Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 7
M0KGU NBLAÐIÐ 7 Dansskóli SigurSar Guðmundssonar & Fríður Guðmundsdóttur ibyrjar mánudáginn 5. okt. í Iðnó. Fyrir smábörn kl. 4, stærri börn M. 5, byrjendur kl. 7y2. Þeir, sem lengra eru komnir frá kl. 9—11. Kendir allir nýtísku dansar. Nánari upplýsingar í síma 1278. Vetrarkápnr S stóru og ódýru úrvali. Fæ sendingu með hverri skipsferð. Sig. Gnðmnndsson, Þingholtsstræti 1. Af hverjn stafar atvinnnleysi ? ■ Um fátt er mönnum eins tíð- xætt í Englandi og atvinnuleysið. Vig kosningarnar þykjast allir geta ráðið bót á því, en það stend- ur á sama hver með völdin fer, atvinnuleysið helst ár eftir ár og ágerist jafnvel stórum síðustu árin meðan jafnaðarmenn sitja við stýrið. Þrátt fyrir öll stóru orðin tekst þeim síst betur en hinum. Eins og liunnugt er hafa Eng- lendingar látið þá hafa styrk, sem ■atvinnulausir eru, í þeirri von að þetta væri til bráðabirgða. Stórfje hefir verið varið til Jiessa en alt af versnar ástandið og sjá nú flestir að þetta mun engin leið út úr atvinnuvandræðunum, enda leyfi fjárliagurinn ekki slíkar byrðai- til langframa. Allir flokkar vilja nú grípa til nýrra ráða en enginn 'hefir treyst sjer t.il þess, 'því styrkþegar ráða yfir svo mörg- um atkvæðum, að þeir geta velt hverri stjóm sem er Eins og geta má nærri liefir margt verið ritað og rætt í lönd- tmuin um orsakir atvinnuleysisins •og. hversu úr því yrði hætt og ■vafalaust tækist það ef sjerfróðir menn í þessum efnum mættu ráða, en því er. ekki að heilsa. Alt strandar á „pólitíkinni' ‘, eins og vant er. Það er vafalaust margt, sem at- vinnuleysinu veldur, en sem stend- ui liefir kenning frakknesks fjár- málamanns, M. Jaques Rueffs vak- ið hvað mesta athygli. — Fyrir nokkrum árum benti hann á að „raunverulegt kaup“ (real wages) rjeði mestu um atvinnuleysið, en svo nefnir hann hlutfallið milli verkkaups og heildsöluverðs. — (Kaup deilt með heildsöluverði á hverjum tíma). Ef línurit eru gerð yfir slíkt „kaup“ og annað vfir atvinnuleysi þá kemur í ljós að bæði líquritin eru nálega eins eða mjög svipuð. Hefir það sýnt sig að þetta gildir einnig um at- vinnuleysið í lEnglandi síðustu árin. Kenning Rueffs er þá með öðr- um orðum sú, að lækki vöruverð þurfi kaupið líka að lækka, að atvinnuleysi vaxf ef kaup er hátt. en vöruverg lágt, en þverri ef kaup er tiltölulega lágt en vöru- verð hátt. Nú hefir verkakaup lengi stað- ið í stað en vöruverð lælckað (t. d. á ull og saltfiski bjá oss). - Þetta er aðalorsök atvinnuleysis- ins segir Rueff. Atvinnuvegirnir hæt-ta að bera sig og eftirspurnin eftir vinnukrafti þverrar. Er þetta í raun og veru auðskilið mál, enda hefir ætíð gengið svo áður, að kaup hefir hækkað. og lækkað eftir því hversu atvinnuvegir bera sig. Englendingar kenna atvmnu- leysisstyrknum um það að kaup liefir staðið í stað þó vörur hafi fallið. Ekki er því um að kenna iijá oss 'að undanförnq en senni- lega fer þetta eins hjá oss að vjer lendum í atvinnuleysi ef vörur vorar falla en kaup helst hátt. Og imtMPLOYMtNTCOMPARLD WlTH WAGtS í> WHOLtSAU PRlCtS 1919 70 ?! 77 73.74 75 76 '27 78 79 '30 f §* a 34 r. I6X. 8X ox 300 200 /00 /■191 3 LC l'ÍL —i Cur,e oöto'ned í'xm the_ cur*ej for woges & nho/e^ote pr,ces g<*en öetc* I ^WAGES l V50UCSALE PBICES* Atvinnuleysi og raunverulegt kaup. Efra línurit.- Efri línan sýnir meðal- kaup, deilt með heildsöluverði. Neðri línan , atvinnuleysið. . v. Neðra línurit: Dökka línan sýnir heild- söluverð, punktalínan kaup. engir atvinnuleysisstyrkir geta bætt úr þvi. Þvert á móti gera þeir illt verra. (Að nokkru eftir Times AVeekly 16. júní). Daibiik. I. O. O. F.3= 1139148 = Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Allkvasst á SA og þykkt- loft á Suðvesturlandi, en liægviðri og víðast ljettskýjað í öðrum lands- hlutum. Yfir Orænlandshafinu vest an til er alldjúp lægð, sem mun valda hvassi’i SA-átt og rigningu hjer vestan lands á morgun. í kvöld er NA-stormur (veðurhæð 9) og rigning í Angmagsalik á Aust- ur-Grænlandi. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvasst á SA. Rigning. Einar Markan syngur í Iðnó í kvöld kl. 8%. A söngskránni eru. eingöngu lög eftir íslensk tón- skáld. Prestshjónin frá Stað í Grunna- vík, Jónmundur Halldórsson og Guðrún Jónsdóttir, eru komin til bæjarins, til þess að standa yfir moldum dóttur sinnar, Sesselju. Jarðarförin fer fram frá dómkirkj- unni á morgun kl. 11. Sláturfjelag Suðurlands heldur í dag eftirtektarverða sýningu i sölubúð sinni við Laugaveg 42. Er þar sýnt alls konar ofanálag á brauð, og pylsur, og eru allar þær matartegundir, sem þar eru fram- reiddar gerðar úr innlendu efni. 1 Starfsmannafjölgun. Vegna fjár- hagsörðugleika hjá ríkissjóði um þessar mundir, gengur það erfið- ara nú en að undanförnu hjá stjórninni, að koma kosningasmöl- iim að bitlingajötunni. Þó mun starfsmannahópurinn hjá ríkissjóði sífelt fara vaxandi. Er t. d. full- yrt, að 2—3 nýir starfsmenn hafi bættst við í stjórnarráðinu, eftir að nýja stjórnin settist þar að. Þangað mun m. a. vera kominn skrifstofustjórinn á kosningaskrif- stofu Alþýðuflokksins. Mun þetta hafa verið með í kaupverði Jóns Raldvinssonar, þegar hann seldi sig nú á sumarþinginu. Aðrir telja, að aðalstárf þessa nýja „embættis- manns“ eigi ag vera það, að sam- ræma ltosningaaðferðina hjá Aft- urlialdinu og sósíalistum, áður en fullnaðar samsteypa flokkanna fari fram að nýju. „Foxtrottar“ (?) í hinum dag- legu grammófónhljómleikum út- varpsins, kemur það að jafnaði fyrir, að þulurinn kemst að orði á þessa leið: Næst. verður varpað út tveim „foxtrottum“. Útvarpshlust- anda fyrir austan. sem ekki er kunnugur í heimi hljómlistarinn- ar, misheyrðist þetta nafn. Mann- inum ljek forvitni á að fá vit- neskju í málinu. Hann sendi því svolátandi fyrirspurn til útvarps- ins: Hvað eru þessir „hrossskrokk- ar“, sem þið alt af eruð að út- varpa á kvöldin? Tíminn og forsætisráðherrann. Tíminn er enn að skrifa um Flyg- enringsmálið, og segir í því sgm- bandi, að Mbl. hafi haldið fram þeirri skoðun, að brotlegum mönn- um ætti að hlífa við að taka af- leiðingum verka sinna, ef aðstand- enclur þeirra geti borgað fyrir þá. Mbl. hefir aldrei haldið slíkri skoð un fram, svo þetta er hreinn upp- spuni hjá Tímanum. Mbl. hafði að eins sagt frá þeim tilraunum. sem gerðar voru til þess að bæta bönk- unum það tjón, sem þeir biðu við Jiað að missa fiskverðið, án þess að leggja neinn dóm á það mál. Einn ig skýrði Mbh frá því, að Tryggvi. Þórliallsson forsætisráðherra hefði samið svo um í sjóðþurðarmáli Brunabótafjelagsins, að mál gjald- kerans skyldi niður falla ,ef greitt yrði það, sem vantaði í sjóðinn. Þegar Tíminn er nú að víta þessa aðferð, getur það ekki á neinn hátt snert Mbl., heldur heggur blaðið þar að Tryggva Þórhalls- syni, forsætisráðherra Afturhalds- ins. En það er eltki nýtt, að Tím- inn er með hnútur til Tr. Þ., þeg- ar hann er fjarverandi. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á- heit frá ónefndum 5 kr., álieit frá II. S. 5 kr.. Hvort tveggja afhent af Snæbirni Jónssyni bóksala. Á- lieit frá H. P. 20 kr., afhent af dómkirkjupresti síra Bjarna Jóns- syni. Með þökkum meðtekið. E. Thorlaeius. K. R. heldur hlutaveltu í dag í húsi sínu við Vonarstræti og finst oss rjett ag hvetja bæjarbúa til að koma á hlutaveltuna og draga og styrkja þar með það fjelag, sem einna mestan skerf hefir lagt til íþróttalegs uppeldis æskulýðs höf- uðstaðarins mörg undanfarin ár. Járnaldarlíf nefnist erindi, sem síra Sigurður Einarsson flytur í Iðnó í dag. Erindið fjallar um fyrirbrigði, sem lítið hafa verið rædd hjer á landi — liraðann á athöfnum og lífi nútímamannsins og áhrif þeirra á sálarlíf manna. Hefir Sigurður safnað um þessi efni ýmsum fróðleik, sem fáum mun kunnur hjer. Er það t. d. ekki lítið einkennilegt, sem uppgötvað liefir verið á síðustu tímum, að afleiðingin af því að snúa við í 90 gráða horn í lofti með ofsahraða veldur augnabliks blindun bæði á farþegum og flugmanni. Fyrirlest- urinn er i Iðnó kl. 4. Gullfoss fór hjeðan í gærkvöldi til Breiðafjarðar. Meðal farþega voru: Ingveldur Sigmundsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir Guðm. Guð- mundsson, Guðm. B. Vikar, Stefán Björnsson og |rú, Margrjet Árna- dóttir, Guðm. Hlíðdal o. m. fl. Dettifoss fór hjeðan í gærkvöldi til Vestur- og Norðurlands með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Svavar Guðmundsson, Guðm. Hann esson, María Hestervig, Lára Páls- son, Snorri Sigfússon, Hans G. M. Jensson, Ásthildur Kolbeins, Anna Guðjónsdóttir, Guðný Níelsdóttir, Ólafía Steingrímsdóttir, Lúðvík Guðmundsson og frú, Guido Bern- böft, Kristján Karlsson, Bjöm Ámason, Karl Ólafsson, Björgvin Guðmundsson og frú, Jón ísleifs- son, Henningsen, Aðalheiður Ól.afs dóttir, Katrín Jónsdóttir, HaHdór Kristinsson og frú, frú Austmar, Sigurborg Magnúsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Oddný Guðmunds- dóttir, Unnur Kristjánsdóttir. Tekjuaukaráðstöfun. Einhver sú fyrsta ráðstöfun ríkisstjórnarinnar til viðrjettingar fjárhagnum, á yf- irstandandi krepputímum, mim það vera, er stjórnin ákvað nú fyrir skemstu að lengja vínveit- ingatímann á Hótel Borg til kl. 11 að kvöldi, og leyfa að menn mættu hafa þar vín um liönd, frarn að lokunartíma. Má gera ráð fyrir, að mjöður sá, sem Brandur blandar í „uxahöfðunum“, og annað svip- að góðgæti, sem selt er þetta tí- földu verðí við sannvirði, gangi eitthvað betur út við ráðstöfun þessa. Gefið börnunum SKELJAR. „Reglusemin og skylduræknin1 ‘. Jónas Jónsson dómsmálaráðh. er mjög hreykinn af því í Tímanúm, áð hann hafi komið þeirri athuga- semd inn í fjárlögin við sfcyrkinn til kenslu á augnlækningum við Háskólann,#að til þess yrði valinn maður, sém kunnur væri að „reglu semi og skyldurækni við læknis- M.s. Drcnning Aiexandrine fer þriðjucfaginn 15. þ. m. kL 6 síðd. til Dýrafjarðar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla á morgun. Fylgibrjef yfir vörur komi! á morgun. C. Ziusen. Skeljar. Annað hefti er nú komið í bókaverslanir. — Vin- sælasta og skemtilegastai barnabókin. — Kostar kr. 1.25. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA. Kaara húsmódlrl Vegna þess að þjer mun- uð þurfa hjálpar við hús- móðuistörfin, þá leyfijjeg mjer að bjóða yður að- stoð mína. Fröken Brasso. r útiskemtun ð fllafossi. Ferðir allan daginn frá Steindóri. Bestar eru bifreiðar Steindórs. störi'". Jainframt er J. J. með slettur til Jóns í Stóradal fyíit; það. að hann skyldi hafa greitt atkvæði á inóti þessari athuga- semd. Býst nú Jónas við, að Há- skólanum gangi það erfiðlega, a.<5 fínna reglusaman og skyldurækinþ starfsmanii. Þessi kvíði virðist -þó ástæðulaus, eftir að -T. 'J. er or*ð- iþn yfirmaður þesftara mála. Ílaúif Wefir sýnt (það^. dójnsmálaráðiferit apn^ að ’narni er. >ekki sjerlegá Vþi'uvaiiuur hváð þetta snertir., Eða hvei'iijg1 er það iheð L3rus"*!?>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.