Morgunblaðið - 07.02.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
'Jk
Símar 2098 og 1456, liafa verið,
eru og verða bestu fisksímar bæj-
arins. Til dæmis í matinn á morg-
un, úrvals góður reyktur fiskur.
Ullarpeysur á börn og fullorðna,
pils, blússur, kjólar. Verslun Hólm
fríðar Kristjánsdóttur, Þingholts-
stræti 2.
Pyrsta ílokks saltað dilkakjöt
fæst í Norðdalsíshúsi. Sími 7.
Tóbaksvörur alls konar kaupa
menn þar sem úrvalið er mest. —
Verðið sanngjarnast. Tóbakshúsið,
Austurstræti 17, uppfyllir þessi
skilyrði.
—---------------- --------------
fbúðarhús í Vesturbænum er til
sölu. Upplýsingar hjá Þorsteini
Einarssyni, Holtsgötu 16. — Sími
2163. —
íbúð, 3. til 4 herbergi og eldhús
óskast til leigu 14. maí. Upplýsing-
ar í síma 1540.
Heimabakaðar kökur fást ávalt
hjá Ouðmundu Nielsen, Aðalstræti
tí, (beint upp tvo stiga). Kvöld-
sala og sunriudagasála. Húsmæður!
Sendið rnjer kökukassana ykkar og
látið mig fylla þá fyrir sanngjarnt
verð .
Æ, hvað á
jeg að gefa
drengnum
mínum í
afmælis-
gjöf ?
Jú; Dýra-
Ijóðiu eru
besta af-
mæiis-
gjöfin.
Hanglbjöt
oy bauuir ern
góðgæli allra,
best að venju i
Hýlendiivör uverslnnlaj
JES ZIIHSEN
Fyrir
Sprengjudaginn:
Victoriubannir,
Hálfbaunir,
bestar i
m.. * f+rt-'* -• .v -í
Samkomur verða á Njálsgötu 1,
hvert kvöld þessa viku kl. 8 e.h.
Margir ræðumenn. — Allir vel-
komnir.
Heimdallur heldur aðalfund
sinn kl. 2 í dag í Varðarhúsinu.
í Bethaniu. Samkoma í kvöld
kl, 8y2- ABlir lijartanlega velkomn-
ir. —
fsland í erlendum blöðum. — í
janúarmánuði birtist í „Berliner
Börsen-Zeitung'c þýðing á þremur
köflum úr Sturlungasögu, er segja
frá Haugsnesbardaga (Sturl. 3, 204
—206). Blaðið birti þessa kafla,
sem' sýnishorn af „Sammlung
Thule“, sem inniheldur 24 bindi
þýskra þýðinga af öllum íslend-
inga sögunum, Eddukvæðum,
Heimskringlu, Sturlungasögu o. s.
frv. Er þessu þýðingarsafni nú lok-
ið og ákaflega vel frá því gengið.
Bækur þessar eru meðal annars
skreyttar með Ijósmyndum af
helstu sögustöðum íslands og upp-
dráttum. Auk þess fylgja líka
vísnaskýringar.
Tollur á fiski í ítalíu. Ráðu-
neyti forsætisráðherra hefir, fyrir
tilmæli forseta Fiskifjelagsins leit-
að upplýsinga um, hvort innflutn-
ingstollur á saltfiski hafi hækkað
i Ítalíu frá 1. fyrra mánaðar. —
Sjálfur innflutningstollurinn hef-
ir ekki verið hækkaður, en sveita-
stjórnum í Italíu hefir verið veitt
heimild til að krefja neysluskatt
af saltfiski, frá 12—35 líra pr.
100 kg., og flestar sveitarstjórnir
hafa þegar notfært sjer þessa heim-
ild (Ægir).
Að gefnu tilefni hefir Morgun-
blaðið verið beðið að geta þess,
að hvorki Öskudags- nje Nýárs-
klúbburinn á nokkura hlutdeild í
fagnaði þeim, sem auglýstur hefir
verið að Hótel Borg þ 10. þ. m.
Útvarpið í dag. 10.40 Veður-
fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj-
unni. ((Síra Friðrik Hallgríms-
son). 15.30 Tilkynningar. Hljóm
leikar. Frjettir. 18.40 Barnatími.
(Síra Friðrik Hallgrímsson).
19.15 Grammófónhljómleikar:
Píanó-sóló, Impromptu í As-dúr,
eftir Schubert, leikið af Pader-
ewsky og Impromptu í B-dúr,
eftir Schi\bert, leikið af Ethel
Leginska). 19.30 Veðurfr. 19.35
Erindi: Minningar frá Möðru-
völlum. (Guðm. Friðjónsson).
20.00 Klukkusláttur. Frjettir.
20.15 Ópera: La Traviata, eftir
Verdi. Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun: 10.15 Veð
urfregnir. 12.15 Tilkynningar,
Hljómleikar og frjettir.. Klukkan
16.10 Veðurfregnir. 19.05 Þýska,
1. fl. 19.30 Veðurfregnir. 19.35
Enska, 1. fl. 20.00 Klukkuslátt-
ur. Bókmentafyrirlestur: Ókunn
skáld. (Gísli Guðmundsson).
20.00 Frjettir. 21.00 Hljómleik-
ar: Alþýðulög. (Útvarpskvartett-
inn). Einsöngur (Sveinn Þor-
kelsson): Sólskríkjan eftir Lax-
dal. í dag skein sól eftir Pál
ísólfsson. Biðilsdans eftir Loft
Guðmundsson. Friður á jörðu
eftir Árna Thorsteinsson.
Kvöldbæn eftir Björgvin Guð-
mundsson. Grammófón: Ouvert-
ure og Scherzo úr „Jónsmessu-
næturdraumnum", eftir Mendel-
sohn.
Bandalagsfundur Icvenna í
Reykjavík hefst í dag í Kaup-
þitigssalnum kl. 5 síðd. Allar
konur eru þar velkomnar, og
ættu sem flestár konúr, hVort
heldur eru bæjarkonur eða að-
komukonur að taka þátt í fundi
þessum. Það er ekki svo oft að
það koma saman fulltrúar frá
mörgum kvenfjelögum og ráða
ráðum sínum. Það hlýtur að
vera eitthvað að græða á slíkum
fundi, enda eru þarna til um-
ræðu ýms þau mál, sem koma
öllum konum við. Þau fjelög,
sem enn hafa ekki gengið í
Bandalagið, ættu að> kynna sjer
stefnuna og verða svo með. Ef
öll hin mörgu og ötulu kvenfje-
lög Reykjavíkur yrðu með í
Bandalaginu, gætu þau í sam-
einingu lyft grettistökum. Það
ei margt ógert, sem við konur
þurfum að fá framgengt. Lát-
um oss vinna að framkvæmd-
unum með sameinuðum kröft-
um. Munið eftir Bandalagsfund
inum í dag kl. 5.
Kona.
Tilkynning.
I Aðalstræti 9, eru best og fljótast afgreiddar allar
viðgerðir á slitnum skófatnaði, gúmmí og leðri.
Hringið í síma 1089, ef þjer þurfið að fá gert við
skóna eða skóhlífarnar yðar. Þá er það sótt og sent.
Alt afgreitt samdægurs.
ATH. Vinn sjálfnr á vinnnstofnnnt.
Jón Þorsteinsson.
skósmiður. Sími 1089.
Köknhúslð
70 ára er í dag Eyjólfur Páls-
son, sem nú dvelur á Elliheimilinu
Forsætisráðherrunn Tryggvi
Þórhallsson skrifar í Tímann, að
„íhaldsmenn í Reykjavík hafi
talið eftir, hátt og í hljóði hvern
eyri, sem lagður hefir verið
fram úr ríkissjóði, til að leggja
vegi og síma, rækta tún og bæta
að öðru leyti atvinnuskilyrði
bændanna“. Verkefni væri það
fyrir ritstjóra Tímans, sem á-
byrgð ber á ummælum þessum,
að finna nokkurt dæmi í ræðu
eða riti, sem gæfi hið minsta
tilefni til þessara aðdróttana.
Takist ritstjóranum það ekki,
eða þegar hann er uppgefinn í
leitinni, verður ráðherrann að
bæta þessum ósannindum sínum
við legió þeirra, sem hann á
undanförnum árum hefir stung-
ið niður í meltingarveginn.
NBnnngötn 16.
— Sími 1883. —
Allar tegundir sendar heim samstundis.
Pantið í síma 1883 og þær eru komnar.
Bnnfð að branðfð er vfðnrkent.
Kafilfeásið
minni-Borg.
Nóndans í dag frá kl. 3]|2 til kl. 5 síðd.
Stjórnarráðstöfun
gegn kreppunni.
Eins og allir vita dettur
dómsmálaráðherranum margt í
hug, og nú hefir hann fundið
þjóðráð við kreppunni og pen-
ingaleysinu.
Guðm. Hannesson, prófessor,
hefir í mörg ár kent heilsufræði
og hjálp í viðlögum á Sjómanna-
skólanum oftast 1 klst. á viku.
Var þess óskað að hann kendi
þetta með fyrirlestrum, því ekki
þótti bætandi á bóklestur pilt-
anna. Hann tók 5 kr. fyrir
hverja klukkustund, enda fer nál.
1/2 klst. í gang til skólans og frá
Hotf oo vondað ibúðarhós.
i
með öllum nýtísku þægind'um á góðum stað í bænum, ósk-
ast til kaups. Útborgun 15 þús. krónur. Tilboð leggist inu
á A. S. I., merkt „200“.
Kartðflur.
Úrvals tegnnd af norsknm kartðflnm koma
með E s. Lyra 9. þ. m. Verðtð mjðg lágt.
Eggert KristiánssoH & Co.
honum.
Það var nú svo sem auðvitað,
að annar eins sparsemdarmaður
og ráðherrann, sæi það í hendi
sinni, að hjer var landsfje eytt
til óþarfa og það til manns, sem
síst skyldi. Var nú gripinn penni
og blek og skólastjóra skipað að
færa borgunina niður í 3 kr.
Próf. Guðm. Hannesson vildi
hvorki skilja við nemendur sína
á miðju skólaári nje semja um
neinn afslátt á kaupi sínu, og
bauðst því til að kenna ókeypis,
það sem eftir er skólaársins.
Það er svo sem ekki hætta á,
að við verðum lengi fjelitlir úr
því stjórnin hefir slík þjóðráð
undir rifi hverju.
SkiftafunÖur
í fjelagsslitabúi Fiskiveiðahlutafjelagsins Víðis í Hafn-
arfirði, verður haldinn í húsi K. F. U. M. í Reykjavík,
næstkomandi föstudag 12. þ. m. klukkan 5 síðdegis. —
A fundinum verður lögð fram skrá yfir kröfur þær,
sem lýst hefir verið í bú fjelagsins og gefið yfirlit yfir
fjárhag þess.
Reykjavík, 5. febrúar 1932.
Skilanefnd Fiskiveiðahlutafjeagsins Víðis.
Jón Ásbiörnsson. Pjetnr Halldórsson,
Þórarinn Böðvarsson.