Morgunblaðið - 10.04.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 Útífef.: H.t. Árvakur, Koykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgrelBsla: Austurstræti 8. — Slml 600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á. mánuBi. Utanlands kr. 2.60 & máouBI. 1 lausasölu 10 aura elntakiC. 20 aura meb Lesbðk. .Huiöbjöm* bilaður, ,,Þór“ og „Weser“ koma honum til hjiálpar. í gærmorgun barst hingað loft- skeyti frá danska eftirlitsskipinu ,,Hvidbjörn“, sem þá var staddur suður af Vestmannaeyjum, um það, að vjel skipsins væri biluð og flægi það þarna ósjálfbjarga. Varðskipinu „Þór“, sem er við gæslu hjá Vestmannaeyjum, var þegar gert viðvart og hann beðinn ■að koma „Hvidbjörn“ til hjálpar. IJm líkt leyti og „Þór“ kom á vettvang kom þangað þýska eftir- litsskipið „Weser“ og í fjelagi drógu þessi tvö skip ,,Hvidbjörn“ upp undir Byjafjallasand í land- var. Er btiist við að þar muni hægt ;að gera við vjelina í skipinu svo að það komist til hafnar. 5tórhríð og ofsarok fyrir norðan. Siglufirði, FB. 9. apríl. Norðan stórhríð í gær og dag Mikii fannkoma. Hefir kyngt nið ur all-mikilli fönn á íáglendi Of sljettað af öllum giljum til fjalla Island liggur hjer og fær si^ •ekki afgreitt, enda mun það ekk leggja út hjeðan fyr en lægir. Skeyti hafa borist frá Dettifosi og Novu vestan úr Húnaflóa. Látí skipsmenn á þeim hið versta a: veðrinu. í Dettifossskeytinu segir að veðurhæð sje 11—12 og verð að halda skipinu upp í sökun veðurhæðar, enda er það ljett hlaðið. Bæði skipin segja talsverð ■an íshroða á flóanum. Bát uantar. t útvarpsfrjettum var í gær- kvöldi skýrt frá því, að vjelbát- urinn „Freyr“, AB 150, sem var á leið frá Sandgerði ti’l Byrar bakka, væri ekki kominn fram og •ekkert hefði til hans spurst. Voru «11 skip á þessari siglingaleið beðin að svipast að honum og koma hon- Rm til hjálpar, ef með þyrfti. Farsóttir og marmdauði í Reykja vík. Vikan 27. mars til 2. apríl. (í svigum tölur næstu viku á undan). Hálsbólga 54 (57). Kvefsótt 88 (172). Kveflungnabólga 5 (4). Barnsfararsótt 1 (0). Taugaveiki 1 f(0). Iðrakvef 2 (13). Influenza 0 (13). Taksótt 0 (1). Kossageit 1 '(0). Heilasótt 0 (1). Mænusótt 2 '(1).. Stingsótt 2 (0). Mannslát: 8 C3). Landlæknisskrifstofan. ElöhÚ5umrcgður á þingi. Kjörðaemamálið og óstjórnin í Ianðinu. Stuttur útdráttur úr ræðu Magnúsar Jónssonar þ. 5. apríl. FjarlægS kjósenda villir þeim sýn. M. J. hóf mál sitt með stuttu ávarpi til hinna ósýnilegu áheyr- enda, í útvarpinu. Sagði hann, að óskandi væri, að kjósendur lands- ins ættu jafnan hægra með að fylgjast með, bæði í sjón og reynd. Þá væri margt öðruvísi en nú. Þá þyrfti ekki að vera að halda eldhúsdag yfir þessari stjórn, því hún væri þá fyrir löngu brunnin til agna, og ekki annað eftir í eldhúsinu en sú stybba, sem jafn- an verður eftir þegar rusli er brent. — Fjaxlægð kjósendanna mundi valda því, að menn sæu eklti eins og væri. Blekkingarar viltu mönnum sýn. Þá varði M. J. nokkrum hluta ræðutíma síns til þess að svara ræðum ráðherranna daginn áður. Því næst mintist hann á fjár- málasukkið. Kvað hörmulegt til þess að vita, að ált viðreisnarstarf áranna 1924—-’27 skyldi gersam- lega þurkað út, og miklu meira en það. Skuldirnar væru nú komn- ar langt upp úr því, sem áður var, skattarnir stórum hækkaðir og sífelt verið að boða nýja og nýja skatta. Það væru ódæmi, að eftir hin miklu góðæri til lands og sjávar, skyldi heimskreppan hitta þjóðina á barmi ríkisgjaldþrots. Fyrir heimskulega og óráðvand- lega meðferð opinbers fjár, væri þjóðin nú orðin það fátækust og bágast stödd, sem hún hefði nokkru sinni verið síðan hún fjekk sjálfsforræði. En þótt fjármálarústirnar blöstu átakanlegast við nú, væru þær engan veginn einu sorglegu minn- isvarðarnir, sem mörkuðu feril stjórnarinnar. Þessu þyrfti ekki að lýsa fyrir mönnum, það væri svo ljóst öllum lýðum. Það dytti t. d. engum í hug að halda, að dómsmálaráðherrann gerði það, sem rjett væri, heldur æfinlega það, sem hann teldi vænlegast fyrir sjálfan liann og flokkinn. Það dytti engum ’lengur í hug, að embætti og stöður sje veitt eftir verðleikum. Bn þetta lagast von- andi bráðlega. En hitt mundi seint lagast, að hugsunarhætti fjölda manns hefði verið um snúið. Það væri því miður komið svo, að kröfurnar um hinar fornu og góðu dygðir, rjettsýni og skyldurækni í opinberum störfom, væru stór- Hm sljóvgaðar. Rjettlætismálin. Þá sneri ræðumaður sjer að rjett lætismálunum. Hann sagði, að það væri staðreynd, að þessi óhæfa stjórn sæti í trássi við vilja mik- ils meiri hlut.a þjóðarinnar — riæstum tveggja þriðjunga allra kjósenda í landinu. Ef stjórnin hefði farið vel með völdin, ef hún hefði verið búin að brynja þjóð- ina með öðru en ósannindum og blekkingum, ef hún hefði brynjað þjóðina og búið undir kreppuna með því að halda áfram stefnunni frá 1924—’27, ef hún hefði nú ver- ið búin að borga skuldirnar og átt fje í sjóði, ef hún hefði getað komið fram og sagt nú við þing- ið og þjóðina: Nú steðjar að kreppa, nú skulum við lækka skatta, en verja samanspöruðu fje til heilbrigðra framkvæmda, sem sagt, ef stjórnin hefði farið að eins og ráðvandur og skynsamur ráðs- maður — myndu raddirnar um breytingar ekki hafa orðið há- værar. En þegar það bættist ofan á rangfengin völd, að stjórnin færi illa með þau, væri ekki annars að vænta, en meiri liluti þjóðarinnar heimtaði þau völd, er honum bæri. Örlaganna háð. Það væri napurt örlaganna háð, sem þessi stjórn hefði orðið fyrir á margvíslegan hátt. það væri napurt háð, að hún skýldi hefja feril sinn með loforðum um fækk- un embætta og sparnað. Það væri napurt háð í því, að dómsmála- ráðherra skyldi árum saman vera búinn að prjedika velsæmi í opin- berum ’málum. Það væri háð ör- laganna í því, að hann skyldi skrifa bókina „Komandi ár“, þar sem hann prjedikaði gegu því, sem liann gerir sjálfur nú, en með því. sem hann hefði barist á móti (sbr. Eimskipafjel. og ríkisskip, hlut- fallskosningar í stórum kjördæm- um o. m. fl.). En naprasta háð ör- laganna væri það, að forsætisráð- herrann skyldi fyrstur verða til þess að hef ja baráttuna fyrir breyttri kosningatilhögun (stjórn- arskrárbreytingin á vetrarþinginu 1931), er afnema skyldi landskjör- ið, en ekkert koma í staðinn. Lýsti svo M. J. þeim ósköpum, sem hjer skeðu 14. apríl í fyrra, þegar Alþingi var hleypt upp. Svo hefði verið gengið til kosn- inga. 1 kosningabaráttunni hefði verið þeyst út um landið með þá tröllasögu, að nú væru Sjálfstæð- ismenn og sósíalistar búnir að sameina sig um það hermdarverk, að leggja niður hin fornu kjör- dæmi. f þessum buslugangi hefði svo verið reynt að fela, allar syndir stjórnarinnar. Og þetta hefði tekist að nokkru leyti. Að vísu hefði mistekist, að villa meiri hluta þjóðarinnar sýn. En það hefði tekist að skrökva að nægilega mörgum til þess, að hið úrelta kosningafyrirkomulag skil- aði stjómarflokknum í höfn með meiri hluta þingmanna. En þegar 4900 Framsóknarkjósendur í aust- urhluta landsins hefðu fengið 10 þingmenn, en nál. helmingi færri sjálfstæðiskjósendur í sama lands- hluta engan þingmann fengið, færi að verða skiljanlegt,, að stjórnar- flokkurinn gæti sigrað, þótt mál- staðurinn væri dálítið gruggugur. Þegar þriðjungur fólksins, sem væri stjórnartrúar, fengi 23 þing- menn, en tveir þriðju, sem væru andstæðingar stjórnarinnar, fengju ekki nema 19 þingmenn, þá færi það að verða ónotalega líkt gamla fyrirkomulaginu, þegar stjórnin gat lafað á fylgi konungkjörinna þingmanna einna, þ. e. þingmanna, vsem hún útnefndi sjálf. Stjórnin sæti í krafti, eða rjett- ara sagt kraftleysi, eins þriðjungs þjóðarinnar. Samt, væri forsætis- ráðherrann sí og æ að stagast á því, að hann bæri kjördæmamálið óhræddur undir dóm þjóðarinnar. En það væri ekki í fyrsta sinn, sem liann óvirti þjóðina með því að treysta henni til að íylgja röngu máli. Kjósendur farnir að átta sig. Nú væru hugir kjósenda í land- iiiu að breytast — jafnvel þess þriðjungsins, sem fylgdi stjórn- inni við síðustu kosningar. Og það ylli breytingunni, að síðan um kosningar hefði svo margt komið í ljós, sem menn þá voru ekki búnir að átta sig á. Mætti þar fyrst nefna fjárhags- ástandið. Nú yrðu allir að kann- ast við ósköpin, að eftir að sópað hefði verið inn í ríkissjóðinn í góð- ærisgróða, með hásköttum og lán- um, tugum miljóna umfram alt, sem áður hefði þurft, væri þó ekki til grænn túskildingur, er krepp- an skylli á. Nú sæist svart á livítu, að það eru ósannindi og blelrk- ingar, sem stjórnin og hennar lið dreifa út fyrir kosningar, um „samvinnu“ milli Sjálfstæðis- manna og sósíalista um það, að af- nema skyldi sjerstök kjördæmi. Nú hefði þvert á móti sannast, að Framsókn hafði verið með leyni- makk við sósíalista um það, að gefa þeim 2—3 þingsæti, — frá Sjálfstæðismönnum! Um hvað er barist? Að lokum vjek M. J. að því, bvað það væri, sem hjer væri um barist, og mælti þá m. a. á þessa leið: Má'lið, sem um er barist, er stjórnarskrárfrumvarpið, þar sem farið er fram á, að Alþingi sje rjett mynd af vilja þjóðarinnar. Annað er það nú ekki .Það er ekki farið fram á, að afhenda neitt vald frá einum til annars. Það er aðeins farið fram á það, að þeg- ar þjóðin velur fulltrúa á Al- þing, þá komi vilji liennar sem best fram á þessari fulltrúasam- komu. Er nú hægt að hugsa sjer nokkra kröfu eðlilegri og sann- gjarnari og sjálfsagðari en þessa? Er mögulegt fyrir nokkurn mann að rísa upp og segja: Alþingi á ekki að vera rjett mynd af skoð- unum þjóðarinnar, sem kýs fúll- trúana. Er nokkur sá ódrengur til, að hann vilji og geti kinnroðalaust haldið því fram, að kosningunni skuli hagað þannig, að þjóðin vilji eitt, en fulltrúar þeir, sem hún velur, vilji annað, og þeir ráði? Það getur verið, að slíkur ódreng- ur sje til, því að það er misjafn sauður í mörgu fje. En eiga þeir að ráða, og dettur nokkrum í hug, að þeir fái að ráða? Og ef svo er* litið á það. hvernig Sjálfstæðismenn hafa hugsað sjer að koma þessu í framkvæmd, þá verður það sama uppi á teningn- um, að alt hefir verið gert til þess, að bjóða framrjetta hönd til sam- komúlags. Stjórnin hefir alt af lát ið svo, sem hennar megin áhuga- mál væri það, að hin einstöku kjördæmi hjeldu áfram að vera til og eiga sína sjerstöku fulltrúa. A þeim grundvelli var barist við síð- ustu kosningar. Þeir börðust þar móti sinni eigin skröksögu um það, að við ætluðum að afnema hin sjerstöku kjördæmi. Og nú er þetta einmitt boðið fram af okkar hálfu. Báðir fá eftir þessum til- lögum það, sem þeir hafa lagt á- hersluna á, við (Sjálfstæðismenn) það meginatriði, að Alþingi verði rjett mynd af skoðunum lands- manna, og þeir (Framsóknar.) það meginatriði að hin sjerstöku kjördæmi haldist. En þegar þetta er borið fram, þá er það alt í einu orðið óhaf- andi. Skín í þessu í úlfinn innan í sauðargæi’unni. Það var skrök- saga um Sjálfstæðismenn,-að þeir vildu afnema kjördæmin — en það var líka skröksaga um stjórnar- flokkinn, að hann bæri það fyrir brjósti að halda kjördæmimúm. Honum er umhugað um það eitt, að ranglætið hjeldist.------------ Ræjarstjóm Norðfjarðar fer fram á að fá undanþágu frá henni um næstu þrjú ár. Norðfirði, laugardag. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). Bæjarstjórnin hjer gerði á fundi í dag svo hljóðandi fuúdarsam- þykt: Einn meginþátturinn í atvinnu- lífi Neskaupstaðar undanfarin ár hefir verið fiskkaup af útlending- um og verkun þess fiskjar hjer í bænum. Nú eru fiskkaup þessi hætt og öll atvinna, sem við þau skapaðist, horfin. Bæjarstjórnin samþykkir því að skora á þing- menn kjördæmisins að reyna að útvega fyrir Neskaupstað undan- þágu frá fiskveiðalöggjöfinni um næstu þrjú ár, þar sem bæjarbú- um verði heimilað að taka til verkunar alt að 5000 skippundum fiskjar af iitlendingum, en það er sem næst þeirri skippundatölu, er undanfarið hefir verið keypt, hjer af iitlendum skipum og verkað lijer á staðnum. Dagbók. I. O. O. F. 3 = 1134118 — Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Djúp lægð er nú um Færeyjar og veldur hún stormsveip allmiklum, sem nær um alt svæðið frá Bret- landseyjum og norðvesíur um ís- land. Hjer á landi er veðurhæð víðast 8—9 og hríðarveður með 5—7 stlga frosti norðan lands. Stormsveipurinn þokast austur eftir og lítur út fyrir að dragi úr N-veðrinu hjer á landi þegar líður á sunnudaginn. Veðurútlit. í Rvík í dag: N- hvassviðri fram eftir deginum en lygnir síðan. tJrkomulaust. Messað í fríkirk'júnni í Reykja- vík í dag kl. 5, síra Arni Sigurðs- son. Bethanía. Samkoma kl. 8V2 í kvöld. Danssýning Rigmor Hanson verð ur í dag kl. 4 í Iðnó. Sjá augl. Norræna fjelagið ætlar næstkom andi laugardag að efna til vor- móts í Iðnó með fjölbreyttri nor- rænni dagskrá. Verður það nánar auglýst, síðar. Pjetur Sigurðsson flytur erindi í fundarsalnum við Bröttugötu í dag kl. 5 síðd., um ferðalag sitt um Húnavatns- og Skagafjarðar- 'sýslu. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.