Morgunblaðið - 10.04.1932, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Huglysingadagbúk
Heitt & Kalt, Yeltnsundi 1, sími
350. Notfærið ykkur miðana, sem
tryggja tvo heita rjetti matar fjTr-
ir 1 krónu. Engin ómaks'.aun.
MuniS Pisksöluna á Nýlendu-
götu 14, sími 1443. Kristinn Magn-
ússon.
Jeg vil kaupa mykju og hest-
húshaug. Kristinn Sigurðsson, Sól-
vallagötu 10.
Þrátt fyrir verðhackkun á tó-
baksvörum, eru enn þá margar
tegundir af vindlum, cigarettum og
öðru tóbaki með sama verði og
áður í Tóbakshúsinu, Austurstræti
ÍY___________________________
„Orð úr viðskiftamáli“ er nauð-
eynleg handbók hverjum verslun-
armanni. ----- Fæst á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
Tvær fjögra herbergja íbúðir til
Jeigu frá 14. maí. Matthías Matt-
híasson.
AUar gerðir of bólstruðum fjaðra-
húsgögnum fást í
Versluninni Áfram,
Laugaveg 18.
Síðasta nýjungin á húsgagnasvið-
inu er
Bðlsturbekkurinu,
sem nota má sem hægindastól á
daginn og svefnbekk um nætur.
Fæst að eins í ÁFRAM. Styðjið
innlendan iðnað og verslið við ísl.
kunnáttumenn.
Ern tennur yðar
gular ?
Hafið þjer gular eða dökkar
tennur, notið þá Rósól-tannkrem,
sem gerir tennurnar hvítar og eyð-
ir hinni gulu himnu, sem leggst á
þær. Rennið tungunni yfir tenn-
urnar eftir að þjer hafið burstað
þær og finnið hversu fágaðar þær
eru. — Rósól-tannkrem hefir ljúf-
fengan og frískan keim og kostar
að eins 1 krónu túban.
Tannlæknar mæla með því.
H.f. Ifnsgerð Reykiavíkur.
kemisk verksmiðja.
Um loðdýrarækt
og arðsemi hennar fyrir Hafnar-
fjarðarbæ heldur Gunnar Sigurðs-
son (frá Selalæk) fyrirlestur í
bæjarþingsalnum sunnudaginn 10.
apríl kl. 3y2 síðd. Skuggamyndir
sýndar.
Aðgöngumiðar á 50 aura seldir
við innganginn.
f Fiskirannsóknir. í danska rit-
inu „Medde'lelser fra Kommission-
en for Danmarks Fiskeri- og Hav-
undersögelser“ (3. hefti IX. bindis
um fiskveiðar) er ritgerð eftir Á.
Vedel Táning um breytingar á
fiskgöngum hjá Islandi. Að til-
hlutun próf. Johs. Schmidt, yfir-
manns á hafrannsóknaskipinu
„Dana“, liefir Táning rarftisakað
fiskgöngur hjer við land hjá Vest-
mannaeyjum, ísafirði, Siglufirði,
og Norðt'irði. Er svo til ætlast, að
rannsóknum þessum verði haldið
áfram í þeim tilgangi, að þá er
stunidir líða verði hægt að segja
fyrir með nokkurri vissu hvort
hjer verði slæmt eða gott fisltiár.
Karlakór Reykjavíkur syngur í
Nýja Bíó í dag kl. 3 í síðasta sinn.
Áðgöngumiðar verða seldir í Nýja
Bíó frá kl. 1. Aðsókn að söng-
skemtunum flokksins hefir verið
ágæt og söngnum mjög vel tekið.
Bjarni Björnsson endurtekur í
dag kl. 3 gamanvísnasöng sinn og
eftirhermur í Gamla Bíó.
Sýning verður í dag kl. 2—-7 í
Austurbæjarbarnaskólanum á ýms-
um handaverkum barnanna þar í
vetur.
Sjómannastofan. Samkoma í
kvöld kl. 6... Allir velkomnir.
Færeysk samkoma verðmr í Sjó-
mannastofunni í kvöld kl. 9. Al-
fred Petersen talar.
John Brown, færeysk skúta frá
Vestmanhavn, kom hingað í fyrra
dag með brotið siglutrje.
Sjötugsafmæli. Jón Ólafsson, fyr
verandi dyravörður í Mentaskól-
anum, á sjötugsafmæli í dag.
Skipafrjettir. Gullfoss er í Rvík.
—? Goðafoss mun hafa komið til
Aberdeen í gærkvöldi. — Brúar-
foss er í Kaupmannahöfn. — Lag-
arfoss fór frá Leith í fyrradag á-
leiðis til Reykjavíkur.
Kristilega starfsemin, sem und-
anfarið hefir haft samkomur á
Njálsgötu 1, hefir tekið sjer nafn-
'ð: Heimatrúboð leikmanna, og er
flutt í Vatnsstíg 3, stóran og vist-
legan sal á annari hæð. Verða
‘samkomur þar á sama tíma og áð-
ur: Á sunnudögum, þriðjudögum
og fimtudögum kl. 8 síðdegis. —
Fyrsta samkoma í kvöld kl. 8.
Esia fór frá Leith í fyrradag, að
lokinni viðgerð, áleiðis hingað.
Togararnir. Af veiðum komu í
gær Andri, Þórólfur (106 tn. lifr-
ar), Skallagrímur (85 tn.), Sindri
(50 tn.) og Draupnir (70 tn.).
Enskur togari kom hingað í
fyrradag með slasaðan mann.
Kongshaug, flutningaskip, kom
hingað í gær með timburfarm til
timburverslunar Árna Jónssonar.
Loðdýraræktin. Gunnar Sigurðs-
son, formaður Veiði- og Loðdýra-
fjelags íslands, ætlar að halda fyr-
irlestur í dag kl. 3% í bæjarþing-
stofunni í Hafnarfirði um loð-
dýrarækt og nytsemi hennar fyrir
Hafnarfjörð, og sýnir jafnframt
kuggamyndir. — Á loðdýrabúinu
bjá Ölfusárbrú eru silfurrefirnir
nú farnir að gjóta og höfðu fimm
volpar fæðst fyrir mánaðamótin
seinustu. Minkarnir, sem þar eru,
brífast ágætlega og hafa engin
vanhöld orðið á þeim. Er búist við
bví að fjölga muni hjá þeim í
næsta mánuði.
Kosning í kirkjuráð. Samkvæmt
lögum frá síðasta þingi hafa sókn-
arprestar landsins og guðfræði-
deild Háskólans kosið tvo menn í
kirkjuráð. Alls voru sendir út 103
kjörseðlar, en 86 höfðu greitt at-
kvæði. Fór talning atkvæða fram
í gær og hlutu kosningu: Síra
Þorsteinn Briem á Akranesi með
27 atkv. og Sigurður P. Sivertsen
prófessor með 24 atkv. — Næstir
voru: Síra Friðrik Rafnar með 23
atkv., síra Bjarni Jónsson dóm-
Smíðastofan
„Reynir"
Vatnsstí^ 3. Sími 234(L
Smíðar allar te^undir
nýtísku húsgagna eft-
ir eigin teikningum,.
með litlum fyrirvara.
Snngjarnt verð.
Vönduð vinna..
Sent um alt land gegrn
póstkröfu. -----—
Veggfððnr.
Ensk, þýsk dönsk. — Urval frá fimm verksmiðjum. Verð frá.
10.50 til kr. 10.00 pr. rúllu ca. 500 tegundum íir að velja.
15% afslátt gefum við þessa viku gegn staðgreiðslu.
Verslnnin Brynja.
kirkjuprestur meö 22 atkv. og síra
ifeigurgeir Sigurðsson, ísafirði, með
19 atkv. Önnur greidd atkvæði
dreifðust á 14 menn, en 3 seðlar
voru ógildir.
Stjómarskráin var fyrsta mál á
dagskrá í efri deild í gær, en var
tekin iit af dagskrá.
Morgunblaðið er 8 síður í dag
og Lesbók.
Athygli skal vakin á auglýsingu
frá smíðastofunni „Reynir“.
Kai Rau flytur í dag kl. 5 í
K. R.-húsinu fyrirlestur 0g sýnir
ýmsar hugsæislistir sínar í sein-
asta sinn.
Útvarpið í dag: 10.40 Veður-
'fregnir. 12.15 Tónleikar Tilk. Þing
frjettir. 17.00 Messa í dómkirkj-
unni (síra Fr. Hallgrímsson). 18.35
Barnatími (Þuríður Sigurðardótt-
ir). 18.55 Erlendar veðurfregnir.
19.05 Barnatími: Tónleikar. 19.15
Grammófóntónleikar: Tannhauser-
Ouverture eftir Wagner, leikin af
Brailowsky. 19.30 Veðurfregnir.
19.35 Grammófón tónleikar: Celló-
sóló. Paplo Casals leikur: Abend-
lied ,eftir Schumann; Berceuse de
„J<ocelyn“, eftir Godard og 7 til-
brigði um lag úr ,Töfraflautunni‘,
eftir Mozart. 20.00 Klukkusláttur.
fslenska vikan: Eimskipafjelagið
(Vigfús Einarsson, skrifstofustj.).
20.30 Frjettir. 21.00 Grammófón-
tónleikar: Londonar-Symphonia
eftir Haydn. Danslög til kl. 24.00.
Útvarpið á morgun: 10.00 Veð-
urfregnir. 12.15 Tónleikar. Frjett-
ir. 12.30 Þingfrjettir. 16.00 Veður-
fregnir. 18.55 Erlendar vóðurfregn
ir. 19.05 Þýska, 1. flokkur. 19.30
Veðurfregnir. 19.35 Enska, 1. flokk
ur. 20.00 Klukkusláttur. Erindi:
Nýskólastefnan, II. (Sig. Thorla-
ius). 20.30 Frjettir. 21.00 Tón-
leikar: Alþýðulög (Útvarpskvar-
tettinn). Einsöngur (Daníel Þor-
kelsson). Grammófón: Partita í
G-moll eftir Bach.
Leiðsögubók fyrir sjómenn við
ísland 1932 (útgáfunni lokið 15.
'esember 1931) hefir Vitamála-
skrifstofan gefið út á kostnað rík-
issjóðs.' Er hún að mestu leyti sam-
in eftir „Den Islandske Lods“ (5.
útgáfu 1927) — — en nokkru
verið breytt, ýmsu slept eða
bætt við.------Að samning rits-
ins hafa unnið þeir vitamálastjóri,
Guðm. B. Kristjánsson skipstjóri
og kennari við Stýrimannaskólann
og Finnbogi R. Þorvaldsson •>. erk-
fræðingur, en Þorkell Þorkelsson
veðurstofustjóri hefir samið kafla
um veðráttuna. t bókinni er sjó-
kort yfir ísland, sem sjóbrjefa-
stofan í Kaupmannahöfn hefir gef
ið út, yfirlitskort og sjókort og
lýsing á skipaleiðum.
Leirbrensla Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal verður opin í
dag, og hefir verið bætt á hana
mörgum nýjum munum. Guðmund
ur hefir undanfarna daga haft syn
ingu á leirmunum í glugga Reykja
víkur Apóteks við Pósthússtræti.
Eru þar sýnishorn af gripum þeim,
sem hann hefir gert, alt frá því að
hann byrjaði leirbrensluna og
fram á þenna dag, og eru þeir
valdir með það fyrir augum að
fólk getí sjeð hverri framför leir-
brenslan hefir tekið í höndum
lians með aukinni reynslu og fyrir
margháttaðar tilraunir.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Helgunarsamkoma kl. 10%
árd. Kapt. Axel Olsen stjórnar.
Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Sam-
ltoma fyrir liðsmenn og nýfrelsaða
kl. 4. Lautn. Hilmar Andrésen
stjórnar. Hjálpræðissamkoma kl. 8.
Frú Oílsen kapt. stjórnar. Lúðra-
og strengjasveitin aðstoða. Allir
velkomnir!
Heimilasambandið hefir fund á
mánudag kl. 4.
Leikhúsið. Sjónleikurinn Jósafat
verður sýndur í síðasta sinn í
kvöld, en ekki í næst síðasta sinn
eins og auglýst var í gær. Sökum
æfinga á tveim nýjum leikritum,
sem sýndverða á næstunni, verður
engin sýning í vikunni.
Þökk.
1 gamla daga, meðan fólk þótt-
ist ekki upp úr því vaxið, að lesa
húslestra á heimilum sínum, var
það siður, að lesaranum var að
afloknum lestri, þakkað fyrir
lesturinn.
á fyrirlestra þá, sem prófessor
Ágúst H. Bjamason hefir flutt
fyrir almenning í Háskólanum
nndanfarið, þá datt mjer í hug,
að ekki mætti minna vera en að
honum væri af áheyrendum þakk-
að fyrir þau ítarlegu erindi og
mikla fróðleik, sem hann hefir
með þeim veitt áheyrendum sín-
um, og fyrir alla þá fyrirhöfn, því
hún hlýtur að vera mikil. Það
er ekki í fyrsta sinn í vetur, að
hann hefir lagt þetta á sig fyrir
almenning, hann hefir gert það
oft áður líka.
Fyrir alla þessa fyrirhöfn og
Basrðyrkjn-
verkfæri
af öllnm gerðam
nýlomia.
JÁRNVÖRUDEILD
JES ZIMSEN
Allt með íslenskmn skipmn!
íróðleik, vildi jeg mega færa pró-
fessornum mínar bestu þakkir, og
jeg veit, að jeg mun þar einnig-
mæla fyrir munn annara áheyr-
enda að fyrirlestrum hans. Mjer
er ekki kunnugt að hann hafi
neina sjerstaka borgun fyrir
þessa fyrirhöfn sína, fyrir al-menn
ing, og væri hún þó vissulega.
borgunarverð. Jeg held að það
væri alveg eins viðeigandi og
þarflegt að Menningarsjóður-
styddi eitthvað að svona fyrir-
lestrum ,eins og sumu öðru, sem
hann er látinn styrkja. Lífeðlis-
og arfgengisfræðin — það hefir
ekki verið sálarfræði eins og stað-
ið hefir í blöðunum — er svo*
merk fræðigrein, og eitt af því
Nauðsyn er þar á fræðslu fyrir
almenning, ef ske kynni að það
gæt.i komið eitthvað í veg fyrir
þau mistök sem iðulega verða á
því sviði, fyrir þekkingarskort og
fáfræði, og þær alvarlegu afleið-
ingar sem af því hafa hlotist.
Jeg vil svo endurtaka þakklæti
mitt til prófessorsins, og von-
ast til að hann sjái sjer fært
seinna meir að láta almenning;
njóta þekkingar sinnar.
Þ J. J.
Af því að jeg hefi verið einn a^ra nauðsynlegasta fjuii hverja
þeim mörgu, sem liafa hlustað nianneskju að vita einhver deili