Morgunblaðið - 01.11.1931, Side 9
Sunnudaginn 1. nóvember 1931.
9
íannlögin nýju.
Rceöa fHagnúsar lónssonar alþm.
í Uaröarfjelaginu föstuöaginn 30. okt.
Ástæður t.il haftanna.
Ástæður til þess, að stjórnin
hetir nú gripið til þess, að setja
hjer á innflutningshömlur í lík-
ing við það, sem reynt var á ár-
unum eftir ófriðinn mikla, eru
mönnum nú kunnar. Greiðslu-
jöfnuður við útlönd hefir verið
svo geysilega óhagstæður, að
alt er að komast í vandræði og
-örþrot. Jeg vil nefna þar sem
dæmi hag Landsbankans út á
við síðustu árin: Árið 1928 á
hann inni í árslok, 11,7 milj.;
í árslok 1929 9,6 milj.; í árs-
lok 1930 0,1 milj eða tæp 100
þúsund; og nú skuldar hann,
eftir síðasta reikningi, 30. sept.
8,25 miljónir, og má þá vita, að
hann verður í verulegri skuld
um áramót, segjum t. d. 3—4
miljónir. Þetta er þá jöfn hreyf-
ing niður á við frá 1928 um alls
h. u. b. 15 miljónir. Og þó er
þessi raunasaga ekki öll sögð
með þessu, því að inn í þennan
greiðslujöfnuð blandast stór-
kostlegar lántökur erlendis. —
Þeim, að frádregnum afborgun-
um sömu ár, má bæta við þessa
fjárhæð. Árið 1930 tók stjórn-
in þrjú lán, samtals 13,8 milj.
Þetta hefir þá komið sem lag-
færing á greiðslujöfnuðinum og
má bæta meginparti þess við,
segjum t. d. 12 miljónum. Verð-
ur hrunið þá um 27 miljónir á
þessum árum.
Er þá ekki furða þó að í erf-
iðleika sje komið líkt og 1920,
og þó að þeim mönnum, sem
altaf ganga með plástra og
önnur skottulæknameðul í vas-
anum, finnist að nú sje komið
tækifærið að sýna list sína.
Rannsókn á sjúkdómum.
Áhyggjuefnið er ærið. Það er
enginn vafi, að viðskiftalíkam-
inn er sjúkur. En þá er áríð-
andi, að reyna að grafast f.vrir
um meinið, því að það er eina
vonin um lækning. Skottulækn-
ar gera það sjaldan. Þeir láta
sier nægja yfirborðs kák, kalla
sjúkdómana innanmeinsemd,
tak eða ðörum álíka almenn-
um nöfnum. Og sama er hjer
um haftamennina. Þeir einblína
á greiðsluhallann, hlaupa það-
an yfir í verslunarhallann og
skella svo þeim plástri á sjúkl-
inginn, að banna innflutning.
En þeim dettur ekki í hug
að athuga, hvort hinn óhag-
stæði greiðslujöfnuður eigi sjer
ekki aðrar og dýpri rætur, þann
ig að innflutningur umfram út-
flutning sje í raun rjettri að
eins sjúkdómseirkenni. — Mjer
finst innflutningshömlur sem
lækning, ekki ósvipuð aðferð
eins og hjá slökkviliðsmönnum,
sem sæi loga standa út úr
glugga á húsi og dældu í ó-
sköpum vatni í logann, en
skeyttu ekki um það, að kom-
ast að upptökum eldsins. Hvor-
ugt getur tekist, að slökkva eld
með því að dæla vatni í log-
ann, nje hitt, að lagfæra
greiðsluhaila með innflutnings-
hafta-káki eins og því, sem hjer
er tii stofnað.
Saga.
Það er ekki eins og við sjeum
neinir nýgræðingar í haftapóli-
tíkinni, og er sannast að segja
ótrúlegt, að menn skuli ekki
reyna eitthvað annað, með þá
reynslu, sem við höfum. Vil jeg
að eins drepa á þá sögu hjer,
því að reynslan er allt af merki-
leg röksemd með eða móti
hverju máli.
Jeg ætla nú ekki að taka hjer
höft og hömlur ófriðaráranna,
því að þá var oft ekki um ann-
að að ræða sakir beinna fyrir-
skipana. Innflutnings- og út-
flutningsnefndirnar frá 1918
voru partur af þessu skemti-
lega dóti frá þeim árum, verð-
lagsnefndir, seðlafargan og alt
það tilstand. Það hlýtur að hafa
verið yndislegur tími fyrir hafta
mennina, ófriðartíminn, að geta
lagt þessar blessandi læknis-
hendur á meinin, og sjá þau
hjaðna, en haldast þó allt af,
svo að engin hætta var á, að
læknirinn yrði nokkru sinni ó-
þarfur. Jeg ætla ekki að tala.
um þetta. En með 1920 byrjar
ballið. Þá varð, eins og kunn-
ugt er, mesta greiðsluþrot hjá
íslandsbanka, sem þá var seðla-
bankinn og sú stofnun, sem átti
að annast gjaldeyrisverslunina.
— Undir eins var þotið í inn-
flutningshöft, — byrjað að
sprauta í logana. Aukaþingið
1920 setti lög um heimild fyrir
ríkisstjóimina til að takmarka
eða banna innflutning á ó-
þörfum varningi. Þau eru nr. 1
frá því ári, 8. mars, og það
eru þessi lög, sem hin nýfædda
reglugerð er bygð á. Þessi lög
eru ákaflega stutt og einföld.
Þau eru lítið lengri en fyrir-
sögnin. Pjetur Jónsson var þá
atvinnumálaráðherra. Þá kom
og fram á þinginu frumvarp um
skipun peningamálanefndar,
sem átti að hafa hemil á aur-
unum, að þeir fyki ekki allir út
í veður og vind. Það var nóg af
plástrum og stólpípum á lofti
til þess að lækna sjúklinginn.
En peningamálanefndin var af-
greidd með rökstuddri dagskrá,
þar sem stjórninni er gefið und-
ir fótinn um að hefjast handa
með bráðabirgðarlögum, ef
henni finnist þurfa, og auðvitað
fanst henni þess þurfa.
Ir.nflutningsnefndin 1920—’21.
11. mars 1920 var svo skip-
uð innflutningsnefndin sæla,
eða viðskiftanefnd, eins og hún
hjet á rjettu lagamáli. 1 henni
voru þeir Hallgrímur Kristins-
son, Jes Zimsen, Hannes Thor-
steinsson, Ludvig Kaaber og
Oddur Hermannsson. — Næsta
dag var svo gefin haftareglu-
gerð, 12. mars 1920.
En meiri plástra þurfti, og nú
gaf stjórnin út bráðabirgðalög
15. apríl og reisti svo á þeim
:ýja reglugerð um hemil á pen-
gum 26. apríl. Meðal annars
máttu þeir, sem með skipum
fóru, ekki fara með peninga
jnema undir eftirliti. Og nú var
alt í í'ullum gangi.
Þegar þingið 1921 kom sam-
an, voru skíþaðar viðskifta-
nefndir í báðum deildum og
gengu þær svo saman í sam-
vinnunefnd. Þegar bráðabirgða
lögin komu fyrir þingið, var
þeim þunglega tekið. Eg man
eftir þessu, því að það v&r á
fyrsta þingi, sem eg sat á. Jón
Þorláksson varð framsögumað-
ur nefndarinnar og hún lagði
til að fella bráðabirgðalögin úr
gildi, og þar með alla spila-
borgina, reglugerðina, nefndina
og „alt það heila“. Þetta gerði
þingið, og það svo rækilega
að 22 atkvæði voru á móti
frumvarpinu en ekkert með.
Nefndin hafði starfað um
það bil eitt ár, og ljet eftir sig
dæmalausan bunka af skjölum
og skilríkjum. En erfitt var að
koma auga á annan árangur
af starfinu. Verðfall var að
verða á erlendri vöru, og sann-
aðist, að innflutningshömlurn-
ar höfðu haldið verðinu hjer
heima uppi ef nokkuð var. Það
stóð svo aftur í vegi fyrir lækk-
uðum tilkostnaði við framleiðsi
una. En á hinn bóginn voru ein
staka menn svo lægnir að ná
sér í innflutningsleyfi, að sum-
ir áttu ,,upplag“ af þeim þegar
nefndin hætti að starfa, að því
er eg hef heyrt.
Heimildarlögin stóðu eftir.
Þegar bráðabirgðalögin voru
feld úr gildi, og það var sann-
að, að innflutningshöftin voru
kák eitt, en að ástandið var að
batna af eðlilegum ástæðum,
sparnaðarviðleitni og minkandi
dýrtíð, og heilbrigðara mati á
peningum, vildu sumir, og eg
held þó einkum við Jakob
Möller, óvægir láta afnema
sjálf heimildarlögin líka. Bar
Möller fram frumvarp um það.
En nefndin stóð á móti. Hún
vildi lofa þeim að haldast „fyrst
m sinn“ . .. „með því skilyrði,
að „óþarfur varningur" í þeim
lögum merki einungis óþarfar
vörutegundir, en alls ekki nauð-
synlegar vörutegundir, þótt
landsstjórninni þyki óþarft að
flytja þær inn“. Nefndin rjeði.
Frumvarp Jakobs komst ekkert
áfram, og af því höfum við nú
sopið seyðið.
En þegar bráðabirgðarlögin
höfðu verið feld, leit stjórnin
svo á, að þingið væri með því
að tjá sig móti höftunum og
ljet nefndina hætta. Hafði ver-
ið spáð ógurlegu flóði yfir land
ið af allskonar glysi og ó-
þarfa, en þegar til kom varð
ekki nokkurrar minstu breyt-
ingar vart. Það voru sem sje
allt önnur öfl en höftin og
nefndin, sem höfðu dregið úr
innflutningnum, það var mink-
uð kaupgeta, von um lækkandi
verðlag og annað það, sem að
jafnaði kemur og jafnan þess-
ar misfellur.
Reyndar hafði stjórnin gef-
ið út reglugerð 31. mars 1921
til þess að landið færi ekki al-
veg í hundana. Þar voru bann-
» |
•ar nokkrar vörutegundir. En :
enginn sá þeirrar reglugerðar
merki ef litið var í búðar-
gluggana hjer í bænum.
Á næsta þingi 1922 voru
kosnar viðskiftanefndir sem
gengu saman í eina samvinnu-
nefnd, 12 menn úr báðum
úeildum. Hún hafði meðal ann-
ars Spánarmálið og viðskifta-
höftin til meðferðar. Meiri
hluti nefndarinnar bar sem sje
frám haftafrumvarp að ósk
stjórnarinnar (Klemenzar Jóns
sonar). En meiri hlutinn tók
sig saman og ritaði óbeðið
’nefndarálit á móti, og hafði
jeg þann heiður að standa fyr-
ir því tiltæki. Fjekk jeg þá
gott tækifæri til þess að sjá
hvílíkt rokna hjegómamál
þessi innflutningshöft voru.
Tókst okkur að eyða málinu. I
þessu frumvarpi voru ekki að-
eins taldar upp bannvörur, og
sett á laggirnar ný nefnd, held
ur átti nú aftur að setja hömlur
á peningaverslunina og skipa
verðlagsnefnd.
Síðustu fjörbrot haftastefn-
unnar.
Svona gekk það um stund.
En svo eftir árið 1923, þeg-
ar alt var komið á bólandi kaf
hjá Tímastjórninni, keyrði hún
í andarslitrunum frá sjer nýja
haftareglugerð, 14. mars 1924,
sem var mjög víðtæk. Skömmu
síðar andaðist svo þessi stjórn
og Ihaldsflokkurinn tók við.
Reglugerð þessi var þá afnum-
in með annari mildari frá 7.
maí. En hvað um hana varð
veit jeg ekki. Jeg veit bara
það, að báðar þessar reglugerð
ir voru kák eitt. Og verðtoll-
urinn kom svo og svelgdi þenn-
an gorkúlugróður upp í sig.
Hefir ekki heyrst um þetta síð
an í 7 ár, og hjeldu víst allir,
að heimildarlögin væri prðin
sjálfdauð, þegar þeim var allt
í einu gefið líf og kraftur með
reglugerðinni um niðursoðnu
eggin o. fl. frá 23. október
1931.
Við höfum þá litið hjer yfir
fjögurra ára haftasögu, og hún
hefir sannað þarfleysi og gagns-
leysi innflutningshafta. — Er
þá best að snúa sjer að því,
að athuga, hvers vegna svo
fór og svona fer og svona hlýt-
ur að fara um ráðstafanir eins
og þessa.
Innflutningurinn ekki eina or-
sökin.
Fyrst er þá á það að líta, að
innflutningurinn er ekki nema
einn af þeim liðum, sem til
greina koma, þegar athuga skal
greiðslujöfnuð eða greiðsluaf-
komu. Hjer koma til greina að
minsta kosti tvö önnur atriði,
sem taka verður með í reikning-
inn. Annað atriðið er Otflutn-
ingurinn. Ef jeg væri á annað
borð trúaður á það, að vera sí
og æ með löggjafar- og reglu-
gerðarsvipuna á lofti til þess að
ala atvinnuvegina og viðskifta-
lífið upp og hjeldi að þetta
þroskaðist best í höftum og
fjötrum, þá mundi jeg byrja
mina uppeldisstarfsemi á út-
flutningnum. Hann er fyrst og
fremst einfaldari, að því leyti,
að við hann fást færri og vör-
urnar eru stórbrotnari. Ráð-
stafanir þar gætu því borið
heilsteyptari árangur. Núna t.
d. er það bág sala á útflutn-
mgsvörum okkar, sem veldur
ákaflega miklu um afkomuna.
En jeg sagði ef — ef jeg hefði
trú á þessum lækningum — en
jeg játa, að jeg hefi hana ekki
mikla. Þó álít jeg, að þetta sje
mikið og merkilegt rannsókn-
arefni, og því verður ekki neit-
að, að það heyrast mjög mikl-
ar raddir um það, að t. d. fisk-
sölunni hafa verið spilt með of-
líti’I: samvinnu milli útflytj-
andanna, og með því að demba
fiski í umboðssölu til suður-
landa. Jeg segi þetta að eins
til þess að sýna, að hjer er um
atriði að ræða, sem er að minsta
kosti jafn-mikilsvert og hitt.
Ósýnilegar greiðslur.
Og svo kemur til greina það,
sem kallað er „ósýnilegar
greiðslur“, en það eru þær
greiðslur, sem hvergi komá á
verslunarskýrslur, þær greiðsl-
ur, sem valda því, að greiðslu-
jöfnuðurinn verður miklu óhag-
stæðari en verslunarjöfnuður-
inn.
Hjer koma fyrst og fremst
til greina allar greiðslur af
skuldum okkar við önnur lönd,
vextir og afborganir. Alt þetta
fje verða bankarnir að yfirfæra,
það verður að greiðast, og kem-
ur fram í greiðslujöfnuðinum,
en sjest ekki á neinum skýrsl-
um um innflutning og útflutn-
ing. Og þetta er ekkert smá-
ræði.
Skýrslur um skuldir við út-
lönd eru því miður ekki til nýrri
en frá 1928. Þær hafa verið
þessar, eftir yfirliti Hagstof-
unnar:
1925 .... 33,8 miljón
1926 .... 37,4 —-
1927 .... 41,1 —
1928 .... 42,0 —
Hverjar þær eru nú, veit jeg
ekki. En þær hljóta að vera
orðnar miklu meiri en þetta.
Skuldir þær, sem ríkið er skrif-
að fyrir eru líklega um 41 mil-
jón. Skuldir kaupstaða voru
1928 liðl. 5 milj. og eru senni-
lega enn svipaðar. Skuldir bank
anna eru: Enska lán Lands-
bankans frá 1924 tæpar 3 mil-
jónir. — Yfirdráttarskuld hans
verður um áramót 3—4 miljón-
ir eftir því, sem jeg giskaði á
áðan. Útvegsbankinn skuldar
nú í yfirdrætti um 11/2 miljón.
Segjum að sú skuld verði mil-
jón. Þá skuldar hann trygging-
ar fjeð 4,5 milj. Skuldir ein-
staka fyrirtækja, Eimskipafje-
lags Islands, botnvörpungafje-
laga, einstakra manna o. fl. eru
taldar 1928 5,2 milj. og verða
ekki minni nú. Verð jeg meira
að segja að telja þetta allt of
lágt, jeg býst við að þetta liggi
nær 10 miljónum, ef laus lán
öll kæmu til reiknings. — Þetta
alt verður um 68 miljónir. Jeg
þori náttúrlega ekki að segja
um þessa áætlun, því að mig
vantar skýrslur, og þær kvað
ekki vera til. En ef þetta er
nærri lagi, þá er hjer ekki um
smáræðis lið að ræða. Setjum
svo, að af þessu greiðist upp
og ofan minnst 6% vextir. Það