Morgunblaðið - 06.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 % ejumuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiimiiii — 1 SLí. ÁrvaS.ar. í.jaTíti g = il!U>Uðrar: Jðn KJarUucaeon. = Valtír JUtatiðrc gs afsrelSaia. = A.uat«ratr»tl 1. — Bl«al = A.u«lí«tn*aaU6rl: M. Hafbar*. || k.aslj'alnsaakrlfstola: H Auatur»tr®tl 17. — BlSttl 70ft = = tUlmaalaa&r: Jön KJartanaaon nr. T4I. Valtýr Stefánoaon nr. 1110. = SL Hafbers nr. 770. takrlf tasJald: Innanlands kr. 1.00 t aeánulu. = Ijtanlands kr. 1.50 á saánuM. = 3 7 Jausasðlu 10 aura sintakin. 10 aura *»•» I.esbði = niiiiililliililliiilllllllllllllllllllllliilillllllllllllliilliiiliiiiiiliir^ Hllsherjarverkialli u Barcelona lokið, Barcelona, 5. sept. JJnited Press. FB. Allsherjarverkfallinu er lok- ið. Vinna hefst í dag. Nantilns fnndinn? Oslo, 4. sept. United Press. FB. Ljós, sem menn eigi vita, hvernig á stendur, hafa sjest við Ekman Bay, og er bátur lagður af stað frá Longyear City til þess að komast að raun um, hvort Wilkins hafi lent þar. Þegar menn seinast vissu til Nautilus var hann í nánd við Wide Bay, en nú er talið fært milli Wilde Bay og Ekman Bay, og ætla menn því, að eigi sje útilokað, að Wilkins sje kominn þangað. Gæsluskipið Fridthjðf Nan- sen er farið frá Harstad að leita að Nautilus. Tromsö, 5- sept. United Press. FB. Veðurathugunarstoðin kveðst hafa haft samband við Nauti- lus í morgun. Alt í lagi á kaf- bátnum. Grænlandsdeilan. NRP. 4. sept. FB. Arne Sunde lögmaður var 1 gær útnefndur málflytjandi Noregs í Grænlandsdeilunni við Haagdómstólinn. Ákvörðunin um að fela honum að flytja málið var tekin á ráðuneytis- fundi. Lögfræðilegur ráðunaut- ur hans verður Kristeen Jo- hannessen, málflytjandi ríkis- stjórnarinnar. Ennfremur verða honum til aðstoðar þessir menn, sem allir eru sjerfróðir í þeim málum, sem hjer er um að ræða: Kolsrud hæstarjettar- dómari, Klaestad lögmaður og Hoel docent. Ennfremur hefir utanríkismálaráðuneytinu verið heimilað að útnefna fleiri sjer- fróða menn til aðstoðar, ef þörf krefur. — Fjáriði Brefa. London, 5. sept. United Press. FB. Snowden fjármálaráðherra flytur fjárlagaræðuna á fimtu- daginn. Kaupsýslumenn, búast við auknum skatti á tei, bjór, tóbaki og skemtunum. Þar sem samkomulag hefir nú náðst inn an stjórnarinnar um fjárhags- málin, er búist við, að þing verði rofið, þá er það hefir af- greitt sparnaðarmálin ,og nýj- ar kosningar fari fram fyrir októberlok. íhaldsmenn munu leggja áherslu á, að kosningar fari fram bráðlega. Hvar eru siððirnir? Einhver ákaflega grannvitur og framlileypinn ,,Framsóknar‘ ‘ -mað- ur skrifar nýlega i „Tímann' ‘ um það, að hæjarstjóm Reykjavík- ur og Bretastjórn hafi engum sjóðum safnað á undanförnum ár- um — og þvi sje ekki nema eðli- legt að ,,Fra.msóknarstjórnin“ hafi hleypt ríkissjóðnum í sökkvandi skuldir. Út af satmanburðinum sem þessi skriffinnur gerir á ríkissjóði og bæjarsjóði Reykja-víkurbæjar, er rjett að spyrja hann á hvaða tekju liðum bæjarins tekjurnar hafi á undanförnum árum farið fram úr áætlun? Þegar hann er búinn að átta sig á því, að umframtekjur bæjarins liafa engar verið, en rík- issjóðstekjumar farið milii 5 og 10 miljónir á ári fram úr fjárlaga áætlun, en hver einasti eyrir um- framtekjanna hefir eyðst ja.fnóð- um og annað eins verið tekið að láni, þá kann að vera, að hann sjái, að hjer er nokkuð ölíku sam- an að jafna. Þá er rjett að spyrja þenna græðikvist á ,,Framsóknar‘ ‘ -stofn- inum að því, á hvem hátt „góðær- ið“ hafi lýst sjer í Engiandi síð- ustu árin, síðan mikill hluti af ríkistekjunum hefir farið í það að borga verkafólki kaup, setm: ekkert vinnur, ekkert fær að gera? Hann talar um, að éinn ákveðinn Sjálfstæðismaður nenni ekki að lesa erlend blöð. En ef greinarhöf. Tímans hefir lesið það út úr ensk- um blöðum, að þar hafi ríkt góð- æri undanfarin ár, þá hefir liann áreiðanlega iesið hin erlendu blöð álíka vel eins og viss persóna heil- aga ritningu. Því vart mun þetta heimahaga- fión, sem í Tímann ritar, halda að það hafi riokkur veruleg áhrif á afkomu hins breska ríkissjóðs, þó vel veiðist á Selvogsbanka, og fisk ui seljist við sæmilegu verði á Spáni. En enginn skal fortaka neitt í því, hve langt fáfræðin getur teymt Tímann á eyrum hinnar heimabökuðu „Framsóknar1 ‘ - flónsku. 250 ðra pamait sklð!. Fyrir skömmu fanst skíði hjá Övrebo á Vestur-Ögðum í Noregi. Telja fornfræðingar að þáð muni vera 2500 ára gamalt. En það vekur mestu furðu, því að skíðið er að lögirn ósköp svipað þeim skíðum, sem nú eru talin best og mestu skíðagarpar taka fram yfir önnur. Er það því mjög ólíkt þeim skíðum, sem áður hafa fundist, og geymd eru í fomgripasöfnum í Noregi og Svíþjóð, því að þau eru flest mjög klumpsleg. En þessi skíði hafa verið með fallegri og góðri beygju, og mjög rennileg. Þykir það merkilegt að svo vönd- uð skíði skuli hafa verið til í Noregi fyrir 2500 árum. LaufllælMir sækir um lausn. Guðmundur Björnson, landlækn- ir hefir nýskeð sótt um lausn frá embætti sínu vegna vanheilsu. — Hafði þingið ákveðið að hann haldi framvegis fullum launum. Varð enginn ágreiningur um það, enda sjálfsagt eftir öllurn atvik- um. Hefir hann nú gegnt land- læknisembættinu í 25 ár, og breytt mörgu til batnaðar við það sem áður va.r. Það er ekki heiglum hent að gegna landlæknisstörfum svo vel sje, því svo má heita að stjórn flestra heilbrigðismála hvíli á land- lækni einum, og auk þess sem hann er ráðanautur stjórnarinnar, þarf hann að geta liaft góða samvinnu við lækna og almenning. Til alls þessa þarf fjölbreytta þekkingu, mikla stefnufestu og enn meiri lipurð. tíuðrn. Björnson var ált þetta gefið flestum framar, enda hefir iiann notið mikils trausts, bæði hjá læknumi og almenningi. Þa.ð gleður eflaust marga kunn- ingja hans að heyra, að nú er heilsa hans allgóð. Er hann dag- lega á fótum, les margt og ræðir við komumenn um alla heima og geima, með sama fjöri og góðu greind og fyrrum. Ef vel hefði átt að vera, hefð- um vjer nú átt að fá rækilega sjernaentaðan mann í hans stað, sjerstaklega í heilsnfræði. Því mið- ur er þar ekki mörgum á að skipa, að unda.nteknum dr. Skúla Guð- jónssyni og dósent Níels DungaL Þó hefir Steingriimur Matthíasson gengið á all-langt námsskeið í þeim fræðum í Englandi. Það er bótiu, að nú þarf líklega ekki um annað að spyrja en íhverju megim. maður- inn sje í pólitíkinni. Da$b&, I. O. O. F. 3 EEE 113978 = Veðrið í gær: Hæg N-gola og heiðríkja um mestan hluta lands- ins. Aðeins á NA-landi er skýjað loft en úrkomulaust. Hiti er yfir- leitt 10—12 stig um alt land. Lítur xit fyrir að góðviðrið haldist ó- breytt á morgun. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hæg N-gola. Ljettskýjað. Ugluhreiður. Frá Eyrarbakka er blaðinu skrifað: Ska.mt austan við Óseyrames, í deiglumýri, milli tveggja þúfna, fann Einar Einars- son bílstjóri frá Grund á Eyrar- bakka, hreiður eitt með ungum í, er reyndist að vera ugluhreiður. Ungarnir voru fimm, og mjög misstórir, er virtist benda til þess, að óvenjulega la.ngur tími liefði liðið frá því hinn fyrsti og þar til hinn síðasti skreið úr eggi. — Ungamóðirin var í nánd við lxreiðrið, og var Einar í engnm efa um, að þarna var einhver uglu- tegund. Nokkru síðar sá Einar karlfuglinn, er var þa.r kominn til aðdrátta að lireiðrinu. Af leif- um þeim, sem hann sá við hreiðrið, var auðsjeð, að ungarnir voru fóðr- aðir á smáfuglum, fugiaungum og músum. Oft komi Einar að hreiðr- inu. Virtist honum ungarnir vera fremur seinþroska. Voru þéir ein- att. á rjátli nálægt hreiðrinu undir umsjón foreldranna, er anðsjáan- lega ljetu sjer mjög ant um þá. Áttn uglurnar í sífeldum erjum við aðra fugla, er gera vildu að- súg að ungunum, og er krían í Fyrirliggfandi: Bonny Girl Dumer Sweat June assortment Choeolate Assorted Toffee Toffe. Eggert Krlstjánsson & Co. þeim erjum sjerlega aðgangsfrek. Um þ. 20. ágúst, voru ungarnir ekki fleygir. Nafnlausar greinar. Menn, sem senda Morgnnblaðinu greinar til birtingar, ættu að gera sjer það að reglu, að láta nafns síns getið. Oft og einatt er alls ekki gerlegt að hirta greinarnar, er blaðið veit ekkert hvaðan þær em runnar, enda þótt þær að ýmsu leyti eigi erindi fyrir almenningssjónir. — Knattspymumót III. flokks hefst á íþróttavellinum kl. 2 í dag. Þá keppa Fram og K. R. Kl. 3 keppa Valur og Víkingur. Aðgangur ókeypis. jMinnisvajrði. í dag kl. 3, verður afhjúpaður í kirkjugarðinum minn- isvarði Þórdísar Ólafsdóttur. Hafa unglingastúkan „Unnur“ og St,. „Víkingur“ reist þenna varða til minnis nimi óeigingjamt og gott starf hinnar framliðnu fyrir þess- ar stúkur. Síra. Ámi Slgurðsson flytnr ræðn við þetta tækifæri. Fjelagar unglingastúkunnar „Unnnr“ eru beðnir að mæta í kirkjuga.rðinum við grafreit Þór- ! dísar Ólafsdóttur kl. 3 síðd. í dag. ingum og sjómensku, og hefir látið sig allra manna mest skifta öryggi sjómannastjettarinnar ís- lensku. Nú hefir hann tekið sam- an dálítið kver, sem heitir „Vasa bók sjómanna" og komið þar fyrir miklunj og fjölbreyttum fróðleik, sem sjómönnum má að haldi koma. Þurfa sjómenn og aðstandendur þeirra að ná í kver þetta og kynna sjer vel efni þess Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. 10x/2 árd. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4 síðd. og við steinbryggjuna kl. 7, ef veður leyfir. Hjálpræðissam- koma. kl. 8. Stabskapt. Árni M. Jóihannesson og frú hans stjórna. Lúðraflokkurinn og strengjasveit- in aðstoða. Allir velkomnir. Eggert Guðmundsson málari hef- ir málverkasýningu opna þessa dagana í Góðtemplarahúsinu. Forskóla fyrir tilvonandi nem- endur fyrsta bekkjar Mentaskól- ans og Gagnfræðaskóla Reykvík- inga hafa þeir G. Kr. Guðmimds- son og Björn Guðfinnsson stofnað og starfrækja hann í vetur frá 1. okt. til 15. júní sbr. augl. í blaðinu. Maraþorihlaupið. Prentvilla var í frásögninni um það í gær. MagrnTs Gnðbjömsson hljóp 40,2 km., en ekki 42 km. Garðyrkjusýning. í dag hefir garðyrkjufjelagið sýningu á garð- ávöxtnm í sýningarskála.num hjá Alþingishúsinu. Er hún opin kL 11—'8. í sambandi við sýninguna flytur Einar Helgason garðyrkju- fræðingur stutt erindi um garð- rækt kl. 1 og kl. 5. Inngangur kostar 50 aura. íþróttamót var háð í Viðey á sunnudaginn var. Gekst fyrir því íþróttafjelagið „Geysir“, sem mokkrir nngir menn í eynni hafa stofnað. Fjelag þetta er enn ungt og hefir ekki gengið í í. S. 1. enn, en mnn gera það bráðlega. Á þessu íþróttamóti var kept í spjótkasti, kúlnvarpi, hástökki, langstökki, 400 metra hlaupi, 100 metra hlaupi og 50 metra. bringn- sundi. Var synt frá bryggjunni og suður með eynni. Fræknastur varð á mótinu Gísli Kjærnested; honnm gekk næst Ólafur Magnns- son frá Mosfelli og þriðji var Jó- hann Jóhannesson. Frá Flngfjelaginu. Vikuna 23. til 20. ágúst flaug Álftin tvo daga síldarflug milli Hornstranda. og Melrakkasljettu. Mikil síld sást norður og aust.ur af Skaga, utar- lega á Haganesvík, milli Hjeðins- fjarðar og Ólafsfjarðar, suða.ustnr af Flatey og á Grímseyjarsundi. 1 þessari vikn var flogið yfir sama svæði og áður. Síld sást fyrir utan Hrísey og fyrir utan Gjögur. Mjög mikil síld sást á HiTpaflóa, austur a.f Reykjarfirði. Veður hefir verið mjög hagstætt og stilt, en skip teru nn sem óðast að hætta veiðum. Vasabók ajómanna. Svein- björn Egilson er, eins og öllnm er kunnugt, manna fróðastur um alt það, sem lýtur að sigl- Erling Krogh, hinn norski söngv- ari, er hjer hefir haldið tvær söng- skemtanir, heldnr hina þriðjn og síðustu söngskemtun í dag. Fyrsta hlutavelta á þessu haustí hefst kl. 4 í dag í Góðtemplara- húsinu. Er það hlutavelta stúknnn- ar Verðandi. Þar verðnr eins og sjá má í auglýsingu hjer í blað- inu, fjöldi góðra muna. Til dæmis saumavjel, 200 króna virði. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. — Auglýsingar kvik- myndahúsanna ern á 4. síðu. Útvarpið. 1 dag kl. 10 Messa í Dómkirkjunni (Síra Bjami Jóns- on). Kl. 15,30—16,30 Hljómleikar frá Hótel Borg. Kl. 19,30 Veður- fregnir. Kl. 20 Grammófónhljóm- leikar (Hljómsveit). Kl. 20,30 Er- indi: Um Knut Hanisun (Sigurður Skiílason, magister). Kl. 20.50 Óá- kveðið. Kl. 21 Veðurspá og frjett- ir. Kl. 21,25 Dansmúsík. Á morgun kl. 19,30 Veðurfregn- ir. Kl. 20.30 Hljómleikar (Þór. Gnðmundsson, K. Mattliíasson, Þ. Árnason, E. Th.). Alþýðulög. Kl. 20,45 Grammófónhljóml. (Glunt- arnir). Kl. 21 Veðmspá og frjettir. Kl. 21,25 Grammófónhljómleikar (RiTssn. kvartett). Tollasambandið úrskurðað ólöglegt. Haag, 5. sept. United Press. FB. Alþjóðadómstóllinn hefir með 8 atkvæðum gegn 7 úrskurðað, að þýsk-austurrískt tollbanda- lag geti ekki samrýmst Genfar- samþyktinni frá árinu 1922, enda þótt það geti talist sam- rýmanlegt friðarsamningunum. ^ „---------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.