Morgunblaðið - 16.10.1932, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.10.1932, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Rthugasemö. Sigurður lyfsali og skáld SigurSsson úr Vestmannaeyjum ritar í Lögrjettu (XXVII. árg. 1932) grein, er hann nefnir: Menn, sem jeg man. Þar segir svo á bls. 216: „.. . Skólasveinar fyltu að vpnum þann hópinn, sem vildi afnám fom- málanna. Því var það, að nokkm fvrir skólahátíðina, sem haldin var 8. aprjlmánaðar, á fæðingardag konungs, Kristjáns IX., hnoðuðu þeir saman skálaræðu á latínu fyrir minni Ólsens, sem fermastir vora í latínu í efstu bekkjunum; var Páll Sveinsson feng- inn í kyrþey til að læra ræðuna til flutnings á hátíðinni, honum að óvör- um. Jeg var ekki viðstaddur þá, nje endranær, á hátíðahöldum, sem hald- in (svo!) vom þar, sem bjart var; hafði jeg hvorki fje nje föt til þess. En pilíur, sem viðstaddur var og sat andspænis, skáhalt við bórðið og horfði á Ólsen, , en ekki ræðumann, því hann vissi um aðdragandann, sagði mjer síðar að Ólsen hefði brosað þeg- ar kom lítið fram í ræðuna og hann sá hvað. í efni var, en stúlkurnar hlustað eins og í hrifningu, þótt ekkert orð skildu. Nú dundu húrrahróp. Ólsen stóð upp eins og ekkert væri um að vera og byrjaði: „Carissime alumne!“ Hjelt síðan áfram viðstöðulaust:.. “ Það dylst væntanlega engum^ er of- anritaðar línur les, að með þeim er annars vegar ætlast til, að aukið verði á hróður Bjöms rektors Ólsens, en hins vegar leitast við að gera lítið úr öðram, er þar áttu hlut að máli; og þekn jafnvel bragðið um ódrengilega framkomu við rektorinn. Það sæti að vísu síst á mjer, að vilja í nokkuru varpa skugga á glæsilega mynd míns ágæta lærimeistara, en jeg tel þó víst, að hinum látna lærdómsmanni sje jafnlítill greiði gerður með því að hlaða honum lofköst af ósönnum orð- um og ómaklegum getsökum öðrum til handa sem hinu, að látið sje í veðri vaka, að fóstursonur hans hafi ekki getað setið },þar, sem bjart var“, fyrir f jeleysis sakir og fataskorts, því að okkur hinum virtist hann þó jafn- an ganga sæmilega til fara, og betur en margir okkar. Fvrir því vil jeg gera hjer stutta athugasemd við þann kafla úr grein Sigurðar, er jeg hefi tekið hjer upp. Það hafði um hríð verið venja í skólanum, að nemandi úr efsta (6.) bekk flytti ræðu á latínu á skólahá- tíðinni, en enginn hafði þó gert það árin, sem jeg hafði þá setið í skóla. Það mun hafa verið dr. Björn Bjama- son frá Viðfirði, er það gerði s’* astur þann vetur, er sambekkingar mínir voru í 1. bekk (en jeg kom síðar í 2. bekk), og er mjer með öllu ókunnugt um, hvort skólameistara hefir þá verið tilkynt það fyrir fram. En við þessu mátti svo auðvitað bú- ast, að slíkrar ræðu væri von hina næstu vetur á eftir, þótt ekki yrði af því. En er við fjelagar voram í 6. bekk og leið að hátíðinni^ var þess farið á leit við mig af undirbúnings- nefndinni, að jeg flytti latínuræðu að því sinni. Færðist jeg undan því í fyrstu, því að mjer leist það alt annað en árennilegt, en gaf þó að lokum ádrátt um það. Það mun hafa verið formaður nefndarinnar, er hafði orð fyrir henni, en hann er nú lát- inn. Mæltist hann til þess, að þetta skyldi koma flatt upp á alla, svo að enn meira þætti til þess koma, og er mjer allsókunnugt um, að annað hafi fyrir honum vakað. Voram við þá staddir í Kirkjustræti nokkurir saman, gegnt Þemeyjarhúsinu gamla, og man jeg glögt orð skólabróður míns, en þau vora m. a. þessi: j(Það verður þá meira „sving“ yfir því.“ Jeg skal fúslega játa það, að mjer fanst það nokkuð ósanngjarnt, að rektor fengi ekki vitneskju um þetta áður, og vildi jeg víst eigi, að hon- um skyldi mislíka þessar tiltektir okkar; en jeg varð því þó feginn í aðra röndina, að eftirvæntingin yrði þá ekki of mikil, því að lítið þótti mjer mega út af bera. Fanst mjer það ekki heldur með öllu fordildar- laust, að vera að gefa út hátíðlega tilkynningu um þetta, og varð það hvorttveggja til þess, að jeg Ijet í öli u að orðum nefndarmanna. En það er hin mesta fjarstæða^ sem gefið er í skýn með frásögn Sigurðar, að jeg hafi fylt þann flokk í skólanum, sem vildi afnám forntungnanna, og því setið á eins konar svikráðum við for- vígismann þeirra til þess að reyna að koma honum í bobba, enda hafði jeg frá öndverðu svo miklar mætur á forntungunum og manninum, sem kendi þær, dr. B. M. Ó., að slíkt gat mjer aldrei komið til hugar að gera. Hitt má mjer í ljettu rúmi liggja, hvort Sigurður hefir haft sagnaranda til þess að fræða sig um frammistöðu mína, og „aðdragandann1 ‘ að ræð- unni, en fróðlegt væri nú? að fá að isjá framan í þann herra, því að það er skemst af þessum „aðdrag- anda“ að segja og með fullum sanni, að enginn annar en jeg einn átti nokkura hlutdeild í þeirri ræðu, er jeg þá flutti; mjer einum ber því alt það lof eða last, sem á hana kann að hafa verið borið — fyrr eða síð- ar. Og það hygg jeg með vissu, að ekki muni þáverandi rektor hafa gert ráð fyrir hlutdeild annara við samn- ingu ræðunnar, og því síður ætlað mjer það, að jeg sæti á svikráðum við sig og þægi til þess aðstoð annara, enda minnist jeg þess ekki að hafa sjeð hann öllu glaðara í annan tíma en þá, er hann þakkaði mjer ræðuna eftir á með handabandi. Fullyrði jeg þetta, hvað sem líður isögumanni Sig- urðar og hinu ,glöggva‘ ‘ gestsauga hans á hátíðinni. Hann virðist hafa setið full „skáhalt“ þar, svo sem S. kemst að orði. Þykist jeg vita, að sjálfur sje Sigurður svo sanngjarn maður, að hann virði mjer það til nokk urrar vorkunnar, þó að ekki beri jeg það undir hann, hversu mikið „hnoð‘ ‘ þessi ræðustúfur var, eða hverjir þá vora „fermastir í latínu í efstu bekkj- unum‘ ‘. Skiftir það og minstu máli nú. Það er víst, að gagn og gaman getur verið að fróðlegum frásögnum um mæta menn, sem horfnir era og ekki mega gleymast. En vandhæfi mik- ið er þar á, og hefir mörgum þar orð- ið hætt við öfgum og rangfærslum. Hafa snmir höfundar einatt reynst þar ærið óprúttnir, er maðurinn hefir ekki lengur getað borið hönd fyrir höfuð sjer sjálfur, eða ef ógerningur hefir verið að ganga úr skugga um heimildir; en óþarft ætti þetta að vera, er svo vill vel til, að einhver hlutaðeiganda er til taks og getur leiðrjett ýmsan misskilning. Er þá höfundarins að fara þá leið, sem lík- legust má þykja, ef heimildum ber ekki saman eða þær verða ekki kann- aðar til hlítar. Páll Sveinsson. —-—---------------- IMI gerir tandurhreint eldhúsið með minni fyrirhöfn og á skemri tíma. Það er einn höfuðkosturinn að IMI vinnur sjálft að kalla. Vinnan er ekki hálf á móts við það sem áður var, en þó er alt fegurra en fyr. Notin eru margvísleg! Alla fituga og mjög óhreina hluti, úr hvaða efni sem eru, má hreinsa fyrirhafnarlaust með IMI, um leið sótthreins- ar IMI og tekur af allan þef. IMI ljettir aldhússtörfin að sama skapi sem Persil ljettir þvottadagana, enda er IMI tilbúið í Persilverksmiðjunum. I eina fötu af vatni fer matskeið af IMI. Pakkinn (Persil- stærð) kostar 45 aura og fæst alls staðar. Hversu notin af IMI eru margvísleg er sýnt í glugg anum við hressingarskálann næstu daga. Reynið IMI og yður mun reka í rogastans yfir því, hversu fljótt þessi alveg einstæði verkdrýgir hreinsar borðbúnað- inn og búsáhöldin úr hvaða efni sem þau eru og hversu fljótt allir hlutir verða skygðir og geðslega hreinir! Mest er um vinnuljettírinn vert! vað er imi? Víitækjaversin rfklslns. Heildsalan Lækjargötu 10 B. .dJB’ávÍ ' Sími 823. Höfum framvegis tvo útsölustaði í Reykjavík, hjá - J Raftækjaverslnii íslands h.f. Vesturgötu 3. Sími 1510. o g Verslnnlnnl Fálkinn Laugaveg 24. Sími 670. Viðtæki verða seld á þessum útsölustöðum gegn mánaðar- legum afborgunum. Pr|ðnanðmskelð verður haldið ruú í haust eins og að undanförnu. Það hefst í byrjun nóvein- bermánaðar. Kent verður fullkomlega að prjóna á hinar vönduðustu vjelar. (Claes vjelarnar). Kennari verður eins og að undanförnu frú Valgerður Gísladóttir — Nemendur eiga vinnu sína sjálfir, en leggja sjer til garn. Kenslugjald er mjög lágt. Nánari upplýsingar í verslun minni . Kjötflutningur til Danmerkur. I seinasta Lögbirtingablaði auglýsif Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, að það sje skilyrði fyrir innflutningi kjöts hjeðan til Danmerkur í heilum skrokkum, að hver skrokkur sje merkt- ur á tveim stöðum með orðinu ,ísland‘ og sje stafirnir 20 mm. háir upp- hafsstafir með fjólubláum lit. Staf- irnir standi í beinni línu og án nokk- nrs stryks utan með. Enr. fremur á að fylgja hverri send- ingu kjöts í heilum skrokkum yfir- lýsing löggilts kjötskoðunarlæknis um það, að skrokkarnir sje af kindum, sem slátrað ’hafi verið í löggiltu slát- nrhúsi og að læknisskoðun hafi farið fram á kindunum áður en þeim var slátrað og á kjöti þeirra eftir slátr- unina, og hafi það talist fyrsta flokks kjöt. Sje þessara reglna ekki gætt, eiga menn á hættu að ferskt kjöt fáist ekki flutt á land í Danmörku. Samninsar Breta off íra farnir út um þúfur. Að undanförnu hafa fulltrúar íra og Breta setið á ráðstefnu til þess að reyna að komast að samningum út af skattneitun íra. Frá íra hálfu tók De Valera forseti og nokkrir ráð- herrar hans þátt í ráðstefnunni, en af Breta hálfu utanríkisriáðherrann, nýienduráðherrann og fleiri. í gær fór ráðstefna þessi út um þúfur ,því að svo mikið bar á milli, áð ekkert viðlit var að hún gæti borið neinn árangur. íslenskur ostur er nú að verða mark aðsvara erlendis. í fyrra var ekki flutt neitt út af þessari vöru, en í ár hafa verið flutt út 4.200 kg. og fyrir það hafa fengist 3.380 krónur. Þetta er náttúrlega ekki mikið, en það er vísir til nýrra viðskifta við útlönd. Áður höfum vjer flutt inn mikið af osti, t. d. rúmlega 110 smálestir árið 1928. Nú er risin upp ostagerð í land- inu sjálfu, og er framleiðslan orðin meiri heldur en markaður er fyrir innanlands. Er því algerlega ónauðsyn- legt að flytja inn osta frá útlöndum, því fremur sem íslensku ostarnir standa ekki bestu erlendum ostum að baki. En til þess, að starfræksla mjólk urbúanna geti dafnað, er nauðsynlegt að leita markaðar fyrir framleiðslu- vörur þeirra erlendis. Og salan á ost- innm í ár til, útlanda / bendir til þess, að vjer eigum þar í framtíðinni nýja útflutningsvöru, sem um getur munað fvrir landbúnaðinn. Morgmnblaðiö er 8 síður í dag og Lesbók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.