Morgunblaðið - 01.11.1931, Síða 5

Morgunblaðið - 01.11.1931, Síða 5
Sunnudaginn 1. nóvember 1931. •ðnmiWadiD — / Vandrœðin i U. S. H. Verður afnám gullinnlausnarinn- ar í Bnglandi byrjunin að nýju tímabili í peningasögu þjóðanna eins og enski hagfræðingurinn Keynes vonarf Svo sem kunnugt er álíta margir, að gengislækkun enska pundsins sje síðasti þáttur heimskreppunnar. Kreppan hafi náð hámarki. Hið hnignandi við- skiftalíf fari ná að örvast smátt og smátt. Gengislækkunin í Bng- landi muni leiða til þess, að ráðin verði bót á þeim meinum, sem valdið hafa heimskreppunni. — Bandaríkin og Prakkland muni neyðast til að endurskoða striðs- sku'lda og skaðabótasamningana og fallast á ráðstafanir, sem ráði bót á því hve ójafnt gullforði heims- ins skiftist á milli þjóðanna. Það er þó erfitt að segja, að hve milrlu leyti þessar vonir muni rætast. Bn eftirtektar'vert er að líta á, hvaða áhrif gengislækkun punds- ins hefir liaft á ástandið í „gull- löndunum“, Bandaríkjunum og Frakklandi. í sumar jólrst kreppan í Banda- ríkjunum að miklum mun. Utan- ríkisversiunin hefir stöðugt mink- að ,atvinnuleysið aukist stórkost- lega. Sem stendur eru að minsta kosti 8 miljónir manna í U.S.A. atvinnulausir. Kaupgetan í Banda- ríkjunum hefir stöðugt farið mink- andi og vörurnar fallið að nýju í verði. Vegna vöruverðfallsins hafa margir atvinnurekendur ekki getað staðið í skilum við bankana. og hefir það valdið bankagjald- þrotum í hundraðatali. í ágiist- mánuði urðu t. d. 154 bankar gjaldþrota, og á fyrstu 8 mánuð- unum á þessu ári. hafa 932 bank- ar í Bandaríkjunum orðið gjald- ]>rota. Eftir afnám guílinnlausnarinn- ar í Englandi jukust erfiðleikarn- ir að miklum mun. Utanríkisversl- un Bandarikjanna fekk fljótlega á því að kenna, að gengislækkun pundsins hefir aukið samkeppnis- getu Englendinga. En einkum liafa þó viðburðirn.ir í Englandi valdið vandræðum á peningamark- aðnum í Bandaríkjunum. Evrópu- menn eru farnir að flytja inneign- ir sínar í Bandaríkjunum heim. Astæðurnar til þess eru aðallega tvær: fjárskorturinn í Evrópu og vaxandi vantraust á bönkunum í Bandaríkjunum. Gu'llið streymir ])ví nú frá Bandaríkjunum til Ev- rópu. Gullforði Bandaríkjamanna hefir minkað um 607 miljónir dollara á tæplega 1 mánuði síðan að gullinnlausnin í Englandi var numin úr gildi þ. 21. sept. Gull- flutningurinn til Evrópu hefir þó eklri bætt neitt fir gullskortinum þar. Því gullið hefir svo að segja eingöngu verið flutt til þeirra landa, sem höfðu áður meira en nóg af gulli. Ameríalfa gullið hefir fyrst og fremst verið flutt til Fraklriands og þar að auki til Hol- lands og Sviss. Gullstraumurinn frá Bandaríkj- unum hefir vakið ótta um það, að Bandaríkin neyðist til að nema gulHnnlausnina úr gildi. Einkum óttast, Frakkar að svo muni fara, og hefir það aulrið gullinnflutning- inn frá Bandaríkjunum til Frakk- lands. Guliflóttinn frá New York hefir líka valdið hræðsluuppþotum í Bandaríkjunum. Margir hafa flýtt sjer að taka út innistæðufje sitt. Fólk hefir blátt áfram gert aðsúg að bönkunum. Þetta hefir haft þá afleiðingu að marga banlca skortir fje til þess að veita atv-innurek- endum nauðsynleg lán. Þar að auki hefir bankagjaldþrotum stöðugt fjölgað. Fyrir skömmu urðu 19 banltar gjaldþrota á einum degi. Seðlabankarnir ráða stöðugt, yfir svo milrium gullbirgðum, að þeir gætu hjálpað hinum bágstöddu bönkum og sjeð atvinnulífinu fyrir nægilegu fje, ef þeir mættu gera það. Astandið er svo óeðlilegt, að seðlabankarnir hafa meira en nóg af peningum, aðra banka og at- vinnurekendur skortir reiðupen- inga. En seðlabankarnir mega ekki veita lán nema gegn veði í sjer- stökum verðbrjefum. Og haridhaf- ar þessara verðbrjefa eru flestir þannig stæðir að þeir þurfa eklri á lánum að halda. Hoover liefir nú gripið ti’l þeirra úrræða að stofna nýjan banka sem ekki er bundinn við hin ströngu ákvæði um lánveitingaskilmála seðlabankanna. Þessi banki fær 500 miljónir dollara til yfirráða. Ráð- stafanir Hoovers miða að því, að skapa einkabönkunum greiðari að- gang að lánum, efla aðstöðu þeirra og auka traustið á bönkunum og um le.ið að reisa skorður við gull- straumnum frá Bandaríkjunum. Þar að auki virðist Hoover stefna að því að auka peningamergðina og skapa þannig ,,inflation“, þ. e. a. s almenna vöruverðhækkun eins og Me Millon-nefndin í Englandi lagði til í sumar .En á þessu stigi málsins verður ekkert um það sagt, hvernig þetta muni takast. Menn liafa lengi búist við, að Hoover muni koma fram með nýjar tillögur viðvíkjandi stríðsskuldun- um og hernaðarskaðabótunum. En Iloover vill auðsjáanlega tala fyrst við Laval, stjómarforaeta Frakka. Laval er á leið til Ameríku, þegar þetta er ritað. Gengislækkun pundsins og Norð- urlandakrónanna hefir þegar vald- ið miklum vandræðum í Frakk- landi. T. d. má nefna að Frakk- landsbanki hefir t.apað 2000 miljón um franka vegna gengislækkunar enskra víxla og seðla, sem Frakk- landsbanki hefir undir. höndum. Enn fremur skaðar gengislækkunin utanríkisverslun Frakka. Og þar að auki veldur framtíð dollarsins Frökkum miklum áhyggjum. Eins og þegar hefir verið minst á, óttast margir í Frakklandi, að Banda- ríkjamenn neyðist til að nema gull- innlausnina úr gildi. Og það mundi valda stórkostlegu efnahagslegu hruni í FrakMandi. Alt bendir til þess að Frakkar vilji slaka eitthvað til í skaðabóta- utálinu og peningamálunum yfir- leitt, jafnvel einnig í afvopnunar- málinu, en þó vafalaust ekki skil- yrðis'Iaust. Ymsar fregnir hafa bor- ist um það, hvaða tillögur Laval muni leggja fyrir Hoover. En fregn irnar eru svo óábyggilegar, að UTSALA Þrátt fyrh’ alt innflnlningsbanii tsyrjar okkar áriega kanst-átsala á morgnn, mánnáaginn 2. nárember, og verfla þá all- ar rfirnr Torslnnarinnar setdar með mitlnm afslætti, og margt með sjer- stðkn tækifæriSTerði. Nn ættn allir, »em eittbrað þnrfa að kanpa af Tefnaðarrðrn og tilbnnnm fatnafi að birgja sig npp Virðingarfyllst. Maiteifln Einarsson k Go menn vita í rauninni ekkert um til- lögur Lavals fyr en hann og Hoo- ver hafa talast við. Kliöfn í október 1931. P. Reykiavíkurbrjef. 31. okt. Af útveginum er það helst að frjetta síðustu viku, að ís- fiskmarkaður hefir verið slæm- ur í Englandi — afleitur á íöstudag, þá markaður yfirfull- ur — en í Þýskalandi seldi Gull toppur þá fyrir 25 þús mörk. Um verðbreytingar á fiski er ekkert ákveðið að segja að þessu sinni. —- Fisksölusam- lögin í Vestmannaeyjum og hjer í Reykjavík hafa nú ráðið Ólaf Propþé til þess að standa íyrir útflutningi á fiski samlag- anna, og sigldi hann áleiðis til Spánar um síðustu helgi til þess að vinna þar að fisksöl- unni. Kosningaósigur sósíalista í Englandi hefir undanfarna daga verið hjer mesta umræðuefnið. Sigur þjóðstjórnarinnar var meiri en bjartsýnustu fylgis- menn hennar dreymdi um. — Tæplega fimti hluti af þeim þingmönnum verkamannaflokks ins, sem snerust gegn Mac Don- ald, náðu kosningu. Hinn geypilegi ósigur hinna ensku sósíalista hlýtur að fá á- kaflega víðtæk áhrif. Hann er svo lærdómsríkur. Þeir menn flokksins, sem mesta hafa út- sýn yfir fjármál og hag þjóð- Síra fhmnar Benediktsson endurtekur erindi sitt um kristilegt barnauppeldi og nýja kverið, í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg í dag kl. 4 síðd’egis. Húsið opnað kl. 3y2. Aðgöngumiðar seldir við innganginn og kosta 1 kr. arinnar, þeir Mac Donald, Snow den og nánustu fylgismenn þeirra, víkja af alfaraleið sósí- alista og fallast á eða bjóða þátttöku í samvinnu við aðra stjórnmálaflokka við víðtækt viðreisnarstarf. Hinir ,,rauðari“ í liði þeirra reyna að stimpla þessa forystumenn sem svik- ara. Svikarauppnefnið á þeim Mac Donald og Snowden hrín ekki við þá, því það er aug- ljóst, að gerðir þeirra stjórnast af umhyggju fyrir alþjóðarheill. Þegar þeir þurftu að velja um, hvort þeir ættu að meta meira, þjóðai'heill eða flokksheill, kusu þeir heldur að standa þjóðar- megin. Foringjarnir, sem völdu þá leið, að hamra á sósíalistiskum slagorðum og loka augunum fyrir nauðsyn viðreisnarstarfs- ins, hafa fengið sinn dóm hjá ensku þjóðinni. Tíu fyrverandi ráðherrar sósíalistastjórnarinn- ar lágu í valnum eftir kosning- arnar. Síðan Bretinn hristi af sjer % af sósíalistaþingmönnuhum í einu, er sú trú bráðdauð, og verður ekki endurvakin, hvorki í Englandi eða annarsstaðar, að sósíalistahreyfingin í heiminum sje sterk hreyfing og vaxandi.. Hún er það ekki lengur. Hjer úti á íslandi skrifa fá- fróðir menn og skammsýnir í blað eins og Alþýðublaðið. Þar hefir Mac Donald verið úthúð- að fyrir flokkssvikin! Þar var þeirri skoðun haldið fram, að íorsætisráðherra Breta hefði skilyrðislaust átt að fylgja meiri hlutanum af þingmönn- um flokks síns, enda þótt það væri gegn sannfæringu hans. Þess konar er pólitískur þroski íslenskra sósíalista. ,,Allt fyrir flokkinn“, segja þeir. Nú er það komið á daginn, að meðan sú stefna ríkti í hin- um óskifta flokki sósíalista í Englandi höfðu þeir á tiltölu- lega skömmum tíma, leitt hið breska heimsveldi í heljarþröm f.iárhagslegs sjálfstæðis. Má af því leiða getum að, hve ljett verk og fljótlegt það er fyrir sósíalistiska angurgapa, að eyða því litla bolmagni, sem hin líttreynda og miður efnum búna íslenska þjóð hefir haft yfir að ráða fyrst England þoldi ekki lengur sósíalista- stjórnina. Með degi hverjum koma í ljós fleiri og fleiri agnúar á innflutningshöftunum. Þau aug- lýsa landið út á við eins og það hangi á horrim óviðráðanlegra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.