Morgunblaðið - 06.09.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1931, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Frá Reykholti. Eiítt fjósið til. Ferðamenn nokkrir komn að Reykh.olti í Borgarfirði í snmar og báðust þess, að mega líta á hin frægu mannvirki, sem þar hafa vakið eftirtekt og aðdáun lands- lýðsins á síðustu árum. Prestur staðarins tók við þeim hið besta, og var þeim fyrst sýnt fjósið, sem „rann inn í“ skólann. Þar var margt merkilegt að sjá, en einna minstar af herbergjunum voru kenslustofumar; íbúðarherbergin höfðu nemendur skírt ýmsum við- eigandi nöfnum til þess að halda uppi sögu hússins, minnugir þess, a.ð Reykholt er gamall og frægur sögustaður. Hjet eitt herbergið bolabás, annað Kálfatjöm o. s. frv. Höfðu mannvirkin afarmikil áhrif á gestina, svo að þeir gátu eigi orða bundist, og þótti sumum húsa meisari ríkisins vera. illa fjarri góðu gamni, og óskuðu þess, að haún væri þar kominn til að heyra ótvíræð orð þeirra um völundar- smíð hans og sjálfan hann. Þegar því var lokið, að skoða „skóla.nn“, heyrðu gestimir, sem höfðu minst eitthvað á fjós, meðan á skoðun- inni stóð, að húsameistari væri ekki alveg af baki dottinn eða gugnað- ur við að reisa fjós í Reykholti; hefði hann gert lokatilraun að koma upp hæfilegri vistarvem fyr- ir þessi nytsömu dýr, og skyldi hún bæði vera þeim samboðin og jafnframt veita þeim nokkra ment- un. Komumönnum þótti þetta vel hugsað og vera mjög í skólaanda hinnar ágætu stjóma.r vorrar, og fóra nú allir með klerki frá fjós- skólanum að skóla-fjósinu. Yonir þeirra um, að það myndi vera eitt- livað framlegt, bragðust ekki. Til þess að komast inn til sín, verða kýmar fyrst að ganga. gegnum hesthús eftir flór meðfram röð af hestum, sem snúa baki að þeim. Er þá viðbúið, að þær fái eitt „drag“, ef þær kunna sig ekki og „promenera“ ekki alveg eftir kúnstarinnar reglum. Þegar inn úr þessum hreinsunareldi er komið, ta.ka víð aðrir erfiðleikar. Þurfa þá kýraar að yfirstíga tvær tröpp- ur, áður en þær komast lengra á- fram. í hesthúsinu voru fyrir yfir- fjósameistari stjóraarinnar og drengur nokkur af öðru sauðahúsi, og var fjósameistari spurður, hvort kiinum tyrði aJdrei hált á þessum troppum, en írann kváo nei við því. Þá gall við hinn efnilegi ung- lingur, sem var í fylgd (suite) fjósameistara: „0, komið hefir það nú fyrir“. Pjósameistari þagði, og enginn annar skifti sjer heldur af þessum þvættingj í stráknum. Gest únum var nú sýnt, að þega.r inn fyrir tröppurnar er komið, verða kýmar að skifta sjer til beggja hííða feínS og Íeikfimisflokkúr og fara síðast öfugar eða aftur á bak, til þess að komast á básana. — Gleymst hafði að setja einktmnar- arð yfir fjósdyraar, eða rjettara sagt hesthúsdyrnar, og datt gest- unum í hug, að þar gæti staðið með gullnu letri: Res severa ver- um gaudium (þ. e. hin sanna gleði er að sigrast á erfiðleikum), en eigi hafði neinn orð á því. Aftur á móti var rætt um, hvort skilyrð- in fyrir inntöku í skólafjósið myndu ekki vera full hörð fyrir kýmar, og kom í ljós í umræðún- Sfðastl dagnr útsölnnnar ■ er á morgnn,er því síðasta tæklfæri til að fáokkar þektn REGNFRAKKA með30%afslatti, MATROSAFÖT með 30% afslattl. - VETRARKÁPDR nndir hálfvirði, aUa BÚTA fyrir litiö verð og marg, margt fleira með gjafverði Notið tækifærið til að gera góð kaup. um, að bændur í Borgarfirði teldu sínar kýr yfirieitt ekki hafa mikla undirstöðumentun til þess að kom- ast slysalaust inn í jafnmarg- brotið fjós. Málið varð ekki útrætt, því að gestimir höfðu nauman tíma og fóra að búast til brott- fa.rar. í hesthúsinu stóð hestur á bás, rjett framan við tröppuraar, einn af prófdómendunum yfir kún- um. Þegar komumenn gengu fram hjá honum, kallaði piltur sá, sem áður er getið, til þeirra: „Varið ykkur á honum, Ihann er slægur!“ Spilti þessi athugasemd tíl fulls hinni alvarlegu „stemningu", sem gestirair höfðu verið í frarn að þessu, og skildu þeir við Reykholt í alt annað en hátíðlegu skapi. Olvmpsleikarnir. Á surnri kóinanda fara fram X. Olympsleikarair, og eru þeir háðir í Los Angeles í Californíu dagana 30. júlí tíl 14. ágúst, eða í hálfan mánuð. Myndin hjer að ofan er hið opinbera tákn þessara leika, og er það gert af Julio Kilenyi, fræg- um amerískum myndhöggvara og teiknara. Hann hefir til að mynda gert minnispeninga þeirra Lind- bergs, Byrd, Edisons og fleiri frægra manna. Myndin táknar sendiboða, er Grikkir sendu forð- um borg úr borg til þfess að kalla íþróttamenn til ölympsleikanna irægu. Hjonaband. í gær voru gefin saírian í hjónaband frk. Sigríður Pjetursdóttir Ingimundarsonar og Brynjólfur Dagsson stud. med. frá Gaulverjabæ. Síra Friðrik Hall- grímsson gaf þau saman. Tilkynning. Vefnaðarvöru, gler og búsáhaldaverslanir í Reykjavík, hafa vegna sívaxandi gjafabeiðna til hlutavelta og fyrirsjanlep-ra örðugra tíma framundan, komið sjer saman um að sinna ekki fleiri slíkum beiðnum, og verður engin undantekning gerð þar á. Reykjavík, 5. september 1931 Skyndisöíutíðindi Útgefandi: H. Á. 1. árgangur. 6. september 1931. 1. tölublað. Nýjustu fregnir af skyndisölunni í Haraldarbúð. Næstu daga heldur skyndisalan áfram með sama fyrirkomu- lagi og áður, þó með þeirri breytingu, að nú verður afgreiðslan sett í svo gott horf, að verslunin verður opin allan daginn frá kl. 9—7, þrátt fyrir alt annriki. En síðastliðna viku hefir alls ekki verið hægt að komast hjá því að loka af og til um miðjan daginn, til að allir fengju sæmilega afgreiðslu, og gætu skoðað hið mikla vöruúrval, án þess að eiga /■að á hættu að troðast undir. Allar hinar fjölbreyttu og vönduðu vörur sem eru á boðstól- um, verða enn þá í nokkra daga seldar með sama lága verðinu, svo að þeir, sem þurfa að gera kaup, hafi ótal tækifæri til að fá fyrir títið verð það sem þá vantar, því kauupin má gera í öllum deildum verslunarinnar. Blaðið vill því ráðleggja öllum lesendum sínum, sem þurfa að skifta með vefnaðarvörU, fatnað og þess háttar vamig, að fara sem fyrst á áðurnefnda skyndisölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.