Morgunblaðið - 20.12.1931, Síða 14

Morgunblaðið - 20.12.1931, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Númer eitt á ísl. framleiðsla að vera ir íslensknm einnm. Lítið á sýningu okkar í glugganum í dlag, hvað við erum samkeppnisfærir á öllum svipum sem kjötiðnaði tilheyrir, hvað verð, gæði og fjöl- breytn^. viðkemur. Allar húsmæður, sem vilja hafa fallegt og hátíðlegt jólaborð, ættu að kynna sjer jólasýningu okkar sem er að eins lítið sýnishorn af vörum okkar, allur iðnað- ur er list í rjettra manna höndum. W Komit sjáið eg dæmið. Hltítuerslunln. Uestumtítu 16. Benedikt B. Bnðmnndsson & Go. son sinn, tók liann trjeskóna í Diönd sjer, gekk að vöggunni og laut niður að smábaminu. Ný- fædda barnið fór að grenja. Þá mælti sá blússuklæddi: „Hvorfor græder du min Dreng; Far er jo hos digV* Mjólkursendillinn þótti tala svo borginmannlega, að sagan komst á loft. Ovitinn þótti sem sje litlu bættari með hinn óvitann við hlið sjer. Saga þessi flýgur ósjálfrátt í bug manns, þegar vanmeta skepn- an, Jónas Jónsson, þykist vera að tala kjark í þjóð sína. Því hverra vaiidræði getur hann bætt, á þess- um tímum ? Hann, sem enn í dag liefir enga þekking sýnt í fjármálum —- nema þá að sóa og útbýta bitlingum, og ekki hefir meira vit á atvinnumálum þjóð- arinnar, en álfur út úr hól. Þegar þessi maður, með stórlæti sínu í eyðslunni, og tátlausri of- spkn á hendur miklum hluta af atvinnureliendum þjóðarinnar, er að sigla atvinnurekstri (sbr. Síld- areinkasöluna), og fjármálum landsmanna í strand, þá kemur þessi puði fram á ritvöllinn og þykist hafa einliver bjargráð. „Hvorfor græder du“, sagði sá blússuklæddi á trjeskónum. Hingtfðindi fiskideilda Sunnlendingaf jórðung. Fyrir nokkru var hjer hald- ið fjórðungsþing fiskideilda Sunnlendingafjórðungs. Þessir fultrúar mættu á þinginu: Fyrir Akranesdeild: Ól. B. Björnsson Akranesi (forseti), Kristmann Tómasson. Fyrir Eyrarbakkadeild Bjarni Egg- ertsson, Jón Helgason. Fyrir Keflavíkurdeild, Valdimar Krist mundsson, Jóhann Ingvason. Fyrir Stokkseyrardeild, Jón Sturlaugsson, Friðrik Sigurðs- son. — Hjer skal stuttlega minst nokkurra þeirra mála, er rædd voru á þingi þessu: Stokkseyrarsund. Tillaga svo- hljóðandi frá Bjarna Eggerts- syni var samþ. í einu hljóði: Fjórðungsþingið skoi'ar á Fiskifjelagið að veita 2000 kr. úr sjóði sínum til fi-amhalds lögunar á Stokkseyrarsundi. Bátur í Þorlákshöfn. Fram- sögum. Friðrik Sigurðsson. Til- laga var samþ. um að fjórð- ungsþingið veitti kr. 200 ef með þarf, til þess að gera við bát sem er í Þorlákshöfn, eða til að kaupa nýjan bát, með því skil- yrði, að Slysavarnafjel. leggi til björgunarbelti, er fylgi bátn- um, svo mörg er þurfa þykir, og Ölfushreppur annist viðhald bátsins og áhaldanna. Vitamál. Tillögur um þau. Þessar samþyktar: 1. Skorað á vitamálastjóra að beita sjer fyrir vitabyggingu a Þorlákshafnarnesi og Lofts- staðahól. 2. Skorað á Fiskifjel. að beita sjer fyrir byggingu innsigling- arvita í Krossvík Ákranesi. 3. Skorað á vitamálastj. að beita sjer fyrir að viti í Vog- um, Vatnsleysuströnd, verði tekinn í vitakerfi landsins, og reistur hið bráðasta. Keflavíkurbryggja. Þingið skoraði á Fiskifjel, að veita fje til að koma upp ljósum á bryggju í Keflavík, og setja þangað bjarghringi og línu- byssu til afnota. Um fjárhagsvandræðin. Eft- ir nokkurar umræður um nú- verandi f jármálaástand voru samþykktar eftirfarandi áskor- anir til Fiskifjelagsins: a) að það hlutist til um það við Alþingi, að sett verði lög, sem heimili bönkum og láns- stofnunum, þegar um knýjandi nauðsyn er að ræða, og þar sem því verður við komið, að fresta afborgun skulda um eitt ár í senn, sem stofnað hefir verið til, vegna framleiðslu landsmanna. b) Að feldur sje niður verð- og vörutollur hráefna, er nota þarf til framleiðslu. c) Að komið verði á fót láns- stofnun fyrir smábátaútveginn, sem veiti hagkvæmari lán til reksturs hans, en nú eru fáan- leg. Veðurfregnir. Skorað á Fiski- fjelagið að beita sjer fyrir því, 1 að veitt vei'ð helmingi meira f je | en hingað til, til birtingu veð- | urfregna. Stormfregnir tilkynn- 1 ist með símskeytum. Dragnótaveiðar í landhelgi. Svohlj. tillaga var samþ.: Fjórð | ungsþingið skorar á Fiskifjelag j ið, að hlutast til um það við | Alþingi, að breytt verði gild- ! andi lögum um bann gegn | dragnótaveiðj í landhelgi, á , þann hátt, að leyft verði að | veiða með dragnót í landhelgi frá 1. ágúst til 1. desember ár hvert. Enn fremur að allar inn anhjeraðssamþyktir um þetta efni, verði úr gildi feldar. Hafskipabryggja í Keflavík urhreppi. Framsögum. Jóhann | Ingvason. Reifaði hann málið, ! og lýsti erfiðleikum Suðurnesja I búa, vegna hafnleysis, var svohlj. till. samþykt: Fjórðungs þingið mælir sterklega með því: a) að næsta Fiskiþing veiti meðmæli sín til Alþingis um ríflegan styrk til þessa mann- virkis, b) að næsta Fiskiþing veiti styrk af því fje, sem það hefir til umráða næstu fjár- hagstímabil til byggingar haf- skipabryggju í Keflavíkur- hreppi. Gæsiubátur í Faxaflóa. Skor að á Fiskifjel. að hlutast til um að eftirlitsskip verði haft með smábáatflotanum í Faxaflóa 1. jan. til 31. mars ár hvert. Rætt var um að reisa þyrfti hús handa Fiskifjelaginu, of skorað á Alþingi að veita f,Ál. 1.00 þús. kr. á næsta ári til byggingar. Nokkur fleiri mál voru rædd á þingi þessu og tillögur sam- þyktar. Hið stærsta veð, sem nokkuru sinni hefir sett verið, fekk Metro- politan Life Insurance Co. nýlega. Það var stórhýsið Radio City í New York, sem var veðsett fyrir 65 miljón dollara láni. Þetta er hið stærsta einkalán sem nokkru sinni hefir tekið verið. Stærsta einkalán sem áður hafði verið tekið, var 27 miijónir dóllara og var með veði í stórhýsinu Empire Building í New York. Uppgangur Nazimanna Tebur Hitler bráðum völdin í Þýskalandi? Berlín í des. Undanfarið hafa fai'ið fram kosningar í smáríkjunum hjer í Þýskalandi og allar sýna þær óskaplegan framgang N/arista. Kommúnistar vinna einnig á, enda nota báðir flokkarnir sömu undirróðursaðferðirnar. Mála þeir eymd og neyð ríkisins sterk ustu litum, kenna Briining og sosialdemokrotum um hvernig komið er og hópa síðan upp lát- lausum loforðum um gull og græna skóga, komist þeir til valda (hvor fyrir sig náttúrlega) Þjóðin sjer hylla undir velmegun, fæði og klæði í kjölfari lýðskrum aranna og gengur í blindni til íylgis við þá. Framgangur Naz- ista er þó næsta ótrúlegur. I Hitler. Hessen, Mecklenburg og víðar, þar sem kosningar hafa farið fram í vetur, eru þeir orðnir langsamlega öflugasti flokk- urinn. Og engin tálspá er það, þótt sagt verði, að þeir myndi stjórn í Prússlandi eftir kosn- ingarnar, sém þar eiga fram að fara í vor. Og nýjar ríkiskosn- ingar boða sigur öfgastefnanna. En það þarf ekki einu sinni nýjar kosningar til þess að Hitler taki völdin. — Strax og þingið þýska verður kallað sam- an, og það getur orðið einhvern næstu daga, eh í síðasta lagi í febrúar, má ganga að því gefnu að smáflokkar þeir, sem styrkt bafa Briiningsstjórnina, fram til jiessa, gangi í lið með Nazistum og þýska þjóðernisflokkinum og þá eru Hitlersmenn Jiegar í meirihluta. Jeg gat þess að þýska þingið yrði ef til vill kallað sam- an einhvern næstu dagana, eða strax og nauðungar-tilskipunin, fjórða í röðinni, verður gefin út. Á henni er von 8. des. í tilskip- un þessari er farið fram á víð- tækar launalækkanir. Social- demokratar, sem eru öflugastir styrktarmenn stjórnarinnar, enda sterkasti flokkurinn í þing inu í bili, hafa lagst fast á móti Nylsamar lólagiaflr ÞvottaruIIur, Þvottavindur, Straujárn, Strauboltar, Kolakörfur, Ofnskermar, Straubretti, Reykborð, Mortel, Eldhúsvogir, Olíuvjelar, Gastæki, Farsvjelar, Kjötkvarnir, Hakkavjelar, Prímusar. JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN Nýkomið til iólagjafa: Skinnhanskar herra or’ dömu Skinnlúffur dömu og barna. Ullarvetlingar fyrir börn og fullorðna. Náttföt. Náttkjólar. Undírkjólar. Skyrtur og Buxur. Silkitreflar fjöldi teg. Silkislæður fjöldi teg. Vasaldútakassar fjöldi teg- Sokka- og Ermabandasett. Gamachiebuxur fyrir börn. Kveiisilkisokkarnir eftir- spurðu komnir og fjölda margt fleira í Austurstræti 1. flsg. G. Gunnlaugsson G GO. Ný bðk Eítirkomendxir eftir eigin vali. Þessa bók þurfa öll hjónaefni að lesa sem vilja ráða kynferði og tölu barna sinna. Fæst lijá bók- sölnm. Fallegir Tulipanar og Hyacintur fást daglega hjá Vald. Poulsen, Klappar- stíg' 29. Pantanir fyrir jólin komi sem fyrst, einnig skálar sem á að skreyta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.