Morgunblaðið - 18.10.1931, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.10.1931, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 ■getuskorti • til ,að leysa í andia Krists margvísleg vandamál nú- tímans er til hennar taka. Auk tþessa birtist í þessum árg. vandað útvarpserindi eftir prófessorinn, ])ar sem gerð er grein fyrir Sam- bethfundi ensku biskupanna, sem lialdið var í Lundúnaborg síðast iliðið ár; til að ræða ýmis vandasöm kristindómsmál nútíðarinnar. Enn- fremur eru í ritinu nokkur æfiat- riði ritstjórans í sambandi við vígslubiskupsvígslu hans 21. júní •8.1., og ræðan, sern hann flutti við það tækifæri. Þá er þar sýnóduserindi síra Ás- mundar Guðmundssonar dósents, sem hann flutti í dómkirkjunni 19. júní s.l. og heitir „Kirkjan og verkamannahreyfingin1 ‘. Er ekki að ófyrirsynju að eitthvað er minst á slíkt, endta gerir síra Asmundur það með svo mikilli skarpskygni og sanngirni, að báðum aðilum er að því lærdómsríkt gleðiefni. Hann bendir á skilningsskort og öfgar beggja þessara stórvelda hvors gagnvart, öðru, og tilfærir dæmi og nmmæli margra ágætismanna hvað það snertir. En hitt dregur 'hann þó rjettilega enn betur fram, hvað kirkjan og verkamannahreyfingin eiga mikla samleið í því, að útrýma böli og mannf jelágsmeinum og skapa hið langþráðá guðsríki á jörðunni, svo fremi að vit og kær- leikur fái ráðið orðum og athöfn- um. — Dr. Jón Helgason biskup skrifar í ritið langa grein og ýtarlega um Kathan Söderblom erkibiskup Svía, sem andaðist 12. júlí s.l. Er þessi langa og skemtilega ritgerð bisk- ups æfiminning Söderblöms, hlns mesta kirkjuhöfðingja síðari ára, sem Sven Hedin landkönnuðurinn beimsfrægi sagði um, er andláts- fiegnin barst honum til eyrna: ,,Nú er sii rödd á Norðurlöndum hætt að hljóma, sem allur heúnur- inn lagði eyrun við. Æfistarfi þessa ágæta manns, sakir gáfna, flærdóms Qg mannkosta, er svo á- gætlega lýst af Jóni biskupi, að lirifning og aðdáun fyrir erkibisk- r.pinum fær mann til að gleyma sjer við lesturinn. Sannar það best, hver maður hann var, því hjer er ekki um að ræða neitt æfintýri eða skáldskap eða goðsögn, heldur virkileika og verðskuldað lof, eins og ,,t. d. þetta : ' „Gjörvöll kristnin á erkibiskupi Svía þakkarskuld að gjalda, og kirkjur allra þjóða munu á kom- andi tímum blessa nafn hans.“ Mynd af honum fylgir ritgerðinni. ,>Frá Húsafelli og Húsafellsprest- um“ heitir ein grein í ritinu eftir Kristleif Þorsteinsson bónda á Stóra-Kroppi. Er þar samankominn mikill fróðleikur um Húsafell og umhverfi þess, og þá ekki síður um prestana er þar voru frá 1615 —1809, einkum Snorra Björnsson, sem margir kannast við af þjóð- sögnum þeim er um hann hafa myndast. Síra Knútur Arngrímsson skrifar í ritið ágæta grein, er hann nefnir „Gildi samúðar“. Hef.ir presturinn þauílhugsað þetta efni, enda tekst honum vel, að sýna fram á yfir- burði samúðarinnar yfir andúðina, þó hann viðurkenni, að andúðin sje hinni glöggskygnari á lýti hlut- anna og ókosti og yfirleitt það sem áfátt er. Þá er í ritinu afbragðs gott er- indi eftir síra Eirík Albertsson, sem liann ltallar „Trú og játning“. — JFlutti hann þetta erindi á sóknar- nefndarfundi hjer i Reykjavík síð- ast liðið haust. Kemst hann í því inn á hið mikilvæga atriði, hvað það geti orðið örlagaþrungið fyrir trúarlífið og vöxt Kristslundernis- ins hjá mönnunum, ef þeir bindi sig aðallega við játningar og kenni setningar, og skoði það grundva'll- aratriði fyrir hið sanna guðsbarna- líf og Kristseftirbreytni. Eft.ir 'S. Á. Gíslason flytur ritið útvarpserindi, sem hann kallar „EHihæli“. Er þar greinilega lýst starfsemi þeirri innanlands og ut- an, sem að slíkum mannúðar- og nauðsynjastofnunum lúta. Stytta þýðingu á nefndarskýrsl- um Sambethfundarins áður nefndá færir rifið lesendum sínum. Er þess um skýrslum skdft í tvo höfuð- kafla með yfirskriftunum: „Kenn- ing -kristindómsins um guð“, og „Æskan og köllun hennar“. — í fyrri kaflanum er margt vel og spaklega sa:gt, þó sumt þar geti orkað tvímæbs um rjéttleik og gildi. Aftur á móti er síðari kafl- inn svo mjög ágætur, að enginn má helst án þess vera, að lesa hann vel og rækilega. Síra Þorsteinn Briem leggur til í ritið fallega ræðu, sem hann lætur heita „Gu)llkerin.“ Oskar J. Þorláksson cand. theol. liefir ritað í ritíð góð.a giein og greindega um Kristilega stúdenta- hreyfingu á Englandi. Og Þórar- irm Þórarinsson cand. theol gefur prestunum góð ráð í störfum sín- um, með stuttri grein, er hann nefnir: „Andleg búhyggindi". Jeg skal svo ekki fjölyrða mikið meira um þennan árgang Presta- fjelagsritsins. Þar er auk þess sem jeg hefi minst á: Aldarafmæli sálmaskáldsins síra Stefáns Thor- arensens, eftír S. P. S„ með mynd. Þrír sálmar eftir Yaildimiar V. Snævarr skólastjóra. Æfiágrip Hálfdánar vígslubiskups Guðjóns- sonar, með mynd. Kjartan Helga- son prófástur. Eftir 'háskólakenn- ara Ásmund Guðmundsson, með mynd. Sálmur, eftir Kjartan Ol- afsson brunavörð. Einar Jónsson prófastur. Nokkur minningarorð, með mynd. Á föstudaginn langa. Lag eftir Sigvalda S. Kaldaléns tónskáld. Þrjú sálmalög, samin af Björgvin Guðmundssyni tónskáldi. Síra Þórður Tómasson. Nokkur minningarorð, með mynd. Presta- fjelagsritið, eftir S. P. I. íslenskar bækur, eftir próf. M. J. og dr. J. H. Erlendar bækur, eftir dr. J. H„ síra E. B„ cand. theol. 0. J. Þ. og ritstjórann. Kirkjuleg lög- gjöf. Ymislegt. Reikningur Barna- lieimilissjóðs þjóðkirkjunnar 1930. Reikningur Prestafjelags íslands 1930. Að endingu skal jeg geta þess, aS tþó Prestafjelagsritið sje með hinum bestu bókum, sem gefnar eru hjer út árlega, og verðskuldi þess vegna að það sje keypt og lesið, hygg jeg samt, að hagur þess mundi aukast mikið, og til- gangur þess nást margfalt betur, ef það gæti komið út í hæfilega stórum heftum t. d. 6 sinnum á ári. Jeg held að prestarnir ættu að leggja kapp á einhverja slíka breyting á högum þess. Þorgeir Jónsson. Bifreiðageymslan. Bifreiðageymsla Stefáns Þorlákssonar. Suður á Melum, skamt sunnan við Loftskeytastöðina hefir Stefán Þorláksson reist stórhýsi eitt, til bifreiðageymslu. Er þetta fyrsta bifreiðageymsla fyrir almenning, sem bygð hefir verið hjer á landi. 1 miðri byggingunni er heljar- mikill skáli, er mun vera einhver stærstu salarkynni hjer á landi. Er þar rúm fyrir eina 60 bíla. Þak skálans er iþannig gert, að enga súlu þarf í skálanum þakinu til stuðnings, svo þarna er rými gott til að snúa sjer við. Skáli þessi er 13.4 metrar að breidd, en 50 metrar að lengd, og er það lengd byggingarinnar. En til beggja handa við skálann eru ls^efar fyrir einstakar bifreiðar, mátulega stórir, og er utangengt í þá. AUls em klefar þessir 30 að tölu. Enn fremur er í húsinu íbúð fyrir umsjónarmann, ásamt af- greiðsluherbergjum. Byrjað var á byggingu þessari í fyrravor, og var hún svo langt komin í fyrravetur, að hægt var að taka þar nokkrar bifreiðar til I geymslu. En skamt er síðan lokið * var við bygginguna. Grunnflötur liennar er alls um 1300 fermetrar. Það mun ekki fjarri sanni, að um helmingur þeirra bifreiða sem til eru hjer í bænum, komi aldrei undir þak, því eigendur þeiri'a eiga ekkert bifreiðaskýlið. Mun sumpart valda því efnaleysi manna, og vandkvæði á því, að fá bifreiða- skýli bygð nálægt bústöðum eig- endanna. En öillum kemur saman um, að það sje mjög slæm hag- fræði, að eiga bíla, sem úti standa í öllum veðrum allra árstíða. Nú þegar almenningi er gefinn kostur á að leigja skýli fyrir hvers konar bila, er þess að vænta að „úti- gángsbílum“ fæklti, og^með því varðveitist betur en áður þau verð- mæti sem fólgin eru í bílasæg þeim sem hjer er notaður í bænum. Ætla Frakkar að lána Rússum? Dempsey skilur við konuna. Eftir þvi sem enska blaðið „Morning Post“ segir frá, hefir að undanförnu staðið í samningum milli Rússa og Frakka um það að Frakkar veiti þeim stórlán. í stað- inn eiga Frakkar að fá nokkur fríðindi í Riisslandi, svo sem rekstr arrjett.indi á stórum olíunámum þar. Var búist við að samningar um þau sjerleyfi yrði undirskrif- aðir áður en lánið væri veitt. Hnefaleikarinn alkunni, Jack Dempsey fekk nýlega hjónaskilnað i borginni Remo í Nevada, þa.r sem fiestir hjónasltilnaðir fara fram nú á dögum. Kona. hans er kvifcmynda leikkonan Estelle Taylor, og him er.ekki á. því að sleppa. honum, nje viðurkenna skilnaðinn. Ætlar hún að höfða mál gegn honum fyrir dómstóli í Kaliforníu. Notið ávalt gefur fagran dimman gljáa Vetrarkðour, Dömukjólar Skólakjólar Regnhlífar Gardínutau fallegt úrval. Nýkomið. Mar^skonar aðrar Haustvörur teknar upp daglega. Versl. Vik. t slátrið þarf að nota íslenska rúgmjölið frá Mjólkurfjelagi Reykjavíknr. Ekkert annað rúgmjöl er jafn- gott til sláturgerðar. Biðjið kaup- mann yðar um íslenska rúgmjölið. Hafi hann það ekki til, þá pantið það beint frá Mjólkurfjelagi Rnykjavíkur. Mjolkurtjelag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.