Morgunblaðið - 20.12.1931, Síða 10
10
MO RGU N B L.AÐ IÐ
--■■■■ ■..........
;-VV:: i:i
Þurkun Zinaersee
í Lesbók Moi'gunblaðsins hinn 8. nóvember, er grein um hið mikla mannvirki Hollendinga,
]mrkun Zuidersee, sem nú er a'5 kolivarpast vegna þess livað það verður kostnaðarsamt. Það var
byrjað á þessu verki árið 1924, og hefir það kostað mörgum sinnum meira, heldur en áætlað var upp-
haflega, og nú er gert ráð fyri: að það muni alls kosta 1 þg miljard gyllina. — Myndin hjer er af
hinum mikla vörslugarði, sem átti að loka flóanum og ná milli Príslands og Norður-Hollands.
Á vörslugarðinum er bílvegur og tvísporuð járnbraut, og átti hann þannig jafnhliða að greiða
fyrir samgöngum milli þessara landshluta.
Þetta hefir verið hlutverk „hins
hvíta manns“, út í heiminum. Nú,
þegar alt er vel komið á laggirnar
er Bretum þakkað fyrir vel unnið
starf — ef þakklætið gleymist þá
ekk{ — og þeim sagt, að nfnjgeti
þeir horfið heim til sín.
Mennin ga-rstarf Breta í heimin-
uin er ómetanlegt, margþætt og
mikilfenglegt. Viðreisn Bgypta-
lands er þeirra verk. Þeim er að
þakka að Indverjar geta staðið á
eigin fótum. Og þannig mætti
lengi telja — marga syni nefna,
sem nú þurfa. ekki lengur á hand-
ieiðsíu hinnar öldruðu móður að
halda.
Þegar neimsveldið breska líður
undir lok, er forusta Norðurálfu
í heiminum úti. Seinna meir get-
ur menn furðað á því, hve lengi
yfirráð Evrópu heldust við lýði
— þessa litla skaga vestur iir meg-
inlandi Asíu.
Ameríku alla lögðu Evrópumenn
undir sig, og eins Astralíu, og
mikinn hluta af Afríku. Vísindi
Norðurálfunnar hafa rutt sjer til
rúms um heim allan, og tækni sú,
er á þeim byggist.
Alls staðar þar sem blökku-
þjóðir hafa getað komið málum
sínura í gott horf, hafa þær tekið
sjer Evrópuþjóðirnar til fyrir-
myndar. Og floti Breta hefir hald-
ið uppi friði og reglu á úthöf-
unum.
En hvað tekur við þegar yfirráð
Evrópu yfir heiminum fjara út!
Ekki verður það kyrstaða. Því í
liinni sífeldu samkepni og viðskift-
um þjóðanna, á sjer engin kyr-
staða stað. Engin þjóð stendur í
stað, alira síst heimsálfa. Þar gild-
if reglan, „a.nnað hvort aftur á
bak, ellegar nokkuð á leið.“
(Lauslega þýtt).
Eínar Sigfússon
fiðluleikari.
Smæiki.
TTngfrú Soffía: Ilver hefir brot-
ið stóra spegilinn!
Móðir hennar: Hann pabbi þinn
gerði það. Óþokkinn hljóp á bak
við spegilinn þegar jeg fleygði
pressujárninu í hann.
Einar Sigfússon íiðluleikari,
sonur Sigfúsar Einarssonar
tónskálds, er nýkominn heim
frá útlöndum, og hefir í hyggju
að halda hljómleika á þriðja í
jólum (sunnudaginn 27. des.)
i Nýja Bíó.
Tíðindamaður Morgunblaðs-
ins hefir hitt hann að máli og
spurt hann um ýmislegt við-
víkjandi námi hans og list.
— Hvað er langt síðan þjer
'fórúð að heiman?
— Jeg fór hjeðan sumarið
1927; hafði þá áður byrjað á
fiðlunámi . hjá Þórarni Guð-
'mundssyni. Jeg fór fyrst til
' Hafnar og þar bjó prófessor
Anton Svendsen mig undir inn-
tökupróf í kgl. tónlistarskól-
ann, og var hann síðan aðal-
kennari*minn þau þrjú ár, sem
jeg stundaði nám við skólann.
Þegar jeg hafði lokið 3. árs-
prófi fór jeg til einkakennara,
Gerhard Rafn, sem hefir mikið
orð á sjer í Höfn sem fiðlu-
kennari.
— Er fiðlan ekki erfitt hljóð-
færi viðfangs?
— Jú, líklega það erfiðasta,
sem til er. En hún er dásam-
leg — einn af þeim fáu hlut-
um í veröldinni, sem er full-
kominn.
— Hvað eigið þér við með
því ?
— Þrátt fyrir allar vísinda-
legar framfarir á seinustu öld-
um, og alla nútímans „teknik“,
hefir ekki tekist að smíða betri
fiðlur en fyrir 300 árum, jafn-
vel ekki eins góðar. Það hefir
með öðrum orðum ekki verið
hægt að gera á þeim neina
breytingu til bóta.
— Hvað ætlið þjer að leika
þriðja jóladag?
— Gamal-klassíska sónötu
(eftir Hándel), ný-klassíska
(eftir Mozart), rómantíska
(eftir César Franck) og Cia-
conna eftir Vitali. Mjer er ó-
hætt að fullyrða að þetta eru
íalleg verkefni, en úr hinu
verður reynslan að skera, hvern
ig mjer tekst að fara með þau.
— Mig langar til að geta þess
um sónötuna eftir C. Franck,
að alment er álitið, að með
henni hafi frakknesk tónlist
af því tæi náð hámarki sínu.
— Er nokkuð af „bravúr-
númerum" í þessu — „fyrir
fólkið“?
— öll fögur tónlist er eða
verður „fyrir fólkið“, en „brav-
úr-músík“ vil jeg ekki kalla við
fangsefni mín að þessu sinni.
Mjer finst þau of göfug tónlist
til þess. Seinna gefst mjer von-
andi tækifæri til að leika eitt-
hvað, sem fremur mætti kalla
því nafni, þó að þesskonar tón-
list sje mjer reyndar ekki jafn
hjartfólgin og hin.
— Hvað ætlið þjer að verða
hjer lengi?
— Mig langar til þess að
komast eitthvað út i heiminn,
til þess að læra meira. En það
er nú — því miður — komið
undir atvikum, sem jeg ræp
ekki yfir nema að nokkru leyti.
Einar er mjög prúður maður
og yfirlætislaus. Það er trúa
mín, að þá sem hljómlist unna,
langi til þess að kynnast hon-
um og list hans. Á.
8|Br!ð svo vel
að skoða sýninguna af okkar ódýru og fögru
LAMPASKERMUM.
Bestu og hentugustu Jólagjafirnar!
Imgólfshvali 1. hæð.
swítoip
Utun
34 ^imit 1500
Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant etarfsfólk. —
10 ára reynsla.
Oft er þDrf en nfl er nnuðsyn
S*- að nota það sem Innlent er.
-WiREIHN FBAIBLEIBIB:
KRISTALSÁPU, STANOA8ÁPU, HANDSÁPUR,
KERTI, SKÓÁBURÐ, OÓLFÁBURÐ,
FÆOILÖG, BAÐLYF, VAGNÁBURÐ.
HREINS vörur eru jafngóðar erlendum og ekki dýr-
ari og er því sjálfsögð skylda landsmanna
að nota þær.
Munið að taka það fram þegar þið kaupið ofangreind-
ar vörutegundir, að það eigi að vera HREINS vörur.
1000 nm jðlagfafa
úr að velja, fyrir lionur og karia, unga og gamla. T. d. Matar- og
Kaffistell og ýmiskonar postulín. 2 og 3 turna silfnr og silfurpleft;
7 gerðir í miklu úrvali. Japan-vörur ýmiskonar. Bursta-, Saum-,
Skrif- og Naglasett, Dömutöskur og Veski, nýtísku. Jólatrje. —
Kerti — Spil — Jólatrjesskraut. — Barnaleikföng,>allar mögulegar
tegundir og ótal margt fleira.
Flest með gamla, lága verðinu.
K. Elnarsson & Bjðrnsson.
Bankastræti 11.
h M. Smith. Uo.
Aberdeen.
Trawler Owners.
Fish Huctioneers.
Drafts with sales daily.
Telegrams: AMSDIITH, Aberdeen.