Morgunblaðið - 24.03.1932, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1932, Blaðsíða 8
8 IIORG JNBLAÐIÐ sýna það, ef Nielsen aðhefðist nokkuð. Auk þess voru kendur lians bundnar við stólbríkurnar og böndin innsigluð. Þrátt fyrir þetta komu útfrymisfyrirbrigði, sem Carstensen segist í fyrstu hafa baft tilhneiging tíl að halda að væru svikalaus, en nú sje hann farinn að halda að hafi verið eitt- hvert einfalt kemiskt svikabragð. Engin grein er fyrir því gerð, hvernig Nielsen hefir átt að geta komið neinum slíkum brögðum við, eins og um hann var búið. Og engin sönnun er heldur fyrir því færð, að hann hafi haft neitt slíkt í frammi. Jeg hefi verið á mjög mörgum fundum með Nielsen, bæði hjer og í Höfn. Meðan hann hefir dvalist jhjer, hefi jeg haft tækifæri til þess að athuga hvert tangur og tetur, sem hann hefir haft með- ferðis, bæði í tösku sinni og utan á sjer. Jeg hefi verið í rannsóknar- nefnd með Páli Einarssyni hæsta- rjettardómara, Guðm. Thoroddsen próf., Halldóri Hansen lækni og Haraldi Níelssyni prófessor; allar varúðarráðstafanir voru gerðar af þessum mönnum, sem þeir töldu þörf á, og með þessum ráðstöf- unum fengust glæsileg líkamningá- fyrirbrigði. Jeg og konan mín höf- um setið tvö ein á skyndifundi með Nielsen; jeg sat fast við hnjen á honum og talaði við stjórnanda hans. Níelsen sat með hendurnar í hnjánum hreyfingarlaus frammi fyrir mjer. Meðan þetta samtal fór fram, kom lítil líkömuð kven- vera til konunnar minnar og ávarp aði hana hvað eftir annað. Jeg hefi þrásinnis, ásamt ýmsum öðr- um, sjeð tvær verur í einu á fund- um hans. Jeg Eefi staðið inni í byrginu hjá honum og talað við hann og sjeð á meðan líkamaða veru þeim megin við mig, sem Nie'lsen var ekki. Jeg minnist á þetta aðeins sem dæmi úr mikilli og margháttaðri reynslu minni af hinni dásamlegu miðilsgáfu Níel- sens. En jeg hefi ekki eingöngu mína reynslu að styðjast við; ekki heldur eingöngu reynslu íslenskra manna. Miðilsgáfa Nielsens hefir þrásinnis verið rannsökuð af hin- Um.efagjörnustu mönnum, og und- antekningarlaust steðist rannsókn- ina, þegar skynsamlega hefir verið að farið. Jeg læt mjer nægja að minna á rannsóknina, sem þeir framkvæmdu F. Grunewald, verk- fræðingur, Knud H. Krabbe, dr. med. og Chr. "Winther prófessor dr. phil. árið 1921, Þeir fengust við rannsóknina þrjá mánuði og lýstu einróma yfir þeirri skoðun, að NieHsen sje sannur miðill. Samkvæmt þessari reynslu minni og f jölda annara manna, hjerlendra og erlendra, finst mjer ekki mikil ástæða til að rjúka upp til handa og fóta, þó að einhver óvalinn mað- ur reyni að vekja á sjer stundar eftirtekt með svikabrigslum gegn þessum glæsilega miðli. Það er ekki til neins að hampa framan í mig uppþotinu í Osló 1922. Þær „rannsóknir' ‘ met jeg að engu og hefi þar meðal annars stuðning frá franska tímaritinu Revue Metapsy- cliigue, sem gefið er út af einu algerlega vísindalegu sálarrann- sóknastofnuninni, sem enn er til í veröldinni og hlotið hefir viður- kenning franska ríkisins. En auð- vitað er ekki hjer rúm til að fara frekar út í það mál. Tæplega virðist mjer eyðandi rúmi íslenskra blaða til þess að birta þar þau viðtöl, er danskir blaðamenn þykjast hafa átt við Einer Nielsen, vitum, að hann er sögn á hann aftt af að tala við þá eins og fábjáni. Við, sem þekkjum Einar Nielsen, vitum, að hann er greindur maður og fyllilega fær um að gera grein fyrir sínum mál- stað. Svo að það leynir sjer ekki, af hverjum toga slíkar frásagnir eru spunnar. Að endingu skal jeg taka það fram, að það er misskilningur, að Nielsen hafi stóran söfnuð, sem hann lifi á. Hann hefir mikla að- sókn, sem nuddlæknir í Kaup- mannahöfn, og á þeirri atvinnu lif- ir hann. Hann hefir aldrei fengið neitt frá þeim söfnuði sem hann fer í. Það er söfnuðurinn, sem lifir á starfi hans og hæfileikum. Einar H. Kvaran. Hrun Reynisfjalls. Eftirfarandi brjef hefir FB. bor- ist frá frjettaritara sínum í Mýr- dal, dagpett 15. febrúar: „Samkvæmt tilmælum yðar skal jeg hjer með lýsa hrapi því úr Reynisfjalli, er áður hefir verið frá skýrt bæði í litvarpinu og blöð- unum. Hröp eins og þetta síðasta eru eigi óvanaleg hjer í sveit, þó að þetta sje það stærsta í tíð núlif- andi manna. Fjöllin eru há og að sumu ileyti úr móbergi, sem er fremur laust í sjer og nænat fyrir áhrifu.u frosts og regns. Réynisdrangar eru sennilega orðnir til á þann hátt, að fjallið hefir hrapað frá þeim og þeir á þann 'hátt orðið viðskila, á sama hátt hefir myndast gatið á Dyr- hólaey og Víkurklettur, enda er þar mikil grjóturð í kring. Næstum því árlega koma smá- hröp hjer og hvar úr fjöllunum hjer og þó að þetta sje mikið hrap, sem síðast kom, hefir þó fyrir löngu síðan komið niður enn þá stærra hrap úr Reynisfijalli fyrir vestan og súnnan svonefndan Bás. Hafa fallið niður þar svo stór björg að jafnvel brimið með ógn- arafli sínu hefir eigi fært þau úr stað. Hefiv af því hrapi myndast lendingarbót, svonefndur Bás. þó að hann notist eigi alt af sökum fjöruleysis þar. Fjallið upp yfir Bás er talsvert yfir sig og hefði frekar mátt búast við hrapi þar. Annars væri þörf á að fá sjerfræð- inga til að athuga hvort eigi væri vinnandi að sprengja niður fjallið upp yfir Bás í því skyni að önnur lendingarbót myndaðist þá nær bygðinni, sem notaðist betur. Þetta síðssta hrap hefir fallið niður sem næst 200 metrum frá vestustu húsum í Víkurkauptúni. Hæð fjallsins mun nálægt 200 metrar. Var fjallið gróið eins og flest fjöll eru hjer, sem eigi eru of brött til þess að halda gróðrar- mold. Aðalgróðurinn er hvönn og töðugresi, svo og fleiri tegundir. Sækir sauðfje mjög í fjöllin, eink- anlega á vorin þegar gróður byrj- ar. í fjallinu fyrir neðan hrapið g.engur stór hylla mikið til lárjett. Er þar lag í fjallinu ilr sandbergi mjög lausu, náði hyllan þó eigi eins langt, norður eftir fjallinu og hrap- ið, en sénnilegt er að hún liafi átt einhvern þátt í því að fjallið sprakk .En oftast mun þó ástæðan vera sú, að vatn kemst niður í bresti og frýs og sprengir frá sjer, líklega þar sem það kemur út aftur. Þar sem lirapið.liefir komið nið- ui tekur það yfir nálægt 3 hektara. Þykt er mismunandi, alt að 10 metrum sums staðar. Matjurtagarðar, sem farið hafa, eru að stærð 3.596 fermetrar, eftir sögn Guðjóns Jónssonar garðyrkju fræðings í Vík, auk þess girðing á nokkru svæði. Þ. E. Skemtilegt samsæti. Kvenrjettindafjelag fslands mintist 25 ára starfsemi sinnar þ 19. þ. m. í veitingasölum frú Theodóru iSveinsdóttur. Um 70 konur tóku þátt í samsætinu, voru það fjelagskonur og gest- ir þeirra. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, stofnandi og til skams tíma að- aistjórnandi fjelagsins, mintist starfsins um aldarfjórðung. — Dvaldi hún við fyrstu erfiðu byrjunarárin, og lýsti því, hvern ig starfinu hefði smá-þokað á- fram í gegn um bönn og boð erfiðleikanna. Var ræða henn- ar hin ýtarlegasta, og gaf mjög glögga hugmynd um þær tálm- anir, sem einatt verða fyrir þeim, er veginn ryðja; en ræða frú Bríetar var fundarkonum emnig enn ein sonnun þess, hvað hún hefir á sig lagt fyrir kvenrjettindamálið, og hverju hún hefir komið til vegar með sinni dæmafáu þrautseigju og þreki. Frú Bríet Bjarnhjeðins- dóttir hefir staðið fast í ístöðum fyrir málefni íslensku kvenn- anna, og eigi látið það á sig fá, þótt óþökk fengi hún öðrum hjá, en slíkt er einatt hlutskifti. þeirra manna, sem nýmælin flytja. Og nýmæli voru það, sem frú Bríet bar fram, þegar hún hóf máls á pólitísku jafnrjetti kvenna. Núverandi forstöðukona fje- lagsins, ungfrú Laufey Valdi- marsdóttir, brýndi það ræki- lega fyrir konunum að ganga. óskiftar að verki, og vera sam- taka um velferðarmál sín öll. Var gerður góður rómur að> ræðu hennar. Fleiri konur kvöddu sjer- hljóðs. Báru ræður þeirra það- ótvírætt með sjer, hvílík breyt- ing orðin er í lífi og háttum kvenna. Þessi glaðværa kvöldskemtun í hópi forvígiskvenna í kven- rjettindamálum þjóðarinnar, bar það með sjer, að hið gamla er afmáð. — Menningarblys nútímans. bregða nú birtu yfir skugga fortíðarinnar og hrekja þá brott að vísu, en minna oss þó jafn- framt svo átakanlega á kjör oir kringumstæður kvennanna, forn mæðra vorra, sem báru hita og þunga dagsins í áþján aldagró- ins vana og vanþekkingar. Gleði og gaman var efst á baugi í hugum allra; samúðin og velvildin var sá rauði þráð- ur, sem hnýtti saman hugi og hendur og gjörði stundina svo- hugljúfa. Eigi má jeg svo orðum þess- um ljúka, án þess að minnast á hina ágætu rjetti, sem hæv ersk- ar ungfreyjur báru á blóm- skrýdd borðin. Mátti þar og sjá, að kvenlegar höndur höfðu ver- ið að verki. Að lokinni máltíð var skemt með söng og upplestri. Laust éftir miðnætti lauk þessu ágæta samsæti, sem við- staddir gestir voru allir sam- mála um, að verið hefði Kven- rjettindafjelaginu og stjórn þess^ til stór-sóma. Bestu þökk fyrir ánægjuríkæ kvöldstund. Ein af boðsgestunum. Dutlungar ðstarlnnar. þýskum kaupmanni og grafið minn ingar liðna tímans. Hún hefir gnægðir fjár. Auðvitað tók hún líka þúsund pundin hans Kross- neys.....En ilmurinn af þessum furutrjám, Kris, og blessað sól- skinið! Hjer væri þó hægt að sofa. Gerald hallaði sjer aftur á bak með hálflokuðum augum og Kristó fer varpaði öndinni Ijettilega. — Þetta var vissulega í fyrsta sinni sem Gerald talaði eðlilega um nokkurt mál síðan hann kom frá Rússlandi með allar hræðilegu end- urminningamac. Alt sumarið hafði hann ranglað um í garðinum á Hinterley án þess að hafa nokkuð fyrir stafni; og hann leit út eins og lífið væri honum byrði sem hann vildi losna sem fyrst við. Hann svaf sama sem ekkert og þróttur hans þvarr með hverjum degi og hann var að bugast af daglegu stríði við taugaveiklun sína. En þessi fáu orð voru aug- Ijós batavottur. — 1 útliti var hann líkari skugga en veru með holdi og blóði. Var nú lítið orðið eftir af hinum frjálslega og tigulega hefðarmanni, sem á þessum slóðum hafði fyrir fáum árum Iagt hand- legginn utan um Myrtile og hjálp- að henni upp í vagninn um leið og hann hæddist að mó.tbárum Kristófers og með fáum vanhugs- uðum orðum hafði skapað þann æfintýraheim í huga hennar, sem henni mundi aldrei takast að losa sig við. En nú á meðan þeir nálg- uðust óðfluga þann stað þar sem beir fundu hana fyrst, var sem hann dræpi sig að nokkru úr dróma þessum. Hann litaðist um og endurminningin var sýnileg í augum *hans .Við næstu bugðu á veginum mundu þeir verða and- spænis garðhliðinu. — Þætti þjer nokkuð að því að við staðnæmdumst hjer ? Það er hjer um bil ómögulegt annað en Myrtile sje heima. Útlit Geralds gerbreyttist, svip- urinn lýsti ákafa. — Heldur þú í raun og veru að hún kæri sig nokkuð um að sjá okkur? spurði hann. í sömu andránni laut hann á- fram og horfði út. Þeir voru nú komnir að bugðunni á veginum og sáu litla syprusviðarlundinn og þama var garðshliðið — — og Myrtile! .... Hann æpti — líkast sárum ekka. Hann ætlaði naum- ast að trúa sínum eigin augum, og svipurinn lýsti bæði undrun og sársauka. — Jeg skrifaði henni fyrir nokkr um dögum og sagði henni að við mundum fara hjer um, sagði Kristó fer. — Hún kom út á veginn til að heilsa þeim. Jafnvel fyrir Kristófer var það sem vitrun. Munurinn á klæða burði hennar var svo lítill að þeir tóku tæpast eftir honum. — Það var Myrtile sjálf sem kom á móti þeim og bauð þá velkomna, bæði feimin og fagnandi. Augu hennar hvíldu á Gerald, með blíðum þung- lyndissvip þegar hún sá hve magur og vesallegur hann var, en engin merki undrunar voru sjáanleg á henni. — Viljið þið ekki koma inn og sjá heimkynni mitt? spurði hún. Vagninn getur beðið í trjágöngun- um á meðan. — Jeg get gengið upp trjágöng- in, svaraði Gerald. Það er þreyt- andi að aka. Þau fóru hægt inn á milli syprus trjánna. Gerald studdi sig við handlegg Myrtile og Kristófer rölti á eftir. Á aðra hönd þeirra var nýlega sáinn vínakur en til hinnar handar glóðu fjóluakramir í fagurbláum litum. Myrtile svar- aði ógreinilega spurningum Ger- alds. i —■ Já, jeg er hamingjusöm hjer, sagði hún. Hjer er svo mikið að vinna. Jeg hefi brotið nýtt land til að rækta fjólur og bráðum fæ jeg að sjá ávöxt minna eigin verka. Vínakurinn hafði verið vanræktur og þurfti mikillar aðgerðar. Geðj- ast þjer að litnum á húsinu? Jeg Ijet mála það með þessum ljós- rauða lit vegna þess að það fer svo vel við grænan syprusviðinn í bak- sýn. og þessum yndislegu svölum hefi jeg látið bæta við! Með því móti að hafa þær þama nýt jeg sólar allan daginn. — Þetta er sá unaðslegasti stað- ur, sem jeg hefi augum litið, taut- aði Gerald þreytulega. En sú hvíld! Segðu mjer, Myrtile, veistu um það sem á daga mína hefir drifið? — Já,. Kristófer skrifaði mjer það; og sömuleiðis hefi jeg fengið langt brjef frá föður þínum. En þú átt ekki að minnast á það aft- ur. Nú er það liðið og á að falla í gleymsku. . Ósjálfrátt sneri hann sjer við og leit til vegarins. Það fór um hann hrollur, en hann hafði ekki orð á hugsunum sínum. Lítil frönsk stúlka kom fram á svalirnar þegar Myrtile hringdi. — Vín og bikara, María! sagðí hún, og komdu líka með ávextina. sem jeg bað þig að hafa til. Komið þið nú báðir. Hjer á svölunum er sólskin í hálftíma enn þá. Gerald,. þú verður að setjast þarna í hæg- indastólinn. Gerald sökk niður í dyngju af' púðum, og Myrtile beygði sig yfir- hann til þess áð laga þá. Augu; hennar voru vot af tárum. Gerald, sem var þreyttari en hann vildí kannast við, fell þegar í hálfgerð- an dvalla. — Hann er mjög veikburða,. hvíslaði Myrtile og leit kvíðafull- um augum á Kristófer. Hann kinkaði kolli. —• Það er eftir férðina; jeg vildí óska að hún væri farsællega til lykta leidd. Nú var komið með vínið, eu Gerald var þegar steinsofnaður. Kristófer og Myrtile settust á hinn | enda svalanna og skröfuðu saman hálfum Mjóðum. Sólin var að síga bak við skógklædda hálsfana í vestri. Svalur andvari stóð niður af fjöllunum. Alt í einu stóð Myrtile á fætur. — Hann má ekki sofa lengur, sagði hún ákveðið. Og um fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.