Morgunblaðið - 23.08.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.08.1931, Qupperneq 3
3 ris | ^ftor0mtkla£t$ utfl.: SLt. Arvaknr, tjavlk kltatjörar: Jön Kjartanaaoa. Valtjr ðtnfánuon. aitatjörn o* afKrclVala: = ▲uaturatrntl 1. — Wal (00. = tuclýalnKaatjörl: U. Hafbarc. = áucltalncaakrifatofa: ~ Auaturatrntl 17. — Blml 700. — i SCalaaaalaaar: = Jön Kjartanaaon nr. 741. s Valtýr Stef&naaon nr. 1110. = H. Hafberc nr. 770. ~ iakrlft&cjald: = Innanlanda kr. 2.00 4 aaknutn. = Utanlanda kr. 1.50 á aaánnBl. s t lauaaaölu 10 aura elntaklO. = 3g 10 aura aaeO Leabök. n illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllrnl Barðinn. Vonlítið að hann náist út. Skipið stingst fram af skerinu. í blaðinu í gær var frá því skýrt •að tvö skip voru í fyrrakvöld kom- in á vettvang til þess að reyna að bjarga Barðanum af Þjótnum, hafnarbáturinn Magni og togarinn ;,Öyllir.“ Br hafnarbáturinn Magni kom að Þjótnum kl. að ganga sjö á föstudagskvöld, voru skipverjar af Barðanum a.llir í skipsbátun- um, og höfðu verið það um hríð, því þá var togarinn farinn að hallast svo mikið á skerinu, og kominn svo mikill sjór í hann, að búast mátti við því, að hann kynni að sökkva. skyndilega. Var nú tekið til óspiltra mál- anna að dæla úr togaranum. Tókst þá að dæla úr ríestarrúminu, en Magni liafði ekki við að dæla úr. vjelarrúminu. Um miðnætti á laugardagsnótt var gerg tilraun til þess að draga togarann af skerinu. Var sín drátt- -artaugin sett í hvort skipið, Magna ug Gyllir. Bn Barðinn bifaðist ækki. Aftari helmingur Barðans vai' á skerinu, en framendinn stóð fram af því. Er hætt var tilraunum þessum, var haldið áfram að dæla úr skip- inu. En nú höfðu dælurnar ekki ’við, skipið fyltist af sjó, og va-rð jþá svo fram þungt, að klukkan að ganga þrjú um nóttina, stakkst það fram af skerinu, svo stefni þess stendur í botni, en afturend- ann upp úr sjó. Gyllir sneri nú til Reykjavíkur, «611 Magni kom ekki fyr en kl. 8 :í gærmorgun, og þá með skipshöfn Barða.ns, nema skipstjóra og vjel- stjóra. Þeir komu síðar með vjel- ibát. Er skipVerjar af Barðanum fóru ií bátana, tóku þeir allan farangur ;sinn með sjer. En veiðarfæri skips- iins voru ekki tekin, sakir þess, 'Að allir bjuggust þá við því, að skipið næðist út, ^ Sker þetta, Þjóturinn, sem Barðinn strandaði á, er, að sögn 3 klettahnjótar, svo sem mótorbáts- leiigd hver. A skeri þessu brýt- ur altaf, nema þegar sjór er lá- dauður, eins.og liann yar í þetta sinn. Ba.rðinn var smíðaður { Eng- landi árið 1913; 416 smálestir að stærð. Eigendur h.f.- Heimir hjer í Reykjavík. Með veiðarfærum og afla var skipið vátrygt fyrir kr. ■270.000. Farið hefir verið fram á, að Ægir kæmi á vettvang í dag, til þess að athugað yrði enn hvorí nokkur von sje til þess að ná skip- ánu út. MORGUNBLAÐIÐ Þm tíðindi. FiíraakalOgin 1929. NefndaráUt Jáns Þorlákssonar. „— Eftir fjárlögunum fyrir 1929 voru veittar útgjaldaheim- ildir í 7. til 20. gr., að uppliæð samtals kr. 10850957.92. Eftir frv. stjórnarinnar til laga um samþykt á landsreikningnum fyrir 1929 hafa gjöldin orðið alls á því ári rúmar 17 milj. kr., og þar við mun mega bæta rúml. 1 milj. kr., sem greidd var úr ríkissjóði á árinu 1929, en stjórnin hefir ekki viljað telja með gjöldum þess árs. Eyðsl- an umfram gjaldaáætlun fjárlag- anna nemur því á þessu ári yfir 7 milj. kr. Af þeirri fúlgu er í fyrir- liggjandi frv. til fjáraukalaga leit- að heimildar fyrir kr. 2128758.39. Það virðist vera brýn ástæða til að athuga, hvört eigi muni þurfa að leita lieimilda fyrir einhverju af þeim nál. 5 milj. kr., sem eyðst hafa umfrarn þetta (eða nál. 4 milj. kr., ef farið er eftir reikn-' ingsfrv. stjómarinnar), en frv. kom svo seint til nefndarinnar, að enginn tími er til að vinna þa.ð verk nú, svo í nokkru lagi sje. En af þessu virðist þó mega ráða, að þær venjur, sem fylgt er um samn- ingu fjáraukalaga, þurfi að breyt- ast. Minni hlutinn hefir nú veitt því eftirtekt, að í frv. íelast nokkraa- upphæðir, sem greiddar hafa vefið úr ríkissjóði, en eftir athugasemd- um yfirskoðunarmanna landsreikn- inganna. þykir alls óvíst, hvort rjett sje að samþykkja. Þykir rjett a.ð gera grein fyrir hjer að lútandi athugasemdum endurskoðenda, og er það jafnframt greinargerð fyrir eftirfarandi brtt. Í. Atbugáscrnd endurskoðenda nr. 13 hljóðar svo: ,,Meðal gjalda í 11. A. 4. eru taldar 398 kr., sem greiddar hafa verið vikublaðinu „Tíminn‘ * fyrir að birta dóm í máli gegn Jóh. Jó- hannessyni bæjarfógeta. Yfirskoð- unarmenn þekkja þess ekki dæmi, að slíkur kostnaður hafi verið greiddur úr ríkissjóði“. Svgr ráðh. við þessarí aths. hefir yfirskoðunarmönnum ekki þótt fullnægjandi, því þeir gera svo- felda tillögu til úrskurðar um þetta atriði: „Athugasemdin átelur hlutdræga notkun ríkisfjár, og er til aðvör- Unar framvegis' ‘. Þykir minni hl. samkvæmt þessu ekki ástæða til að samþykkja slíka fjárnotkun, og ber fram brtt. þar að lútandi. 2. Aths. ®endurskoðenda nr. 18 hljóðar svo: „í 11. gr. B. 5. eru færðar til gjalda kr. 9450.00 fyrir „Útdrátt nokkurra mála“. Yfirskoðunar- menn óska skýringar á þessum ilið“. í stað tillögu um úrskurð út af þessu, segja yfirskoðunarmenn: „Svarið er ófullnægjandi og því er ekki unt að gera till. til úr- skuirðar1 ‘. Minni hl. virðist ekki rjett að samþykkja gjaldaliðinn, meðan yf- irskoðunarmenn sjá sjer ekki fært að gera tillögu um úrskurð. 3. Athugasemd endurskoðenda nr. 23 ldjóðar svo: „í 14. gr. B. XTV. 3. eru veittar 20000 kr. til þess að reisa nýja hjeraðsskóla í sveitum, en eyðst liafa á þessum lið ltr. 137458.45, eða. nærri 7 sinnum meira en þing- ið ætlaðist til, og hefir öll þessi upphæð farið til Laugarvatnsskól- ans. Um leið og yfirskoðunarmenn leiða athygli að þessari miklu um- frameyðslu, spyrjast þeir fyrir um, hvaðan fje það hafi komið, sem lögum samkvæmt á að koma móti, og hvorí það sje þegar greitt“. Úrskurðartillagan hljóðar þann- ig; — „Reikningar yfir byggingar- kostnað Laugarvatnsskóla fyrir ár- ið 1928 og 1929 eru svo ógreini- legir, a.ð yfirskoðunarmenn verða að óska þess, að einn heildarreikn- ingur yfir allan byggingarkostnað- inn frá byrjun til ársloka 1930 verði búinn til af fagmanni á því sviði og hann síðan lagður fyrir yfirskoðunarmenn. Till. til úrskurð ar verður því sú, að heildarreikn- ingur yfir kostnað af byggingu Laugarvatnsskóla frá byrjun til ársloka 1930 verði saminn og lagð- ur fyrir yfirskoðunarmenn LR 1930“. Með þessu fresta yfirskoðunar- menn því til næsta árs að gera úrskurðartillögu að efni til um þennan lið, og þykir ekki rjett að samþykkja aukafjárveitingu fyrir liðnum meðan svo stendur. Ymsar fleiri athugasemdir og úrskurðartillögur yfirskoðunar- manna gefa fult tilefni til þess að bera fram brtt. við frv. þetta, en jeg læt hjer við sitja að svo stöddu og áskil mjer að bera fram frekari till. um breytingar við 3. umr.“. Flutti J. Þorl. því næst brít. um að fella burt úr frv. þá þrjá liði, er hann nefnir sjerstaklega í nefndaráliti sínu, en stjórnarliðið feldi þær allar. Frá umræðum um lands- rulknlng ng fjðrauka- Iðg 1929. Eins og skýrt vax frá í blaðinu í gær, lýsti Jón Baldvinsson því yfir eftir fundarhlje í Ed. á föstu- daginn, að hann mundi ekki taka .þátt í atkvæðagreiðslu um fjár- aukalögin og landsreikninginn 1929. Hann sjálfur liafði áður lýst því yfir, að hann mundi hvorugt samþykkja, og flokksbræður hans i Nd. höfðu lýst yfir að hvorí tveggja væri rangt og greitt atkv. á móti báðum þessum frv. Þegar Jón B. hafði sagt fram játningu sína, kvaddi Pjetur Magn ússon sjer hljóðs. Vítti mjög alvar- lega þá smán og spillingu, að þingmenn gengi kaupum og sölum. Sagði hann að allir vissu, að J. B. hefði verið „keyptur“ til að samþykkja rangan reikning, keypt ur fyrir fríðindi til handa flokki sínum (eða flokksmönnum). Þegar slík verslun færi fram um fje og hagsmuni ríkisins ættu fulltrúamir fullan rjett á að vita hverju ríkið væri látið fórna. Krafðist hann skýrslu um þetta, og kvaðst hafa því fyllri ástæðu til þess, sem full- víst mundi að hjer væri ekki um smáræði að ræða. Sagðist hann þá um daginn hafa spurt einn þing- mann í flokki stjórnarinnar, hvort Jón Setti sig dýrt. Hefði sá svar- a-ð: „Það held jeg sumum þyki*. Mætti nú geta nærri að brögð væru að, er slíkum blöskraði. Að lokum sagði Ihann, að það væri þingmanninum hin mesta skömm, að leggja samþykki sitt á það, sem hann vissi að væri ekki eina.sta rangt, heldur stórlega sak- næmt. En fullkomin þjóðarskömm værj það, að hafa ríkisstjórn, er gæfi út þannig landsreikning, a® samviskusamir menn gætu ekki greitt honum atkvæði. Eftir þessa ræðu setti þingdeild- armenn hljóða um stund. En síðan kvaddi sjer hljóðs Jón Þorláksson. Gerði hann fyrst grein fýrir at- hugasemdum og breytingatillögum þeim, er hann sem fjárhagsnefnd- armaður gerði við þessi frv. í á- litsskjölum minnihlutans. — Þau þingskjöl eru birt hjer á undan. Þá sneri hann máli sínu að kaup unum á Jóni. Sagði hann að vitan- lega hefðu allir þm. Alþýðuflokks- ins vitað að landsreikningurinn var rangur og einnig fjárauka- lögin, og með þeim rökstuðningi hefðu þeir allir lýst yfir, að þeir mundu greiða atkvæði móti hvoru tveggja. Hefðu og flokksmenn Jóns í Nd. efnt það. Þyrfti ekki um það að deila að kaup hefðu farið fram á þann hátt sem 4. landkjörinn hefði lýst. En verslun þessi væri þó alls ekki óvænt. Olluim væri kunnugt, að þau fjármálaafbrot, sem stjórn- in nú leitaði syndakvittunar fyr- ir hjá þinginu, hefði hún drýgt í trausti þingflokks sósíalista. Jón Baldvinsson bæri því siðferðilega ábyrgð á meðferð stjórnarinnar á ríkisfje undanfarin ár. Finska útgerðin fyrir norðan og viðskifti við Finna. Siglufirði, 22. ágúst.. FB. Finskur botnvörpungur, sem Elfving konsúll á, kom hingað inn í gær og fór heimleiðis í gærkvöldi. Keypti hann hjer afla nokkurra vjelbáta, þorsk, ýsu og annað til ísunar. Mundi hann að sögn hafa keypt. lijer og inn með Eyjafirði fullfermi, ef fengist hefðu ívilnan- ir á liafnaigjöldum, en hann átti að greiða full gjöld í hverí sinn og liann kæmi í höfn. Hefir mönnum mislíkað þetta, því Elfving borgaði 10 aura kílóið með haus og er það nærri því helmingi hærra verð en kaupendur hjer greiða, auk þess sem næstum því ógerlegt, er að selja fisk nú. -— Móðurskip Elf- vingsútgerðarinnar. Petsamo, hefir frystivjelar, og hefir þegar keypt um 60 smálestir af fiski úti á mið- um, en gat tekið um 500 smálestir. — Nokkrar stúlkur hjeðan rjeðust á skip þetta liðlega vikutíma, til að kenna sjerverkun síldar. Komu þær á land í gær og ljetu ágætlega af aðbúnaði á skipinu. Fengu þær 120 krónur í kaup hver. Elfving hefir mikinn áhuga fyrir viðskifa- sambandi Finna og íslendinga. — Tók hann hjer nokkra sekki síldar- mjöls til reynslu. Ef síldarmjölið reynist vel, ráðgerir hann að kaupa á næsta ári 500 smálestir. Einnig vill ha.nn kaupa á næsta ári fisk til útflutnings í ís, en telur kostnaðinn ókleifan, vegna hinna háu hafnargjalda. Mun í ráði hjer að skora á stjómina að veita undanþágu, ef samningar takast að öðru leyti. — Elfving hefir saltað um 30.000 tunnur. Hámubrunl á Spitsbergen Svíanáman, svokallaða, hefir verið að brenna í 6 ár. Karl Sidenvall. skrifstofustjóri í verslunarráðuneyti Svía var sendur til Spitsbergen í sumar til þess að rannsaka. hina svoköll- uðu Svíanámu, sem hefir verið að brenna í^6 ár. Segir hann, að alt útlit sje fyrir að eldurinn fari nú að slokkna. Þó er það ekki alveg víst. Enginn reykur kemur leng- ur upp úr námunni, aðeins gafa.. Þrátt fyrir þennan mikla bruna, eru þó eftir miljónir smálesta af kolum í námunni. Segir Sidenvall, að engin hætta sje á því, að öll þau ósköp af kolum geti brunnið upp niðri í jörðinni. Ekki er búist við því, að byrjað verði á kolagrefti þarna. fyrst um sinn, vegna þess að kolin verða of dýr. Það kostar eins mikið að brjóta þau, eins og verðið er nú á enskum kolum, en svo bætist þar við mikill flutningskostnaður. Aftur á móti eru Rússar byrj- aðir að starfrækja kolanámu, sem þeir eiga á Spitsbergen. — Yora sendir þangað menn í sumar og eiga þeir að brjóta kolin. En þar er erfitt um vik, því að engar liafskipabyrggjur eru þar og verð- ur annað hvort að skipa. kolunum út á bátum, eða renna þeim á streng út í flutningaskipin. En hvað gerir það til — Rússar hafa nógan og ódýran vinnukraft. , , , •" I m "^1 .1 Breskur ráðherrafundur. London 22. ágúst. United Press. FB. Ráðherrafundur liófst í morgun, að afloknum löngum umræðum milli MacDonalds og Snowdens annars vegar, en leiðtoga íhalds- fíokksins og frjálslynda flokksins hins vegar. Atvinnuleysið í Þýskalandi. Berlín 22. ágúst. United Press. FB. Tala. atvinnuleysingja í landinu, sem komst niður fyrir fjórar milj. í júlí var þann 15. ágúst komin upp í 4.104.000, sumpart vegna fjárhagsástandsins í landinu, en sumpart vegna þess að bændur hafa aftur fækkað við sig verka- fólki. Útvarpið. Mánudag: Kl. 19.30 Veðurfregn- ir. Kl. 20,30 Hljómleikar. Alþýðu- lög. Kl. 20,45 Þingfrjettir. Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21,25 Grammófónhljómleikar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.