Morgunblaðið - 04.09.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1932, Blaðsíða 6
6 * O R aiTNBLARTR Reykjavikurörjef. 3. september. Veðráttan. Fraraan af vikunni var ein- dregin sunnanátt með úrkomu á Suður- og Vesturlandi. Helst svo til föstudags, þá snerist í norðr- ið, með hvassviðri á Norður- landi, einkum vestantil, og snjó- aði í fjöll, en hitastig í sveitum varð 2—3°. Fyrrihluta vikunn- ar var gott veður norðan og austanlands. Síldin. Síldarmarkaður er daufur sem stendur. Er mælt að Svíar fari sjer hægt með kaup, uns Norð- menn þeir, sem veitt hafa hjer við land eru komnir með afla sinn út. — Og sala síldar til Þýskalands er hætt í þetta sinn. Talið er, að tiltölulega mikið af síld þeirri sem íslenskir út- gerðarmenn hafa veitt í sumar, sje nú seld. Hafa sumir selt all- an afla sinn. Og verð hefir fram til þessa verið það sæmilegt, að útgerð er sögð að hafa borið sig. Hlutur sjómanna stórum betri, en meðan einkasöluhörm- ungin stóð. Þegar litið er yfir síldarver- tíðina alla, má heita að síldar- afli hafi verið góður í ár. Og í gær kom skip inn til Siglu- fjarðar með all-mikla síld, enda þótt veður væri óhagstætt, norð anátt með haustsjó. Síldarfarmur fer frá Siglu- firði þessa daga til Danzig. Atviimuleysið. Atvinnubótanefnd bæjarstjómar telur að um 1200 karlmenn sjeu nú atvinnulausir hjer í bænum. Hefir bærinn 200 manns í vinnu, 6 klst. á dag fyrir kr. 1.36 um txmann, við vegalagning, gatna- gerð og ýmislegt þess háttar. Til þess að geta haldið þessari vinnu áfram, hefir ríkisstjórnin heitið liðsinni sínu við útvegun lánsfjár fyrir bæinn. Sósíalistabroddar bæjarins hafa bent á eitt ráð til að bæta úr at- vinnuleysisvandræðunum: — Að fjölga mönnum í bæjarvinnunni upp í 350. Hafa þeir lagt til, að þessi viðbót yrði gerð, án þess að sjeð væri fyrir því, að bæjarsjóður hefði íxokkurt fje til að greiða þessum atvinnulausu mönnum kaup. En þegar fásinna sósíalista- broddanna í bæjarstjórninni hafði náð þessu hámarki, þá reis upp einn úr þeirra hóp, Ágúst Jósefs- son og tók undir það, sem margoft hefir verið bent á hjer í blaðinu, að mest, best og varanlegust at- vinnubót væri það, að koma því til leiðar, að framleiðslufyrirtæki landsmanna gætu starfað. Ágúst vill, að bæjarstjórnin leitist við að koma fiskiflota bæjarmanna á veiðar. Verðlag og kaupgjald. Þegar athuguð er framtíð ís- lenskrar framleiðslu, rekamenn sig á hið mikla ósamræmi, miHi kaupgjalds og verðlags fram- leiðsluvaranna. Það er augljós- ara en svo, að f jölyrða þurfi um að eftir því sem atvinnuvegir landsmanna geta borið hæira kaup, eftir því vegnar þjóðinni yfirleitt betur. En jafnvíst er það, að ef framleiðslufyrirtæk- ín verða máttvana, sakir þungr- ar kaupgjaldsbyrði, þá kemur slikt ólag mest og verst niður á því fólki, sem hefir fengið lífs- framfæri sitt við rekstur hinna lömuðu og kollvörpuðu fyrir- tækja. Manni er t. d. spurn. Hvaða framleiðslufyrirtæki eru það hjerlend, sem geta nú, með því afurðaverði sem fáanlegt er, greitt verkafólki sínu það kaup, sem verkamannafjelagið Dags- brún heimtar, kr. 13.60 á dag? Og hvaða vit er í því, að skattleggja Reykvíkinga, ríka og fátæka, til þess að halda uppi því kaupi, sem í raun og veru á sjer eigi stað í veruleik- anum? En það er gert með þess ari ,,atvinnubótavinnu“ sem hjer er rekin. Það er ekkert að- alatriði fyrir þá menn, sem fá hlaupavim.u hjá bænum, hvort þeir vinna klukkustund- inni lengur eða skemur, fyrir því kaupi sem þeir fá. En með því að miða kaupgjaldið við kr. 1.36 um tímann í þessari vinnu, er blátt áfram verið að telja fólki trú um, að atvinnurekstur landsmanna geti greitt þetta kaup. f Danmörku. Danskir bændur hafa nú um uppskerutímann greitt verka- fólki þetta kr. 1.80—2.00 á dag auk fæðis, og fengið nægan vinnukraft fyrir það verð, hefir maður nýkominn frá Danmörku sagt blaðinu. Það kaup töldu bændurnir í ræktuðum síekrum Danmerkur vera í samræmi við afrakstur búanna. 1 ,,gósen- landinu“ fslandi er sú upphæð greidd fyrir li/2 klst. vinnu við vegagerðir í nágrenni Reykja- víkur. Miljónir bankanna. í einni af ópgreinum sínum um aukna ,,atvinnubótavinnu“ hjer á dögunum, sagði Alþýðu- blaðið, að „fundist“ hefðu milj- ónir af sparifje manna, sem ,,fald&r“ hefði verið í bönkun- um. Þessar ,,sparifjármiljónir“ vildi blaðið nú fá til „atvinnu- bóta“. Menn, sem þannig skrifa eru á sama þroskastigi í fjár- málum, eins og krakkinn, sem fengið hafði 10 króna gullpen- ing, og lagt hann í sparisjóð. Hann kom eftir mánuð og vildi fá að sjá „gullpeninginn sinn“(!) Alþýðublaðsritarar virðast á- líta, að sparifjár miljónimar, hvort sem þær eru „faldar“ eða ekki, liggi kyrfilega ó- snertar í fjárhirslum bankanna, og megi ganga að þeim þar, eins og tíukróna gullpeningn- um, sem átti að vera í spari- sjóðnum á sínum stað. Þessir óvitar gæta þess ekki, að sparifje þjóðarinnar er sá grundvöllur, sem alt atvinnulíf hennar byggist á, er það fje, sem bygt er fyrir í landinu, hús og heimili, og sá atvinnurekst- ur, er veitir þjóðinni lífsfram- færi. Vegna þess, að þjóðinni hefir tekist, á undanförn- um árum, að auka sparifje sitt, þá hefir af því leitt, vaxandi framleiðsla, vaxandi atvinna, vaxandi tekjur og vaxandi vel- megun allrar alþýðu. Takist aftur á móti óvitum þessum að stöðva söfnun spari- fjár og eyða því sem til er í vörslum þjóðarinnar og bundið í atvinnufyrirtækjum hennar, þá þverra framfarir, atvinna minkar, tekjur rýma, vesaldóm ur og örbirgð magnast meðal alþýðu manna, sem fengið hafa lífsuppeldi sitt frá fyrirtækjum þessum, er áttu uppruna sinn og líf sparifjenu að þakka. Músagildrur. Nýlega birtist grein í Tíman- um sem nefnd var „smásaga um framtak einstaklingsins“. — Var sagt, að grein þessi væri tekin úr tímaritinu „Readers Digest“. Það var satt. En lengra komst blaðið ekki í vandaðri meðferð málsins. Því fyrirsögn greinarinnar var fölsuð. Og þýð ing greinarinnar var fölsuð. — Komu hjer fram tveir eiginleik- ar Tímaritaranna, sem þjóð- inni eru ku.xnir, hin óslökkv- andi hneigð til ósanninda, sam- fara frábærri heimsku. Greinin, eins og hún birtist í hinu umrædda tímariti, birtist í Lesbók Morgunblaðsins í dag, með sinni rjettu fyrirsögn — sem er „Tvær aðferðir við músa gildru framleiðslu.“ Tíminn birtir aðeins kafla úr greininni, og ætlast til þess að sá kafli út af fyrir sig eigi að sýna, hve einstaklingsframtak- ið gefist illa. En greinin í heild sinni skýrir frá, hvex*su ein- staklingsframtakið er giftusam- legt, meðal gætinna og heið- arlegra manna, en um leið hve mikla bölvun ög spillingu þeir menn leiði yfir þjóðirnar, sem eins og Kreuger hinn sænski, leiðast út x svindl og flottræf- ilshátt. Svindlarinn fer á höf- uðið og á hvorki í sig eða á, og hinn mikli verkamannaskari hans fer á vcnarvöl þ 'gar krepp- an skellur yfir. En hinn gætni og heilbrigði Emerson, sem er heið- virður maður, er kann að sníða sjer stakk eftir vexti, hefir get- að haldið iðju sinni áfram allan krepputímann, og haft nægi- lega atvinnu handa öllu sínu verkafólki. Hver er sinnar gæfu smiður. Grein sú, sem Tíminn glæpt- ist á að falsa hefði gjaman mátt heita svo. En mjög er það eðlilegt, að þeir Hriflungar eigi erfitt með að festa hugann við' þetta gamla spakmæli. Því þeim hefir hvorki tekist að verða gæfusmiðir fyrir sjálfa sig eða þjóð sína. Þeim hefir sem sje svipað all mikiþ til mannsins, sem lýst er í síðari hluta músagildru-greinarinnar, svindlarans ,sem ginnir fólk með f ögrum loforðum, lofar gulli og grænum skógum, lifir sem flotræfill í góðærinu, en á ekkert, getur ekkert og veit ekki sitt rjúkandi ráð, þegar harðnar í ári. Sjálfum forsprakkanum, J. J., svipar mikið til mítea- gildru svindlarans, Long, sem stendur atvinnulaus, vegalaus og allslaus eftir góðærin, lend- ir á vergangi. Hin öflugu sambandskaupfje- lög munu að vísu sjá hinum hrjáða foringja fyrir lífsupp- eldi, í niðurlæging hans, meðan hann ferðast um landið, sem pólitísk flökkukind, sveit úr sveit, til þess að líta á hin „tal- andi verk“, ellegar öllu heldur hina þögulu minnisvarða um hans eigin eyðslu, óforsjálni og vitleysu, meðan hann hafði ó- hindraðan aðgang að ríkisfjár- hirslunni. Neyðaróp. En meðan J. J. ferðast um landið, og heimsækir skuldum sligaða bændur, vanmáttug kaupfjelög, sveitabýli, sem menn eru í þann veginn að flýja, óvistlega fámenna bæja- kumbalda, í bygginga- og land- námssjóðsstíl og innantóma hjeraðaskóla, skrifar Tímarit- stjórinn grein í blað sitt, þar sem hann bendir á með rökum, að aldrei hafi verið eins erfitt og nú, að halda fólkinu í sveit- unum, unga fólkið fari þaðan, staðnæmist þar ekki, uni ekki í sveitunum við yl hinna póli- tísku loforða þeirra Hriflunga, kunni ekki við sig í faðmi hinna pólitísku kaupfjelaga, vilji ekki þýðast ándrúmsloft sveitanna, mengað af ólyfjan pólitískra illinda og úlfúðar, sem Tíma- dótið hefir alið í brjóstum hins unga sveitafólks. Tímaritstjórinn heldur því fram, að bráðra umbóta þurfi við, til að bjarga sveitunum frá auðn. Orð hans skulu ekki rengd. Og hugur hans til sveitanna er virðingarverður. En sennilega verður ekki auðvelt að koma honum í skilning um, að ein- hver mesta hætta sveitanna, mesta yfirvofandi bölvun þeixra er ófriðarvafstur og illindabrölt þeirra Hriflunga sjálfra. Heitir skólar. Það hefir berlega komið í Ijós, að hjeraðsskólar þeir, sem reistir hafa verið við jarðhita á síðari árum geta dregið nafn sitt, „heitir skólar“ af öðru en jarðhitanum einum. Ekki alls fyrir löngu kom skólanefnd Reykjaskólans saman á fund. Þar fóru fram einskonar reikn- ingsskil milli starfsmanna skól- ans, þar sem þeir þökkuðu hver öðrum fyrir samstarfið með svo miklum hita, að skólanefnd pá sjer ekki annað fært, en víkja bæði skólastjói"a og kenn- ara frá starfinu. Starfsemi Reykjaskólans fram til þessa tíma er áþreifanleg ' sönnun þess, að meira þarf en upphituð steinhús til að veita æskulýð sveitanna holl upp- eldisáhrif. Það eru ekki bygg- ingarnar með tilheyrandi vatni, sem gera skólana að menta- stofnunum og menningarsetr- um, heldur eru það þeir menn, sem við skólana starfa. Jafnvel svona einfalt mál skildi ekki fyrverandi kenslu- málaráðherra, og skilur varla enn. Við jötuna. Skýrsla sú, sem hjer birtist í blaðinu nýlega, um laun þeirx-a ^starfsmanna, sem Hriflungar hafa sett við ríkissjóðsjötuna, hefir vakið eftirtekt um land alt. — Ennþá verður sú skýrsla merkilegri, þegar hún er borin saman við skýrslu þá, sem birt- ist hér í blaðinu í dag um launa kjör annara starfsmanna rík- isins, samkvæmt launalögum. Munu margir blaðalesendur glöggva sig á þeim samanburði. Þar kemur margt einkennilegt fram. „Aftappari“ víneinkasöluma.- ar fær sýslumannslaun, •£ sendisveinn hjá ríkisútgerðinni, innheimtumaður, fyrverandi „þefari“ fær álíka laun og dósentar við háskólann. Gjald- keri víðtækjaverslunarinnar svipuð laun og ríkisféhirðir. Og bii'gðavörður Spánarvínanna, sem á að sjá um varðveisl« þeirra hjer á staðnum fær álíka laun og yfirmaður heilbrigðis- mála, landlæknirinn, fær sam- kv. launalögum. Svo ekki sje talað um hiaa dyggu fylgifiska Hriflunga, for- stjóra hinna nýju ríkisstofa- ana, sem eiga það sammerkt að vera á engan hátt störfuat sínum vaxnir. Laun þeii*ra ým- ist jafngild eða yfirstíga lau« ráðherra og hæstarjettardóm- ara. Lesendur festi sjer það í minni, að menniimir, sem koma. þessu ósamræmi í launagreiðsl- ur ríkisins höfðu um allmörg ár lofað þjóðinni því, að færa lau* opinberra starfsmanna í rjett- látara horf en áður hefði ver- ið. — Afram. Rók O. Sweet Marden, í þý8- ingu Ólafs Björnssonar ritstjóra Þessi vinsæla bók er nýkomút út, 2. útgáfa. Um bók þessa skrifar kennari, sem ekki vilt láta nafns síns getið: „ .. . Þúsundir ágætra manna, af öllum þjóðum, hafa boiiS ,ni um það, að hyrningar- steinn gæfu þerrra hafi veriö lestur góðra bóka — oft og ein- att einhverrar sjerstakrar bók- ar. Það er með undrum hve sál ungmennisins getur mótast á þann hátt. Góð bók getur veriS það veganesti, sem endist mann- inum alla æfi, hina lengstu, sent honum er ásköpuð. Hún getur kynt þann vita, sem verður hon- um leiðarstjarna til æfiloka. Hún getur kent honum að taka lífið rjettum tökum og verða sinnar eigin gæfu smiður. Eitt þeirra rita, sem reynst hafa slíkir „vitar á strönd eilífðar- innar“, svo að jeg viðhafi ort skáldsins er hin fræga bók O. S. Mai’den „Áfram“, sem Ól- afur sál. Björnsson ritstjóri þýddi á íslensku og ísafoldar- prentsmiðja gaf út. Enginn get- ur sagt hve mörgum hún hefir blásið í brjóst trausti iá hið besta í meðfæddu eðli þeirra og löngun til að glæða það og rækta, eða kent, að þeir höfðm vald á lyklinum að örlögum síh- um og annara. En margir erw. þeir, víst ákaflega margir. Alls staðar hefir þessari bók veri* vel tekið af hinum vitrari rnönn um, á hvaða máli sem hún hef- ir birst, og íslendingum er það til sþma, að fyrsta íslenska út- 'gáfán seldist upp á skömmuna tírna. Svo var bókin um hríð ófáanleg á íslensku, en nú er komin út ný útgáfa af henni og fegurri að ytra frágangi en hi» fyiri; auk þess ótrúlega ódýr. Þess er að vænta að henni verði ekki miður tekið en fyrri útgáf- m og að foreldrar fái han*. bömum sínum í hendur. Fáar bækur eru betur fallnar tM gjafa handa unglingum ... “.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.