Morgunblaðið - 20.03.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1932, Blaðsíða 6
6 —ORGUNBLAÐIÐ -iC. Verslunarkostnaður í Reykjavík. Svar til Eysteins Jónssonar skatt- stjöra frá Verslunarráðinu. talsvert vandasamt, leikur hennar má ekki vera of sterkur svo að eigi skyggi á aðalatriði ieiksins. Arndísi hefir tekist vel að þræða þar meðalveginn. Viðar Pjetursson leikur Gunn- stein lækni. Hann vinnur sam- úð áhorfanda með hóglátlegri og prúðri framkomu og per- sónulegum glæsileik sínum. Hlutverk þau önnur, sem ó- talin eru, eru öll fremur smá. Friðfinnur Guðjónsson leikur Grím innheimtumann hjá Jósa- fat, stríðinn karl og gamansam- an, sem þykir gott í staupinu og hefir gaman af að erta Jósa fat, þegar hann er búinn að fá nægilega mikið í kollinn til þess að leyfa sjer slíkt. Sigrún Magnúsdóttir leikur Rúnu stofu stúlku frúarinnar og fer vel með það hlutverk. Dóra Har- aldsdóttir (BjörnSsonar) leik- ur Sigga litla, tilsvör hennar eru vel sögð og skýr og benda á góðan skilning hjá svo ung- um leikanda. Indriði Waage leikur Láfa, fábjánann son Grímu. Hann segir aldrei neitt á leiksviðinu, en gerfi það, sem Indriði hefir gefið þessari per- sónu, er frábærlega gott. Hef- ir hann náð svo miklu út úr þessu hlutverki sem framast var unt. Marta Kalman leik- ur hjúkrunarkonuna í 5. þætti. Hin rólega framkoma hennar og virðulega, setur mjög svip sinn á sjúkrastofuna. Loks leikur Brynjólfur Jó- liannesson Sörla Og gerir það vel. Gallinn er bara sá, að hlutverkið er ekki annað en hjálp í viðlögum, ef svo mætti að orði kveða. Leiktjöldin eru prýðileg eins og jafnan hjá Freymóð Jó- bannssyni og Hallgrímíír Bach- mann sá um það, að brennan í 4. þætti fór vel og skörulega fram án þess að tjón hlytist af. Að leikslokum var höfundur- inn tvívegis kallaður fram og fagnað með dynjandi lófataki. Að lokum tvennt: Leikhús- gestir, komið stundvíslega og ieikendur, hafið hljein milli þátta ekki svona löng! Guðni Jónsson. Úr Suður-Þingeyj arsýslu. 10. mars. FB. Tíðarfar. Afbragðs góð tíð hefir verið hjer nyrðra allan febrúar- mánuð og það sem af er marsmán- uði. Gerði þíður og tók upp allan snjó í byrjun mánaðarins og var því oft mikill hiti á daginn. Síðan hafa verið sífeldar stillur og góð- viðri. Grasaheiði. Nú á Góunni hefir fólk farið í grasaheiði á afrjetti og er það sjaldgæft á þessum tíma árs. Þá hefir einnig á stöku stað verið átt við jarðabætur, herfuð flög og rist ofan af, en það hefir verið í smáum stíl. Sundkensla. Sundkensla hefir farið fram í vetur í hinni nýbygðu sundlaug ungmennafjelagsins í Reykjahverfi. Var eitt námskeið haldið þar fyrir jól og sóttu 16 manns. Annað var haft þar stuttu eftir nýár. Einnig er skólabömum í hreppnum kent sund. Kennari er Atli Baldvinsson, Hveravöllum. Verslunarráð íslands leyfir sjer að gera eftirfarandi athugasemdir við skýrslu hr. Eysteins Jónssonar skattstjóra, er birtist í Tímanum 27. f. m., • um verslunarkostnað í Reykjavík. Skýrslan kvað vera samin að til- hlutun atvinnumálaráðneytisins, samkvæmt þingsláyktunartillögu frá síðasta þingi um að vinna mót dýrtíð, og leynir það sjer ekki, að tilgangurinn er sá, að ala á andúð gegn kaupmannastjettinni, með því að telja mönnum trú um, að of margir Reykvíkingar hafi atvinnu og framfærslu af verslun, og að kostnaðurinn við liana sje mjög tilfinnanlegur skattur á landsmönn um. Þar sem hjer er um opinbera skýrslu að ræða, sem háttv. þing- mönnum hefir verið send sem heim ildarrit, verður ekki komist hjá því að mótmæla henni og þá sjer- staklega athugasemdum þeim, er henni fylgja, vegna þess hve hlut- drægar þær eru og viilandi að ýmsu leyti. Samkvæmt Arbók Hagstöfu ís- lands frá 1930 er talið að 8.3% af þjóðinni lifi á verslun, sem er mjög sambærileg tala við nágrannaþjóð- irnar (í Danmörku 10.8%, Noregi 11.1% og Svíþjóð 8.3%) þótt ætla mætti að verslunin væri fólksfrek- ari lijer en víða annars staðar, vegna 1 ítils iðnaðar innan lands og fjariægðar frá framleiðslulönd- unum. Á hitt er ekki síður að líta, hvernig kaupmannastjettin hefir unnið sitt hlutverk, og hvort reynsla sú, sem þjóðin hefir feng- ið af öðru verslunarfyrirkomulagi hafi gefist betur. Það vekur strax nokkra grun- semd, að eigi skuli vera gerð til- raun til þess að bera hinn háa yerslunarkostnað í Reykjavík, sem skýrsla þessi á að sýna, saman við dreifingarkostnað á þeim vörum, sem ríkið hefir verslað með, eða Samband ísl. samvinnufjelaga sjer mönnum fyrir. Yafalaust væri sá samanburður ve1! sjeður af núver- andi stjóm, ef hann væri ríkis- og kaupfjelaga verslunuim í hag. En eftir þeim gögnum er hann birtir, liggur í augum uppi, að hann blandar ýmiss konar verslun og annari starfsemi, sem rekin er hjer íReykjavík, samanvið verslun með erlendar vörur, sem að eins eru notaðar hjer í bæ og fær á þann hátt háa kostnaðaráætlun. Þeir óskyldu liðir, sem fyrst og fremst verða að dragast út úr skýrslunni, ef hún á að gefa hug- mynd um það sem leitað er eftir, eru þessir: 1) Verslun með innlendar vörur hjer í Reykjavík. 2) Verslun i^ieð innlendar vörur til útlanda. 3) Tðnaður eða framleiðsla, sem er samfara ýmsum verslunarfyrir- tækjum. 4) 01] verslun Reykjavíkur- manna (heildsala og smásala) með þær erlendu vörur, er til Reykjavíkur flytjast, en seldar eru út um land, eða utan bæjar. 5) Öll umboðssala Reykjavíkur- kaupmanna utan bæjar. 6) Vátrygginga- og miðlarastarf- semi, svo og ýmiss konar erind- rekstur, sem ekki á skylt við vöru- sölu. Kostnaðinn við 1. og 2. lið af- greiðir skattstjóri með þessum orð- um: „Eigi eru svo mikil brögð að slíku að nokkru verulegu nemi á heildarniðurstöðum“ og tekur ^.ví ekkert tillit til hans. Þetta nær auðvitað engri átt, og má merki- legt kalla, að svo skuli vera gert í skýrslu til Alþingis. Hve miklu velta innlendra vara nemur, móts við veltu erlendra vara, hjá þeim verslunum, sem bæði versla með innlendar og útlendar vörur hjer í bænum, 6r ekki gott að segja, en víst er það, að ýmsar af algeng- ustu neytsluvörum eru innlendar. Vörur, sem lijer koma til greina, eru t.d. kjöt, saltað, nýtt og frosið, smjör, tólg, smjörlíki, jarðepli, grænmeti, harðfiskur, öl og gos- drykkir, efnavörur ýmsar og hrein- lætisvörur o. m. fl. í 3. lið er kostnaður við iðnað, sem víða er í sambandi við verslun, Hann vill skattstjórinn að vísu taka til greina og gerir það með því að áætla % til frádráttar á útkomu hinna einstöku liða. Skýrsl an sjálf sýnir þó, að þetta er a'l- gerlega ónóg, því þar sem álagn- ing smásala alment er talin 29% af innkaupsverði, eftir útreikningi skattstjórans, er hrein versltmar- álagning smásala sem einnig reka iðn, eftir sömu heimild 63.9%. Er því auðsætt að þessi „áætlun“ fær ekki staðist. því engin ástæða er til að ætla, að hrein verslunará- lagning þeirra, sem iðn reka í sambandi við verslun, sje mikið meiri en þeirra, sem verslun reka eingöngu. Við 4. 'lið, verslun með útlendar vörur út um land, vill skattstjór- inn taka til greina kostnað, með því að draga frá heildarálagning- unni % af verðframfærslu heild- sala og umboðssala, en ætlast svo til þess, að það komi til jafnaðar á móti álagningu, er hann telur að ekki ltomi að öllu leyti fram í skýrslunum, nefnilega töp á skuld- um, vörurýrnun og vextir. Við þetta er fyrst að athuga, að þessi frádráttur er ónógur. Eftir upp- lýsingum frá 9 aðal-heildverslun- um hjer í bæ, er sala þeirra að meðaltali út um land árið 1930 43% af veltunni. En við þetta bætist svo sala smásalanna til utanbæjar- manna. Er hún alt af töluvert mikil og þá ekki síst hátíðarárið 1930, sem skýrslan er miðuð við. Þar sem nú hlutfallsleg álagning smá- salanna er einnig af eðlilegum á- sræðum miklu meiri en heildsal- anna, sjest það glögt, að hjer skýtur enn mjög skökku við um áætlanir skattstjórans. Þegar hann enn fremur vill ætla að þetta jafnist upp með álagningu, sem ekki kemur fram á skýrslunum, nefnilega töpum á skuldum, vöru- rýrnun og vöxtum, ber að geta þess, að hjá stærri firmurn koma þessir liðir fram í bókhaldinu, svo ráðstSfnn gegn kreppnnni, er að nota Best H R E I N S Góð ödýr og innlond framleiðsla. Kristalsápu, Handsápur, Þvottaduft, Skóáburð, Kerti, Vagnáburð, Stangasápu Raksápu Ræstiduft Gólfáburð Fægilög Baðlyf jScmtsk fatahteittfiíutt ojö iitutt 34 1300 Jteijkiavíit. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. Ný bðk: Erik F. Jensen: Með Niels Bukh Jorden rundt. Stór bók með fjölda mynda. Kemur út í 12 heftum og kostar hvert kr. 0.85 ísl. Eitt hefti kemur út á viku. Mjög eiguleg bók fyrir alla íþróttavini og íþróttamenn. Bðkaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Fiskverkun. Tökum að okkur fiskverkun á fiskverkunarstöð okkar f Haga. Getum byrjað strax ,eftirþurkun í húsi ef með þarf og um semst. Símar 1533 og 31. Fiskverkunarstöðin í Haga. Hlutafjelagið Sleipnir. Tveir þriðjn hlntar Engeyjar til leigu, 7 til 8 hundruð hestburða töðufall. Dúntekja, hrognkelsaveiði. Stórt íbúðarhús getur fylgt. Slægjurnar leigjast sjerstaklega ef um semur. Upplýsingar í síma 31 og 1001. Snarislöður ReykMur og nágreanis óskar eftir húsnæði á góðum stað í bænum, helst í stofu- hæð. Tilboð má senda Gústaf Sveinssyni, lögfræðing, — Austurstræti 14, sími 67.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.