Morgunblaðið - 20.12.1931, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.12.1931, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ jólamatur. Vjer viljum leyfa oss að minna heiðraða bæjar- búa á það, að svo sem að undanförnu erum vjer nú vel birgir af flestum þeim vörum, sem lostæt- astar þykja á jólaborðið. Höfum við til dæmis: Til miðdegisverðar: Hangikjötið fræga. Grísakjöt. Nautakjöt. Alikálfakjöt. Aligæsir. Dilkakjöt. Saxað kjöt Pylsur, m. teg. Til kvöldverðar: R j óm abússm j ör. Alls konar áskurður á brauð, innlendar vörur. Reyktur lax. Gaffalbitar o. m. fl. niðursoðið. Ostar, margar teg. Soðin svið o. s. frv. Ávextir nýir og niðursoðnir. Grænar baunir í dós- um og lausri vigt, og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Gerið svo vel að draga ekki innkaupin til síðustu stundar. Matarbúðin. Matardeildin Hjötbúðin. Laugaveg 42. Hafnarstræti 5. Týsgötu 1. l><>C^<>0<>CK>0<><C><><C><>000'C><><><>C><><>0<>000<>cí<><> HHolar. Sein reikníngsskil. í lögum þeim, sem síðasta Al- þing setti um Síldareinkasölu, var í 4. gr. svo fyrir mælt, að fyrir ■aðalfund 20.—30. apríl ár hvert skyldu lagðir endurskoðaðir reikn- ingar einkasölunnar fyrir næstliðið ár. Einkasalan hefir starfað fjögur ár, en reikningar og skýrslur hafa sjest að eins fyrir tvö þau fyrstu. Fyrirmyndin er sótt til rikisins sjálfs, því ríkisstjórnin gat ekki lagt landsreikninginn 1929 fyrir þingið 1931, fyr en undir þínglok. Hann var ekkí tilbúinn fyr. Og þegar hann loks kom, var hann bæði vitlaus og falsaður, svo þing- ið gat ekki samþykt hann. Skyldi einkasölunni ekki takast að endurspegla fyrirmyndina út í æsar? Einsdæmin eru ver&t. Rekstur Síldarverksmiðju ríkis- ins varð með þeim blóma árið 1930, að hún tapaði öllu andvirði síldarinnar og nokkurum tugum þúsunda að auki. Þó hún hefði cngan eyri borgað sjómönnnm og útgerðarmönnum, með öðrum orð- um: fengið alla síldina gefins, liefði hallinn samt orðið um 70 þúsund krónur. En þetta er ekki lecgnr eins- dæmi. Eftir bráðabir^ða eigna- reikningi Síldareinkasölunnar, mundi hún ekki eiga fyrir skuld- um þó hún hefði íengið alla sfld- ina gefins tvö síðast liðin sfldarár. Oeri aðrir betur! Tengdasonur Sfldareinkasölunnar. Þegar þeir hökluðu í Stjórnar- ráðinu gáfu Sfldareinokuninni dánarvottorðið, þurfiti áð velja menn til líkskoðunar. Eiga þeir meðal annars að nefna votta að benjum og lýsa vígsökum, því hin látna hafði á sjer mörg sár og stór. Þormóður er maður nefndur. IJann býr í Siglufirði. Þormóður t-r Njörður Framsóknar þar nyrðra og stendur fyrir blótum hennar. Hann var í þingum við Einokun- ina og stóð fyrir blgtk er Jónas helt síldarveitsluna frægu í Siglu- firði. Fleiri ástvinir Tímans hafa orðið hreistraðir nokkuð af síld- inni. Þormóður á tengdason hjer í Reykjavík. Það er einn af mjöl- sekkjafræðingum Sambandsins. Til hans komu þeir hökluðu og báðu jiann veita Einokuninni nábjargir. Fengu þeir honum lögfræðing tfl aðstoðar og sendu til Siglufjarðar. Þeir menn eru, sem telja, að kenna hefði átt þeim fjelögum að þekkja síld frá öðrum dýrum, áð- ur þeim var fengið þetta starf. En á það ber að líta, að Þormóður er maður síldarfróður og vel að sjer gjör um álla þá hluti, er að einokun lúta. Mun honum verða ljett verk að fræða tengdasoninn «vo, að hann fái skynjað, hver sár Einokunarinnar hafa að ben orðið. 1 ameríksku blaði stóð einu inni svolátandi augflýsing: — Sá, sem vill græða 1000 doll- ara áhættulaust, sendi mjer nafn sitt og heimflisfang, ásamt einum dollara. Mun jeg þá þegar skýra ^honum'frá hvernig hann á að fara að því og ábyrgist honum að vel gangi. Óteljandi voru þeir menn, sem vildu fá þetta heilræði, en aliir fengu svolátandi brjef i — Ef þú vilt græða 1000 doll- ara án áhættu, þá skaltu leita uppi 1000 aðra eins asna og þú sjálfur ert, og ef hver þeirra gefur þjer einn dollar, þá hefirðu eignast þúsund dollara. Það ábyrgist jeg. Hý barnabók. Louis Moe: Grisirnir á Svínafelli. Æfintýri með 20 litprentuðum myndum. Sagt hefir á íslensku, Bjarni i"J. Jónsson. Bókaverslun Guðm. .Gamalíelsson- ar. Það má eflaust fullyrða, að enginn listamaður erlendur er jafn-kunnur íslenskum börnum og unglingum, sem Louis Moe. Teiknimyndir hans úr blöðum og barnabókum hafa notið meiri vinsælda en flestra ann- ara listamanna, og eru æsk- unni ógleymanlegar. Hjer á landi hafa þær náð sömu hylli og hvarvetna annars staðar, en aldrei fyr hefö* hjer vitanlega, verið gefin út á íslensku heil bók, með hans eigin textum og teikningum. Louis Moe er norskur list- málari, er fæddur 1859. Hann kom ungur á listaskólann í Kaupmannahöfn, og hefir síð- an átt heimili í Danmörku, en dvalist á sumrum í fjallabygð- um Noregs. Frægust verk hans eru myndir í Danmerkursögu Saxos. Útgáf. Winkel-Horns. — Næst má nefna myndir hans í hinu fræga, sænska riti ,,Saga“. — Ennfremur eru til frá hans hendi margar smásögur og æf- intýri, full af myndum, og teiknimyndir í fjölda-mörgum barnabkóum annara þjóða og blöðum er náð hafa feikna mikl um vinsældum á Norðurlöndum og víða um heim. Enda er £rá- sögn hans í myndum og máli fjörug en látlaus, stíllinn ágæt- ur og hugmyndirnar snildar- verk. Æfintýri það, sem hjer get- ur um og komið er á jólamark- aðinn, er sagt á íslensku af Bjarna M. Jónssyni kennara, sem er kunnur orðinn fyrir æf- intýri sín og sögur, og mun því reynast fögur og kærkomln gjöf á íslenskum barnaheimilum. Guðm. Gamalíelsson. Bannið í Finnlanði Tillögur um breytingar. Hin svonefnda Björkenheims nefnd, sem þingið skipaði til þess að íhuga afleiðingar áfeng- isbannsins og koma fram með tillögur því viðvíkjandi, skil- aði áliti sínu 2. desember. Nefndin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að núverandi ástand sje óþolandi sökum hinnar miklu smyglunar og leyni- sölu. Segir hún að þessu megi alls ekki fram fara lengur. Lagði hún því fram frv. til breyt inga^á bannlögunum, í þá átt að áfengisinnihald öls megi vera 3.2%, og að leyft sje að sdja ljett vín með alt að 12% áfengisinnihaldi. Gerir nefndin ráð fyrir, að ef frv. þetta nær fram að ganga, muni ríkið fá aukinn skatt af sölu þessa áfengis, og nemi hann um 156 miljónir marka. Japanskar prinsessur. Myndin lxjer að ofan er af dætr- um keisarans í Japan. Þær heita Taka-Kazuko og Teru-Shigeko. Sú eldri er sex ára, en sú yngri 3 ára. Þær eru að ganga úti sjer til skemtunar og hefir sú eldri það hlutverk að gæta litlu systur Ameríska leikkonan Marie Dressler hlaut nýlega þá viðurkenningu, sem árlega er íit- hlutað þeirri kvikmyndaleikkonu, sem talin er hafa leikið best i árinu. Er það giillin myndastytía og þykir það mikfll heiður að f'á hana. 1 fyrra hlaut Norma Shearer þessa viðurkenníngu, og hjer á myndinni sjest hún vera að óska Marie Dressler til ham- ingju með viðurkenninguna. Kínversk brú, Það er æði ólíkur stíll á bygging- arlist Kínverja og Vesturlanda- þjóðanna. Nú ern hinar beinu lín- ur mest metnar í Evrópu og alt haft sem einfaldast og óbrotnast. En í Kína er byggingarlistin enn með þúsund ára gömlum stíl. Sjáið t. d. brúna hjema, sem bygð er í ótal vinkflhornum og hlykkjast þannig yfir fljótið. Evrópumenn myndi áreiðanlega hafa heft brúna beina. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldíð eftir kröfu tollstjóra í tollbúðinni li jer á morgun, mánudagiun 21. þ- m, kl. 1 síðd, og verður þar selt:: 20 kg. sveskjur, 75 kg. nisínur, 7Ö kg. leikföng, sem komið hafa með e.s. Lyra, til greiðslu á ógoldnum tclli. — Greiðsla við hamarshögg- Lögmaðuriun í R^ykjavík, 19. des. 193L Björn ÞérðarsiB. FrosH diltakHl nautakjöt, hángikjöt, rúllu- pylsur, kryddsíld, sykursöjt- uð síld, frosin beitusíld og ís* Alt fyrsta flokks vörur. Ávalt fyrirliggjandi hjá H.f. IsbjðrninD. Sími 259. Skemtileg jól fyrir yður og vini yðar, ef þjer kaupið vindla í Bristol* 10 stk. stórir, góðú' vindlar 1.90. Hreíngernlngar. Loft og húsgögn verður sem nýH með því að nota „Dust Kifler ’ og „Blanco“-fægilögurinn er ja^ á gull, silfur, plett og aðra málma- Vörnbnðin, Laugaveg 53. Smlðr og ostar frá Mjólkurbúi ölfusinga í heildsölu hjá Símoni Jónssyni Laugaveg 33. Sími 221. Speglarf fjölbreytt úrval. Hentugai jólagjafir. Lndvíg Storr Laugaveg 15. fcj Allt meft íslensknm skipnm!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.