Morgunblaðið - 04.09.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID
s
ŒEi
mmmmmmmm
-m
<«
JpftorgmtMafttft
E.f. Arrakur, ItrUaTlk,
Sltatjör&r: Jön KJart&naaon.
Valtýr Bt*fAnuom.
Kltatjörn og afcralSala:
Austuratrntl t. — Blaal
AuKlýalnKaatjörl: H. Hafbarar.
Aualýalngraakrifatofa:
Auaturatraetl 17. •—< llal III.
■alaaaalmar:
Jön Kjartansaon nr. 741.
ValtjT Stef&naaon nr. 1II0.
B. Hafberc nr. 770,
Áakrlftacjald:
Innanlanda kr. 1.00 & aa&aaSl.
Utanlanda kr. 1.10 & aa&amBl.
f laaaaaðlu 10 aura eintakiV.
10 aura aaaB Iieabök.
Suíþjóðarfarar
Armanns
ætla aS sýna í dag á
Austurvelli.
Með næstu ferð Gullfoss til
útlanda, 7. þ. mán. fer glímu-
og leikfimisflokkur Ármanns á-
leiðis til Svíþjóðar. f flokkn-
«m eru þessir 14 menn: Ágúst
Kristjánss., Dagbjartur Bjarna-
son, Geir Ólafsson, Georg Þor-
Steinsson, Gísli Sigurðbson,
Höskuldur Steinsson, Jóhannes
Eiðsson, Jörgen Þorbergsson,
Karl Gíslason, Páll Hallgríms-
.son, Ragnar Kristinsson, Sig-
iurður Nordal, Þórir Björnsson
og Þorsteinn Einarsson. Farar-
stjóri og sýningastjóri verður
Jón Þorsteinsson íþróttakenn-
ari, og í förinni verður einnig
Jens Guðbjörnsson, formaður
Ármanns.
Flokkurinn sýnir fyrst í
Stokkhólmi á íslensku vikunni,
<en síðan verður ferðast milli
borga og sýningar haldnar. Er
þegar ákveðið að sýna í þessum
sænsku borgum: Gávle, Öre-
bro, Karlskrona, Malmö, Lund,
Helsingborg og Göteborg. Á
heimleiðinni verður farið um
Noreg og sýningar hafðar í
Oslo og Bergen.
f dag ætlar flokkurinn að
hafa sýningu fyrir almenning
‘á Austurvelli, éf veður leyfiy.
'Gefst öllum bæjarbúum kostur
að horfa þar á, án þess að
^reiða þar neitt aðgöngugjald.
Eri f jelagið Ármann hefir ferig-
ið leyfi til þess að selja merki
■ á götunum og vinna að því sjálf
boðaliðar — stúlkur úr fjelag-
íinu. Er þess vænst, að fólkið
íþakki sýningarflokknum skemt-
mnina með því að kaupa merki
þess, því að allur ágóði af söl-
unni gengur upp í kostnað við
utanförina, sem áreiðanlega
vverður landi og þjóð til sóma.
í gær hafði flokkurinn sýn-
'ingu fyrir blaðamenn og nokkra
:gesti í fimleikahúsi Austurbæj-
arskólans. Fyrst var sýnd leik-
fimi (staðæfingar og stökk yf-
ir hest og á dýnu). Og síðan
var glímusýning. Þótti mönn-
um mikið til koma og hefir
flokknum farið mikið fram síð-
•an hann sýndi fyrst á Álafossi,
enda hafa íþróttamennirnir æft
sig af kappi að undanfömu.
Sýningin á Austurvelli á að
hyrja kl. 2 í dag.
Dönsku skipin. Dronning
Alexandrine fór frá Kaup-
mannahöfn kl. 10 í gærmorgun,
og Botnía kl. 3 frá Leith. Island
fór í gærkvöldi til útlanda.
Ffamhaldsrannsðkn
i BBlgaummðlínu.
Frá yfirheyrslu í gær, um fals-
anir í Ieiðarbók Ægis.
í framhaldi af yfirheyrslu
þeirri í Belgaumsmálinu, sem
haldin var 29. júlí, og getið var
um hjer í blaðinu, þar sem þeir
Eiríkur Kristófersson skiphérra
á Þór og Þórður Þorsteinsson 1.
stýrimaður á Ægi kváðust álíta,
að þeir Einar M. Einarsson
skipherra og Guðjón Guðbjörns
son hefðu breytt tölum í leiðar-
bók Ægis, var í gær haldið
Ujettarhald í þessu máli.
1 gær voru leiddir sem vitni,
Eiríkur Kristófersson, Þórður
Þorsteinsson og Guðjón Guð-
björnsson.
Þeir Eiríkur Kristófersson og
Þórður Þorsteinsson staðfestu
fyrri framburð sinn í öllum
greinum.
Guðjón Guðbjörnsson hafði í
hinu fyrra rjettarhaldi munað
mjög lítið um það, sem hann
var spurður að.
1 gær gaf hann þær upplýs-
ingar, að Þórður Þorsteins-
son 1. stýrimaður á Ægi hefði
komið til sín um borð í Súðina
nokkrum dögum eftir að Súðin
kom hingað í fyrsta sinn. Hefði
Þórður komið til sín að fyrir-
lagi Einars M. Einarssonar skip-
herra á Ægi, með leiðarbók
Ægis, og þá beiðni frá skipherr-
anum, að Guðjón bætti því í
leiðarbókina, þar sem skýrt var
frá sigling varðskipsins, er
Belgaum var tekinn, að Ægir
hefði lagt af stað kl. 11,59. Átti
þessi viðbót að ritast í athuga-
semdadálk leiðarbókarinnar.
Kvaðst Guðjón hafa orðið við
þessari bón skipherrans.
Einnig bar Guðjón, að Þórð-
ur hafi komið með þau skilaboð
frá skipherranum, að breyta
þyrfti ákveðinni tölu í leiðar-
bókinni. Taldi Guðjón það víst,
að þessi tala, sem skipherrann
hefði viljað láta breyta, hefði
verið talan 11.40, en þá var
sagt áð Ægir hefði hitt fiski-
bát þann, er sagði frá togurun-
um vestan við Öndverðarnes.
Þessari tölu hafi skipherrann'
viljað láta breyta í 11.48.
Guðjón kvaðst hafa neitað
því algerlega, að breyta töl-
unni, og hefði hann beðið Þórð
að skila því til Einars skip-
herra, að þá breytingu gæti
skipherrann sjálfur gert á eig-
in ábyrgð.
Þórður Þorsteinsson sagði
það rjett vera, að hann hefði
farið um borð í Súðina að fyr-
irlagi Einars skipherra, með
leiðarbókina til að biðja Guð-
jón að bæta þessari tímaákvörð-
un inn í athugasemdadálk bók-
arinnar, 11.59. En hinsvegar
mundi hann ekki, að hann
hefði beðið Guðjón að breyta
tölunni 11.40 í 11.48.
Við samprófun Þórðar og
Guðjóns staðhæfði Guðjón að
hann myndi þetta rétt.
Einar M. Einarsson skipherra
hélt við fyrri framburð sinn, að
hann myndi ekkert þessu við-
víkjandi, ekki að hann hefði
sent Þórð í Súðina, eða eftir
skilaboðunum til Guðjóns eða
að hann ætti nokkum þátt í
breytingum, sem gerðar hafa
verið í leiðarbók Ægis.
Rannsóknin heldur áfram.
Sundmdt (Heflavík.
Stærsta sundmót landsins var
haldið í Keflavík, sunnudaginn
8. ágúst. Tóku þátt í því 98
keppendur. Sundkennarinn Jak
ob Sigurðsson ljet mótið hefj-
ast með því að fara með alla
keppendur í kirkju og hlýða
guðsþjónustu. Presturinn lagði
út af orðum Páls postula, þar
sem hann, talar um íþróttir og
gildi þeirra. Er það í fyrsta
sinn í sögu landsins, að íþrótta-
mót hefst með guðsþjónustu,
og að úr prjedikunarstóli heyr-
ist hvatning til æskulýðsins um
að stunda íþróttir.
Að guðsþjónustu lokinni
hófst svo sundið og sýndu fyrst
byrjendur sund, 18 stúlkur og
24 drengir.
Næst fór fram 50 metra
stúlkusund, keppendur voru 10;
fyrst að marki var Hallveig
Þorsteinsdóttir á 1 mín. 15,1
sek., næst Sólborg Sveinsdóttir
Vogum á 1 mín. 15,7 sek.
Þá fór fram 50 m. drengja-
sund, keppendur 9; fyrstur að
marki var Alexander Helgason
á 1 mín. 12,9 sek., annar Bjarni
Albertsson á 1 mín. 13,1 sek.
Næst fór fram 100 metra
drengjasund, keppendur 6;
fyrstur var Sveinn Guðjónsson
á 2 mín. 13,9 sek., annar Björn
Ársælsson á 2 mín. 18,7 sek.
Þá fór fram 100 metra stúlku
sund, keppendur 6; fyrst var
Margrjet Arinbjarnardóttir á
2 mín. 4,6 sek., önnur Hanna
Bergmann á 2 mín. 14,1 sek.
Næst fór fram 20 metra
drengja- og stúlkusund frá aldr
inum 7—9 ára. Vakti þetta
sund sjerstaka athygli, þar sem
þarna voru minstu og yngstu
keppendurnir og minsta stúlk-
an í hópnum bar sigur úr být-
um á 29,8 sek. Keppendur í
þessu sundi alls 28.
Síðast fór fram 200 metra
kappsund (Kept um bikar sem
Ól. Thors hefir gefið og tvo
verðlaunapeninga). Keppendur
11. — Fyrstur var Ingi Þór
Jóhannsson á 3 mín. 52,2 sek.
(á bringusundi), annar Lúðvík
Jónsson.
Eins og á þessu má sjá, er
ágætur árangur í 200 m. bringu
sundi hjá Inga Þór Jóhannssyni
og 100 m. bringusundi hjá
Margrjeti Arinbjarnardóttur.
Hann er 16 ára og hún 15 ára.
Fór mót þetta vel fram og
var öllum til sóma.
Jakob Sigurðsson hefir nú
verið sundkennari í 15 ár, og
á þeim tíma hefir hann kent
485 karlmönnum og 269 kven-
mönnum sund frá byrjun og
þar að auki framhaldssund 392
karlmönnum og 160 kvenmönn-
um. Fyrsta árið voru nemend-
ur hans 38 alls, en seinasta ár-
ið 498 alls.
Morgunblaðið er 8 síður í
dag og Lesbók. — Auglýsingar
kvikmyndahúsanna eru á 5.
síðu.
Frá Siglnlirðl.
Siglufirði, FB. 3. sept.
Síldveiðin hjer þangað til í
gærkveldi: 84.250 tn. saltsíld,
24.176 krydd og sykursaltað,
36.994 verkað fyrir Þýskalands-
markaðinn, 7.332 önnur sjer-
verkun og 700 tn. millisíld.
Bræðslusíld: Hjaltalín 34.760
mál, Ríkisbræðslan 128.000
mál. Vikusöltun 10.950 tn.
Stórsjór úti fyrir í gær og
aag, en hægur hjer inni. Fjöldi
skipa liggur hjer inni. Norsk
skip eru mörg farin heim eða
að fara.
Hjer snjóaði niður undir bygð
í nótt.
Fisktökuskip kom hingað í
jnótt, en hleður ekki í dag sök-
um brims.
Útgerð Norðmanna og salt-
fiskverslun.
Oslo, 2. sept. NRP. — FB.
Saltfisksráðið kom saman til
fundar í verslunarráðuneytinu í
gær. Sigurd Bergland, Bodö, var
kjörinn formaður ráðsins, en vara-
formaður Erik Rolfsen, Kristian-
sund. Samþykt var einróma, að
núverandi tilhögun á útflutningi
á saltfiski og verslunarfyrirkomu-
lagi, væri með öllu óviðunandi.
Ennfremur, að hið allra fyrsta
verði komið skipulagi á útflutning
og sölufyrirkomulag.
Dagbók.
□ Edda 59329611/2 (Þriðju
dag) jarðarför frá Dómkirkj-
unni.
Veðrið (laugardag kl. 5):
Norðanáttin er nú að fjara út
vestan lands en norðaustan
lands er ennþá allhvast á N. og
kalsaveður með nokkurri úr-
komu. Lægðin er nú komin aust
ur um Noreg en háþrýstisvæði
er yfir Grænlandshafi. Ný lægð
virðist vera suður af Græn-
landi og er líklegt að hún valdi
SA-átt og rigningu hjer suðvest
an lands á mánudag.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg
viðri. Ljettskýjað. Þykknar
sennilega upp með SA-átt und-
ir nóttina.
Hjálpræðisherinn. Samkom'-
ur í dag: Helgunarsamkoma kl.
11 árd., sunnudagaskóli kl. 2
síðd. Lúðrasveitin spilar á
Landspítalanum kl. 4 ef veður
leyfir, annars er Hallelújasam-
koma 'í salnum. Hjálpræðissam-
koma kl. 8%. Majór Hal. Bec-
kett talar yfir efnið „Óttaðist
lækningu“. Lúðrafl. og strengja
sveitin spila.
Tsl Strandarkirkju frá E. 3
kr., N. N. 2 kr., ónefndum 10
kr., ónefndum 2 kr., Á. Á. 10
kr., A. H. 10 kr., ónefndum
manni á Vestfjörðum (gamalt
áheit) 100 kr.
Dansleik heldur Glímufjel.
Ármann í K. R. húsinu í kvöld
kl. 10. Þar verða afhent verð-
launin frá Kappróðrarmótun-
um í sumar. Hljómsveit Hótel
Islands og önnur ágæt hljóm-
sveit spila á dansleiknum. —
Vafalaust verður fjölment
þarna, því að þetta verður bæði
s
COLGATES
TALCUM PÚÐUR
fyrir karlmemi.
Er mjög gott
eftir rakstur. —
Heildsölubirgðir
H. Ólatsson & Bernhðft.
_____________ ______________1
Húsaleigu-
samningar
Húsaleigusamningar þeir, sen
við höfum, hafa líkað afbragðe-
vel. — Höfum einnig
Húsaleigu-
kvittanir
í blokkum. Nauðsynlegt fyrir
alla, sem hafa leigjendur.
ídkMúiót*
Lækjargötu 2.
fjörugur og ódýr dansleikur.
Sjá nánar í augl. Iþ.
Kappróðrarmót íslands fer
fram í kvöld kl. 6 úti við Örf-
irisey. — Kepni mikil mun;
verða í róðrinum nú, þar sem
hin gömlu og góðkunnu íþrótta
fjelög Ármann og K. R. taka
bæði þátt í honum. Undanfar-
in 3 ár hefir Ármann unnið
Kappróðrarhorn íslands og þar
með titilinn besta róðrarfélag
Islands. En hver vinnur nú í
ár? Það sjá menn úti í Örfiris-
ey í dag. Keppendur og starfs-
menn mæti við Bátaskýli Ár-
manns kl. 5.
Skipafrjettir. Gullfoss fór.frá
Akureyri í gærmorgun. — Goða
foss kom til Vestmannaeyja í
gærkvöldi. — Brúarfoss kom til
Kaupmannahafnar í fyrra-
kvöld. — Lagarfoss og Detti-
foss eru á útleið. — Selfoss er
á heimleið.
María Markan söngkona
syngur í Iðnó í kvöld kl. 9
(ekki kl. 4) er það seinasta
söngskemtun hennar að þessu
sinni. Hún fer utan með Gull-
fossi og á að syngja á íslensku
vikunni í Stokkhólmi, sem stend
ur yfir dagana 14.—20. þ. m.
— Er ekki að efa að fjölment
verður á þessari seinustu söng-
skemtun hennar, einkanlega
þar sem alveg er óvíst hvenær
hún kemur hingað heim aftur.
Snæfellsjökulsstöðin. I gær'
var búist við því að takast
mætti að undirbúa undirstöðu
skýlísins á Þríhvmingum. Síð-
an verður skýlið reist. Og að
því búnu fluttur farangurinn af
Jökulhálsi upp að skýlinu.