Morgunblaðið - 18.10.1931, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.10.1931, Qupperneq 7
sumra skólanna er yfirleitt ófull- nægjancli og má eigi lengi við svo bciið standa. Sa'mskólahugmyndin þarf að komast í framkvæmd í ein- liverri mynd, svo skólar þeir, sem nú eru á hrakningi geti eflst og dafnað í nýtísku húsnæði-og stutt hver annan. — Verslunarskóli íslands hefir lengi búið við mjög ljeleg húsa- kynni .En í sumar var ráðist í að kaupa honum gott húsnæði, svo nú er honum borgið. Hefir verslunar- stjett Reykjavíkur sýnt- mikla rækt arsemi við skólann og myndarskap með húskaupum þeim. — Einn skóli er víst ekki tekinn til starfa, svo kunnugt sje — það er skóli Jóns Sivertsen. Jón hefir, sem kunnugt er um skeið verið skóla- stjóri Vers'lunarskóla íslands. For- stöðumenn Verslunarskólans ósk- uðu að breyta ])ar um stjórnanda og fyrirkomulag um leið og breytt var um húsnæði. En þá hljóp ein- hver fítonsandi í Jón Sivertsen og er mælt að hann hafi fengið eitt- hvað af þeirri andagift úr vitum landsstjórnarinnar, sem hafði ætl- að að telja Jóni trú um, að hann ætfi einhvern einkarjett á Verslun- arskólanum. Hefir heyrst að lands- stjórnin hafi gefið Jóni ádrátt um ríkisstyrk handa sínum skóla. En er til kom saknað-i Jón kennara og nemenda. Nú er eftir að vita hvort landsstjórnin launar Jóni með rík- i.-styrk, fyrir að hafa ekki skóla. Stjórnarherrarnir þrír eru nú allir með tölu heima, og ber ekki mikið á þeim. 'Úr litlu að spila, þessa stundina að sögn. Tómahljóð i ríkissjóðnum. Þeir geta þá haft ofan af fyrir sjer ineð því að hlusta á ,,verkin tala“ um bruðl, óhófs- eyðslu og vitleysu undanfarinna ára. Ekki er lanclsreikningurinn fyrir árið 1930 enn fullgerður, þrátt f}’rir hið nýja mót sem hann nú er steyptur í, og hefir heyrst að við hann sitji þrír menn æfðir og reikningsglöggir, og hafi ekki tek. ist að koma honum saman enn. Er eftir því best-a útUt fju-ir, að telúst liafi að gera reikninginn svo flók- inn að útilokað sje að almenningur geti botnað neitt- í honum. Hjer um daginn kom Jónas Jóns son heim með einu af skipum Sam- einaða fjelagsins, — Síðan Danir gerðu hann að hálfnafna Odds af Skaganum, siglir Jónas að eins 'með dönskum skipum. Hann hafði verið um tíma í Sví- þjóð, en fjekk ekkert úr ríkissjóði fyrir þá ferð. að ]iví er Tíminn sagði, nema ferðakostnaðinn. Heimalningsliáttur og barnaskap ui þeirra Framsóknarmanna kom ákaflega greinilega í ljós í sam- bancU við þessa Svíþjóðarför. Eins og kunnugt er, hefir Fram- sóknarstjórnin hvað eft-ir annað gert, þjóðinni stórkostlega smán með því að sýna fulltrúum er- lendra þjóða fullkomna ókurteisi. Við alþingishátíðarhöldin í fyrra kom fávigka íáðherranna i því, er að mannasiðum laut að lítilli sök, vegna þess. að þeir viðurkendu þá fáfræði sína og voru aðrir menn fengnir þeim til leiðbeiningar. En bæði fyr og síðar hafa stjórnar- herrar Framsóknar sýnt að þeir ekki kynnu sig, og með því gert þjóðinni hneisu. Enlendii' sendimenn og tignir gestir sem hingað hafa komið hafa t. d. dögum og vikum saman orðið að bíða eftir því að stjórnin inti af hencli kurteisisskyldur sínar, og hafa sumir horfið heim til sín, áður en tekist hefir að vekja landsstjórn ina til meðvitundar um að þeim bar skylda til þess að sýna mönn- um þessum kurteist viðmót. Hvað eftir annað hefir það kom- ið í Ijós, að þeir Tímamenn geta ekki gert sjer grein fyrir því, að þegai' stjórnarvöld sýna fulltrúum erlendra þjóða ókurteisi, þá er það í siðmenningarlöndum skoðað svo, sem ókurteisin beinist ekki til full'- trúanna persónulega, heldur til þjóðar þeirrar sem í hlut á. Full- trúar og sendimenn taka það ekki i tiJ sín, heldur eins og ókurteisinni sje beint til þjóðar þeirra. Alveg er það eins, þegar hinum erlendu mönnum er hingað koma er sýnd alúð og gestrisni, þá telja þeir sem því viðmóti sje beint til þ.ióðar sinnar. Þessi einföldu sannindi hafa ekki náð inn úr steingerfðum haus- lcúpum Tímamanna. Þegar Svíar tóku vel og höfð- iuglega á móti Jónasi Jónssyni, sem íslenskum dómsmálaráðherra, um daginn, þá hjeldu hinir ein- földu Tímamenn að hinir gestrisnu Svíar væm að hylla Jónas og hans „háttvirtu persónu", en aðgættu ekki, að hjer var verið að gegna kurteisisreglum eftir að ríkiserfingi Svía var í fyrra gestur íslendinga. Það kom vitanlega alveg út á eitt, livers konar dáti dómsmálaráðherr- ann var, er til Svíþjóðar kom, hann var fulltrúi hinnar íslensku þ.jóðar á sænskri grund, og fjekk þær viðtökur sem Svíum fanst hæfa íslensku þ.jóðinni. Jafnvel þó „hálfnafninn" af Skaganum hefði komið í dómsmálaráðherragerfi til útlanda hefði honum verið vel tekið, er svo stóð á. Þetta eiga Tímamenn enn eftir að læra — eins og svo margt ann- að, sem inngróin heimskan dylur sjónum þeirra. Forframaður frá góðnm viðtök- um Svíanna, ljet Jónas „sterki“ það boð út ganga, að hann ætl- aði framvegis að gefa ríkissjóðn- um einhvern hluta af launum sínum. Skyldu ekki einhyerjar Tíma- sálir komast við af slíkri rausn og 'hugulsemi ? Maður, sem hefir ráðherralaun og auk þess frítt húsnæði, ljós og hita, fríar ferðir um landið í ríkisbílnum, meðfram ströndum á varðskipum, fær utanlandsferðir greiddar samkvæmt reikningi, er mikinn hluta ársins á ferðalögum, fær góðar tekjur af skólabóka- útgáfu, og hefir reynt að svíkjast um að greiða skatt af þeim tekj- um; maður, sem hefir heila her- sveit í kringum sig af alís konar fólki og trantaralýð, sem liann ár eftir ár hefir alið á ríkisfje, hann tekur sig til, nú þegar ríkissjóð- ur er tæmdur, atvinnuvegir slig- aðir af sköttum, 'ríkið sökkvandi í skuldafen og atvinnulevsi að leggjast eins og mara á þjóðina, og lætur blása í lúðra fyrir sjer og segja frá því, að nú hafi hann efni á að gefa hinum íslenska rík- issjóði nokkur hundruð krónur. MORGUNBLAÐIÐ Hvað sem slíkum skrípalátum 'líður, þá er eitt víst, að annar eins fjármálaglópur eins og Jónas Jónsson, sem ekki hefir enn get- að sýnt annað skynbragð á fjár- munum en, að eyða annara fje, og' svíkjast undan eigin skattgreiðsl- um, hann verður ekki annað en fremur auðvirðdeg „grínfígúra“ í harmleik núverandi fjármála- kreppu. -----«®&-----— Hokkur orð um íslenska „listdöma". íslensk myndlist er að vísu ékki gömul, en hefir þó óneit- anlega skapað mörg ágæt verk, og er komin það langt á veg, orðinn svo stór þáttur í íslenskri menningu, að full ástæða er til, að rætt sje og ritað um hana með fullri alvöru. Þetta er það, sem okkur finst vanta nokkuð á í skrif- um hinna svokölluðu „listdóm- ara“ hjer, sem full oft er tæki- færi til að sjá í blöðum Reykja- víkur. Vegna þess, hve list þessa lands er ung, er smekkur al- mennings mjög skeikull, en hins vegar virðist íslendinga ekki vanta áhuga fyrir myndlist. Þeir hafa skilyrði til, eftir nokk urn tima, að geta notið góðrar listar, svo framarlega sem þeim verður bent í rjetta átt. Þeir Islendingar, sem takast á hendur það ábyrgðarmikla og erfiða starf að skrifa um listir, verða því að vera vel færir, að minsta kosti vita meir um þetta mál, en fólkið sem þeir skrifa fyrir. Sjeu þeir starf inu vaxnir, geta þeir hafið þjóð ina upp til skilnings á góðri list, og gert ómetanlegt gagn. Sjeu þeir aftur á móti fákunn- andi, draga þeir á nokkrum ár- um, almenning lengra og lengra niður í þekkingarleysi og rugl- ing. — Því miður á þetta síð- ara við um all-flesta þeirra manna, er ritað hafa um list hjer í Reykjavík. — 1 skrifum þeirra úir og grúir af — vill- andi umsögnum — meiningar- lausu hjali og sleggjudómum. — Þar er t. d. sjaldan eitt orð, er bent getur fólki á kjarnann í allri myndandi list. Þeir skrifa oft langt mál, um hugmyndina, sem á að vera í einhverri mynd, en aldrei um sjálft formið. Það — sjálfur kjarninn í hverju listaverki — fer algjörlega fram hjá þessum listdómurum. Hvers virði er góð hugmynd ef ekki er fundið lifandi, listrænt og varanlegt form fyrir hana? Auðvitað einskis virði. En það hafa víst ekki þessir herrar lagt á sig að brjóta heilann um. Þeir hafa ekki komist svo langt, sem í gegnum stafróf listarinnar, en vilja samt kenna öðrum, og jafnvel þeim sem árum saman hafa fengist við listir. Gott dæmi þessarar skrif- finsku er grein, sem stóð í Al- þbl. nú fyrir nokkru, skrifuð af hr. Guðm. R. Ólafssyni úr Grindavík, og fjallar um sýn- ingu Magn. Árnasonar. Fá- kunnáttan skín svo að segja 7. Húsgagnatau, Gólfteppi, Gólfrenningar, Gólff i It, mest úrval í bænum hjá Jóni Björnssyni & Co. iMMUNElft®1 SNsJ Ssí '&SXSSSS*, F I LAPENSAR HÚÐORMAR ÞesNinn hvimleiðu öhreinlndum, sem allir vitn atS eru stðrlýti á hverju and- liti, er lafhægrt at5 ná af sjer metS BRBN]VISTEINS-MJÓL,KURSAPU Ulndex læknis. Þvoið yður eins ogr nietS ötSrum sáputegumlum, en gœtilf Jjess, at5 frot5- an nái yflr alt andlititS; þej;nr l>jer haf- ið skolað hnna af, skulutf l>jer bera frotiuna nftur á raut5u blettina — en skolið nfi ekki fyr en eftir nokkrnr mfnfitur. AtJ ðrfáum dðgrum liðnum sjest greinile^ur bati, og; andlititS vertSur brátt frfsklegrt og lýtnlnust. I sambnndi vití sápu l>essa ætti a'ð liota BHENNISTEIIVSMJÓLKUIISMYHSL (creme) Líndes læknis. Smyrslin eru borin á liið sýkta hðrund nð kvðldi dngs og látin vera nlla nöttinn. Þau eru svo sðtthreinsandi, a'ð l>au eru nfnr-sterkt metfnl við fflnpensum. Þau eru smyrsl- in sem allir hafa l>ráð, sem vilja fá verulegra heilhrigðnn og; hreinan hör- undslit og; fagrn, bjarta hfið. Lindes 'æknis Egta Brennisteinsin ólkur-smyrsl Egta Brennisteinsmjólkur-sápa. ■V ■> Fœst 1 apotak- unum, og öllum stærrl verslua- um bæjarlas. út úr hverri línu. Stóryrðunum rignir, orðið snillingur, snildar- verk er hvað eftir annað mis- notað svo háðung er að. Hvar í heimi annars staðar en á íslandi, sjer maður svona klausu í listdóm: „Snildarverk eru mörg á sýningunni í brjóstmyndum og andlitsmálverkum. Hvort þarf t. d. nokkur, sem þekkir Jón Pálsson orgelleikara, að gæta í sýningarskrána, til þess að sjá að brjóstmyndin nr. 17 er af honum“. Hjer er með öðrum orðum, list eingöngu dæmd út frá því, hvað hún eftirlíkir (copierar) vel fyrirmyndina. Líkist mynd- in ekki, er hún ótæk, líkist hún eitthvað er hún snildarverk. Um byggingu í línum og litum er ekki spurt — það er aukaatriði — Ef dæma á list út frá þessum mælikvarða, hvernig verður þá t. d. með list liðinna alda, hvern ig myndi hr. Guðm. R. Ólafs- son skrifa um Mona Lisa?, fyrinnyndin er dáin og horfin fyrir fleiri hundruðum ára, þar er því ekkert til samanburð ar hvað líkingu snertir. Þeir sem sjeð hafa þetta snildarverk og vita eitthvað um list, sjá að það lifir, og hefir lifað í gegn- um liðnar aldir á hinu and- ríka, dularfulla formi, sem ein- kennir alla alvarlega og varan- lega myndlist allra alda. Það er nú ekki meining okk- ar, er þetta skrifum, að lasta sýningu hr. Magn. Árnasonar, þó margt sje við hana að at- huga, heldur hitt að leiða fólki fyrír sjónir, hve dómar hr. Guðm. R. Ólafssonar og fl. manna er rita um þessa hluti eru algerlega út í bláinn, auð- vitað er hann (Guðm. R. Ól- afsson) ekki einn í sökinni, t. d. grein Ragnars Ásgeirssonar um listsýningarnar hjer í fyrra, báru vott um algert þekkingar- leysi, og það sem verra var — hlutdrægni. — Að lokum viljum við gera þá tillögu, að þeir sem þykjast hafa eitthvað á hjarta um list- ir, reyni að afla sjer meiri þekk ingar á aðalatriðum myndandi listar, bæði eldri og yngri, svo að þeir sjálfs sín og einkan- lega almennings vegna, ekki verði til $ð brjóta það niður, er bestu listamenn þjóðarinnar hafa með margra ára striti og erfiðleikum bygt upp. Reykjavík, 17. október 1931. Þrír ungir listamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.