meðal ann- ara stórtíðinda, sem útvarpað hef- ir verið, var í fyrrakvöld sagt frá því, að flest gift hjón á Skeiðun- um hefði farið í útreiðartúr og skoðað sauðnautin í Gunnarsholti. Vestri fór í gærmorgun frá Ayr áleiðis til Spánar. Landhelgisgæslan. Ægir liggur hjer ■ til viðgerðar. Fylla liggur hjer. Þór er að veiða síld. Óðinn er að mæla dýpi á Ilúnaflóa. Út- lendu síldveiðiskipin maka krók- inn í la.ndhelgi. Ekipaferðir. Esja fór í strand- ferð í gærkvöldi, vestur og norð- ur um land. — Gullfoss fór til útlanda í gærkvöldi. — Goðafoss fór frá Hull í gær og Brúarfoss frá Kaupmannahöfn. — Dronning Alexandrine og Botnía koma frá útlöndum í dag. Frentsmiðjupúkinn náði sjer niðri á Morgunblaðinu í gær. Hann ljet sjer ekki nægja staf- villu heldur sneri hann alveg við tilvitnuninni, „Brennið þið vitar“ og bjó til úr því^,Blásið þið vind- ar“ og þessu laumaði hann svo lagiega inn, að það fór fram hjá öllum, þangað til biaðið var full- prentað. . Og svo var hann þá kátur, að hann hljóp í Alþýðublað íð í gær eins og sá vondi í svínin forðum. Frjettist, þar seinast til hans. Þingfrjettir „Tímans“. Tíminn kom út í gær og eru 17 línur helg- aðar Alþingi. Þar segir meðal ann- ars svo: „Forsetar sömu og í fyrra, að öðru leyti en því, að Ingvar Pálmason er nú 2. varafor- seti í Efri deild í-stað Jóns Bald- vinssonar og Páll Hermaúnsson 2. varaforseti“. — Eftir þessu að dæma hefir afturhaldið þurft tvo tii að fylia sæti Jóns Baldvins- sonar. Morgtinblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Býrtíðaruppbctin. Stjórnin hefir lagt fyrir Alþingi þingsályktunar tillögu um, að , embættismönnum og starfsmönnum ríkisins skuli greidd sama dýrtíðarupphót í ár og síðastliðið ár (þ. e. 40%). Fylgist vel með! Við fjárlaga- umræðumar á þingi kom í ljós, að íjármálaráðherrann (Tr. Þ.) hafði ekki hugmynd um, að reikningur Landsbankans fyrir síðastl. ár væri kominn út og þó er reikning ur þessi kominn út fyrir háifum mánuði eða þrem vikum. Ekki er að furða þótt ýmislegt korni á afturfótunum hjá stjórninni í fjármálunum, þegar svona vel er fylgst með! Snjóflóð urðu mörg í janúar- Nýkomin allskonar álni Versl. ¥aM- Klapparstig 29. selur nýmjolk, rjóma, skyr. (smjör, lækkað verð). Týsgötu 1. Sími 1287. Vesturgötu 17. Sími 864. BMaeioendur * 00 Bifreiðastlúrar. Höfam fengið nýtískn ðhðld fil að sjóða f dekk og slönynr, öll vinna iramkvæmd af faomanni. Goodrich viðgeriarstBðin Tryggvagðtn. Hótel Skjaidbreið. Miðdagur á 2,25. Súpa Printaniera. Flæskesteg m. Rabarbar Compart. Rombudding m. Flödeskum. Þriggja manna hljómsveit frá 3% til 5 og 9 til 11 y2. DANS. mánuði og ollu miklum skemdum á símalínum. Aðfaranót-t 22. jan. tók snjóflóð 4 símastaura á Lág- heiði milli Ólafsfja.rðar og Fljóta og sömu nótt tók snjóflóð 4 staura í Kálfsárdal, upp úr Ólafsfirði. Þá fjell snjóflóð um daginn í Saur adal, milli Súðavíkur og Arnardals og tók 8 staura. Tvö snjóflóð fjellu sama dag á Snæfjallaströnd og brutu 7 staura hvort. Hinn 24. fjell snjóflóð úr Tllvið(ral|inúk við Siglufjarðarskarð, braut 40 staura og sópaði burtu símanum á 2 kíiómetra SA7æði. Sa,ma dag fjell snjófíóð í Hnífsdal og einnig 25. og tók 6 staura. (Eftir „Veðr- áttunni1 ‘).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.