Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 7
M 0 R G TT N B L A Ð I Ð t flutning á vörum þeim sem gjald- ej-risnefnd telur svo þarflega að h.án vill veita gjaldeyri fyrir. — Það er stjóm á skipinu því arna. Ægir. Og sagt er að dómsmálaráðherra hafi fundið mann til að taka við skipstjóm á Ægi, sem er enn ó- færari til þess en Einar, en hann er nú í „stjórnskipuðu fríi“. Afturhaldið er fundvíst á galla- gripi í þjónustu sína. Áburðurinn. Búist er við að innflutningur á tilbúnum áburði verði um það bil % af innflutningnum árið sem leið. Bendir það til þess að bændur reyni í lengstu lög að halda áfram notkun tilbíiins áburðar, telja sjer hag í því að auka ræktunina og balda henni sem best við, til þess að geta aflað sjer sem bestra heyja með sem minstum tilkostnaði í fólkshaldi. Nú munu það vera allmargir bændur á landimi, sem afla nærfelt allra heyja sinna á ræktuðu landi. Verslimarskóliim. Stórmyndarlega fer Verslunar- skólinn af stað undir stjórn Vil- hjálms Þ. Gíslasonar magisters. Þaðan útskrifuðust um daginn 34 nemendur. 170 nemendur nutu þar kenslu í vetur, og er skólinn, nú orðinn með stærstu skólum lands- ins, enda þótt hann starfi með sárlitlum ríkisstyrk. Skólalífið hef- ir verið hið fjörugasta í vetur, og bætt hefir verið við ýmsum prakt- ískum námsgreinum. Um 80 þiisund krónur hafa vrerslunarmenn lagt fram til þessa skóla undanfarin ár, auk skóla- hússins við Grundarstíg, sem nú hefir verið keypt. Skólastofnun þessi, eins og hún nú er rekin, er íslenskri verslun- arstjett til sóma og verður ís- lenskri verslun og þjóðarvelmegun óefað til milrils gagns í framtíð- inni. Jafnrjetti kjósendamna. Fjáriögin strönduð í Efri deild, hafa ekki komið til 3. umræðu vegna þess, að stjórnarlðinu hefir verið sagt, að þau yrðu feld, ef ekki fengist viðunandi samkomu- iag um stjórnarskrá og kjördæma- mál. Afturhaldið reynir vitanlega í lengstu lög að halda í sitt rang- fengna meirihlutavald á þingi. Á hinn bóginn hafa fylgismenn Sjálf- stæðismanna og sósíalista víða um land kveðið upp úr með vilja sinn í þessu máli, þar sem nú eru komn ar nálega 20 þúsund undirskriftir undir kröfu til Alþingis um jafn- rjetti kjósenda allra flokka í landinu. Frá þeirri kröfu geta þeir stjórnarandstæðingar á þingi því með engu móti vikið, án þess bein- MnLs að svíkja kjósendur sína og fylgismenn. Afturhaldið hefir átt erfitt með að átta sig á þessari staðreynd. Sigur þess í sumar sem leið er þegar orðinn að ósigri. Ofarir þeirra sem standa í stað, hafa svo greinilega komið því í kolT, ófarir kyrstöðunnar, sem hin íslenska þjóðtrú svo fagurlega lýsti í sög- unum um nátttröllin sem stirðn- uðu og urðu að steini fyrir geisl- um hins nýja dags. Eimurinn úr eldhúsinu. Enn er í bygðum landsins talað um eldhúsdagsumræðumar. Enn ikveður við hinn sama tón þegar um þær er rætt. Enn furða menn sig á hinum vesælu ræðuhöldum ráðherranna. „Sá, er ilt verk vinnur afsakar sig með annari dæmum“, segir máltækið. Sú er löngum aðferð Hriflumenskunnar í herbúðum Afturhaldsins. Þó þótti það merki- legt, er dómsmálaráðherrann sjálf- ur fann sjer enga afsökun í fjár- bruðlinu aðra en þá, að hann myndi geta talist að standa jafn- fætis þeim mönnum í hópi útgerð- ar- og verslunarmanna, sem hann hefir sífelt í 10—20 ár úthúðað fyrir óreiðu, sukk, frekju og for- sjárleysi. Óþarft er að taka það fram, að lýsing J. J. á þessum mönnum hefir alt af verið afskræmd og úr lagi færð. Samt heldur hann að hann „taki sig ekki út“ fyrir dómstóli þjóðarinnar, nema að hafa þá menn fyrir bakvörn, sem hann sjálfur hefir talið þjóðfje- laginu skaðlegasta og versta. Nýju fötin keisarans. Ólánsmaðurinn Tryggvi Þórhalls- son varð fyrir því óhappi á dög- unum, að samverkamaður hans J. J. minti á samlíkinguna með brynj una, sem Tryggvi sagðist í fyrra hafa' fært þjóðina í, til varnar gegn kreppunni. Fyrir nokkrum dögum fór einn af kaupsýslumönnum bæjarins fram á það við gjaldeyrisnefnd, að hún útvegaði sjer gjaldeyri fyrir veiðarfæri. Einn maður í nefnd- inni aftók að gjaldeyrir fengist til þessara nota, fyrst um sinn, ekki fyrri en eftir nokkra mánuði. Ef veiðarfærin ættu að fást til landsins, þyrfti hann, að fá þau að láni frá útlöndum. Því nú yrðu bankarnir að safna gjaldeyri til að greiða vexti og afborganir af hinum erlendu ríkis- skuldum. Skilja menn alvöru tímanna? — Taka verður veiðarfærin að láni, áhöldin til þess að b.jarga sjer, við einhver mestu fiskimið heims — vegna þess hve ríkið er sokkið í 'miklar skuldir. Verður Tímabændum ekki hroll- kalt í brynjunni hans Tryggva,? Er það ekki sönnu nær, að Aftur- lialdið hafi tint spjarirnar af skatt borgurum landsin? Minnir kosn- ingabrvnjan ekki óþægilega mikið á nýju fötin keisarans í æfintýr- inu, þar sem keisarinn gekk af- ldæddur og alsnakinn, þó hróðug- ur væri hann yfir hinum ímynd- uðu flíkum. Óskabarnið. Mörg fögur orð hafa verið töluð um Eimskipafjelag íslands, óska- barn þjóðarinnar, sem öll þjóðin átti að standa sameinuð um, vernda og lilynna að. Fyrir nokkrum árum ljet Tíminn eitt sinn á sjer skilja, að kaup- fjelög landsins væru fyrst og fremst skjól og skjöldur þessa fje- lags, þau væru eins konar fóstra óskabarnsins. Barst þetta í tal við framkA'æmdastjóra fjelagsins. — Ilann glotti við og mælti á þa leið, að hann teldi Eimskipafje- lagið vera veitandann en kaupfje- lögin þiggjandann í þeim við- skiftum, því Eimskip myndi jafn vel farnast fjárhagslega að kaup- fjelagaviðskiftum úr sögunni. Nú er komin út slcýrsla um kostnað Eimskipafjelagsins, beint tjón þess af smáhafnasnattinu m.a. fyrir kaupfjelögin. — Tjónið er metið af stjórnskipaðri nefnd 1% miljón króna í 2 ár. Þetta er blóð- takan, sem hluthafar Eimskipa- fjelagsins og þjóðin sem heild hafa orðið að þola í ein 2 ár. En um ríkisstyrk vill Tímaldikan helst neita fjelaginu. Og jafnframt set- ur Afturhaldið upp ríkisútgerð til höfuðs Eimskipafjelaginu. Hjer er þá sýnd í fám dráttum aðbúð sú sem þetta óskabam þjóð- arinnar nýtur, meðan hið blinda Afturhald ríkir í þessu landi. Á hæstu stöðum. Aðkomumaður ræddi nýlega við samræðu við stjórnmálamann, sem telur það ósvinnu að ljetta skött- um af sliguðum og fjárvana at- vinnufyrirtækjum á krepputímum. Þannig er viðhorfið til fjármál- anna, „á hæstu stöðum“. Er von að vel fari ? Eftir pöntun Það vakti nokkra eftirtekt, er Iljeðinn Valdimarsson kom með einskonar vantraust á dómsmála- ráðh. í sambandi við fimtardóm- inn. Leikaraskapur! sögðu menn, og svo reyndist það. Sósíalistar greiddu vantraustinu atkv. og tóku forsætisráðherrann um fjármálin. síðan höndum saman við Aftur- Þótti komumanni fjármálastjómin hafa farið þeim Tímamönnum illa úr hendi. Gerðist hann svo djarfur að minna á, að vel hefði farið á því í góðærunum, að safna í sjóði til hinna lakari. Þá reyndi forsætisráðherrann að leiða komumanni það fyrir sjónir, að ógerlegt væri það með öllu að safna í sjóði, inn á þá braut gæti stjórnin ekki farið, af slíku hátta- lagi myndi leiða, að landsmenn heimtuðu að skattar yrðu lækk- aðir(!) Þáí varð komumanni orðfall. — Tókst honnm ekki að halda uppi haldsliðið í deildinni og af- ígreiddu fimtardóminn til Ed. með Jónasar-sniði. Síðan hefir það komið á daginn, að vantrausttill. mun vera komin fram til þess að reyna með henni að þjappa stjórnarflokknum utan um dóms- málaráðh. eftir einhverjar innan- flokkserjur, sem þar hafa átt sjer stað. Útvarpið, sem þekt hefir upptök „vantraustsinsí£, var svo liugulsamt við stjórnarliða í sveit- um að segja ekki frá þessum skrípaleik fyr en sjeð var fyrir enda hans. vorur fyrirliggiandi: Pottar alskonar Pönnur Katlar Könnur Þvottaföt Vatnskönnur Sápuskálar Fötur m. loki. og án loks Eldhússkálar Mjólkurfötur. og mjög margt annað í Járnvörcdeild Jes Zimsen. Nýju áfengisldgin í Finnlandi. Eins og kunnugt er hefir finska stjórnin lagt frv. til nýrra áfengis- laga fyrir þingið* ogferhún mjög hörðum orðum um bannið og áhrif þess. Minst er á nokkur atriði úr frv. þessu í sænska tímaritinu „Frihet och ansvarí£ (apríl) og eru hjer nefnd nokkur dæmi. Áfengiseinokun. Svo er til ætl- ast, að hlutafjelag, sem stendur undir eftirliti stjómarinnar, hafi á hendi tilbúning áfengis, innflutn- ing og sölu. Hefir það einokun á öllu þessu. Hluthafar fá í mesta lagi 7% af fje sínu. Tollur framfærslustofnun fyrir pólitíska uppgjafadáta og skjólstæðinga. Heimabruggun á öli og ávaxta- vínum er ölltun frjáls! Finnar hafa gert sjer það ljóst, að ilt eitt hefir leitt áf að banna slíkt og ; ekkert eftirlit getur frarafylgt slíku banni. Þá eru þeir og lausir við þá vitleysu, að banna tilbún ing áfengis í landinu, eins og ísl. áfengislagafrv. gerir. Sölu og veitingum ræður stjórn- arráð (förvaltningsrád) áfengis- einokunarinnar, sem landsstjórnin erí skipar. Það ákveður hvort setja lagður á aðflutt áfengi og skatt- ur goldinn af innlendri fram- leiðslu. Þá skal'og fjelagið borga skatta og skyldur á sama hátt og önnur hlutafjelög. Fjelaginu er þó heimilt, að láta aðra brugga áfengi og veita. það með ákveðn- um skilyrðum. Það hefir vakað fyrir stjórninni með þessu skipulagi, að forðast það, að einstakir menn gætu haft áfengi fyrir fjeþúfu, því það myndi aftur auka áfengisnautn. Fyrst um sinn rennur allur gróði áfengiseinokunarinnar, þeg- ar allur kostnaður er greiddur, í ríkissjóði. Síðar er ætlast til að ríkissjóður fái að eins um þriðj- ung, en hitt gangi til ýmsra þ.jóð- fjelagsþarfa. Sje nú þetta skipulag borið saman við það, sem helst hefir vakað fyrir oss, (nefnilega ríkis- einokun á sölu, aðflutningi og til- búningi áfengis), þá er sennilega hið finska frjálslegra og betra. Ríkið losnar við öll umsvif og tekur gróða sinn á þurru landi. Allur rekstur myndi verða ódýr- ari í höndum hlutafjelags og mannaval eftir verðleikum og kunnáttu svo fyrirtækið yrði ekki * Frv. þetta er nú orðið að lögnm. skuli á stofn sölu eða veitingar áfengis í borgum og kauptúnum eða ekki, hvar og hve víða, en leita skal hún álits viðkomandi bæjarstjórnar. Finska þingið breytti ákvæðunum þannig, að all ir kaupstaðir og kauptún skuli hafa rjett til þess að fá áfengis- verslun og veitingar, og þarf ekki lcvfi bæjaj-stjómar að koma til í sveitunum má hvorki veita nje selja, nema í „túristahótelum", og þá þeim einum, sem á hótelinu búa. Hins vegar segir, í greinar- gerð frv., að ekki sje að svo stöddu ráðlegt, að takmarka að mun aðgang að áfengum drykkj- um. Þeir vita sem er, að slíkt yrði vatn á myllu leynisalanna. í borgunum má leyfa veitingar á. alls konar áfengi á öllum stór- um, góðum veitingastöðum, þó ekki hýsi þeir ferðamenn. Á far- þegaskipum og í járnbrautavögn um má veita vín og öl, en ekki sterkt áfengi. Hjer átti að banna allar áfengisveitingar á farþega skipum. Sölutíminn í áfengisverslunum ei mjög takmarkaður, svo þær mega heita lokaðar hálft árið. Gagnið af þessu er vafasamt, jafn vel líklegt að það geti orðið til ills. Þegar lengi er lokað, t. d. á undan hátíðum, er hætta á að mikið verði keypt í éinu og ef til slæm ? Ef þjer hafið saxa, sprungna húð, fílapensa eða húðorma, notið þá Rósól Glycerin, sem er hið full- komnasta hörundslyf, er strax græðir og mýkir húðina og gerir hana silkimjúka og fagra. Varlst eftirlíkingar. Gætið þess að nafnið Rósól sje á umbúðunum. Fsest í Laugavegs Apóteki, lyfjabúðinni Iðunni og víðar. H.f Efnagerð Heykfaviknr er nú á öllu Granit. Að eins nokkur stykki af Granit- plötum óseld. Sígurður lónsson. (Versl. Hamborjr). íþróttaskóli minn getur enn veitt móttöku 6 drengjum. Upplýsingar í síma 1680 í dag og á morgun kl. 1—2 síðd. Vigair Andrjessott. Bflahlutar. Rafkerti þau bestu að eius kr. 3.00. Rafgeymar sterkir, þó ódýrir. Rafleiðslur allar gerðir. Fjaðrir úr betra efni en áður hefir þekkst. Fjaðrablöð allar stærðir. Mjög margar smávörur tli bíla. Timken rúllulegur í Studebaker, Nash, Rosvelt Marmon, Intemat- ional, Ford, Chrysler og De Soto. Jeg mun ávalt reyna að hafa þær vö.rur er best henta, og við góðu verði. Hvergi fjölbreyttara úrval. EgiU Tilhlálmsson Laugaveg 118. Sími 1717.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.