Morgunblaðið - 13.03.1932, Page 5

Morgunblaðið - 13.03.1932, Page 5
Sumradaginn 13. mars 1932. 5 Forsetakosninsin í Þýskalandi. I dag fer fram forsetakosning í Þýskalandi. Hindenburg verður aftur í kjöri, en auk hans verða þeir Hitler, fyrir hönd Nazimanna, Diisterberg ofursti fyrir hönd Stál- hjálmamanna og Thálmann fyrir hönd kommúnista og 'flokksleys- inginn Winther. Það mun varla vafi á því, að kosningarnar snúast um Hinden- burg og Hitler, sem á seinustu stundu fekk þýskan borgararjett, svo að hann gat boðið sig fram. Hitler hefir fram að þessu verið „ættjarðarlaus“. Hann er Austur- ríkismaður að ætterni, en misti þar borgararjett vegna þess að hann gerðist hermaður í liði Bay- ernsmanna í stríðinu mikla, en Hindenburg. gat þo ekki samtíinis öðlast þýsk- an ríkisborgararjett. Og hann vildi ekki sækja um liann, þóttist eiga heimtingu á að fá hann. „Jeg vil ekkií(, sagði hann 1924, „biðja um þýskan ríkisborgararjett, sem jeg a heimtingu á, eftir að hafa hætt lííi minu í fjögur ár fyrir Þýska- land, og unnið mjer liann á þeim eina stað, sem hægt var — á vígvellinum." Andstæðingar hans í pólitík hafa gert alt t.il þess að koma í veg fyrir að hann fengi þýskan ríkisborgararjett. En ýmis smá- ríki í Þýskalandi, sem honum fylgja, hafa reynt að hjálpa hon- um í þessu efni. Dr. Frich, ráð- herra í Thúringen, reyndi til dæm- is í laumi að gera Hitler að liðs- foringja. En það tókst ekki. — Svo ltom t.il mála að gera hann að „prófessor í pólitískri uppeldis- fræði“. Það gekk ekki heldur. En nú er málið leyst. Stjórnin í Braunschweig — sem fylgir Nazimönnum —- gerði Hitler að ,.ríkisráði“, og þar með fekk hann þýskan ríkisborgararjett. Hitler. Fyrsta skifti sem Hitler var nefndur var haustið 1923, þegar hann ásamt, Ludendorff stofnaði til hinnar svo nefndu „Búrger- bráukeller-Revolution1 ‘. Dusterberg. Þá var hann helsti maður „þýska verkamannaflokksins“, er tveiinur árum áður hafði verið stofnaður ineð 6 meðlimum, en var níi orðinn allfjölmennur fjelags- skapur. Hitler safnaði nú um sig vopnuðum lífverði, og lýsti yfir því að stjórninni í Berlín væri jhrundið af stóli, og sjerstök „þjóð- leg stjórn“ stofnuð. Kahr, for- sætisráðherrann í Bayern Ijest að gamni sínu alveg fallast á þessa fyrirætlan en ljek þannig á Hitler, að uppreisnin var kæfð í fæðing- unni. \Tar þá ekki annað sýnna en að áhrifum Hitlers í Þýskalandi væri lokið. Arar það hvort tveggja, að landslýður dró spott að honum fýrir uppreisnartilraunina, og að hann var dæmdur í fimm ára fang- elsi. Eftir mánaðartíma var honum þó slept úr fangelsinu, með því Thálmann. skilyrði, að hann mætti ekki tala á mannamótum, og gilti það bann þangað til í september 1928. A þessum árum bar ekkert á Hitler, en hann vann í kyrþey að stofnun, vexti og viðgangi Nazi- flokksins. Árið 1929 kom hann aft- ur opinberlega fram, vann sigur við nokkrar kosningar, t. d. í Thúr- ingen og Saxlandi, og svo vann liann binn mikla sigur við ríkis- þingskosningarnar 1930, þegar Nazimenn juku þingflokk sinn úr 12 möraram í 107. Nú þykist Hitler vera hættur við byltingastefnu sína, og hefir lýst yfir því, að hann ætli sjer að vinna sigur á „löglegum grund- velli'* — við kosningar. Nú ætlast hann til þess að þjóðin kjósi sig fyrir forseta. En Hindenburg á líka. mikið fylgi. Vera kann þó, að ekki náist nóg atkvæðamagn handa heinum frambjóðanda við kosning- una í dag, og verður þá önnur kosning fram að fara. Er mælt að Stálhjálmamennirnir nrani þá cTraga forsetaefni s.it.t út úr kosn- ingunni og snúast á sveif með Hitler. Þess vegna er það ósýnt hvor þeirra sigrar, Hindenburg, hers- höfðinginn mikli og bjargvættur þýsku þjóðarinnar. eða æfintýra- maðurinn Hitler. Frá Þýskalandi er símað í gær: — Vegna þess hve miklar æs- ingar eru í landinu, hefir lögregl- an bannað fundahöld undir beru lofti bæði í ltvöld og á morgun. Sara áfengra drykkja er bönnuð hvar vetna til mánudags. Kosningabardaginn verður harð- ari en nokkru sinni í sögu landsins. Tilboð óskast í alla fólks -og vöruflutninga úr og í Biskupstungur, næsta vor og sumar. Fyrir 30. apríl n.k. sjeu tilboðin komin í hendur undirrituðum. Tjörn í Biskupstungum, 6. mars 1932. Guðjón Rögnvaldsson. Niflnrsoðair ávextir: Perur. — Ananas. Aprikósur. — Ferskjur. Blandaðir ávextir fyrirliggjandi bæði í 1/1 og 1/2 dósum. Eggert Kristjánsson & Cð. Símar 1317 og 1400. Besta H R ráðstgfnn gegn er að nota breppnnnl, Ffá búnaðariingi. Kaupgjaldsmál. Bjargráðanefnd búnaðarþingsins bar fram svohljóðandi: i Tillögur um kaupgjald. Þar sem nú er anðsætt, eftir skýrslum jieim, sem lagðar hafa verið fyrir Búnaðarþing, um bún- aðarástæður 1931, eftir umsögn búnaðarsambandanna, bændasköl- anna og nokkurra einstaklinga, að bændur geta eigi greitt þau vinnu- laun sem nú tíðkast, enda mundi leiða til fækkunar verkafólks í sveitum en fjölgunar á einyrkjum ef bændur þá eigi neyðast til að flýja býli sín, þá vill Búnaðarþing- io af greindum ástæðum láta í Jjósi það álit sitt : 1) Að almenn vinnuiaun verka- fólks í sveitum þurfi minst að lækka um 30% frá því sem nú er, og enda eigi víst að sveita- búnaður geti svarað kostnaði með þessari lækkun á vinnu- Oæunum. 2) 'Bunaðarþingið beinir því til búnaðarsambandanna að þau ræði kaupgjaldsmálið rækilega, athugi um hvort greiðslu, kaup- gjakls sje hægt. að koma að nokkru við í afurðum eða fóðr- un, og að almenn lækkun verði á kaupgjaldi. 3) Búnaðarþingið beinir þeirri ósk til ríkisstjórnarinnar, að kaup- gjald við opinbera vinnu í þarfir ríkisins verði lækkað svo að það færist til viðunandi sam- ræmis við gjaldþol atvinnuveg- anna. Samþvkt með samhlj. atkvæðum. r E i N S Kristalsápu, Handsápur, Þvottaduft, Skóáburð, Kerti, Vagnáburð, Stangasapu Raksápu Ræstiduft Gólfáburð Fægilög Ðaðlyf Gúð údýr og innlcnd framleiðsla. Ný bök: Erik F. Jensen: Með Niels Bukh Jorden rundt. Stór bók með fjölda mynda. Kemur út í 12 heftum og kostar hvert kr. 0.85 ísl. Eitt hefti kemur út á viku. Mjög eiguleg bólt fyrir alla íþróttavini og íþróttamenn. Búkaverslun Siglúsar Eymundssonar. Vinnufriður. Enn fremur báru sex bixnaðar- þingsfulltrúar, þeir Ilallur Kristj- ánsson, Sig. Ein. Hlíðar, Sveinn Jónsson, Magnús Þorláksson, Páll Stefánsson og Jón Hannesson fram svohlj. ályktun, er samþykt var með samhljóða atkv. „Búnaoarþingið skorar á Al- þingi, að semja á yfirstandándi þingi lög, er tryggi bændum og öðrum framleiðendum vinnufrið, þegar þeir vinna eða láta vinna að sinni eigin framleiðslu, hvort Íieldur er heima eða heimanJ* Yaxtalækkun. Pálll Stefánsson bar fram svo- hljóðandi tillögu, er samþykt. var með samhljóða atkvæðum: „Búnaðarþingið skorar á Al- þingi og ríkisstjórn, að taka til íhugunar livort eklti sje unnt, til þess að Ijetta undir skpldabyrði aðþrengdra atvinnuvega, að færa niður um stundarsakir utlánsvexti úi bönkum og sparisjóðum. og vexti af innlögnum að sama skapi.“ i Stofnun sútunarverksmiðju. Svohljóðandi samþykt var gerð með samhlj. atkv.: „Búnaðarþingið ályktar að skora a Alþingi og ríkisstjórn, að láta svo fljótt sem við verður komið ýara fram rannsókn uni það, livað kosta muni að koma á fót fullkom- imii sútunarverksmjðju í landinu, og að rannsókn lokinni stuðla að því, að henni verði komið upp, ef tiltækilegt þætti.“ Tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: Árlega er fluttur inn í landið skófatnaður, skinn og skinnavör- ur fyrir svo skiftir miljónum kr. Árið 1929 nam þessi innflutningur yfir 3 ni ilj. Við lauslegar tilraunir, sem gerðar hafa verið með fullkomna sútun ísilenskra skinna, hefir það 'komið í ljós, að efnið er ágætt, og mundu íslensku skinnin þannig gerð geta komið að mestu leyti stað þeirra útlendu, sem hingað eru flutt í mynd sútaðra hviða, skófatnaðar og fleira. Nú ef á það að líta að þessi framleiðsluvara bænda, skinnin, eru svo að segja verðlaus, og er þá sýnt hverju það varðar .að gera þau verðmætari ef unt er. Vitanlega mundi, ef þetta tæk- ist, sem síst ber að efa, koma hjer upp innlendur iðnaður, verksmiðja til skógerðar. en það er naumast Itímabært enn þá að leggja drög til slíkra framkvæmda, á meðan ekki er kominn neinn skriður á nndirstöðu málsins, en myndi hins vegar koma nokkuð af sjálfu sjer, þegar að því kæmi að liagnýta sjer það verðmæti, er sútunin mundi skapa. H.jer er verkefni, sem skapað getur, rneðal margs annars, marg- þætt atvinnulíf. Met í bringusundi. 1 febrúarmánuði setti sundkon- an Kersten Isberg heimsmet í 200 metra bringusundi fyrir konur á |2 mínútum og 51 sekúndu. Fyrra iheimsmetið í þessu sundi var 2 mín. 54.6 sek. og átti það enska sundkonan C. Welsten'holme.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.