Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 8
VORGiTNBLAÐIÐ 8 vili drukkið, jafnvel áður en há- tíðin byrjar. Áfengi má ekki selja unglingum (yngri en 21 árs) og neita má drykkjumönnum um afgreiðslu. 011 sala áfengis skal vera gegn borgun út í hönd. Það er tekið fram, að ekki megi láta áfengi úti, þó full trygging sje sett fyrir greiðslu eða veð. Verð á áfengi ákveður „stjórn- arráð áfengiseinokunarinnar". Um það er sagt, „að hvorki skuli leggja svo háa skatta á áfengi eða setja verð þess svo hátt, fyrst um sinn, að vonlaust sje að berjast gegn heimabruggun og leynisölu“, — Síðar geti það komið til tals að hækka verðið. Uó er ekki til þess ætlast, að verðið sje jafn- lágt og nú er hjá leynisölum eða lægra. Gerir stjórnin sjer von um, að flestir vilji kaupa löglegt á- fengi nokkru dýrara en ólöglegt, auk þess nokkur áhætta við leyni- verslun og smyglun. Bkki þykir sænska tímaritinu það líklegt, að almenningur vilji kaupa löglega áfengið öllu dýrara en það ólöglega ,og gerir helst. ráð fyrir því að verðið megi síst vera hærra en hjá leynisölunum. Til þess að fyrirbyggja hins vegar, að mikil drykkjuskaparalda liefj- ist við frjálsa sölu á ódýru á- fengi, er bent á það ráð, sem Svíar nota: Að láta hvern mann fá á- fengisbók, en ekki hærri skamt á mánuði en reglugerð ákveður. Hef- ir það skipulag gefist allvel í Sví- þjóð. Hjer er auðsjáanlega úr vöndu að ráða fyrir Pinna, ef trúa má því, sem Bmil Olavson þingmaður skýrði frá, að leynisalar í Helsing- fors seldu einn lítra af spíritus (smuggelsprit) fyrir 80 aura (saenska). f Stokkhólmi kostar bann þó 2 kr. og 40 aura. Finnar gera ráð fyrir marg- brotnu og ströngu eftirliti. Eru þau ákvæði sennilega að mestu soiðin eftir gömlu bannlögunum. Bftir er að vita hvort þau koma nú að betra haldi en verið hefir til þessa. Ekki sýnast þáu öll líkleg til þess. G. H. fEfintýra prinsínn. Letrað var í lífsins bók, að jeg ætti að bjarga þessum unga kaup- rnanni, við höfum að eins flett fyrsta blaðinu, hvað á eftir kemur er okkur kulin gáta. —- 1 lífsins bók — hvernigf Hún komst ekki lengra, faðir hennar kallaði og bað þau koma inn til morgunverðar. Danvelt var þegar sestur að borðinu, hann var nú töluvert hressari og sagðist vera búinn að skrifa föður sínum, en nú væri eftir að vita hvað hann segði. — — Faðir þinn verður áreiðanlega ekkert upp með sjer þegar hann heyrir um hrakfarir þínar, sagði Claessen. — Hann reynir að koma þjer sem fyrst í hjónabandið, ef ske kynni, að konan þín gæti varið þig af slíkum ferðalögum. Danvelt hló. — Það væri ekki lakara, jeg sje ekki eftir þessum skildingum, ef það yrði til þess að flýta fyrir giftingu minni. Antonius tók eftir að Danvelt K. K. rekið úr íþróttasambandi íslands, en tekið inn aftur þegar í stað. Frumhlaup stjóraar í. S. í. Síðastliðið haust hófust deilur milli stjórnar K. R. og stjórnar í, S. í. út af 2. fl. haustmótinu í knattspyrnu. Stjórn í. S. í. dæmdi af K. R. kappleik og fjelagið í sekt; sem var rangt samkvæmt leikreglum í. S. í. að áliti lögfræð- inga. K. R. hefir því í vetur verið að reyna að fá stjórn í. S. í. til að taka málið fyrir aftur, því stjórn K. R. hefir, sem eðlilegt er, ekki viljað hlýða alröngum dómi, en það hefir ekki fengist, heldur hefir stjóm í. S. í. nú á ný dæmt fjelagið í sekt sem er 50 kr., út af sama málh Stjórn í. S. í. hafði svo ákveðið að sú sekt skyldi greiðast fyrir 1. maí s.l. Stjórn K. R. skrifaði stjóm í. S. í. 30. apríl s.l. og fór fram á að greiðsla sektarinnar biði þar til eftir aðalfund f. S. í. Því brjefi svaraði í. S. 1. samdægurs á þann hátt, að K. R. væri útilokað frá allri þát.ttöku í öllum íþróttum innan í. S. í. þar til sektin væri greidd. Sá þá stjórn K. R. að slík ákvörðun mundi stór skaða alt íþróttalíf í bænum, þar sem K. R. er stærsta og fjölbreyttasta íþrótta fjelag lahdsins, og leggur því venjulega til langflesta þátttak- endur í íþróttamótin. Að morgni þess 1. maí sendi stjórn K. R. því umrædda sekt til gjaldkera knattspyrnuráðsins. Þann 1. maí sendi K. R. þátt- takendur bæði í einmennings- keppni í fimleikum og á drengjaT Maupið. Drengjahlaupið skyldi hafið kl. 1 síðd., og er foriúaður K. R. kom með liðsveit sína til leiks, er þar fj'rir fulltrúi f. S. í. með fundar- gerðarbók sambandsins og tilkynn- ir þar á götunni að K. R. sje rekið úr íþróttasambandi íslands. Sýnir þá formaður K. R. kvittun þá er hann hafði fengið hjá gjald- kera knattspyrnuráðsins, um að sektin sje greidd, og við það sef- aðist fulltrúinn og kvað K. R,- mönnum leyfrlegt að hlaupa. — Hlupu þeir síðan og sigruðu eins og kunnugt er. horfði á Jóhönnu, eins og það væri hún er honuin væri ætluð. — Eyðsluklær og óhófsseggir eiga ekki vel við Jóhönnu, hún verður að kenna þjer sparnað. Danvelt horfði gletnislega á Jó- hönnu og sagði: — Jeg tek með þökkum alt sem hún vill kjnna mjer, og ef hún vill þá er jeg fús til að taka kenslu hennar strax. Jóhanna ansaði honum ekki, hún horfði í gaupnir sjer og var aug- Ijóst, að hún átti í baráttu við sjálfa sig, henni fjell ekki þetta tal, en vildi láta sem ekkert væri. Antonius rauf þögnina og spurði berra Claessen, hvenær hann mundi geta fengið far til Eng lands. 6. kapítuli. Um nónbilið daginn eftir sátu þau öll í skemtiskála Jóhönnu. Það var lítill skáli sem reistur var á hæð í garðinum, þar sást út yfir hafið. Var hvergi eins fagnrt Síðar um daginn fekk stjórn K. K. tvö brjef frá í. S. í. Annað þess efnis að fjelagið væri rekið úr íþróttasambandi Islands uns hin umrædda sekt væri greidd, og hitt að það væri aftur tekið inn í sambandið. Stjórn K. R. kom þessi herferð gegn fjelaginu kynlega fyrir og fór að athuga hvort það væri virkilega samkvæmt lögum íþrótta sambands íslands að stjórn þess gæti rekið fjelög úr sambandinu fyrir ekki meiri ástæður en hjer var um að ræða. Stjórn I. S. f. kveðst reka fje- lagið úr sambandinu samkvæmt 5. grein hegningarbálks f. S. f. sem getur um að ef sektir sjeu ekki greiddar á rjettum tíma þá varði það burtrekstri, uns sekt er greidd eða um hana samið. En nú er það að athuga, að samkvæmt lögum íþróttasambands íslands, þá er það ekki á valdi stjómar að reka sam- bandsf jelag úr sambandinu, því 15. gr. sambandslaganna hljóðar svo: „Lagabreytingar og brottrekstxir fjelaga úr sambandmu mega ekki fram fara nema á aðalfundi og því að eins áð % hlutar atkvæðis- bærra manna þeirra, sem á fundi eru, samþykki' ‘. Sjá því allir að stjórn í. S. í. hefir framið bersýnilegt lagabrot gagnvart K. R. og eðlilegt að K. R. geti ifla sætt sig við slíka með ferð af hálfu æðstu stjómar í- þróttamálanna hjer á landi. Stjórn K. R. tPjóðaratkuceði um bannið. Þrír þingmenn, þeir Bergur Jónsson, Einar Arnórsson og Jón Ólafsson flytja svohljóðandi þings- ályktunartillögu í sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að skora á ráðuneytið að láta fram fara at- kvæðagreiðslu almennra alþingis- kjósenda í sambandi við næstu al- mennar alþingiskosningar, og þó eigi síðar en 15. okt. 1932, um það: 1. hvort, kjósandi telji rjett að nema úr lögum bann það, er nú gildir, um innflutning áfengra drykkja, og útsýni og þaðan. Skálinn var mjög vistlegur, á veggjunum hengu skínandi fögur veggtjöld, með myndum úr biblíunni. Gígja hjekk þar einnig í einu horninu, Antoní- us greip gígjima og fór að leika, á liana. Claessen mátti ekki vera að hlýða á sönginn, störfin biðu hans, svo hann kvaddi fólkið. A Danvelt hafði söngurinn þau áhrif, að hann sofnaði á legubekknum og hraut hátt. Jóhanna hlustaði hugfangin á leik Antoniusar, hún kunni að eina lítið að leika á gíg.ju, svona vel hafði enginn leikið á gígjuna hennar og rödd hans var yndislega þýð og látlaus. Friður hvíldi yfir náttúrunni og öllu í kringum þau, Antoníus hætti að spila, alt var kyrt. Jóhanna gat ekki að því gert, lienni fanst þessi ókunni maður alt öðru vísi en allir aðrir •r hún hafði kynst, enginn hafði talað við hana eins og hann. Hún leit alt öðrum augum á tilveruna nú en áður. — Hvað ætlið þjer að gera til 2. Hvort kjósandi telji þá eigi rjett að setja reglur um meðferð áfengis, innflutning, sölu og veit- ingar o. fl„ til tryggingar gegn misbrúkun áfengis.“ í grg. segir svo: „Allsherjarnefnd Nd. hefir feng- ið til meðferðar frumvarp, þar sem ætlast. er til þess, að flytja megi hvers konar áfengi og að ríkið hafi eitt á hendi innflutning þess og heildsölu, en sala alment og veit- ingar verði ýmsum takmörkunum háðar. Eins og kunnugt er, var leitað atkvæða alþingiskjósenda 1908, áður en bannlögin voru sett í öndverðu. Því þykir flutningsmönn um þessarar tillögu ófallið að af- nema, án þess að sama meðferð sje á málinu höfð, bann það, er enn gildir um innflutning nokk- urra áfengistegunda. Þess vegna þykir rjett að skora nú á ráðu- neytið að spyrja alþingiskjósend- ur landsins um vilja þeirra í þessu efni, líkt og gert var 1908. Einn flutningsmanna (B. J.) telur þó, að mátt, hefði gera þær beryting- ar, sem hjer greinir, án þess að leita atkvæða kjósenda, en með því að ekki er þess að vænta., að frumvarp það, er hann hefir borið fram á þessu þingi ásamt fleiri þingmönnum, geti fengið af- greiðslu nú, getur hann fallist á að fara þá leið, sem í tillögunni segir' ‘. Útför Doumers. París, 12. maí. United Press. FB. TJtför Doumer’s forseta Frakk- lap)ds fór fram í dag. Fólk hafði safnast saman svo mörgum þús- undum skifti á leið þeirri, sem líkfylgdin fór, en það voru tvær mílur vegar. Fulltrúar fjörutíu þjóða voru við.staddir útförina. M. a. voru þar prinsinn af Wales og Albert, konungur Belgíumanna. Líkið var borið úr Elysée-höllinni og flutt. til Notre Dame kirkjunn- ar. — Líkið var jarðsett síðari hluta dags í ættargrafreitnum í Vaugirardkirkjugarði. Var þar að eins ekkja hans viðstödd, nánustu ættingjar og Lebrun, Tardieu og Laval. Lnglands? spurði hún alt í einu. Antoníus horfði út um glugg- ann, veðrið var þungbúið, þoka og salla rigning: — Ef veðrinu Ijettir ekki innan skamms þá verð jeg ykkur tli óþæginda, í þessu veðri þýðir ekkert að leggja af stað í sjóferð. — Því faidð þjer til Englands? spurði hún aftur enn ákafar. — Jeg fer að dæmi Lalaings. — Lalaings — hver er það? — Hafið þjer aldrei heyrt hans getið? Jacgues de Lalaing var einstakur í sinni röð, hann var "íddari við hirð Philips hertoga, síðan jeg var barn hefi jeg einskis óskað fremur en líkjast honum, hann er mín fyrirmynd. Antoníus sagði Jóhönnu frá Lalaing, talaði um ipannkosti hans, hreysti og göfuglyndi. Hann sagði henni frá mörgu er hún hafði aldrei heyrt fyr, hvérnig Iffið væri hjá hirðinni o. m. fl. Henni fanst þetta alt líkara æfintýri en veru- leika, fólkið sem hann lýsti var okki líkt henni, eða þeim er hún Fiskábreiður íbornar, fyrirliggjeuidL Hsgeir úlafsson, Bankastræti 7, sími 894 Amatðrdeild Lofts í Nýja Bíó. Framköllun og kopíering' fljótt og vel af hendi leyst, I GsrdlnusleflEir. „Kirsch’ ‘ atengur, gem m& lengja og stytta. Patentstengur með rúllum. Látúnsrör o. £L fyrirliggjandi. Lndvig Storr Langaveg 15. Barnirúm, vöggnr, barnastólar, brúflnvsguar. Húsgagnaversl. Reykjavíkur. Vatnsstíg S. Sími 1940. Jarðvegnr til uppfyllingar, fæst í nokkra daga, ekið hvert sem er, gegm sanngjörnu gjaldi í Helldverslim Uarðars Gíslasonar. •fc Aiit með islenskum Skipum! •Júj * » hafði þekt um æfina. — Eruð þjer þá riddari? — Jeg þrái að vera riddari f orðsins fylstu merkingu, en er bara óbrotinn ferðamaður sem leita. gæfúnnar. — Búist þjer við að hreppa. hana í Englandi? — Nei, ekki á. jeg von á því, sagði Antoníus og brosti. — Hvers vegna farið þjer þá þangað ? — Jeg leita veruleikans, jeg vií komast í burtu frá hjegómanum og hræsninni sem alt af hafa ógn- að rajer og eyðilagt líf mitt. — Hvað er veruleiki? — Ávöxtur á trje sannileikans.. — Er svo erfitt að finna það trjef Antöníus starði undrandi á bana: — Þjer talið eins og þjer þekkið lieimkynni þess? -— Já. það geri jeg. Jeg er alin upp í skugga þess og greinar þess; hafa skýlt mjer fýrir næðingum- um, Guði sjé lof.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.