Morgunblaðið - 04.09.1932, Blaðsíða 4
4
M O R G rr N B L A Ð I Ð
í'
Hugltilngadagbðk
TrjesmiSur óskar eftir vinnu-
«tQfu. Tilboð sendist A. S. í.
merkt „Trjesmiður“.
Kenni að tala og skrifa ensku
og dönsku, einnig verslunar-
brjefaskriftir á þessum málum.
2 kr. klukkustund. Ódýrara ef
fleiri eru saman. Sími 166.
Vil kaupa traustan og lipr-
an kvenhest, ekki lægri en 54
þml. Jón Þorláksson.
Notið
innlendan
iægilðg, og
mnnifl afl þafi á afl vera
HREINS-FÆGILÖGDR.
FÍÓra, Vesturgötu 17. Sími 2039.
Úrval af allskonar grænmeti, lif-
andi blómum og krönsum.
Fæði, 60 krónur um mánuðinn.
Einstakar máltíðir með kaffi. 1
króna. Fjallkonan, Mjóstræti 6.
Café Höfn selur meiri mat, 6-
dýrari, betri, fjölbreyttari og
fljótar afgreiddan en axmars staS-
*r.
Fiskfars, heimatilbúið, 60 aura
Y£ kg., fæst daglega á Fríkirkju-
vqg 3. Sími 227. Kristín Thorodd-
seo. —
BOúsmæður! Sökum vöntunar &
sírhnm verður nú og framvegis
tefeið á móti pöntunum á nýjum
fiáki, til kl. 9 síðd. í síma 1456,
dagiega._______________________
Þýskukensla. 1 vetur mun
þýSkur stúdent kenna þýsku. —-
Nánari upplýsingar í Grarðastræti
9, frá kl. 3—4 og 7-8.
Hiðursuðuglös,
4 stærðir.
Besta tegung frá 1.20—1.80.
HÍtaflöskur ágætar 1.35. —
Luxpakkar, stórir 1 kr. —
H^ndsápa 25 og 35 aura. —
Ávaxtasett 6 manna 6.50.
Kaffikönnur emaill. 3 kr. —
Pottar með loki alum. frá
1.45. — Búsáhöld — Borðbún-
«ður — Postulín Og glervörur.
Afar mikið úrval — ávalt
læ£sta verð.
iifur. hjörtu og svið
Klain,
Baldursgötu 14. Simi 73.
Dilkaslálnr
fæst nú flesta
virka daga.
Siáturfjelagið.
Borgarfiörður,
Borgarnes.
fastar ferflir hvera
mánnáag og fimtnd.
bá
Bifrelðastöð Hrístins.
Slmar S47 •( 1214
K.
Bláber,
Kirsnber,
þnrknð, nýkomin.
Halldúr R. Gunnarsson.
Aðalstræti 6. Sími 1318.
Bankastræti 11.
Stfir sOlobói
** II '• iirTn~THHI<riM' TiíI I I —
til leign neðsl við
Langaveginn.
Tilbofl merkt: Langavegnr
sesdist A. S. I.
Jón Norland
laknir.
Lækningastofa í Austurstræti 16]
(Reykjavíkur Apótek) þriðju hæð.
Almennir sjúkdómar. Viðtals-
tími kl. 10—11 f. hád. og kl.
kl. 5—6 síðdegis.
Islensk
■m
kaupi jeg
ávalt
hæsta
verði.
, Gísli Sigurbjörnsson.
Lækjargötu 2. Sími: 1292.
SÍl¥0-
sHforfaegi-
lögnr er 6-
viðjafuan-
legur á silf-
ur plett og
aluminium.
Gefur fagr-
an varan-
legan gljáa.
EGGERT CLAESSEN
hæstarjett&rmálaflutiiingsmaSnr
Skrifstofa: Hafnarstnee I.
Sími 871. Viðtalstímí 10—11 f. S
Pjetur Sigurðsson flytur er-
indi í Varðarhúsinu í kvöld kl.
81/21 um lífsgleði. Segir einnig
frá síðustu ferð sinni. Allir vel
komnir.
Saltfiskbúðin á Hverfisgötu
62 hefir nýlega verið stækk-
uð og innrjettuð eftir nýjustu
kröfum.
Kveldúlfstogaramir lágu inni
á Siglufirði í gær vegna veðurs.
Þeir hafa allir talsverða síld.
En á land hafa þeir lagt sem
hjer segir: Þórólfur 15258 mál,
Skallagrímur 14409 mál, Snorri
goöi 13246 og Egill Skallagríms
son 12101 mál. Þessir hafa lagt
upp á Hesteyri. En á Sólbakka
hafa þessir lagt upp: Gulltopp-
ur 17557 mál, Arinbjöm hersir
13912 og Gyllir 13448 mál.
Ný loftskeytastöð hefir verið
sett á stofn af Norðmönnum í
Petersbukta í Grænlandi. Verða
send þaðan veðurskeyti m. a.
til veðurstofunnar í Ósló.
Greta Bjömsson hefir opnað
sýningu á myndum sínum í
Reykjavíkur Apóteki, þar sem
áður var Hressingarskálinn. —
Flestar eru myndirnar frá Þing
völlum, nokkrar frá Snæfells-
nesi og víðar að. Bæjarbúar
ættu að skoða þessa fyrstu
myndasýningu haustsins, núna
um helgina.
Súðin fór í hringferð í gær-
kvöldi vestur og norður um
land.
Ólafur Bjamason línuveið-
ari kom til Akraness í gær af
síldveiðum. Hafði aflað um 3
þúsund tunnur í salt og um
8 þús. mál í bræðslu.
Engin síld hefir veiðst fyrir
Austurlandi að undanförnu
enda þótt piargir bátar hafi
reynt að leita að henni.
Þjóðverjamir þrír, sem sagt
var frá í blaðinu um daginn
að komið hefði gangandi norð-
an yfir Sprengisand, fóru utan
með Islandi í gærkvöldi. Þeir
ljetu vel yfir ferðalaginu, þrátt
fyrir það að þeir lentu í tals-
verðum hrakningum og fengu
illviðri og kulda á leiðinni.
Dásama þeir mjög útsýnið sem
þeir fengu hjá Trölladyngju um
morgun. Haiði þá verið mikill
kuldi og hríð um nóttina, en
birti með morgninum. 1 öskju
fengu þeir gott veður og tóku
þar góðar kvikmyndir af lands
laginu. Þeir segja að Kistufell
sje vestar þeldur en sýnt er
á landabrjefi Þorvaldar Thor-
oddsens, en sje rjettar sett
landabrjef Daniels Bruun.
Herriot, t forsætisráðherra
Frakka hefir ákveðið að bera
kröfur Þjóðverja um að mega
hafa hlutfallslega jafn mikinn
her og aðrar þjóðir, undir
stjórnin þeirra þjóða, sem sátu
fundinn í Lausanne, þar sem
ákvarðanir voru teknar um
hernaðarskaðabæturnar.
Mansjúría. Nefndin, sem
Þjóðabandalagið skipaði til
þess að athuga deilu Japana og
Kínverja út af Mansjúríu, hefir
nú lokið störfum sínum 0g sent
álit til stjómanna í Japan og
Kína og eins til Þjóðabanda-
lagsins. Varinefndin öll sam-
mála.
Um Grænland flutti dr. Lauge
Koch mjög fróðlegt og merki-
legt erindi í fyrra kvöld í fje-
lagi Dana hjer í bænum.
Rakti hann vísindastarfsemi
Dana í Grænlandi, og skýrði
frá rannsóknum sínum í Aust-
ur-Grænlandi hin síðustu ár,
landkostum þar og veiðiskap
Norðmanna. Vakti erindi hans
einhuga eftirtekt áheyrenda,
enda er maðurinn prýðisvel
máli farinn.
Brúðkaupsklukkur heitir
bráðskemtileg mynd sem Nýja
Bíó sýnir þessi kvöld ,og fjall-
ar um ástasögu Jóseps keisara
og Christl skógarvarðardóttur,
með Mozarts músík, og aðlað-
andi söng og leik Irene Eising-
er,Oscar Karlweiss leikur Moz-
art. Áhorfendur eru hrifnir.
Betanía. Samkoma í kvöld
kl. 8y2- Kristín Sæmunds tal-
ar. Allir velkomnir.
Malarrifsviti. — Á honum
slokknaði í fyrrakvöld og var
kent um gasleysi. Hafnarbát-
urinn ,,Magni“ var sendur þeg-
ar í gærmorgun vestur þangað
með tvö gashylki.
Knattspyman. í dag kl. 4
keppa K. R. og Valur til úr-
slita í öðrum flokki. — Haust-
mót 3. flokks hefst kl. 10 árd.
í dag og keppa þá K. R. og Val-
ur, en kl. 11 keppa Fram og
Víkingur.
JarSarför H. S. Hanson kaup-
manns fer fram á þriðjudaginn
kemur.
Heitt og Kalt. Atliygli skal vak-
in á auglýsingu þess í blaðinu í
dag, um ódýrt fæði fyrir heimili
og einhleypa.
Otvarpið í dag: 10.40 Veð-
urfregnir. 11.00 Messa í Dóm-
kirkjunni (sr. Fr. Hallgríms-
son). 19.30 Veðurfregnir. 19.40
Barnatími (Þuríður Sigurðar-
dðttir). 20.00 Klukkusláttur. —
Erindi: Um barnavernd, I. (S.
Á. Gíslason) 20.30 Frjettir.
21.00 Grammófóntónleikar: —
Symphonia nr. 3, eftir Brahms.
Danslög til kl. 24.
Á morgun: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veð-
urfregnir. 19.40 Tónleikar: Al-
þýðulög (Útvarpskvartettinn).
20.00 Klukkusláttur. Söngur. —•
Piano-sóló. 20.30 Frjettir. —
Músík.
Dansleik
heldur Glímufjelagið Ár-
mann í K. R. húsinu sunnu-
daginn 4. sept. kl. 10 síðd.
Hljómsveit Hótel íslands
og önnur ágæt hljómsveit.
spila. Aðgöngfumiðar fást f
K. R. húsinu eftir kl. 8 í dag-
og kosta 2 kr.
Stjórn Ármanns.
Ódýr
bdsíhöld:
Email fötur hv. 2.75
Þvottabretti gler 2.50
Alpakka matskeiðar 0.80..
— gafflar 0.80.
Hitabrúsar 1.50
Herðatrje einf. 15 au.
— með slá 20 au.
Hnífakassar 1 kr.
Gaskveikjarar 1 kr.
Olíuvjelakveikir 50 au.
Alum. pottar frá 2.75
Email. pottar frá 2.35
Stálpönnur frá 1.50
Þvottaklemmur 2 aur.
Gólfklútar 45 o. fl.
Alt vandaðar vörur.
Verslið þar sem ódýrast eir
r
1
JÁRNVÖRUDEILD
JEZ ZIM8ENL
Sfilrfk ibfifi.
5—7 herbergi á besta
í bænum til leigu fyrir eina
eða tvær fjölskyldur.
Tilboð merkt 5—7, sendisfc
A. S. í. strax.
Leopold og Ástríðnr,
tilvonandi konungshjón í Belgíu,
fóru nýlega í skemtiför til Aust-
urlanda. Mynd þessi er tekin af
þpim í Manila á Filippseyjum.
Gleymið ekki að vátryggja
Vátryggingarfj elagið
NORGE h. f.
Stofnað í Drammen: 1857.
Bnmatrygging.
Aðalumboð á fslandi:
Jón Ólafsson, málaflm.
Lækjartorgi 1, Reykjavík.
Sími 1250.
Duglegir nmboðsmenn ge£i
sig fram, þar sem umboðs-
menn ekki eru fyrir.