Morgunblaðið - 05.04.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1932, Blaðsíða 2
4 MORGUNBLAÐIÐ Það tilkynnist hjermeð vinum og vandamönnum, að Bene- dikt Þorsteinsson frá Hafnarfirði andaðist á Elliheimilinu þ. 29. f. m. Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn þ. 6. þ. m. kl. 1V2 frá fríkirkjunni í Hafnarfirði. F. h. aðstandenda. Þorvaldur Bjarnason. Frændi okkar, Óttar Lárusson Rist, andaðist sunnudaginn 3. apríl að heimili sínu, Grettisgötu 1. Pálína Þorkelsdóttir. Páll Þorkelsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Guðrúnar Sig- urðardóttur, Merkinesi, er andaðist 1. þ. m., fer fram laugar- daginn 9. þ. m. kl. 1 e. h. frá heimili hinnar látnu. Guðmundur Sigvaldason og börn. Vegne jarðarfarar verðnr ðllnm starfs- deildnm vornm lokað f dag frá kl. 12-4. Sláturfjelag Snðnrlands. Kaupf jelag Reykj avíkur. Aðalfnndnr verður haldinn í Kaupþingssalnum 15. apríl þ. á. og hefst kl. 8M2 e. m. Dagskrá: 1. Stjórnin skýrir frá hag fjelagsins og starfsemi. 2. Reikningar fjelagsins fyrir starfstíma fjelagsins s.l. ár. 3. Lagabreytingar. 4. önnur mál. Reykjavík, 4. apríl 1932. STJÓRNIN. Kðrfueerðin, Bankastræti 10 hefir fyrirliggjandi samstætt: í sumarbústaði. í einkaherbergi karla og kvenna, í betri stofu. Islensknr iðnaðnr! ■ggBHgggMHggHgHHggHgBggBgHgHHggHgmmmmmmBi Sjerverslnn. Diððræknir Islendíngar! styðja íslenskan iðnað! Notið LILLU- & FJALLKONU-SÚKKULAÐI frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. t Rrni Björn55on prófastur. Laugardaginn fyrir páska, 26. f. m., andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði sjera Árni Björnsson sóknarprestur í Garðaprestakalli og prófastur í Kjálárnesþingi. Er með honum hniginn í valinn einn af mætustu mönnum prestastjettar vorrar og virðingarverðustu sökum áhuga síns og skyldurækni í öllum greinum. Sjera Árni sál. var fæddur 1. ágúst 1863 og var því langt kom- inn á 69. árið. Voru foreldrar hans Björn Sigurðsson bóndi á Tjörn í Nesjum í Húnavatnssýslu og ksna hans Elín Jónsdóttir, súnnlensk að ætt, frá Skúmstöðum á Eyrar- bakka. Sjera Árni fæddist á Höfn- um á Skaga. En fluttist þaðan að Tjörn 4 ára gamaill, er foreldrar hans reistu þar bú. Að eins 5 ára gamall misti sjera Arni föður sinn. Var hann þá ári síðar tekinn til fósturs af föðurbróður sínum, merk isbóndanum Arna Signrðssyni á Höfnum, sem gekk honum í föður- stað og kostaði síðan til náms. Eftir nýár 1878 var honum komið til undirbúningsnáms nndir lærða skólann til sjera Hjörleifs Einars- sonar (síðar prófasts) á Undir- felli í Vatnsdal, sem var orðlagð- ur fyrir kennarahæfileika sína og kendi fjölda ungra manna undir skóla. Sumarið 1879 tók hann inntökupróf í lærða skólann og útskrifaðist þaðan eftir 6 ára nám með 1. einkunn, vorið 1885. Eftir 2 ára vern í prestaskólanum varð hann kandídat í guðfræði sumarið 1887. Sótti hann þá nm haustið um Reynistaðaklaustursprestakall, fjekk veitingu fyrir því 25. okt. s.á. og var vígður þangað nokkru síðar af dr. Pjetri biskupi. — Bjó hann fyrstu prestskaparár sín í Fagranesi, en fluttist síðan á Sauð- árkrók og bjó þar npp frá því, meðan hann gegndi Reynistaða- klaustursprestakalli. Arið 1908 var hann skipaður prófastur í Hegra- nesþingi. Eftir 26 ára prestskap ^norðanlands fjekk sjera Arni veit- ingu fyrir Görðum á Álftanesi og fluttist þangað 1913, og var 3 ár- um síðar (1916) skipaður prófastur í Kjalarnesþingi. Gegndi hann þeim embættum síðan til dauða- dags. Hafði hann þá verið í prests- embætti alls rúm 44 ár, en gegnt prófastsstörfum í samtals 20 ár. Árið 1894 (18. sept.) kvæntist Árni prófastur ungfrú Líney Sig- urjónsdóttur, bónda á Laxamýri Jóhannessonar. Lifir hún mann sinn' ásamt 11 börnum þeirra, en eitt er dáið. Börnin sem á lífi eru eru 5 synir (Björn kand. jur. í Rvík, Sigurjón prestnr í Vestm.eyjum, Páll verslunarfulltrúi í Rvík, Árni Björn ilæknisnemi við Háskólann og Þorvaldur tannlækninganemi í Höfn) og 6 dætur (Sjólaug, gift Gunnl. Stefánssyni kpm. í Hafnar- firði, Elín, gift Friðfinni Stefáns- syni múrarameistara í Hafnarf., Sigurlaug hjúkrunarnemi, Mar- grjet, Helga og Ingibjörg ógiftar heima). Frá því er jeg fyrst kyntist pró- fastinum sál. á skólaárum okkar hefi jeg borið til hans hlýjan hug, enda mun svo vera um alla er kynt ust honum og eitthvað hafa átt Briand á banabeði. Hindenburg forseti við skrifborð sitt. Skrifstofuþjónn legg- ur fyrir hann skjöl til athugunar. saman við hann að sælda.Gat engum dulist hve góðan mann hann hafði að geyma, hreinlundaðan og unn- andi öllu góðu, sönnu og rjettu. Alt dagfar hans var hið fegursta og framgangan hin prúðmannleg- asta; hann var áreiðanlega mað- ur, sem ekki vildi vamm sitt vita. Hann var alla æfi innilega trúaður maður og báru prjedikanir hans þess fagran vott hvar lijarta lians var. Hann var aldrei neinn nýmæla maður í skoðunum, en hjelt til dauðadags fast við það, ^sem hann liafði ungur numið og reyndi að gera það arðberandi söfnnðum sín- um bæði sem prjedikari og ung- mennafræðari. Hann var góður prjedikari, innilegur og auðveldur, og jafnframt skörulegur, og prje- dikanir hans aíllajafna með blæ vitnisburðarins. Hann þótti og á- gætur barnafræðari og rækti sál- gæsln innan safnaða sinna með mikilli alúð. Hann var prestnr, livar sem hann kom fram. Um skyldurækni hans í emhætti má segja, að hún hafi verið með af- brigðum. Og hið sama er að segja um hann sem prófast. Mjer er nær að halda, að í þeirri grein hafi hann verið flestum fremri samtíð- armanna sinna í profaststöðu.Hann var maður einkar samvinnuþýður [og um leið hinn tillögubesti um þau málefni, sem hann var eitt- hvað viðriðinn, hvort heldur sem prestur eða sem fjelagsmaður. í daglegri umgengni var hann hinn ástúðlegasti, hver sem í hlut átti, skemtinn og gamansamur í hóp vina sinna. Jeg ætla þá ekki heldur að það sje ofmælt, að hann hafi verið einkar vinsæil innan safnaða sinna og átt óskorað virðingu þeirra. Hann var mjög starfsamur maður, enda var verkaliringurinn, eftir að suður kom, víður og mann- margur, ekki síst eftir að Kálfa- tjarnarsókn var bætt við presta- kall hans. En prófastur kunni ekki að hlífa sjer, og makræði var ekki til í fari hans. Það kom sjer þá líka vel fyrir jafnáhugasaman mann og hannj var, hve heilsngóð- ur hann var alla æfi. Það var fyrst núna upp úr nýárinu, að hann tók að kenna þess sjúkdóms, sem varð banamein hans, en þótt kraftarnir færu dag frá degi þverrandi, var hugurinn allur við embættið svo að segja fram á síðasta dag. Að öllu athuguðu er við fráfall Árna prófasts prestastjett lands vors svift einum sinna bestu manna og söfnuðir hans samvisku- sömum hirði og leiðtoga. En sár- astur verður missirinn eftirlifandi eiginkonu hans og börnum. Guð biessi þeim og oss öllum minningu hans! Dr. J. H. Gunnar Gunnarsson skáld ítalaói fyrir hönd íslands á Goethe-hátíðinni í Weimar. — Ræða hans er birt í kjallara- grein í ,,Politiken“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.