Morgunblaðið - 22.12.1931, Page 6

Morgunblaðið - 22.12.1931, Page 6
6 luORGUNBLAÐIÐ / Kjörorð nútímans: Hotið loftleiðirnar. NáttúrufræðíngurinD. Seinasta heftið af „Náttúrufræð- ingnum“ er helmingi stærra heldur en vant er, afar fjölbreytt og skemtilegt. Þar er fyrst grein eftir Guðm. G. Bárðarson um stjörnumerkið Órton, og önnur alþýðleg grein Um stjörnuhimininn, leiðarvísir um það hvernig á að þekkja stjörn- urnar. Björn Kristjánsson ritar merki- tegar athuganir, sem hann hefir gert um málmrannsóknir í sam- bandi við skeljar. Hefir hann kom- ist að raun um þáð, að sums stað- ar hjer við land, þar sem brim sverfur hraungrjót, þá safna skelj- ar smáum málmögnum úr svarf- inu og hlaða þeim utan á sig og gera sjer úr þeim nokkurs konar brynju. Þá er grein um hnatteldingar eftir G. G. B. Þar segir meðal ann- 'ars svo: „Þótt hnatteldingar sje talsvert fyrirferðarmiklar, geta þær smogið gegnum örlitlar smug- ur á þiljum og veggjum og fá sömu lögun og áður, þegar þær eru komnar í gegn dyr, glugga, reykháfa eða skráargöt, og stund- um smogið gegn um múrveggi og þök, og dæmi eru til að þær hafi borað sjer göt í gegnum glugga- rúður, án þess að skemma rúðum- ar að öðru leyti. Br inn kom hafa þær stundum sveimað herbergi úr herbergi, uns þær hafa horfið hljóðlaust eða horfið út aftur á svipaðan hátt og þær komu. — Þessar einkennilegu hnatteldingar hafa oft vakið undrun manna og gefið hjátrú fólks byr undir vængi‘ — Það hefir t. d. frá alda öðli verið talið að þær boðuðu gest- komu, væri fylgja einhvers. Stund- um eru þær reglulegir draugar, sem verða að eldglæringum o. s. frv. Er til fjöldi af slíkum þjóð- sögnum hjer á landi. Bjarni Sæmundsson ritar grein um tunglfiska og tunglfiskseiði, sem rak nýlega hjá Grindavík. — Aður hefir rekið hjer við land &—7 fullvaxna tunglfiska (5—7 fet á lengd) svo að menn viti. Guðm. G. Bárðarson ritar grein, sem hann kallar ,Einkennileg lend- ingarbót‘. Segir þar frá því, að um 1850 rak hval á Skipagerðisfjöru í Landeyjum. Bein og þjóttur af hvalnum lágu lengi í fjörunni og lagði af þeim brák út á sjóinn Og hlífði hún þar fyrir brimi. Þess vegna myndaðst þar ós allmikill í gegn um sandrifið og varð þar ágætur lendingarstaður og helst um tveggja ára skeið, eða meðan brák kom úr hvalleifunum. Sami ritar grein um „Gull í sjónum“ og „Flöskupóst í Vest- mannaeyjum“, er segir frá því, er Vestmannaeyingar tóku upp þann sið á síðustu tugum 19. aldar, að senda flöskupóst á land, vegna þess, hve samgöngur voru stop- ular. Var lagður munntóbaksspotti með brjefinu í flöskuna, og var það viðurkendur gjaldgengur burðareyrir, og gerðu menn í landi sjer að skyldu að greiða fyrir brjefunum. Margt fleira er í heftinu, en þetta nægir til þess að sýna hve f jölbreytt það er og merkilegt að efnisvali. Mun varla önnur lesning skemtilegri um jólin og ætti sem flestir að ná í heftið sjer til gagns og gamans. Það eru margar leiðir til þess að vekja athygli manna á flug- ferðum. En besta ráðið er þó, að gefa mönnum kost á að fljúga svo að þeir geti af eigin reynd aæmt um hve hættulítið það er, og hve dásamlegt er að svífa um loftvegu. í Englandi er nýlega lokið skipulagsbundnum hringflug- um í 118 borgum. Tóku sex flug- vjelar þátt í þessu og voru að því í hálft ár. í þessum 118 borgum tóku þær 60.000 farþega í hringflug og helmingurinn af þeim hafði aldrei stigið upp í flugvjel áður, og þótti þeim held ur en ekki gaman að horfa yfir borgir sínar úr loftinu. Auk þessa höfðu flugvjelarnar 370 flugsýningar og er talið að rúm- lega miljón manna hafi horft á ]>ær, og jafnframt var útvarpað til þeirra leiðbeiningum um flug. — I þsesum flugsýningum tók einnig þátt „autogiro“-flugvjel með vindmilluvængjum og flaug hún í 400 stundir. Einn maður, John Tanum, stökk 130 sinnum út úr flugvjel með fallhlíf, og kom heim aftur heill á húfi með bæði fallhlíf sína og varafall- hlíf óskemdar. Einn af flugmönn unum steypti sjer eigi færri en 2000 kollhnísa (looping) í loft- inu. — Árangurinn af þessu hringflugi varð sá, að fjölda margar af þessum 118 borgum, gerðu hjá sjer viðunandi flug- velli. Stórkostleg meðmæli með flug ferðum eru hinar 232 flugferðir, sem „Zeppelin greifi“ hefir far- ið — hnattflug, flug yfir úthöfin, eyðimerkur og íshaf. Alls hefir loftfarið verið 149 daga og 12 stundir á flugi og farið 352.000 kílómetra, flutt 15.474 farþega og aldrei hent neitt slys. Nokkurum sinnum koma fregn ir um það, að ný met hafi verið sett í flugi. Einhver frægasti methafinn er Ameríkumaðurinn James Doolittle, sem var á flug- ferðalagi um Evrópu í fyrra, og gekk þá fram af öllum með hin um glæfralegu flug-„kúnstum“ sínum og hraðflugi. I september mánuði flaug hann ]>vert yfir Ameríku á 11 klst. og 16 mín. Nú hefir hann nýlega sett nýtt met með því að fljúga frá Ott- awa í Kanada, yfir Washington, til Mexikoborgar, 4000 km. á 121/2 klst. Með hraðlest hefði maður verið viku að fara þessa leið. Flugvjel Doolittle hefir að- eins 6 metra vænghaf, en hreyf- illinn hefir 540 hestöfl! Mussolini hefir mikinn áhuga fyrir fluglistinni, enda er hann útlærður flugmaður sjálfur. í fyrra stofnaði hann til flugs frá Ítalíu til Suður-Ameríku og tóku eigi færri en 12 flugvjelar þátt í því. Nú ætlar hann að senda nýjan flugvjelaflota vestur um haf í apríl. Verða í þeirri för 24 flugvjelar. Fjórir menn verða í hverri, tveir flugmenn, vjelamaður og loftskeytamaður, svo að alls verða 96 menn í för- inni. Foringi hennar er Balbo, loftmálaráðherra ítala. Þeir leggja á stað frá Ortebello skamt frá Róm og eiga að fljúga til New York og heim aftur, en það er 16.000 km. leið. Flugvjelarn- ar, sem notaðar verða, eru af hinni svo nefndu „Savoia S- 55“ gerð. Mylluvængja-flugvjelin hefir þegar náð vinsældum í Englandi og Ameríku. Sá, sem fann upp þessa flugvjel, er Spánverjinn Juan Cierva. Flugvjelar þess- ar hafa nokkurskonar myllu- vængi á bakinu og geta skrúfað sig lóðrjett upp í loftið og eins látið sig síga lóðrjett til jarðar. Á sex mánuðum hefir amerísk flugvjelaverksmiðja smíðað 17 slíkar flugvjelar, 3 handa amer- íska flotanum, en hinar eru eign einstakra manna. Ameríska stór blaðið „Detroit News“ hefir lengi notað venjulega flugvjel til þess að flytja fyrir sig ljós- myndir o. fl., en nú hefir það fengið sjer „autogiro“. Enskur flugmaður, Mr. Brie, hefir leikið það á slíkri flugvjel, að lenda á tennisvelli. Fer þá að verða ó- þarfi að gera stóra flugvelli, og hættan við lendinguna orðin hverfandi lítil. t lón G. SnæM bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, andaðist sunnudaginn 13. þ. m. eft- ir uppskurð á Landakotsspítala. Hafði hann komið hingað til Reykjavíkur til lækninga fyrir tæpum mánuði og kom þá í ljós að hann þjáðist af krabbameini, er leiddi hann til bana. Jón G. Snædal. Með Jóni sáluga er til moldar hniginn einn af merkustu og bestu mönnum í Austfirðingafjórðungi. Jón sál. var fæddur á Eiríks- stöðum á Jökuldal 26. maí 1885 og var því á allra besta aldursskeiði er hann ljest. — Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Gunnlaugur Jónsson Snæ- dal bóndi þar og kona hans Stein- unn Vilhjálmsdóttir Oddsen. Föður sinn misti Jón sál. að eins 4 ára gamall. — Giftist móðir hans aftur árið 1892 Einari Eiríkssyni hreppstjóra og ólst Jón sál. upp hjá móður sinni og stjúpföður við kið besta atlæti. Jón sál. varð snemma bráðger og myndarlegur maður og hvers I H?m«M80LSEH Hýkomnir niðursoðnir áuextir frá Liböy: JARÐARBER. ANANAS. PERUR, margar tegundir. FERSKJUR, margar tegundir. APRIKÓSUR, margar tegimdir. ÁVEXTIR, blandaðir. GRAPE FRUIT (ný tegund, kynblendingur appelsínu og sítrónu). LOGANBERRIES (ný tegund, kynblendingar jarðarberja og hindberja). Munið að nafnið LIBBY er trygging fyrir vörugæðum. GlSrlð svo vel að skoða sýninguna af okkar ódýru og fögru LAMPASKERMUM. Bestu og hentugustu Jólagjafirnar! IngólfshToli 1. hæð. 1000 nm Jðlag|afa úr að velja, fyrir konur og karla, unga og gamla. T. d. Matar- og Kaffistell og ýmiskonar postulín. 2 og 3 turna silfur og silfurplett; 7 gerðir í miklu úrvali. Japan-vörur ýmiskonar. Bursta-, Saum-, Skrif- og Naglasett, Dömutöskur og Veski, nýtísku. Jóíatrje. — Kerti — Spil — Jólatrjesskraut. — Barnaleikföng, allar mögulegar tegundir og ótal margt fleira. Flest með gamla, lága verðinu. K. Einarsson & Bjðrnsson. Bankastræti 11. NoroaisishDs-kiOi frá Kalmanslnngn og Hvítársiðn er besta kjðlifl í bænnm. Rðllnpylsnr, viflnrkendar kvergi eins gððar, gími 7. Simi 7. Ltttð á bazarlnn uppi yfir Braunsverslun, Austurstræti 10. Þár fást allskonar ódýrar jólagjafir, krystalskálar og vásar og sama úr silfurpletti. Toilett, burstasett, manecurekassar, ilmvötn, hárvötn, vasaklútamöppur, ilm- sprautur, dömuveski, barnatöskur, perlufestar, armhönd og eyrna- lokkar. Silkisokkar frá kr. 2.00 parið, allskonar gerfi- og lifandi blóm í pottum og til að hafa í vasa, og margt fleira. ALT AFAR ÓDÝRT! KR. KRAGH. Sími 330.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.