Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ HugKslneidaiHk i Glænýr silungur daglega í Nor- dalsíshúsi. Sími 7. Ódýr matarkaup. Fyrsta flokks frosið dilkakjöt á 60 aura pr. % kg. Pantið í síma 259. H.f. fsbjörninn. íbúð í gróðrarstöðinni fást ágætar gulrófur og ribsber á 1 kr. pr. kg. Simi 780. Niðursuðudósir með smeltu loki fást smíðaðar í blikksmiðju Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. íslenskár leirmunir, lítilsháttar gallaðir í brenslu, verða seldir fyr- ir lítið verð í Listvinahúsinu til Bunnudagskvölds. þriggja herbergja eða stærri, helst nálægt miðbænum, óskast til leigu. tlpplýsingar gefur Theodór Ja- kobsson, Vesturgötu 38, sími 1535 eða á skrifstofu G. Kristjánssonar skipamiðlara í Mjólkurfjelagshús- inu, sími 807. Sigríður Björnsson, frá Svalbarðseyri. Húsmæður, notið „Eelair“ fægi- klútinn! Fægilögur er óþarfur, því að fægiefnin eru í sjálfum klútn- um, er því miklu þrifalegra og tfljótlegra að nota hann, heldur en fljótandi fægilög. Þolir þvott. — Fæst hjá Sigúrþór. Kona, sem fær er um að taka að sjer stórt heimili, óskar eftir ráðskonuplássi. — Tilboð merkt „Ráðskona", óskast lögð inn á VL S. í. fyrir 14. þ. m. BLÓM & ÁVEXTIR Hafnarstræti 5. SÍMI 2017. Kransar og blómvendir úr lif- andi blómum og gerviblómum bundnir meg stuttum fyrirvara eft- ir pöntun. Verkið vinnur smekk- vís og starfsvön kona, sem hefir lokið námi í þessari iðn. Stfilka, sem hefir lært hárgreiðslu, óskar eftir atvinnu 1. október. Tilboð merkt „Hárgreiðsla“, sendist A. S. í. fyrir 17. þ. m. Flntnings- útsala 15%—25% af öllum lömpum og Ijósakrónum. Straujárn frá 10 kr. Vasaljós frá kr. 1,25. Jfin Uberg. Hverfisgötu 64. Sími: 1558. Fjallkonn- skúridnitið reynist betur en nokkurt annað skúriduft sem íhingað til hefir þekkst hjer á landi. Reynið strax einn pakka, og lát- iC reynsluna tala. Þ*ÍS besta er frá ffnageri ReyktwHmr. Kleppi og vottorðin, sem hann fjekk frá yfirmönnum sínum á sjúkrahúsum þeim, er liann vann á í Danmörku, um það að hann væri drykkjumaður, og sýndi eng- an álmga fvrir starfinu. Betra seint en aldrei. Jónas Jóns :son dómsmálaráðherra er nú kom- inn að þeirri niðurstöðu, (shr. síð nstu skrif hans í Tímanum), að spara verði einhvers staðar, ef framleiðsla landsmanna fellur um tvo fimmtu hluta verðs. Einnig á- lítur J. J. nú óráð, að taka ný eyðslulán, Betra seint en aldrei, má segja um þessi skrif J. J. En vissulega hefði það orðið hollara þjóðarbúskapnum, ef J. J. og aðrir eyðsluhákarlar Afturhaldsins hefðn breytt. eitthvað í þessa átt á góðærunum undanfarið. Þá hefði eitthvað verið til nú af þeim 15 miljónnm króna, sem skattþegnar landsins greiddn þrjú undanfarin .góðæri, um fram fjárlagaáætlun — Og þá hefðu ríkisskuldirnar áreiðanlega ekki tvöfaldast tekjuhæstu árum rikissjóðs. Eyðslu stjórn Aftnrhaldsins hefir orðið þjóðinni dýr, og eru þeir reikn ingar ekki upp gerðir enn þá. Hringflug verður í dag kl. 2 síð- degis. Skrifstofa Flugfjelagsins er opin frá kl. 11 árd. — Hjónahand. í gær voru gefin saman í hjónabancl af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Áslaug Ásgeirs- dóttir (Torfasonar efnafræðingsj og Höskuldur Ágústsson vjelstjór á Gullfoss. Voru þau gefin saman í dómkirkjunni kl. 11 árd. í gær, en veitsla var á Þingvöllum kl. 7 í gærkvöldi. Nýja símastöðin. Gert var ráð fyrir, að nýja bæjarsímastöðin gæti tekið til starfa í októbermánuði næstkomanda. En sakir hins lang- varandi verkfalls í Noregi, getur stöðin ekki tekið til starfa fyr en eftir áramót. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Landssímastjóraemhættið hefir verið auglýst laust, og er umsókn- arfrestur til 1. október n.k. „Helgispjöll á Þingvöllum“. — Fyrra laugardag sást maður vera að staupa sig af flösku undir kirkjuveggnum á Þingvöllum. — Ekki hefir útvarpig enö skýrt frá þessum helgispjöllum; en reynandi væri fyrir frjettamann útvarpsins að tala við útvarpsstjórann, því ske kynni, að hann gæti gefið nán- ari upplýsingar. Varðskipið Óðinn kom hingað í fvrrinótt úr Danmerkurför sinni, en þangað fór hann, sem kunnugt er, til viðgerðar, eftir skemdirnar sem hann fjekk við mælingarnar norður á Húnaflóa. Nokkurir far- þegar komu með skipinu. Starfsmöimum fjölgar ört við útvarpið, enda virðist þar ekkert til sparað. Við upplestur og söfn- un frjetta hjer í bænum munu nú vera fastir 5 starfsmenn og innan skamms von á þeim sjötta. Á skrif stofunni em 3 fastir starfsmenn. Útvarpsráðið hefir að sögn hæklc- að laun sín, þannig að formaður (H. Hjörvar) fær 1500 kr„ en hin- ir 1200 kr. hver. Yfirstjórn út- varpsins kostar orðið nál. 20 þús. kr. á ári. Pjetur Sigurðsson flytur fyrir- lestur í Yarðarhúsinu í kvöld kl. 8y2 um það, hvert sje hið mesta framfaraspor framtíðarinnar. All- ir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. 10y2 árd. Ensain F. D. Holland talar. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4, ef veður leyfir. Hjálpræðissam- koma kl. 8 síðd. Lautn. H. André- sen stjórnar. Lúðraflokkurinn og strengjasveitin aðstoða. Allir Vel- komirir! Lúðrafjelagið Svanur var stofn- að hjer í fyrra. Hefir fjelag þetta æft af miklu kappi alla stnnd síð- an. Fjelagsskap þessum til styrkt- ar hafa fjelagsmenn ákveðið að halda hlutaveltu í Goodtemplara- 'húsinn í dag. Gefst bæjarbúum þar kostnr á, að styrkja þá áhuga- menn, sem standa að fjelagi þessu. Lúðrafjelagið leikur nokkur lög í sambandi við hlutaveltuna. Jarðskjálftahræringar þær, sem fundist hafa 1 Ölfusinu undanfarið, Jiafa ekki náð hingað til þess að hafa áhrif á jai’ðskjálftamælana hjer. Er þvi að eins um hvera- kippi að ræða, sem hafa mjög litla útbreiðslu, og eiga upptök sín skamt frá yfirborði jarðar. Erling Krogh hætti við að fara vestur og norður með Dettifossi, en fer með Dr. Alexandrine á þriðjudaginn. Á mánudaginn kl. 9 heldur 'hann hljómleika í fríkirkj- unni með aðstoð Páls ísólfssonar og Þórarins Guðmundssonar. Er ling Krogh hefir haldið kirkju- hljómleika víðs vegar. Meðal ann- ;ars hefir liann snngið tenorhlut- verkin í mörgum stærstu kirkju- verkum eftir Bach, Hándel, Gou- nod o. fl. Meðal verkefna hans að þessu sinni er sjerstök ástæða til að benda á afarfallega kirkjuaríu eftir Gounod „Jerusalem“, sem aldrei mun hafa heyrst hjer fyr. Gefst nú tækifæri til að kynnast nýi’ri hlið á þessum slynga söngv ara. Z. Útvarpig í dag: Kl. 10.00 Messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hall- grímsson). Kl. 15.30—16.30 Hljóm leikar frá Hótel Borg. Kl. 19.30 Yeðurfregnir. Kl. 20.00 Grammó fónhljómleikar. Kl. 20.30 Erindi: Menningar- og fjárhagsviðskifti Evrópn og Ameríku frá 1931 (síra Sigurður Einarsson). Kl. 20.50 Ó- ákveðið. Kl. 21.00 Yeðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Dansmúsík. Útvarpið á morgun: Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 20.30 Hljómleik ar: (Þór. Guðmundsson, K. Matt- híasson, Þófh. Árnason, Emil Thor oddsen). KI. 20.45 Grammófón- hljómleikar. Kl. 21.00 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Grammófón- hljómleikar. Rýmingarsala Hljóðfærahúsöins. fl morgun pldtunar o.fl. Rýmingarsalan er líka i Útbúiun, Langaveg 38. Hlntaveltan i Goodtemplarahúsinn í dag verður sú besta sem haldin verður í ár, hefst hún kl. 4 síðd. með horna- blæstri. — Margir ágætir munir, svo sem: Fleiri tonn af eldsneyti og mat- vælum. Móttökutæki. Grammófónn. Dí- van. Verðmæt ávaxtaskál. Nýtt kven- hjól. Bíll til Þingvalla. Peningar o.. m. fl. Lúðrafjelagið „Svaunr“, R.vik. — Það er enginn hjer á landi, sem hefir jafn slæmt minni og konan mín. — Er hún svona óttalega gleymin ? — Þvert á móti; hún man eftir öllum sköpuðum hlutum. Skrifstofnr 4 til leigu á ágætum stað í bænum. Væntanlegir leigjendur snúi sjer til Magnúsar Guðmundssonar hæstarjettarmála- flutningsmanns, Austurstræti 14. F I LAPENSAR HÚÐORMAR I»cð8Uin hvlnileiðu ólireiniinlmn, sem allir vita að eru störlýti á hverju and- liti, er lufhægt atS ná af sjer með BRENNISTEINS-MJÓnKURSÁPU Ulndes licknÍN. Þvoið yður elns og me» ötSrum Náputegundum, en gætið þess, aö frofi- an nái yfir alt andlltið; þegar l»jer haf- skolað hnita af, skuluö l»jer hera froðuna aftur á rauðu blettina — en skolið nfi ekki fyr en eftir nokkrar mfnfitur. Aö örfáum dðgnm liðnum sjest greinilcgur hati, og andlitiö verflur hrátt frlsklegrt og lýtalaust. í samhandi við sápu l»essa œtti að notn BRENJflSTEINSMJÓLKURSMYBSL (creme) Lþndes lieknis. Smyrslin eru horin á hlö sýktn hörund ati kvöldi dngs og látin vera alla nóttina. Þau eru svo sótthreinsandf, aö l»au eru afar-sterkt meöal vi® fflapensum. Þau eru smyrsl- in sem allir hafa l»ráö, sem vilja fá " verulegra heilbrlgVan og hreinan hör- undslit og fnarrn, bjarta húö. Allir muna A. S. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.