Morgunblaðið - 07.02.1932, Blaðsíða 6
6
O K G U N B L A Ð I Ð
Eins og' áður hefir verið sagt
hafa 85 konur óskað eftir alls kon-
ar vinnu, svo sem hreingerningum,
þvottum, að ganga frá þvotti, að-
gerðum, þjónustubrögðum, sauma-
skap, einföídum og vönduðum, út-
saum og merkingum, bakstri,
barnagæslu á kvöldum, og svo frv.
Einar 33 ráðningar hafa tekist
þeirra vegna. Af 63 konum, sem
óskað hafa eftir þvotti, hreingern-
ingum og heimilisverkum dag og
dag, hafa einar 12 fengið þvotta,
5 hreingerningar og 10 vinnu ein-
staka dag. Af 19 konum, sem ósk-
að liafa eftir saumaskap og að-
gerðum hafa einar 5 fengið vinnu.
5 sinnum hefir verið beðið um
, stúlku til þess að gæta barna um
kvöld í fjarveru foreldranna.
Vinnustöðin skorar á Reykvík-
inga að muna eftir að leita hennar
ef J)eir geta veitt slíka vinnu, sem
hjer er um að ræða. Mjög margar
af konum þessum hafa fyrir öðr-
um að sjá, foreldrum, börnum eða
öðrix skylduiiði. Sumar eru konur
atvinnulausra manná.Ollum er þeim
mikil J)örf á vinnu og kjósa hana
fremur annari lijálp. Þess má geta
í þessu sambandi að gift kona var
fáanleg til J)ess að vera að heiman
á nýjársnótt ti! þess að gæta barna
á heimili fyrir utan Reykjavík. A-
reiðanlega hefðu miklu fieiri kon-
Ur en 85 boðið sig td ýmsra heim-
iiisstarfa ef þær hefðu ekki orði?J
varar við j>að að eftirspurnin hefði
verið lítil eftir vinnu ]>eirra.
Æskilegt værj _ að einhleypir
menn, sem þurfa á þjónustubrögð-
um að halda vildu láta }>essar kon-
ur njóta vinnunnar og að húsmæð-
ur vildu láta sjer skiljast liver
þægindi það em að geta fengið
slíka hjálp í viðlögum, hvenær sem
er, og sparað sjer ef til vill vinnu-
konuhald með því, og auðsjeð er
liver Ijettir það væri konum, sem
ekki hafa ástæður til þess að hafa
vinnukonur, ef ]>ær gætu veitt sjer
sbka hjálp við og við.
Margar af konum þeim, sem boð-
ið hafa vinnu sína eru mjög vel
tverki farnar og stöðin telur sjer ó-
hætt að mæla með stúlkum l)eim
og konum, sem vilja taka að sjer
að vera hjá börnum t fjarveru for-
eldranna.
Aðsókn hefir verið svo mikil að
stöðinni að tími hefir ekki unnist
til þess að afgreiða allar umsóknir,
enda hafa ýmsir útvegað sjer stúlk
ur sjálfir, þó þeir hafi leitað stöðv-
arinnar.Er nauðsynlegt að slíkt sje
tilkynt stöðinni. Stöðin vill minna
húsmæður á það að erfitt er að
útvega góðar stúlkur fyrirvara-
laust, en venjulega hefir verið
óskað eftir stúlkunum undir eins.
Svipað mætti segja stúlkunum. —
Betra er húsmæðrum að koma á
stöðina en að hringja, ef þess er
kostur.
Stöðin þakkar ti'ltrú ]>á, sem
henni hefir verið sýnd og væntir
góðrar samvinnu allra aðilja, til
þess að fyrirtækið geti komið að
fullum notum.
Laufey Valdimarsdóttir.
P Frd Milly Sigurðsson |
lcona breska ræðismannsins í
Reykjavík, Asgeirs Sigurðssonar,
ljetst þann 18. des. f. á. Hafði liún
legið rúmföst að mestu frá því
snemma síðastliðið sumar, fyrst í
Danmörku, en þangað hafði hún
leitað ti! lækninga, síðan á heimili
sínu, Suðurgötu 12, Reykjavík, þar
til yfirlauk. Er hjer á bak að sjá
góðrí konu og mikdhæfri. Skal í
eftirfarandi línum minnast æfi
hennar og starfs að nokkru og get-
ur þó ýmsra orsaka vegna, á engan
liátt orðið eins rækilegt og mak-
legt væri.
Áheit á Útskálakirkju. Frá konu
í Reykjavík 3 kr. Frá S. S. í
Reykjavík 5 kr. Frá S. Þ. 5 kr.
Frá ónefndri 10 kr. Frá konu í
Keflavík 20 kr. Frá M. Þ. 5 kr.
Með bestu þokkum, meðtekið af
sóknarnefndinni.
Frú Milly Sigurðsson.
Frú Sigurðsson var af góðum
skotskum ættum komin, fædd í
Edinborg 7. júlí 1868. Til Reykja-
víkur kom hún sumarið 1895, til að
giftast eftirlifandi manni sínum.
Biátt ávann hin unga útlendakona
sjer hylli aiira sem kyntust lienni.
Hún átti í ríkum mæli bestu skap-
einkenni þjóðar sinnar, festu, Jirein
skilni, trúhneigð og trygglyndi. —
Var ráðholl, glaðvær og góðhjört-
uð. En -— þó allra þessara kosta
sje minst. og verði minst af sam-
tíðarmönnum hennar með virðingu
og þakklæti, lifir samt minning
hennar lengst í sambandi þess síð-
asttalda, hjartagæskunnar. — Frú
M. S. mátti ekkert aumt sjá. Og
hjálpin var jafn ástúðlega veitt,
lrver sem í hlut átti. En öJl góð-
verk hennar voru gerð í fylsta
skilningi og hlýðni þess boðs, að
vinstri höndin vifi ekki livað sú
hægr láti af mörkum og því er ]>að,
að af mörgum góðverkum frú Sig-
urðsson hafði enginn neitt að segja,
ii(-ma hún sjálf og þeir er nutu.
Frú Sigurðsson var liúsmóðir í
þessa orðs hesta skilningi, heimil-
isrækin, sístarfandi og stjómsöm,
svo orð var á gert. Alt á heimilinu
bar vott um rausn og myndarskap.
Starf húsmóður var þó umsvifa-
mikið. Eins og að líkum ræður bar
þar óhjákvæmilega margan tiginn
gest að garði. En öllum er Jieim-
sóttu ]>au hjón, hvort sem háir
voru eða lágir, mun það sameigin-
legt að minnast höfðingskaparins,
alúðarínnar og innileikans sem þar
andaði móti þeim. IJmhverfið utan-
húss var og í ákjósanlegasta sam-
ræmi við lilýleikann innandyra, alt
vafið trjám og blómum, sem hús-
móðirin mun hafa gróðursett og
h!úð mest að, meí eigin höndum.
Hndi hún sjer hvergi öetur en við
]>að starf. Kemur þar enn fram
órækt tákn þess þáttar skapgerðar
hennar, er meðal annars var drepið
á, hjer að framan, hjartagæðin. A
milli hneygðarinnar til að annast
blómin, og hjálpa trjánum til
þroska, og hins, að liðsinna bág-
stöddum meðborgurum, er, að því
er jeg hygg, náinn skyldleiki.
Af því sem áður er sagt er hægt
að geta sjer til um það, hve um-
byggjusöm og ástúðleg móðir og
eiginkona frú Sigurðsson hefir ver-
ið og skal því ekki fjölyrt um það.
Þau hjón eignuðúst þrjá syni,
Asgeir og Jón, sem báðir dóu í
æsku, og Walter, sem nú er með-
eigandj í verslunarfyrirtæki föður
síns. Tvær fósturdætur ólu þau
hjón upp. Frú Ester Yik, búsetta í
Xoregi og Milly, sem enn er á
barnsaldri.
Sjúkdóm sinn bar frú Sigurðsson
með stillingu. Henni var fyllilega
ljóst hvert stefndi. í öryggi trúar
sinnar um „ljómaun dýrðar bak
við Hel“ ljet hún vondjörf berast
að hlíðum ókunnra sólarlanda, til
fundar við horfna ástvini.
Góðvei'lc frú Sigurðsson og Jíkn-
arstarf, sern áður var nefnt, hefir
að sjálfsögðu farið fram allan árs-
ins hring. Það er þó víst, að aldrei
var það meira en um jólin. Það er
enn fremur víst, að aldrei hafa
sterkari öldur af hlýleik þakklátra
huga beinst til hennar en um jólin.
Og það er sennilegt að kærleiks-
orka þeirra hugsana hafi átt sinn
þátt í því. að frú Sigurðsson flutt-
ist til gleði æðri heima, einmitt um
jólin.
A. E. L.
Fyrtrliggiandi:
Appelsfnnr, Jaffa og Valeneia.
Epli, n j.
Sf tr ónnr.
ráðstðfnn gegn kreppnnni
er að nota
Fall Brianös.
„Tímarnir breytast fyr en varir.
Einn daginn standa menn ,á tindi
máttar og frægðar, en næsta dag
er ]>eim kastað niður í undirdjúp-
in“. Þannig mæltf Briand í þing-
ræðu í fyrra vor, þegar ráðist var
á hann vegna þýsk-austurríska
tollabandalagsins. Vafalaust hefir
liann þá órað fyrir ]>ví, að dagar
hans sem utanríkisráðherra mundu
bráðlega vera á enda.
Nii er Briand ekki lengur utan-
ríkisráðlierra Frakka. Briand, að-
alforvígismaður sáttastefnunnar í
Frakklandi, hefir verið hrakinn frá
völdum einmitt þegar tvær þýð-
ingarmiklar ráðstefnur, afvopnun-
arráðstefnan í Genf og skaðabóta-
ráðstefnan, fara í hönd.
Briand hefir að undanförnu ver-
ið heilsubilaður. Hann hefir stund-
um sofnað á þýðingarmiklum þing-
fundum og ráðstefnum, eins og
Napoleon mikli sofnaði á vígvell-
inum á síðustu herferð sinni. And-
stæðingar Briands hafa fært sjer
jheilsubilun hans hlífðarlaust. í nyt
í baráttunni gegn honum. Briand'
jiefir verið neyddur til þess að
fara frá völdum, ekki eingöngu
vegna heilsubrestsins heldur fyrst
og fremst af pólitískum ástæðum.
Briand hefir verið utanríkisráð-
herra Frakka síðan í apríl 1925, að
undanteknum tveimur júlídögum
árið 1926, þegar Herriot sat við
völd. Strax eftir ófriðinn setti Bri-
and sjer það mark, að vinna að
sættum milli Frakka og Þjóðverja
og tryggja friðinn í Evrópu. Sátta-
stefna hans kom í fyrsta sinn opin-
berlega fram á fundinum í Cannes
árið 1921, en hún leiddi til þess,
að franska þingið feldi Briand.
Seinna fekk Briand miklu áorkað
til bóta í álfunni. Hann var einn
iaf feðrum Locarnosamningsins, —•
Hann átti mikinn þátt í því, að
Þjóðverjar gengu í Þjóðabanda-
lagið, og að þeir fengu þar sömu
rjettindj og hin stórveldin. Briand
Best
H
R
E
I
N
S
8*6 *dýr og Innlond framleiðsla.
SlðlfblekiHginir
Osmia á 14 kr., 16 kr. og 18 kr.
og Brilliant á kr. 7.50, fást i
Bökaverslun Sigfdsar Eymundssonar.
Kristaisápu,
Handsápur,
Þvottaduft,
Skóáburð,
Kerti,
Vagnáburð,
Stangasápu
Raksápu
Ræstiduft
Gólfáburð
Fægilög
Baðlyf
fekk því framgengt í Frakklandi,
að setulið Frakka var flutt heim úr
Rínarlöndunum. Og Briand átti
frumkvæðið að tillögunum um
Bandaríki Evrópu. Þessar tillögur
báru að vísu merki Frakka. Frakk-
ar ætluðust til að Bandaríki Ev-
ópu skyldu vernda friðarsamning-
ana í stað þess að ráða bætnr á
öllum þeirra. Þetta var þó líklega
ekki Briand að kenna. Fyrir hon-
um hefir vafalaust vakað, að ráða
smátt og smátt bætur á göllum
friðarsamninganna. En tortryggn-
in í garð Þjóðverja var og er svo
mikil í Frakklandi, að Briand varð
að fara hægt. í sakirnar, alt of
liægt.
Sáttastefnan hefir átt erfitt upp
dráttar í Frakklandi að nndan-
förnu. — Andstæðingar Briands
benda á uppgang Nazista í Þýska-
landi og segjá: „Þarna sjáið þið
afleiðingarnar af sáttastefnu Bri-
ands og tilslökununum við Þjóð-
verja
: í <
Þessi röksemdaleiðsla er
>í svo fjarstæð sem frekast. má
vera. Tilslakanirnar við Þjóðverja
liafa alt af komið of seint og verið
of litlar. Frakkar hafa ekkj viljað
og vilja enn ekki ráða bætur á
verstu göllum friðarsamninganna.
Frakkar vilja ekki breyta hinum
órjettlátu þýsku landamærum,
ekki strika út hinar óbærilegu
hernaðarskaðabætur og ekki veita
Þjððverjnm jafnrjetti við hin stór-
veldin í hermálunum. Þess vegna
vex fylgi Nazista dag frá degi.
Frakkar bafa aldrei veitt fylgis-
mönnum sáttastefnunnar í Þýska-
andi nægilegan stuðning.
En þrátt fyrir þetta kenna flest-
ir í Frakklandi tilslökunarstefnu
Briands nm uppgang Nazista. And-
úðin gegn Briand kom greinilega í
ljós, þegar hann fjell við forseta-
jkosninguna í Frakklandi í fyrra-
j vor. Briand var þó utaliríkisráð-
Jierra áfram. En lítið hefir boril
J á honum að undanförnu. Laval fóy
tú Washington til þess að tala við
jHoover um skaðabóta- og skulda-
málin. Briand, utanríkisráðkerrann,
^at heima. Og Laval kefir að und-
. anförnu venjulega orðið fyrir svör-
um, þegar þingið ræddi utanríkis-
Imálin. í reyndinni hefir Laval ver-
'ið utanríkisráðherra síðan að Bri-
and fjell við forsetakosninguna.
Arásirnar á Briand mögnuðust
um allan helming eft.ir því sem
skaðabóta- og afvopnunarfundur-
inn nálgaðist. Mikið veltur á þess-
:um fundum um það, hvort dregið
verður úr því vantrausti, sem ríkir
1 heiminum og er bæði efnahags-
legri og pólitískri viðreisn til fyrir-
stöðu. Þjóðverjar studdir af ítpi-
um og Englendingum heimta að
menn láti allar kröfur um frekai’i
skaðabætur falla. Því eliki verður
dregið úr heimskreppimni, býlt-
ingaflokkunum [ Þýskalandi verð-
,ur ekki haldið í skefjum og sam-
búð Þjóðverja og Frakka getur
ekki batnað fyr en skaðabæturuar
eru úr sögunni. En Frakkar vilja
að eins veita Þjóðverjum gjald-
frest, en annars ekkert slaka til.
j í afvopnunarmálinn heimta. Þjóð
verjar jafnrjetti. Þeir heimta að
Frakkar afvopni eins og Þjóðverj-
ar. Að öðrum kosti verði menn að
levfa Þjóðverjum að auka vígbún-
Iað sinn. En Frakkar vilja livorki
draga úr vígbúnaði sínr.m nje leyfa
Þjóðverjum að auka sinn.
„Þessar kröfur Þjóðverja er«
einn þáttur i baráttunni", segja
Frakkar. „Fyrst komu Þjóðverjar
því til leíðar, að við fluttum setu-
liðið heim úr Rínarbygðum, Sv#
reyndu Þjóðverjar að gera tolla-