Morgunblaðið - 20.03.1932, Blaðsíða 8
8
MORGJNBLAÐIÐ
Ankaalrlði
- en þó.
Eyðið ekki peningim-
um í kaup á ódýrum
smurningsolíum, sem
þynnast í hita vjelar-
innar og þar af leið-
andi geta ekki vernd-
að nægilega gegn sliti
— og sem brenna svo
ört, að vjelin hreint
og beint „etur olí-
una“.
Biðjið um Gargoyle
Mobiloil; hún sparar
yður ónauðsynlegar
viðgerðir.
CÆRGjOprLE
M«mii
VACUIJM OILCOMPAJÍYA,,.
Umboðsmeun:
H. BenedíKtsson 8 Go.
Vatnsglfis 0.50.
Bollapör, postulm, frá 0.45
Ávaxtadiskar frá 0.35
Ávaxtaskálar frá 1.50
Desertdiskar frá 0.40
Matardiskar, grunnir, frá 0.60
Undirskálar, stakar, frá 0.15
Pottar met5 loki, alnm., frá 1-45
Hitabrúsar, ágæt teg. 1.50
Handsápa, stykkið frá 0.25
Luxpakkar mjög stórir 1.00
Bamaboltar stórir 0.75
Gúmmíleikföng 0.75
Alt með gamla verðinu meðan
birgðir endast.
KJi
Bankastræti 11.
EGGERT CLAESSEN
h æstar j ettarmálaflntningsmaCtir
Skrifstofa: Hafnarstræti 6.
Sími 871. Viðtalstími 10—12 f. h.
kenna, þegar slíkt kemur fyrir?
Er það skoður.inni um að kenna,
þegar stórsjóir koma yfir skip og
brjóta það? Er það skoðuninni um
að kenna, ef skip í slæmu veðri
brotnar eða skemmist við bryggju?
Er það skoðuninni um að kenna,
ef áttaviti skipsins verður fyrir
segulskekkjutruflunum og skipið
at' þeim ástæðum rekst á land eða
sker? Er það skoðuninni um að
kenna, ef skip siglir á sker, en
ekkert er tilkynt um það, en skip-
ið síðan verður fyrir tjóni eða
fcrst? Og er það skoðuninni að
kenna, þegar skemd verður á skipi
vegna óaðgæslu stjórnanda eða
handvammar skipverja?
Jeg legg undir dóm lesenda
blaðsins hve fávísleg framanskráð
aðdróttun að skoðunarmönnum er.
S. E. segir ennfremur, að til
skoðunar á skipum sjeu valdir
fagmenn, sje þess kostur, en
segir um leið, að ekki muni á-
valt hægt að ná til þeirra, og
gefur í skyn, að skoðunin muni
þess vegna framkvæmd af mönn-
um, sem sjeu ekki til þess hæf-
ir, og fyrir það líði þeir sem á'
skipunum vinni ásamt vátryggj-
endum.
Skipaskoðunarmenn ríkisins
eru allir valinkunnir menn, til-
nefndir til starfans af mönnum
sem þekkja starfshæfileika
þeirra og trúmensku, svo að S.
E. hefir enga ástæðu til að
drótta því að skipaskoðunar-
mönnum ríkisins, að þeir ekki
hafi til fulls þá þekkingu, sem
útheimtist til að skoða þau skip,
sem þeim er falið að skoða, og
S. E. ferst alls ekki að kasta
steini að öðrum í því efni, og mig
furðar ekkert á því, þótt ein-
hverjir af um 100 skipaskoðun-
armönnum landsins mundu
þakka honum fyrir tiltrúna á
viðeigandi hátt.
Ennfremur segir S. E., að mó
torbáta vanti oft það, sem þeir
sjeu skyldugir að hafa og til
nefnir nokkra hluti, eins og hlíf-
ar yfir lúkum, slökkvitækjum,
bjargbeltum o. fl. Jeg skal nú
ekkert fullyrða um þetta, en
skýrslur skoðunarmanna hjer í
Reykjavík til mín bera hið gagn-
stæða með sjer. Mælist jeg til
þess, að S. E. fari um borð í ein-
hvern þann bát, sem þá um leið
hefir fengið skoSunarvottorð, og
sanni, að þeir hlutir, sem hann
tilnefnir í grein sinni, sjeu ekki
til staðar, því annars verður að
álíta, að ummælin sjeu röng og
tilhæfulaus í garð skipaskoðun-:
armanna.
S. E. segir <ennfremur, að
bjargbelti hafi ekki alt af verið
fáanleg hjer í Reykjavík, þegar
mest þurfti með.
Jeg hefi haft á hendi stjórn
skipasköðunarinnar undir yfir-
umsjón atvinnumálaráðuneytis-
ins. síðan 1930, og strax þegar
jeg tók við því, ljet jeg rann-
saka fleytimagn bjargbelta hjer
í Reykjavík, og stimpla öll þau
bjargbelti, sem lögleg reyndust,
og veit eg ekki betur, en að alt
af hafi verið til á einhverjum
sölustaðnum næg björgunarbelti,
og annað er til skipa hefir þurft,
eða það sem nær til þeirra krafa
sem gerðar eru til búnaðar skipa.
Þá kemur S. E. að skoðun á
seglabúnaði mótorbáta og segir:
„að hálfgerð fljótaskrift muni
á þeirri skoðun vtera“, og furðar
sig á því, að seglameistarar
skuli ekki framkvæma hana. Og
síðan bætir hann við, að enginn
treysti því lengur, að segl sjeu í
því standi, að þau þoli kalda.
Jeg veit ekki hvað S. E. geng-
ur til með slíkum staðhæfing-
um, eins og hann einn sje sá
eini, sem dómgreind hafi eða
þekkingíu rtil að geta skoðaið
seglbúnað mótorbáta.
Jeg efast um, að hann hafi
skoðað seglbúnað á mótorbátum,
eftir nýafstaðna skoðun á þeim,
en að hann hafi oft sjeð rifin og
ljeleg segl á skipum, efast jeg
ekki um; en það efast jeg um,
að þau rifnu eða ljelegu segl,
sem hann hefir sjeð, verði talin
að vera skoðuninni um að kenna,
því hann mun mjer sammála um
það, að mörg dæmi eru til þess,
að segl fúna og skemmast á
styttri tíma en er á milli skoð-
ana á skipum, og væri ekki síð-
ur ástæða til að finna að því við
sjómennina, heldur en að kenna
skoðunarmönnunum um það,
sem ónýtast kann.
S. E. virðist undarlegt, að
seglameistarar ekki skuli fram-
kvæma skoðun á seglbúnaði
skipa. Hvað skyldi S. E. Segja,
ef sjómenn segðu, að hann væri
óhæfur til að skoða seglbúnað
á mótorbátum, því eins má ætla
það, eins og draga í efa, að
skipaskoðunarmenn, sem flestir
alla sína tíð hafa fengist við
skip eða verið á mótorskipum,
eða stundað sjávarútveg að ein-
hverju leyti, geti ekki haft þekk-
ingu til að skoða segl á litlum
mótorbát.
Jeg þekki ekki til þess, að
hjá neinum þjóðum sje valinn
seglasaumari til skoðunar á segl-
búnaði, og engin af nágranna-
þjóðunum hefir sjeð ástæðu til
þess; því ef iðnmaður í hverri sjer-
grein þeirra tækja eða hluta sem á
skipum eru, ætti að skoða þá, yrðu
sköðunarmennirnir æði margir
við hvern bát, og slíkt fyrir-
komulag óframkvæmanlegt.
S. E. segir ennfremur, að sjó-
menn treysti ekki lengur seglun-
um, og skal jeg ekki fjölyrða um
það. Hitt mun rjett, að sjómenn
ó mörgum vjelskipum sem segl
nota, hirða ver segl sín en gert
var á seglskipunum áður; en af
hverju kemur það; ætli það hafi
ekki aðallega verið af því, að þá
voru seglin það eina, sem þeir
gátu bjargast á, þegar leita
þurfti hafnar eða forðast land.
Þeir höfðu ásigkomulag seglanna
alt af fyrir augum sjer. Nú, en
h\að skeður; þau segl skemdust
og rifnuðu, alveg eins og sagt er
að nú komi fyrir á mótorbátum,
og ekki var skoðun á seglbúnaði
þá um kent.
Svo skrifar S. E. langt mál um
það, að heppilegra muni vera að
láta viðgerðir á bátum og eftirlit
fara fram að sumrinu til, en
ekki haust eða vetur, eins og nú
víða er venja þar, sem vertíð
byrjar um eða eftir áramót. Það
er óneitanlega betra, ef hægt
væri að láta endurbætur á skip-
um og bátum fara fram í þurru
veðri, en þess er ekki alt af
kostur, þó að sumarlagi sje.
Jeg þekki ekki til annars, en
viðgerðir á skipum um allan
heim fari jafnt fram, hvort held-
ur það er sumar eða vetur, og
hefi jeg aldrei heyrt um það
talað að það væri talið óhæfa.
Jeg álít að betra sje að við-
gerð og eftirlit fari fram á Öll-
um fiskiskipum, áður en þau
byrja vertíð, því ætla má, að
skipin sjeu þá betur búin til
sjósóknar á vetrarvertíð, heldur
en þegar engin viðgerð og ekk-
ert eftirlit hefir farið fram, því
reynslan sýnir, hve sjómenn hafa
litla umhyggju fyrir viðhaldi og
góðri meðferð á þeim tækjum,
sem þeir hafa sitt lifibrauð af,
en það skal strax tekið fram, að
það er úkaflega misjafnt, því að,
í því eins og öðru, eru margar
undantekningar.
Jeg hefi þá drepið á helstu at-
riði nefndrar greinar, og fært
rök fyrir því, hversu ósanngjarn-
ar slíkar aðdróttanir eru í garð
skipaskoðunarmannanna, og sem
ekki eru til annars en að vekja
andúð og tortryggni gegn þeirri
stofnun, sem með ötulli viðleitni
á að koma skipaskoðuninni í gott
horf, og sem orðið hefir að
berjast gegn andúð skilnings-
sljórra andstæðinga í skipaskoð-
unarmálum, en sem þrátt fyrir
þetta hefir áorkað ,að miklar
framfarir hafa orðið á öryggi
skipa síðustu árin. Þessi and-
úð, sem hjer er talað um, er
ekki alt af sprottin af illvilja
eða sjálfsþótta rembingi, heldur
af ónógri þekkingu á tildrögum
þeirra atburða, sem menn þykj-
ast þekkja, en sem þá vantar
allan skilning á, til hlutdrægnis-
laust, og af sanngirni, að geta
dæmt um.
Ólafur T. Sveinsson.
Mussolini og læknarnir.
Mussolini hjelt nýlega ræðu á
fundi ítalskra lækna. Mæltist hann
til þess að þeir legðust á móti
nýju tískunni, sem krefðist þess
að konur væri þvengmjóar og
grannvaxnar. Kvað hann þetta
horfa til kynspillingar svo og það
að telja það lýti á konum, að þær
væru vanfærar. Afleiðingin af þess
um villukenningum væri meðal
annars sú, að síðasta árið hefðu
56.000 færri börn fæðst en und-
anfarið. Heilbrigði þjóðarinnar
væri undir því komið, að húsnæði,
föt og fæði sv® og aðrir lifnaðar-
hættir væri í góðu, heilbrigðu lagi
en mikið vantaði enn á til þess
að svo væri. Læknum bæri því að
vinna kappsamlega að endurbótum
á þessu sviði. Þá mintist hann á,
að nú vildu allir læknar vera sjer-
fræðingar og væri þó miklu meira
komið undir almennu læknisþekk-
ingunni. Að lokum sagði hann, að
þó læknum bæri fyrst og fremst.
að fræða fó'lkið um hei.Ibrigðismál
þá væri það einnig skylda þeirra
að láta til sín taka í almennum
þjóðmálum og mættu þeir sín þar
mikils. Hann hefði t. d. mælst til
þess fyr við lækna að hvetja fólk
ti' þess að nota ítölsk vínber fram-
ar öðru sælgæti og hefði þá brugð-
ið svo við, að sala þeirra hefði
fimmfaldast og nægilegur mark-
aður fengist. Mætti svo vera um
fleira.
Ef Mussolini rjeði hjer, myndi
hann krefjast þess að læknar
kynnu t. d. ve1! til matreiðslu á'
fitsalan
heldur áfram til mið-
vikudags.
Taubútar og- ýmiskon-
ar afgangar seljast
fyrir lítið verð.
AthuRÍð, að enn er
tækifærið til að gera
happakaup.
Versl. Vik
Laugaveg 52.
Sími 1485.
Fjelagar Heimdallar fara skemti-
för upp fyrir Kolviðarhól á skír-
dag, ef veður leyfir. Farseðlar
verða seldir í Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar, afgreiðslu
Morgunblaðsins og versl. Brynju,.
Laugaveg 29, og kosta kr. 5.00.
Lagt verður af stað frá Yarð-
arhúsinu kl. 9 árdegis.
Þátttakendur eru alvarlegai
ámintir að búa sig vel.
Nefndin.
Til Danmart
Ung islandsk Pige af god Fam-
ilie, sem geme vil til Danmark,
kan lste Maj faa fuld Optagelse
i Hjemmet paa stor Gaard í Jyl-
land nær Skanderborg for at lære
Husholdning. Et Honorar maa
ydes. Fru Gerda Heilmann, Tam-
nestrup pr. Skanderborg. Hen-
vendelse til Fru Sofia Sveinsson,
Tjarnargata 36, Telefon 224, eller
Frk Bech Sörensen í Bókaverslun
Snæbjarnar Jónssonar, Telefon
1936.
2. vielstjðra
vantar strax til að taka í sundur-
gufuvjel.
Til viðtals í dag kl. 1—3 e. m.
Hjörtur Fjeldsted.
Tjarnargötu 30.
Ingibergnr Jðnsson
skósmiður
hefir flutt vinnustofu sína af
Grettisgötu 26 í Lækjar-
götu 10.
síld og kendu fólkinu hana. Því
ekki það?
Hinn 26. febrúar var vjelferja-
að fara yfir ána í Kalkútta. Voru
um hundrað farþegar með henni.
Á miðri ánni hvolfdi ferjunni og
druknuðu þar um 70 manns.