Morgunblaðið - 10.04.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1932, Blaðsíða 5
Til forscetisrdðherra r frá Uerslunarráði Islanðs út af skrifum skattstjórans um uerslunarkostnað í Reykjauík. sá, að telja almenningi trú um, að allir þeir sem reka verslun íijer á landi, aðrir en kaupfjelög og ríkið, sje'u til þyngsla á þeim hluta þjóðarinnar, sem aðra at- vinnu stundar. Þetta samrýmist illa þeirri staðreynd, að hjer í Reykjavík hefir hvorki kaupfje- Tíminn 27. s.l. skýrir frá því, að forsætisráðherrann, yfirmað- ur verslun^rmálanna hjer á landi, hafi látið semja grein, er þar birtist og kallast „Verslun- arkostnaður í Reykjavík", Ljet liann útbýta greininni tii allra þingmanna, sem skýrslu byggðri á rannsókn. Einnig Ijet hann út- varpið skýra landsmönnum frá niðurstöðum ,,rannsóknanna.“ Verslunarráðið svaraði grein þessari, og beindi orðum sínum til hr. Eysteins Jónssonar skatt- stjóra, er hana hafði tekið sam- an fyrir ráðuneytið. Svar Versl- unarráðsins 'var að sjálfsögðu laust við ofstæki, þótt nokkuð væri rasandi af stað farið af hálfu stjórnarinnar á hendur verslunarstjettinni. Var ekki ætlunin sú, að fara í ritdeilur við hr. E. J., sem unnið hefir að eins undirmanns verk, heldur sú, að sýna fram á, að ,,skýrsla“ ráðuneytisins er ekki byggð á rannsókn, heldur að mjög veru- legu leyti á ágiskunum og að nið urstöðurnar eru því mjög fjarri sanni. Ráðuneytið hefir nú birt og sent alþingismönnum „athuga- semdir“ við grein vora. Hefir hr. E. J. skrifað þá grein, en forsætisráðherrann tekið ábyrgð ) á henni. Verslunarráðið sjer enga á- I stæ^u til þess að snúa orðum sín- i um til hr. E. J. fyrst forsætis- j ráðherra hefir gert grein hans 1 að sínum málstað. Og ekki sjer i það heldur ástæðu til annars en að lyfta. grímunni af ráðherran- um. Af greinum hans er það full- bert að hjer er um að ræða her- ferð gegn verslunarstjettinni, og að hann hefir látið rita greinar þessar, til þess að gera viðskifti við kaupmenn tortryggileg, og til þess að rægja þá, og aðra er hafa verslunarstörf að atvinnu, við landsmenn. Það er ekki ósennilegt að Reykvíkingum þyki grunsamleg umhyggja ráðherrans fyrir hag- stæðri verslun þeim til handa. Þeim hafa ekki borist þær vi arkveðjur úr þeirri átt, er geri það líklegt, að þar fylgi heill hugur máli. Og þótt það sje látið skína gegnum árásirnar á við- skifti í frjálsri verslun, að hinn eini sáluhjálplegi vegur sje, kaupfjelagsverslun og ríkisversl un, þá eru Reykvíkingar ekki með öllu reynslulausir í þeim efnum, því hvorttveggja hefir starfað hjer. Er líklegt að menn trúi best sinni eigin reynslu, en hún er eflaust sú, að þrátt fyrir hærri kaup- greiðslu, hærri húsaleigu og fyllri kröfur kaupenda, svo sem um heimflutning á vörum o. m. fl. þá mun þó að öllu saman- lögðu, hvergi á landinu hagstæð- ari verslun en hjer í Reykjavík. En fyrst ráðherrann hefir nú tekið sjer fyrir hendur að eggja landsmenn til óvildar gegn frjálsri verslun, og sjerstaklega verslunarstjettinni í Reykjavík, hefði hann átt að láta gera með sönnum tölum samanburð á frjálsri verslun og verslun kaup- fjelaga og ríkisins. Hefði þá komið í ljós hvert verslunarfyr- irkomulagið leiddi til hagkvæm- astra viðskifta. Það vill nú svo vel til, að Versl unarráðið getur að nokkru leyti bætt úr þessari vanrækslu, því það hefir í höndum skýrslu yfir verðlag kaupmanna og kaupfje- laga, á ýmsum stöðum í landinu, eins og það var 1. okt. s.l. Tekið hefir verið meðalverð aðalvöru- tegunda hjá kaupmönnum og kaupfjelögum hvorum fyrir sig, og er það meðalverð svo til sam- anburðar við meðalverð nokk- urra smáverslana í Reykjavík, er sjerstaklega selja til sveita, eins og það var á sama tíma. lagsverslun nje ríkisverslun get- að þrifist í frjálsri samkeppni, þrátt fyrir endurteknar tilraun- ir, og þrátt fyrir það, að verslun kaupmanna er að ýmsu leyti gert erfiðara fyrir, meðal annars með sköttum og skyldum. Vinnu brögðum við skýrslugerð stjórn- arinnar er nokkuð lýst í fyrri grein vorri. Skýrsluhöf. telur saman brúttó tekjur allra þeirra sem verslun reka hjer í Reykja- vík (nema S. í. S., Ríkisversl. og þeirra verslana er eingöngu hafa ísl. vörur) og er sú upp- hæð talin dreifingarkostnaður, er leggist á útlendar vörur bæj- arbúa. Verslunarráðið sýndi með ljós um rökum, að þessi dreifingar- kostnaður fellur ekki nema að nokkru leyti á bæjarbúa, vegna Meðalverð á aðalvörum hj á nokkurum kaupmönnujm og kaupfjelögum 1. okt. 1931, miðað við 100 kílógr. Utan Reykjavíkur. Smásalar í Rvík Kaupm. Kaupfjel. Meðalv. í stærri sölu Rúgmjöl.. .. . . 20,66 21.25 20,95 19,53 Hveiti . . . . . . 32.87 31,29 32.08 29.36 Haframjöl . . . . 37.13 37,73 37,43 33,71 Hrísgrjón . . . . 37,90 38.44 38,17 35,79 Heilbaunir . . . . 52.33 49.56 50.94 56,14 Sagógrjón . . . . 61.00 56,30 58.69 57,06 Jarðeplamjöl . . 52,27 49.30 50.78 41.48 Jarðepli. . . . . . 18,80 19,25 19.02 20,43 Strásykur . . . . 48.66 49,18 48,92 43.87 Molasykur . . . . 56.33 57.76 57,04 52,43 Kandís . . . . . . 69.80 73.00 71.40 60.17 Kaffi . . 206.66 211,27 208,96 200,00 Kaffibætir . . . . 232.66 231,82 232,24 230.00 Smjörlíki . . . . 175.00 177,00 176.00 161,00 Steinolía. . . . 29,00 31,00 30,00 25.50 Meðaltala: . . . . 75,40 75.61 75.51 71.10 Þessi samanburður sýnir, að verð lagið er lægra hjer í Reykjavík, heldur en annars staðar á land- inu. Einnig sýnir hann að verð- lag hjá kaupfjelögunum er síst lægra, en hjá kaupmönnum. Um rekstur og kostnað, þess- ara mismunandi verslana verð- ui hjer ekkert sagt. En á það verður að benda, að vegna sam- ábyrgðar kaupfjelaganna, getur enginn innan þess fjelagsskapar vitað með vissu, hvað hann skuldar, og hvert raunverulegt verð verður að lokum á úttekn- um vörum hans. 'T. d. um þetta má taka, að árið 1919, var stofn að kaupfjelag hjer í nágrenn- inu. Eftir þriggja ára starfsemi, var tap þess orðið svo mikið, að jafnað var niður á fjelagsmenn kr. 36.467.75. Nam það 11% af viðskiftamagni fjelagsmanna, yfir allan starfstímann. Síðan hefir fjelagið starfað með löm- uðum kröftnm, og verður nú að leita nauðasamninga. Skuldir þess eru krónur 225.337.98, en eignir upp í það taldar krónur 85.092.36. Ef svona skyldi vera ástatt fyrir fleiri kaupfjelögum, er erf- itt að segjá, hvert vöruverð þeirra raunverulega verður til fjelagsmanna. Tilgangurinn með greinum skattstjórans, mun eiga að vera hinnar miklu sölu frá Reykjavík og út um alt land, verslunar með innlendar vörur, sem altaf fer vaxandi, og af fleiri ástæðum, er óþarft er að endurtaka. 1 athugasemdinni viðurkaimir höfundur að leiðrjettingar Versl unarráðsins sjeu að miklu leyti rjettar, en svarar þó með vífi- lengjum og vafningum, og situr svo við sinn keip. Það er ekki rjett að Verslun- arráðið hafi jafnað dreifingar- kostnaðinum á bæjarbúa, og á- ætlað hann kr. 323.00 á nef hvert, því þótt það álíti dreif- ingarkostnað erlendra vara í Reykjavík oftalinn í skýrslunni, um ys, kemur vissulega fleira til greina, og þá fyrst og fremst það, sem höfundur nú hefir neyðst til að játa í svari sínu: að neysluvörur eru ekki nema nokkur hluti erlendu varanna, er til Reykjavíkur flytjast og bera þá ekki heldur nema nokk- urn hlu|ta, af dreifingarkostn- aðinum. Það mun vera rjett fram tekið hjá skattstjóranum, að árið 1929, hafi aðeins 40% af inn- fiutningi landsins verið neyslu- vörur. En ágiskun um það, að Alþingishátíðarárið hafi sá inn- flutningur í Reykjavík, að eins numið 30%, af heildarinnflutn- ingnum er algerlaga órökstutt, Fwirhafnarlílið puœ ieq pvottimi J ^seqir María Rinso þýðir rninni vinnu oq hvítari þvott STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKKI ,0,30 AURA M-R 4 1-047A IC Þvotturinn minn er hvítari en nokkumtíma áður — en jeg er líka hætt við þetta gamla þvottabretta nudd. Fötin, sem em mjög óhrein sýð jeg eða nudda þau laus- lega, svo skola jeg þau — og enn á ný verða þau braggleg og hrein og alveg mjallhvít. Þvottadagurinn verður eins og halfgerður helgidagur þegar maður notar Rinso. R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLA.ND fioin neð e.s. Bullloss: Epli Winsaps, Fancy og Ez, Fancy. Appelsínnr Jaffa 144 og 180 stk. Kartðffnr. Eggert Kristjánsson & Go. Símar 1317 og 1100. Pappfrsblokklr smáar og stórar, margar tegundir, við verði frá 0.25—3.00, — fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Kodak tilkynnlr „VERIGHROME-FILMUHH Fljótvirkari filmnna - ffleistarafilmnnn Filmnna, sem ber af BUn því sem áflnr þektlát. Aldrei fyr var slík filma bdin tll. Aðalnmboð lyrir tslaud: Hans Petersen Bankastr. 4. Huglvsið í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.