Morgunblaðið - 05.04.1932, Page 4
2
MORGUNBIAÐIÐ
Huglvsingadagbðk
Ráðleggingarstöð fyrir barns-
hafandi konur, Bárug. 2, er op-
in fyrsta þriðjudag í hverjum
mánuði, frá 3—4.
Munið Fisksöluna á Nýlendugötu
14. Sími 1443. Kristinn Magnússon.
Brunatrygging er hvergi viss-
ari en hjá British Dominions.
Þrátt fyrir verðhackkun á tó-
baksvörum, eru enn þá margar
tegundir af vindlum, cigarettum og
Öðru tóbaki með sama verði og
áður í Tóbakshúsinu, Austurstræti
17.______________________________
„Orð úr viðskiftamáli“ er nauð-
synleg handbók hverjum verslun-
armanni. ----- Fæst á afgreiðslu
Morgunhlaðsins.
Ungbamavernd Líknar, Báru-
götu 2, er opin hvern fimtudag
og föstudag frá 3—4.
Dettifoss kom hingað í gær
■frá útlöndum.
Útvarpið og Alþingi. Ákaf-
lega margir bæjarbúar munu
hafa hlustað á útvarpsumræð-
urnar frá Alþingi í gær. Gjall-
arhom var sett í glugga í síma-
stöðinni, svo ræðurnar heyrð-
ust um Austurvöll. En tiltölu-
lega fáir voru þar áheyrendur,
vegna þess að menn hafa al-
ment kosið heldur að hlusta á
útvarpið í húsum inni.
Nýja fiskbúðin á Laufásvegi
37, hefir daglega nýjan fisk,
saltaðan og reyktan. Alt sent
heim. Sími 1663.
Húsnæði til leigu í Hafnar-
firði: Efri hæði hússins Skúla-
skeið nr. 2 frá 14. maí, 5 her-
bergi og eldhús. Upplýsingar á
staðnum eða Lokastíg 25, Rvík.
Heitt & Kalt, Veltusundi 1.
Sími 350. Heitur miðdegisverð-
ur (tveir rjettir) á 1 krónu all-
an daginn. Engin ómakslaun.
Frímerki. Kaup og skifti á
frímerkjum óskast. Georg Kra-
mer, Calle Gustavo Becquer 47,
Barcelona, Spáni.
Athugið! Karlmannafatnað-
arvörur ódýrastar og bestar. —
Hafnarstræti 18, Karlmanna-
hattabúðin. Einnig gamlir hatt-
ar gerðir sem nýir.
Útbleyttar kinnar eru reglu-
legt sælgæti. Fást eins og fleira
gott hjá Hafliða Baldvinssyni.
Símar 1456, 2098 og 1402.
Til leigu í Hafnarfirði nú
þegar eða 14. maí sólrík stofa
á góðum stað í bænum ásamt
ljósi, hita og ræstingu. Upplýs-
ingar gefur Hafsteinn Linnet,
Linnetsstíg 2, sími 237.
^LXXI.
Breytingin.
T vær konur áttu sín hvora Krists-
myndina. Var önnur myndin af
upprisunni. Konurnar báru nú sam-
an myndirnar, og þótti þeim and-
litsfall Krists ósvipað á myndun-
úm. Hugleiddu þær þetta nokkuð,
ag sagði önnur:
— Það er eins og Frelsarinn hafi
breyst við upprisuna.
um Gylli, sem er nýkominn frá
útlöndum. Var áfengi þetta fal-
ið í afturlest milli lofta. Hafði
fjölum verið slegið neðan á bit-
ana og áfenginu skotið þar á
milli og þilfarsins. — Ekki er
kunnugt, hver á áfengið, og er
málið undir rannsókn.
Vöruskrá yfir það helsta, er
íslensk framleiðsla nær yfir,
hafa forgöngumenn ísl. vikunn-
ar sent út í 50 þús. eintökum til
v.erslana, með tilmælum um, að
þetta blað fylgi hverri vörusend
íhgu, sem verslanir afgreiða.
Hjálpræðisherinn. Samkoma
v.erður í kvöld kl. 8. Ltn. Hilm-
ar Andrésen stjórnar. Allir vel-
komnir.
Danska íþróttafjelagið í Rvík
heldur fund annað kvöld kl.
8i/2 í íþróttahúsi K. R. (uppi).
Formaður fjelagsins, H. Aa-
berg, flytur erindi á fundinum
um sund og sundbjörgun, og
eru allir Danir, sem hjer eru
búsettir, velkomnir á fundinn,
og einnig þeir Islendingar, sem
áhuga hafa á þessu menning-
armáli. Fundurinn er haldinn í
tilefni af 25 ára afmæli danska
sundsambandsins.
Færeysk skúta strandaði að-
faranótt mánudags í Selvogi.
Þegar komið var á strandstað-
inn um morguninn, var skipið
mannlaust, því skipverjar höfðu
farið í skipsbátnum til Herdís-
arvíkur. í dag leggja strand-
mennirnir af stað til Eyrar-
bakka, og koma ef til vill hing-
að í kvöld. (FB).
Hafís. Töluvert hafíshröngl
er á skipaleiðinni fyrir norðan
Langanes. Talsvert íshröngl rak
upp á nesið í stórhríðunum á
dögunum, en rekur nú aftur til
hafs. Enginn ís er sjáanlegur
lengra til hafsins. (FB).
Leikhúsið. ,,Jósafat“ var leik-
inn á sunnudagskvöldið fyrir
troðfullu húsi, og leiknum tek-
ið betur en nokkurn tíma áður.
Talað hafði verið um, að ,,ís-
lenska vikan“ auglýsti vörur á
milli þátta, en þegar til átti að
taka, reyndust hinar „lifandi
auglýsingar“ svo Tyrirferðar-
miklar, að ekki var tiltök að
koma þeim fyrir á þeim stað,
sem þeim hafði verið ætlaður.
Verður auglýst með þeim á
samkomu þeirri, er „ísl. vikan“
heldur í Iðnó nú á föstudags-
kvöldið. z
Aðalfundur U. M. F. vervak-
anda verður haldinn í kvöld kl.
9 á Laugaveg 1.
„Kensluprófastar'‘. Hjer birtast
nöfn kensluprófastanna og geta
menn af þeim sjeð, hvaða verkefni
þessum mönnum er aðallega ætlað
að vinna: Steingrímur Arason, í
Reykjavík. Helgi Hjörvar, í kaup-
stöðum utan Rvíkur. Bjarni M.
Jónsson, í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Hervald Björnsson, í Borg-
arfjarðarsýslu. Sveinbjörn Jónsson
í Snæfellsnessýslu. Jóhannes B.
Jónsson úr Kötlum, í Dalasýslu.
Hjörtur Hjálmarsson, í A.-Barða-
strandarsýslu. Jónas Magnússon, í
V.-Barðastrandasýslu. Friðrik
Hjartar, í V.-lsafjarðarsýslu. Björn
H. Jónsson og Gunnar A. Jóhann-
esson, í N.-ísafjarðarsýslu. Guð-
mundur Þ. Guðmundsson og Bjarni
Þorsteinsson, í Strandasýslu. Guð-
mundur Björnsson, í V.-Húnavatns
sýslu. Kristján Sigurðsson, í A,-
Húnavatnssýslu. Friðrik Hansen, í
Skagafjarðarsýslu. Snorri Sigfús-
5jóuátryggingar.
Brunatryggingar.
FJlí5len5kt
fjelag.
SjávðtryggiRgaifjeiag Islands h.i.
Eimskip 2. h»d, Reykjavik.
KVENTOSKUR
Afai* fallegt úrval komið i þessarl viku.
Vttrusýningin er i afgreiðslusal okkar.
Leðnrvðrndeild Hijóðfærahnssins.
Brauns-hús.
Sonur Lindberghs og barnfóstrah, sem vjek sjer frá meðan drengn-
um var stolið. Eftir síðustu fregnum er búist við, að bófarnir hafi
barnið á smyglaraskipi úti í hafi,
son og Einar M. Þorvaldsson, í
Eyjafjarðarsýslu. Egill Þorláksson,
í S.-Þingeyjarsýslu. Dagur Sigur-
jónsson, í N.-Þingeyjarsýslu. Lúð-
vík Þorgrímsson, í N.-Múlasýslu.
Sigdór Brekkan og Eiður Alberts-
son, í S.-Múlasýslu. Óli Kr. Guð-
brandsson, í A.-Skaftafje'llssýslu.
Halldór Sölvason, í V-Skaftafells-
sýslu. Sigfús Sigurðsson, í Rang-
árvallasýslu. Ingimar Jóhannsson
og Þorvaldur Sigurðsson, í Árnes-
sýslu. l-iP!|3'-! j
Útvarpið í dag: 10.10 Veður-
fregnir. 12.15 Tónleikar. Frjettir.
12.30 Þingfrjettir. 16.00 Veð-
urfregnir. 17.00—19.00 Útvarp frá
Alþingi: Eldhúsdagnr í Nd. 19.00
Erlendar veðurfregnir. 19.05
Þýska, 2. fl. 19.30 Veðurfregnir.
119.35 Enska, 2. fl. 20.00 Klnkku-
sláttur. íslenska vikan. Búsafurðir.
(Sig. Sigurðsson, búnaðarmálastj.).
20.30 Frjettir. 21.00—24.00 Útvarp
frá Alþingi: Eldhxisdagur í Nd.
Vetrar-heiðlóur í Mosfellssveit.
Fyrir skömmu, nálægt Góuttokum,
var þess getið í blaði, að heyrst
hefði lóukvak í Mosfellssveit, og af
því ályktað, að þá væri „lóan kom-
in“. Það mun sjaldgæft, að ekki
sjeu eftirlegulóur þar í sveit á
vetrum. Þegar hart er á jörð, halda
þær sig í hverahverfunum, þar sem
eigi festir snjó nje klaka vegna
jarðyls. Nú á þorra sá jeg tvær
hjer hjá Grafarholti. B. B.
Aumlegri hefir framkoma
dómsmálaráðherrans vart ver-
ið annan tíma, en við eldhús-
dagsumrælðurnar í gærkvöldi.
Hann átti að verja fjársukk sitt
og sóun úr ríkissjóði, en hafði
ekki önnur ráð, en lýsa æfiat-
riðum nokkurra gjaldþrota fyr-
irtækja — eins og hann vildi
leiða athygli útvarpshlustenda
,að því, að úr því þessi fyrirtæki
.hefðu farið á höfuðið, þá myndi
‘eins geta farið með ríkissjóðinn.
Að ræðulokum. Er Tryggvi
Þórhallsson hafði lokið máli
sínu í Efri deild í gær, og varp-
aði því fram, að stjórnarand-
istæðingar yrðu að þera ábyrgð
'á gerðum Alþingis, varð útvarps
íhlustanda að orði: „Já, þetta
er eftir þeim Framsóknarmönn-
um. Þeir segja, sem sje, að nú,
þegar þeir eru búnir að setja
'alt á hausinn, þá sje það á á-
byrgð andstæðinganna að koma
þjóðinni út úr öngþveitinu aft-
ur!
Skólahlaupið fór fram síðastl.
sunnudag og tóku þátt í því
nemendur frá Iðnskólanum og
Reykholtsskóla. Urslitin urðu
þau, að Iðnskólinn sigraði með
10 stigum, átti fyrsta, þriðja
og sjötta mann, sem komu að
marki. Reykholtsskólinn átti
annan, fjórða og fimta mann
og fjekk 11 stig. — Það er
undarlegt, hvað þáttaka er lít-
11 í skólahlaupinu. Hvers vegna
taka Laugarvatnsskólanemend-
ur ekki þátt í því? Við þann
skóla á þó að leggja mikla
stund á íþróttir, og er miklu fje
til íþróttakenslu varið. Og ekki
er Laugarvatnsskóli svo útúr-
skotinn, nje svo langt frá Rvík,
að hann ætti ekki að geta tek-
ið þátt í skólahlaupinu.— Þetta
er nú í þriðja sinn í röð, að
Iðnskólinn sigrar í þessu hlaupi
og fengu því nemendur hans
vefrðlaunabikarinn !til eignar.
Er það bæði skólanum og nem-
endum hans til frægðar, og sje
iðnnemum þökk fyrir áhuga
sinn. Á næsta ári mun K. R.
gefa nýjan bikar til þess að
keppa um. — í hlaupinu varð
fyrstur að marki Ólafur Guð-
mundsson. Hljóp hann vega-
lengdina á 8 mín. 52,4 sek.
Annar í röðinni varð Valgeir
Pálsson á 8 mín. 54,4 sek., og
hinn þriðji Halldór Stefánsson
á 8 mín. 59.5 sek. Allir eru þeir
úr K. R.
Morgunblaðið er 12 síður í dag.
Bróðir Hindenburgs forseta,
Bernhard v. Hindenburg rit-
höfundur, er nýlega látinn í Lii-
beck, 74 ára að aldri.
Jámbrautarverkfall á Spáni.
Búist er við því, að bráðlega
muni hefjast verkfall meðal
járnbrautarmanna á Spáni, ef
stjórninni tekst ekki að miðla
málum milli þeirra og járn-
brautareigenda. Heimta verka-
menn launahækkun, þrátt fyrir
það, þótt tekjur járnbrautanna
fari síminkandi.
Búa að sinu.
■Framleitt og keypt og fargað er,
frumleikinn horfinn mönnum,
forðast að nota fisk og smjer,
fólkið með skemdum tönnum.
Oft það sem kemst í eitthvert verð,
■er selt til stórra baga,
mörg er sú stund sem fer í ferð,
flytja og að sjer draga.
Verslun er góð í hófi höfð,
helst svo að eins nægi,
verða þá ekki verkin töfð,
velflest í góðu lagi.
Lifa á því sem landið gaf,
láta þó sjerhvern velja.
Græða á því sem gengur af
greiðlega öðrum selja.
i Ingvar Guðmundssom