Morgunblaðið - 24.03.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIt) Eftirmæli Síldareinkasfilunnar. Frumvarp um skiftameðferð á búi síldareinkasölunnar var til umr. í nd. í gær, komið frá ed. Þar hafði einkasalan fengið þau eftirmæli dómsmálaráðherra, að hún hefði verið sett fyrir for- söngu Sjálfstæðismanna og að þeirra vilja, og að fjárhalds- menn hennar hefðu verið Sjálf- stæðismenn í samvinnu við só- síalista. Þessu mótmælti Jón Baldvins- son, og fór honum í því drengi- lega, að hann bar sannleikan- um vitni. Sagði, að í því máli hefði verið samvinna milli Fram sóknarflokksins og Alþfl., og að um stjórn fyrirtækisins hefði „Framsókn“ mestu ráðið. Þegar forsætisráðherra hafði mælt nokkur orð með frv., nú í nd., stóð upp Haraldur Guð- mundsson og spurði, hvort stjórnin hefði ekki á prjónun- um neitt, sem koma ætti í stað einkasölunnar. Forsætisráðherra sagði, að á ieiðinni væri br. á lögum um síldarverksmiðjuna og um síld- armat. Annað mundi ekki stjórn in leggja til um síldarmálin. Ólafur Thors kvaddi sjer nú hljóðs. Birtist hjer stuttur efn- islegur útdráttur úr ræðu hans. Ræða Ólafs Thors. Sá maður, sem á sæti í ráð- herrastóli hjer hjá mjer, sæti, sem hann að sönnu mjög sjald- an situr í, síðan jeg hlaut næsta sæti við (Ól. Thors hlaut næsta sæti við stól dómsmálaráðh.), hefir við afgr. þessa frv. í ed. sagt þau ranghermi, er jeg tel rjett að leiðrjett sjeu nú þeg- ar við þessa umræðu. Ráðherr- ann sagði sem sje, að síldar- einkasalan væri sett að frum- kvæði og vilja okkar Sjálfstæð- ismanna. Það er að sönnu næstum móðgandi fyrir þessa háttvirtu deild, að verið sje hjer að deila um það, hverjir hafi komið síld- areinkasölunni á, og hverjir barist gegn henni. Þeir atburð- ir er gerðust á þinginu 1928, þegar Framsóknarmenn og só- síalistar hnepptu síldveiðarnar og síldarverslunina í einokunar- fjötra gegn vilja síldaratvinnu- rekenda og harðri baráttu sjálf- stæðisþingmanna, eru háttv. þingmönnum kunnir, og í fersku minni. Dómsmálaráðherra blandar saman tveim mjög ólíkum mál- um: Lögum um síldarsamlag frá 1926 og einkasölulögunum frá 1928. Með lögunum um síldarsam- lagið var af sjálfstæðismönnum gerð tilraun til að skipuleggja þessa atvinnugrein á þann hátt, að fá þeim, er þá atvinnu stunda, sjálfum vald yfir þeim málum, með þeirri einni aðstoð löggjafarvaldsins, er gerði þeim fært að útrýma leppmenskunni. Með síldareinkasölunni 1928 voru yfirráð þessara mála tek- in af þeim mönnum, er þá at- vinnu reka og lögð í hendur löggjafans, allsendis þekking- arsnauðum í þeim efnum. Til sönnunar því, hverjar stað leysur dómsmálaráðherrann fer með, er hann nú afneitar síld- areinkasölunni, vil jeg með leyfi háttv. forseta lesa nokkur orð úr grein, sem þessi sami ráðh. hefir skrifað í blaðið „Tímann“ 1929 (Sjá Mgbl. 9. des. 1931). Þarna sjá menn samkvæmn- ina. 1929 gefur hann sjer og sínum flokki dýrðina. Þá er það ,,bændaflokkurinn“, sem kom „til skjalanna“, „finnur bjarg- ráðið“ og „knýr verkamenn og útvegsmenn til sjálfsb.jargar“. En 1931, þegar Síldareinkasal- an hafði gengið undir próf reynslunnar og fallið, er það „einkasala Ólafs Thors og Lín- dals“. Jeg var strax 1928, sann- færður um ófarnað þessa fyr- irtækis. Spár mínar voru þá kallaðar hrakspár, en engar þeirra náðu þó jafn-langt og raunveruleikinn. Það er seint að telja öll ó- höpp og axarsköft er hin stutta saga þessa fyrirtækis rúmar. — 111 var þess fyrsta ganga, því hún má telja að hefjist með því, að einn framkvæmdastjór- anna er sendur út í markaðsleit. Hann rekst á danskt Gyðinga- firma, og þessum Gyðingum fær hann strax með samningi einka- sölu á síld til Norðurlanda, þ. á. m. til Svía, sem verið höfðu aðal-neytendur ísl. síldar. Svíum mislíkaði þetta stórum sem von var. Þóttust þeir ekki þurfa að hafa danska Gyðinga fyrir millilið milli sín og selj- anda. Endirinn varð sá, að einka salan varð að kaupa sig frá samningnum við Gyðingana fyr- ir ærna peninga. Form. útflutningsnefndar neit aði reyndar harðlega, að þessi samningur hefði verið gerður. En síðar skýrði þó framkvæmda stjórinn frá þessum samningi í skýrslu sinni. Þegar Einkasalan var laus við Gyðingana, hófust sölusamn. við Svía. Fyrsti samningurinn var um 40 þús. tunnur. — Mun það vera óskaplegasti verslun- arsamningur sem þekkist í versl unarsögu heimsins milli frjálsra aðila: Stærð síldarinnar skyldi vera 270 í tunnu. Engin dæmi eru til, að svo stór síld hafi veiðst hjer við land í þeim mæli, sem selt var, svo hjer var í fyrsta lagi seld vara, sem von- laust var um, að fyrirtækið hefði til sölu. Öll þessi sala skyldi vera af fyrstu veiði, og vita þeir, sem eitthvert skyn bera á þessa hluti, að slíkt náði engri átt. Um gæðin var það ákveðið, að síldin skyldi vera „extra prima“. Slík hámarksgæði á víst íslensk tunga ekki orð yf- ir. Ef síldarverð lækkaði, eftir að samningur var gerður, skyldi síld sú, er eftir samningnum var gerð, lækka til jafns við það, en hækkaði síldarverðið, skyldi það engin áhrif hafa á verð hinnar umsömdu síldar. M. ö. o. Seljandinn skyldi taka á sig verðlækkun, sem verða kynni á síldarmarkaðinum, en ekki njóta verðhækkunar. Og loks var svo um samið, að kaupandinn sjálfur skyldi dæma um gæði vörunnar. Hon- um er sett sjálfdæmi um allar kröfur og efndir gagnvart selj-'< anda. Rekstur fyrirtækisins heima fyrir var þessu líkur: Ef síld1 var nóg, vantaði tunnur, ef tunn ur voru til, vantaði salt, ef til voru bæði tunnur og salt, vant- aði síld. Þannig var eitt árið tunnuskortur, annað árið salt- skortur, og þriðja árið síldar- skortur. Og það sem verst var: Öll árin var vitsmunaskortur þeirra, sem veittu fyrirtækinu forstöðu. Því er nú komið sem komið er. Einkasalan hafði í sjálfsvaldi að greiða síldareigendum eins lítið fyrir síldina og henni sýnd ist; og hún skamtaði þeim vissu lega smátt, ljek þá svo hart, að slíks munu, sem betur fer, fá dæmi, en þó tókst henni að verða gjaldþrota. Og ef það er rjett, sem líklegt má telja, að það gjaldþrot sje nokkuð hátt á aðra miljón króna, sýnir það hvorki meira nje minna en það, að þó Einkasalan hefði fengið alla nýja síld gefins, þ. e.: þó sjómenn hefðu unnið henni kauplaust í 2 ár, og útgerðar- aenn lánað henni skip sín jafn- iengi fyrir ekki neitt, og kostað útgerð þeirra úr eigin vasa, hefði hún samt orðið gjald- þrota. Jeg veit ekki hvort verra er í þessu máli, ofstopi dómsmrh. og fylgifiska hans, þegar þeir lögðu síldarútveginn í einokun- arfjötra með kúgunarvaldi þing meirihlutans, að öllum þeim þvernauðugum sem við þennan atvinnurekstur fást, eða lítil- menska, þegar þeir nú, eftir að reynslan hefir dauðadæmt þetta athæfi, á allan hátt reyna að renna frá gjörðum sínum og koma ábyrgðinni á aðra. )) IfeHTMM Ii OLSEM (( Huað líður Belgaumsmálinu ? Það munu nú vera liðin rösk- lega tvö ár síðan togarinn Bel- gaum var, af varðskipinu Ægi, kærður fyrir landhelgisveiðar, fluttur til Reykjavíkur og dæmd ur af lögreglustjóra í 13500 króna sekt, og afli og veiðar- færi upptækt. Málinu var þeg- ar áfrýjað. Að ári liðnu eða í fyrra um þetta leyti, kom málið fyrir í Hæstarjetti, en var ekki dæmt þar, heldur óskaði Hæsti- rjettur eftir útnefningu þriggja manna nefndar til þess að rann- saka betur málið, og láta uppi álit sitt. Nefnd þessi var sk,ipuð, og mun nú nálgast ár síðan hún tók til starfa. Síðan hefir ekk- ert heyrst um mál þetta. Svo sem kunnugt er, hefir mál þetta frá upphafi vakið all-mikla at- hygli meðal manna, og nú spyrja menn: Hvað líður Bel- gaumsmálinu? Hvar er það nið- ur komið? Hvað veldur þessum óeðlilega drætti? Fredrich W. Petersen prófessor frá Michiganháskóla er nýkominn .hingað og ætlar að dveljast hjer !ium tveggja mánaða tíma. Hann 'er af sænskum ættum. Pressnger. Feagnm með e.s. „Gnllioss", nýtl pressuger. Hillegom. Aurora beimsfrægu Holland blðmlankar. Pantið blómlauka yðar beint frá Hollands besta blómgarði. Und- anfarið höfum við fengið margar pantanir frá íslandi, til að rækta í görðum og herbergjum. Til þess að kynna verslunarhús okkar á íslandi, hyggjum vjer bestu aðferðina vera að bjóða yður nokkuð af Hollands heimsþektustu blóma- og blómlauka úrvali. Úrval svo vel samsett af fögrum litum og góðum ilm, sem þjer aldrei hafið fyr kynst slíku. Þetta úrval samanstendur af 400 blómlaukum, ná- kvæmlega úrvalið, og sjerstaklega samsett fyrir íslenskt loftslag. Aurora-blóm vekja yndi ungra og gamalla, ríkra og fátækra. Aurora blóm breyta heimili yðar og garði í blómaparadís. — Vegna hinna mörgu pantana, sem koma daglega, þá gerið svo vel og pantið tím- anlega og setjið nafn og heimilisfang yðar greinilega á pöntunina. Sá gerir rjett, sem þegar í dag, gerir pöntun sína hjá: AURORA-BULB — NURSERIES. Helligom — Holland —- Europa. Okkar ágæta úrval samanstendur af: 100 stór blómstrandi Gladioli í 5 litum; rautt, pink, laxrautt, lilla og gult. 100 lítil blómstrandi Gladioli (sverðliljur) í 5 litum. 30 Begonia (15 einf. og 15 tvöf.) í ýmsum litum. 10 Capeli'lies (Hyacinthus Candicans) drottning blómanna. 50 Anemones, allra uppábald, í öllum regnbogans litum. 50 Ranunculur, litla rósin í öllum litum. 30 Oxalis Deppei, hið svokallaða hamingjublóm. 15 Montbretias, í ýmsum litum. 15 Dahlias, „AURORAS ROEM“. 400 laukar og rætur, fyrir 6 dollara. 800 laukar og rætur fyrir 10 dollara. Fljót afgreiðsla. Sent án aukakostnaðar á ákvörðunarstað .Heil- brigðisvottorð fylgir hverri sendingu frá Phytopatholgical skrif- stofunni. — Hver tegund merkt og pökkuð sjer. Ræktunarmeðferð á ensku, frönsku eða þýsku, með myndum, er sent með, án endur- gjalds. Yegna yfirfærslu örðugleika, þá sendið andvirðið með pöntun og njótið þar með hinna sjerstöku heiidsölu kjara. t Jdna Kristln lúifusdóttir Fædd 5. janúar 1911. Dáin 29. febrúar 1932. Hinn 29. f. m. andaðist á Vífils- staðaheilsuhæli ungfrii Jóna Kr. Júlíusdóttir, aðeins 21 árs að aldri. Jóna sá'l. var strax á unga aldri heilsuveil, en þrátt fyrir það var hún jafnan glöð og hugrökk. Og nú síðast um tveggja ára skeið, er þún dvaldi á heilsuhælinu, var !hún jafnan eins glöð og hress til hinn- ar síðustu stundar. Það var á- nægjulegt að koma til hennar og sjá hið brosandi andlit og hið glaða viðmót, sem jafnan einkendi haná. Foreldrum, bræðrum og öllum yinum hinnar ungu stúlku, og þó einkum veikri móður hennar, sem seinustu mánuðina varð að horfa upp á dauðastríð dóttur sinnar, verður hiún ógleymanleg. Vertu sæl, unga stúlka, og þöklc fyrir samverustundirnar stuttu en björtu. Blessuð sje minning þín. Vinur. Morgunblaðið er 8 síður í dag. Næsta blað kemur ekki út fyr en já páskadag. Bnrtn með ntlendn- vðrnna. fsland fyrir — fslendlnga. Sökum þess að engin út- lend vara má sjást hjer á landi eftir 3ja apríl. Og til þess að þurfa ekki að keyra 1 sjóinn því, sem við höfum, gefum við 50% afslátt af ýmsum vörum. Notið tækifærið. Uersl. Hamborg. Laugaveq: 45. Tll Viieviar. Fastar ferðir daglega kl. 8y2 árd. frá Steinbryggj- unni. Sími 1340. Mnnið A. S. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.