Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 6
110 E G TJ N B L A f) I « „Brampton", „Armstrong“ „Convincible“ „PUlllps" „B. S. A.“ eru tegundir reiðhjóla er hafa mesta reynslu hjer á landi. Berið saman verð reið- hfðla okkar við aðrar tegnndir hjðla. Greiðsluskilmálar mjðg hagkvæmir. Fálkinn. Hann er búinn til úr úrvalsefnum: Efnin eru jurtir af guðs- grænni jörðinni, brendar og malað- ar á sama bátt og blessaðar kaffi- baunírnar. Munið því að biðja um þann rjetta. Það er og verður. G. S. Haffibætir, Slörfeld verðlækkun á reiðhjólum. Yerð frá kr. 100—200. Allir varahlutir seldir mjög ódýrt; ásettir ókeypis. Signrþðr J6nss«n. Austurstr. 3. Hressingarskáiinn Hý jarðarber með rjðma. Fyrsta framlelðsla vorsins frá Heykjnm. yfirstjórn kirkjumálanna, þótt það hafi verið meira að nafni til á síð- ustu árum. Guðfræðideild Háskól- ans er þar næst, til þess að ráðg- ast um kirkju- og kristinmál, og til ráðuneytis ríkisstjórn, ef henta þykir. Prestastefna (synodus) er ein stofnunin, er gerir sínar á- lyktanir, þótt ekki sjeu þær allar jafnmerkilegar: þá eru prestafund ir og hjeraðsfundir. Loks er síðast en ekki síst sjálft Prestafjelagið — og hefir stjórn þess látið tals- vert að sjer kveða um málefni stjettar og kirkju (og hefir gefið út ársrit, Prestafjelagsritið, sem oft er læsilegt). — Hvers er. vant? Er ekki nóg af prestum til þess að bollaleggja um máliðf Og hver hefir árangurinn verið að þessu? Er þörf á því að auka við einni prestasaimkomunni enn? En sú yrði niðurstaðan, ef kirkjuráðið yrði svo skipað sem þeir herrar nú óska. Og mundi þá verða ofan á það, sem biskup taldi, að þessi aukning (nýtt „ráð“) yrði eigi til mikilla nytja. En hún hefði þó geta/S orðið það, ef vel hefði verið að málinu staðið, frá því er kirkjumálanefnd skilaði því. Og kirkjuráðið gæti vonandi orðið það enn þá, þótt fátæklega sje um það búið, ef vel yrði sjeð fyrir fulltrúavalinu frá hjeraðsfundum. Sjálfrar kirkjunn- ar vegna og trúarlífsins í landinu ættu fyrir því kjöri að verða leik- menn með þekkingu og áhuga á ? ndlegum málum. -- ------ m Það má raunar segja, að stofn- un kirkjuráðs þessa sje lítið annað en kák. Hvort sem litið er til efl- ingar þjóðkirkjunnar eða reglulegs nndirbúnings undir breytingar á kirkjuskipuninni, eru þessar til- tektir ófullnægjandi. En veldur þó hver á heldur. — Vel skipað kirkjuþing, með nauðsynlegu valdi, er það eina, sem mark gæti verið að, en nm það hafa menn ekki viljað hugsa í alvöru. Ef til vill verða hjeðan af allar aðgerðir um seinan, eins og nú horfir. Og þá fær máske prestastjettin, sem mjer er vel við, næði til þess að vera út af fyrir sig, óáreitt af „leik- mönnum“. Karlinn í kassanum. Skopleikur í þrem þátt- um eftir Arnold og Bach. Isl. þýðing, stað- færð, eftir Emil Thor- oddsen. Það er óhætt að segja, að það er ánægjulegt að koma í Iðnó til að horfa á „Karlinn í kassanum“ í staðfærðri þýðingu Emils Thor-' oddsen og leikinn af bestu gaman- leikurum Leikfjelagsins. Höfundarnir, Arnold og Baeh, eru íslenskum leikhúsgestum löngu gamalkunnir, og nægir að minnast á „Spansfluguna og „Húrra krakki“, til að minna á vinsældir þeirra. Þráðurinn í leikritinu er .ekki sem ólíkastur hinum fyrri ieikritum, sem sýnd hafa verið hjer — all-torskilin fjölskyldu- bönd og alls konar ruglingúr í gangi leiksins, og er méð alt þetta farið af hinni ósviknu leikni þess- ara fyndnu höfunda. Ekki spillir það, að þýðandinn hefir staðfært Westur-íslendingurinn og fimtardómariim. (Valur Gíslason og Indriði Waage.) Sóknarnefndin í Krummavík (Har. Á. Sigurðsson, Gestur Pálsson og Brynj. Jóhannesson.) Pjetur P. P. Mörland (Har. Á. Sigurðsson). leikinn og grunar áliorfendur að hann hafi bætt inn í frumtextann ýmsum fyndnum athugasemdum, og er síst skaði að því. Þeir eru víst fleiri en sóknar- nefndarformaðurinn í Krummavík, scm lifa. ofan í kassa með loki vfir og yrðu þakklátir, ef falleg stúlka kæmi og þrýsti á hnapp, sem lyki kassanum upp. Það skilur auð- vitnð enginn, við hvað er átt með- þessu, nema sá, sem sjeð hefir leikinn, og skal þeim sjerstaklega ráðlagt að fara í leikhúsið, sem hafa það á tilfinningunni, að þeír lifi ofan í kassa. Þeir, sem ekki .þykjast lifa ofan í kassa ættu líka að fara, til þess að vorkenna þeim, sem í kassanum lifa. Þegar tjaldið fer upp fyrir fyrsta þætti, er manni sýnt beint inn. í hjartastað Reykjavíkur, á Iíótel Borg. Þar vantar ekkert, okki einu sinni sjálfan gestgjaf- ann, hvað þá heldur sendilinn. Gangi leiksins er svo sniðuglega hagað, að ehgin tiltök eru að lýsa bonum. Eftirtektarverðastur er Westur-íslendingurinn, þangað til „Karlinn“, Pjetur Mörland, bæjar- fulltrúi m. m. í Krummavík kem- Tóta og Balli (Sigrún Magnúsdóttir og Alfred Andrjesson). ui' f'ram á. sviðið. Þá dofnar allur áhugi fyrir öðrum persónum Iciks- ins. því að karlinn leikur enginn finnar en Haraldur Á. Sigurðsson. Én Friðmundur bamakennari er sennilega lilægilegasta fígúran, sem Brynjólfur Jóhannesson hefir skapað, enda hlær fólkið ekki síð- ur að honum en Haraldi, og er þó langt til jaínað. Vandræði tcí- menninganna ná hástigi sínu í öðr- um þætti, þegar þeir fara að súpa seiðið af slarki sínu í hcfuðstaðn- nm, þar sem þeir áttu raunar að mæta á Stórstúkuþinginu. En aðal- atriðið er ,að upp úr öllum vand- ræðunum verður Mörland nýr og eftir atvikum betri maður — þ. e. a. s. hann er ekki eins kómiskur eft.ir á, — og það verður að tel.ja lofsverðan móral og samboðinn siðbætandi kómedíu. Það þarf ekki að fjölyrða um ]eik þeirra Haraldar og Brynjólfs. Þar verður sennilega ekki lengra komist í sniðugheitum. — Fröken Arndís leikur hina fjörugu dans- mær eins og vera ber. Tota (frk. Sigrún Magnúsdóttir) og Anna (frú Magnea Sigurðsson) eru á- Dutlungar ástarinnar hin ágæta ástarsaga eftir Ph. Oppenheim, komin í bókaversl. Verft 3 kr. gætlega leiknar og frú Kalman og’ frú Ingibj. Steinsdóttir leysa síb. hlutverk prýðilega af hendi. Indriði Waage leikur hinn þraut seiga westur-íslenska biðil dans- meyjarinnar með prýði og swell- andi yankee-framburði. Valur Gíslason fer ágætlega með hlut- verk hins roskna og ástfangna fimtardómara og Gestur Pálsson leikur prófa8tinn mjög skemtilega. Yngstu leikendur Leikfjelagsins Alfred Andrjesson og Gunnar Möller fara mjög vel, hvor með sitt hlutverk. Og hótelsendilinn. inyndu fáir geta leikið af meiri fagþekkingu en Hallgrímur Helga- son, sem sjálfurer sendill á Hótel Borg. Leikurinn er skemtilega settur á svið af Indriða Waage og leik- sviðsútbúnaður í ágætu lagi. Hús- gögnin í fyrsta þætti eru fengin að láni hjá Hótel Borg, svo að alt verði sem eðlilegast. Tilsvörin eru hjá öllum leikendum ljett og óhindruð og leikurinn fer sem Iieild mjög vel á leiksviði. Það hefir sjaldan verið hlegið meira í leikhúsinu, enda ekki að ástæðulausu. X Reykjavíkurbrjef. 14. maí. Togaramir. Togaramir eru nú hættir veiðum í Jökuldjúpinu. Um helmingur þeirra hefir farið austur og er nú að veiðum austur við Hornin. Eng- inn kominn á Hvalbak, svo blað- inu sje kunnugt. Nokkrir hafa farið norður í ísafj.-djúp. En á Hornbanka er ís til tálmana veið- um. Bæði austur frá og eins fyrir norðan liefir afli verið tregur, og er mjög í óvissu hvort útgerð tog- aranna getur haldið áfram. Einir 5 togarar eru þegar hættir veiðum. Útflutningur og i nnfltttningar. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefir útflutningur verið um 14 milj. króna. Er það mjög svipað og verið hefir undanfarin 3 ár. En nvi má búast við því, að útflutn- ingur verði lítill á fiski í maí, því birgðir eru miklar i markaðs'lönd- um. Það stingur æði mikið í stúf hvað við annað, að útflutningur skuli vera hinn sami og undanfar- in ár, það sem af er árinu, en samt þurfi bæði innflutnings- og gjaldeyrisnefnd til þess að verjast innflutningi. Og samstarfaleysi þessara tveggja nefnda er að verða lirein kómeclía, þegar t. d. að inn- flytjendur sækja samtímis um inn- flutningsleyfi hjá innflutnings- nefnd og gjaldeyri hjá gja'ldeyris- nefnd. Innflutningsnefnd veitir svo innflutningsleyfi á vörum þeim sem gjaldeyrisnefnd neitar nm gjaldeyri fyrir, en neitar um inn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.